Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
• • __________________________
Lárus Ogmundsson, lögfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, svarar ásökunum um vanhæfí
Bendir á að Sverrir
Hermannsson hafi beðið
um greinargerðina
Sverrir Hermannsson skrifar í gær grein þar sem hann
heldur því fram að starfsmaður Ríkisendurskoðunar, sem
komið hafí að gerð greinargerðarinnar um laxveiðar og risnu
Landsbankans, hafí verið vanhæfur vegna mægða og vitnar
í stjórnsýslulög. Stjórnsýslulögin taka hins vegar aðeins til
framkvæmdavaldsins og ná ekki til Ríkisendurskoðunar,
sem er á vegum löggjafarvaldsins, að því er fram kemur í
/
skýringum með stjórnsýslulögum. Olafur G. Einarsson,
forseti Alþingis, sagði í gær að engu að síður yrði að gæta
vissra höfuðreglna. Karl Blöndal kynnti sér málið.
SVERRIR Hermannsson, fyrrver-
andi bankastjóri Landsbanka Is-
lands, segir í grein í Morgunblaðinu
í gær að Lárus Ögmundsson, lög-
fræðingur hjá Ríkisendurskoðun,
hafi verið vanhæfur til að vinna að
skýrslu Ríkisendurskoðunar til
bankaráðs Landsbankans um lax-
veiðar, risnu og fleira á vegum
bankans vegna þess að hann væri
kvæntur systur Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, sem fyrir áramót lagði fram
fyrirspum á Alþingi um laxveiði-
ferðir stjómenda ríkisviðskipta-
bankanna og Seðlabanka. Láras
sagði í gær að það væri eins og
Sverrir hefði ekki lesið greinar-
gerðina vegna þess að hann hefði
beðið um hana sjálfur.
„Sé ekki hvemig tengsl mín við
Jóhönnu koma að þessu máli“
„Það eina sem ég vil rifja upp er
tilefni þess að þessi greinargerð var
tekin saman,“ sagði Láras. „Það
kemur fram í inngangi hennar. En
ég sé ekki hvemig tengsl mín við
Jóhönnu koma að þessu máli.“
Hann kvaðst ekki átta sig á því
hvemig spumingin um vanhæfi
ætti við í sínu tilviki.
„Þetta er fróðleg spurning um
það hvemig svona vanhæfismál
horfa við okkur ef þingmenn í
mægðum við okkur spyrja spurn-
inga, sem við eram látnir svara,“
sagði Láras. „Þetta væri hins vegar
spurning ef ég væri mágur Sverris.
Þá væri ég vanhæfur. Sverrir bað
um að þetta yrði tekið saman. Það
var orðið við þeirri bón og væri ég
mágur hans hefði ég ekki átt að
skoða málið. Frómt frá sagt átta ég
mig ekki alveg á vanhæfisspurning-
um í þessu tiltekna máli, en auðvit-
að verðum við að gæta okkar.“
„Áhyggjur ef orðstír stofnunar-
innar minnkar"
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, sagði í gær að Ríkisendur-
skoðun væri stofnun, sem nyti full-
komins sjálfstæðis og tæki ekki við
fyrirmælum frá neinum.
„Það er hins vegar rétt að Ríkis-
endurskoðun er stofnun á vegum
Alþingis og Alþingi hefur auðvitað
af því nokkrar áhyggjur ef orðstír
stofnunarinnar minnkar og hæfi
hennar og starfsmanna hennar er
dregið í efa,“ sagði hann. „Við höf-
um af því áhyggjur og ég get ekki
sagt annað á þessu stigi en að við
höfum auðvitað rætt þessi mál í for-
sætisnefndinni, en að vísu ekki
þennan þátt vegna þess að mér var
ekki kunnugt um þessi ættartengsl.
En við munum öragglega ræða
þetta og vafalaust strax á morgun
[laugardag].“
Segir ásakanir um leka
ekki svara verðar
Ásakanir Sverris á hendur Ríkis-
endurskoðun og opið bréf hans til
forseta Alþingis var tekið upp í for-
sætisnefnd á mánudag, en málið
var þá ekki afgreitt. Ólafur sagði að
nefndarmenn hefðu ekki talið tíma-
bært að tjá sig um það á því stigi.
Sverrir segir í grein sinni að sér-
staka athygli hafi vakið hjá starfs-
mönnum Landsbankans að jafnóð-
um hafi öllu verið í þá lekið, sem
gerðist í málinu hjá ríkisendurskoð-
anda og bætir við: ,Allir vita að Jó-
hanna Sigurðardóttir var alltaf
fyrst með fréttirnar.“
Láras sagði að slíkar aðdróttanir
væra ekki svai’a verðar: „Hann
verður að eiga það við sjálfan sig.“
Hann kvaðst hafa átt þátt í loka-
frágangi greinargerðarinnar. Hann
hefði lesið hana yfir og veitt aðstoð
við textagerð. Hann hefði hins veg-
ar ekki unnið að rannsókn málsins.
Sverrir tekur í grein sinni til
þess þegar hann ásamt lögfræðingi
sínum, Tryggva Gunnarssyni, fór á
fund Sigurðar Þórðarsonar rfids-
endurskoðanda á meðan verið var
VIÐ aðra umræðu um stjórnar-
framvarp til Iaga um stjórn veiða úr
norsk-íslenska sfldarstofninum
spurði Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður Alþýðubandalags og
óháðra, af hverju rfldsstjómin væri
nú að breyta um stefnu í stjórn
þessara veiða og af hverju væri nú
að vinna greinargerðina að Láras
var viðstaddur og „mælti aldrei orð
frá vöram“.
Láras sagði að á þennan fund
hefði Svenir Hennannsson verið
kominn til að gefa skýringar á óút-
skýrðum hlutum.
„Eg sat þann fund vegna þess að
hann mætti með lögmann sinn,“
sagði hann. „Ríkisendm-skoðandi
taldi tilhlýðilegt að ég sæti með
honum þennan fund þar sem ég
væri lögfræðingur. Meira var það
nú ekki. Þess vegna sat ég þögull;
ég þurfti ekkert til málanna að
leggja. En Sverrir mætti með lög-
mann sinn, eða lögmann bankans,
hann verður að skýra út hvemig
samband þeima var.“
Vitnað til ákvæða stjómsýslu-
laga um vanhæfl
Sverrir vitnar í grein sinni í lög
um stjómsýslu nr. 37 frá 30. apríl
verið að taka eina tegund undan
lögunum um fiskveiðar utan lög-
sögu íslands. Vildi þingmaðurinn að
veiðamar yrðu frjálsai’.
Árni R. Amason, varaformaður
sjávarútvegsnefndar, gerði grein
fyrir áliti meirihluta nefndarinnar
sem leggur til að framvarpið verði
samþykkt óbreytt. Þar er gert ráð
fyrir að ákvæði laga nr. 151 frá 1996
um fiskveiðar utan lögsögu Islands
gildi ekki um úthlutun veiðiheimilda
úr norsk-íslenska sfldarstofninum
og að til og með árinu 2000 skuli
skipta 90% veiðiheimildanna sem
koma í hlut íslands milli þeirra
skipa er stunduðu veiðar úr þessum
stofni árin 1995 til 1997.
Steingrimur J. Sigfússon kynnti
álit fyrsta minnihluta sjávarútvegs-
nefndar og mælti fyrir breytingar-
tillögum sem Svanfríður Jónasdótt-
ir og Lúðvík Bergvinsson flytja. Þar
segir að þrátt fyrir ákvæði fyrr-
greindra laga um fiskveiðar utan
lögsögu skuli gilda þau ákvæði um
veiðar íslenskra skipa úr norsk-ís-
lenska sfldarstofninum árin 1998 og
1999 að allar veiðar verði frjálsar
öllum skipum sem hafa leyfi til
veiða í atvinnuskyni í fiskveiðiland-
helgi íslands að fengnu leyfi Fiski-
stofu. Segir einnig að til að tryggja
að heildarafli íslenskra fiskiskipa
verði innan umsaminna marka sé
sjávarútvegsráðherra heimilt að
stöðva veiðar þegar eftir sé af heild-
arveiðiheimildunum sem nemi einu
1993. Þar segir í 3. grein að starfs-
maður eða nefndarmaður, sem lög-
in taki til, sé vanhæfur til meðferð-
ar máls í ákveðnum tilvikum, þar á
meðal er aðili máls, fyrirsvarsmað-
ur eða umboðsmaður aðila, maki
aðila, skyldur eða mægður aðila,
eða málið varði hann sjálfan veru-
lega eða venslamenn hans eða að
öðru leyti séu fyiir hendi þær að-
stæður, sem fallnar séu til þess að
draga óhlutdrægni hans í efa með
réttu.
Síðan segir um áhrif vanhæfis að
sá sem vanhæfur sé til meðferðar
máls megi ekki taka þátt í undir-
búningi, meðferð eða úrlausn þess.
Um málsmeðferð kveður á um að
starfsmaður, sem viti um ástæður,
sem kunni að valda vanhæfi hans,
skuli án tafar vekja athygli yfir-
manns stofnunar á þeim. Það sé
síðan yfirmannsins að ákveða hvort
starfsmanninum beri að víkja sæti.
fullfermi allra skipa sem hafið hafa
veiðarnar. Þingmaðurinn sagði mik-
ið hringl hafa verið í sjávarútvegs-
ráðuneytinu í þessu máli og að mik-
ill reglugerðafrumskógur hefði
myndast síðustu árin.
I áliti annars minnihluta sjávar-
útvegsráðuneytisnefndar, sem
Svanfríður Jónasdóttir og Lúðvík
Bergvinsson standa að, segir að nið-
urstaðan sem birtist í frumvarpi
sjávarútvegsráðherra sé málamiðl-
un milli ríkisstjómarflokkanna og
hvorki séu uppfylltar kröfur um
hagkvæmni veiða né réttláta úthlut-
un veiðiheimilda. Vilja þingmenn-
imir að veiðarnar verði frjálsar enn
um sinn.
Samráð ekki haft við
hagsmunaaðila
Ræða Steingríms J. Sigfússonar
stóð í meira en tvo tíma og tók hann
ítarlega fyrir aðdraganda málsins,
þ.e. reynsluna af sfldveiðum undan-
farinna ára. Taldi hann það ekki
góða latínu að hafa lög afturvirk
eins og nú væri raunin þar sem veiði
úr umræddum stofni væri hafin.
Taldi hann og fráleitt að annað en
veiðireynsla myndi vega þungt í
reiknireglu sem notuð væri til út-
hlutunar aflaheimilda. Taldi hann
hana ekki vega nógu þungt í frum-
varpinu. Lagði hann til að frumvarp-
ið yrði ekki afgreitt eða fellt ef ekki
næðust fram breytingar. Kvaðst
hann hafa orðið fyrir vonbrigðum
í fyrstu grein stjórnsýslulaganna
er kveðið á um að þau taki til
stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga. í
athugasemdum við fyrstu gi-einina
segir að í því sambandi skipti ekki
máli hvort stjómsýslan sé í hönd-
um sérstakra stofnana á vegum rík-
is eða sveitarfélaga né heldur hvort
slíkar stofnanir lúti stjóm nefnda,
ráða eða stjóma kjörinna af Alþingi
eða sveitarstjórnum. Samkvæmt
skýringunum taka lögin hins vegar
aðeins til framkvæmdavaldsins, en
ekki löggjafarvaldsins.
„Sem fyiT segir er það hins veg-
ar skilyrði að um sé að ræða stjórn-
sýslu, þ.e. þá starfsemi sem heyrir
undir framkvæmdavaldið sam-
kvæmt þeiiri þrískiptingu ríkis-
valdsins, sem mælt er fyrir um í 2.
gr stjórnarskrárinnar,“ segir í at-
hugasemdunum. „Þannig taka lögin
ekki til löggjafarvaldsins, þ.e. starf-
semi Alþingis og stofnana þess, svo
sem umboðsmanns Alþingis og
Ríkisendm’skoðunar.“
„Breytir ekki því að menn
verða náttúrlega að gæta
vissra höfuðreglna“
Olafur G. Einarsson sagði að það
hefði alltaf legið fyrir að stjórn-
sýslulögin næðu ekki til löggjafar-
valdsins og þar með Ríkisendur-
skoðunar.
„Það breytir ekki því að menn
verða náttúrlega að gæta vissra
höfuðreglna,“ sagði hann. „Ég lít
svo á og það er ekki gott ef hæfi
starfsmanna Rfldsendurskoðunar
er dregið í efa.“
í lögum nr. 86 frá 1997 um Ríkis-
endurskoðun er h'tið að finna um
það hvenær starfsmaður sé hæfur
eða vanhæfur. Þar segir í 3. gr.:
„Starfsmenn Ríkisendurskoðunar
skulu í einu og öllu óháðir ráðu-
neytum og stofnunum sem þeir
vinna að endurskoðun hjá.“ I at-
hugasemdum segir ekkert um
þessa setningu utan hvað orðalag,
sem lúti að starfsmönnum stofnun-
arinnar hafi verið lagfært.
Olafur kvaðst ekki vilja leggja
dóm á það hvort orðalag þriðju
greinarinnar væri of þröngt, en
bætti við að það vekti til umhugs-
unar þegar mál af þessu tagi kæmu
upp.
með vinnubrögð ráðuneytisins í mál-
inu sem ekkert samráð hefði haft við
hagsmunaaðila í greininni.
Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona
Kvennalista og áheymarfulltrúi í
sjávarútvegsnefnd, sagðist styðja
fyrstu grein frumvarpsins. Hún
sagði frjálsar veiðar skynsamleg-
astar til að fá sem kröftugasta veiði-
reynslu. Hún spurði ráðherra hvort
hugsanlega mætti bjóða út veiði-
heimildir, að minnsta kosti innan
lögsögunnar.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði að almennt séð væri
það skoðun sín að veiðireynsla ætti
að liggja til p-undvallar við úthlut-
un veiðiheimilda. Hugsanlega mætti
reyna aðrar leiðir við veiðar úr nýj-
um stofni, t.d. frjálsar veiðar til að
nýta síðan reynsluna og væri einnig
hugsanlegt að selja leyfi á þeim
grunni en slíkt yrði aðeins þegar
um væri að ræða bráðabirgðaráð-
stöfun. Hann taldi ekki hafa áhrif á
gang mála að veiði væri nú hafin.
Hann lagði áherslu á að frumvarpið
tæki aðeins til síldveiðanna og sagði
lögin í dag gera ráð fyrir að afla-
heimildum yrði úthlutað varanlega
á gi’undvelli veiðireynslu. Setja yrði
ný lagaákvæði því annars kæmi á
þessu stigi til varanlegrar úthlutun-
ar, en framvarpið tekur sem fyiT
segir til áranna 1998-2000. Hann
sagði úthafsveiðilögin gilda að öllu
öðra leyti og engin hugmynd væri
uppi um breytingar.
FASTEIGIUAMIÐSTOÐini
SKIPHOm 50B - SÍMI55Z 6000 - FflX 55Z 6005
Ásland
Mjög skemmtilegt einbýli á tveimur hæöum alls 247 fm.
Góðar suö-vestursvalir. Á efri hæð er m.a. eldhús, borð-
stofa og stofa með glæsilegu útsýni. Á neðri hæð eru m.a 4
herb., fataherb. og baðherb. Fallegur garður. Möguleg
skipti á raðhúsi í Mos. eða minna einbýli. 7503.
Tómasarhagi
Efri sérhæð í fallegu þríbýlishúsi með útsýni út á sjóinn á
þessum vinsæla stað. íbúðin er með sérinngangi og henni
fylgir bílskúr. Hún skiptist í: Hol, 2 samliggjandi stofur, eld-
hús, 3 svefnherb. og baðherb. Yfir íbúðinni er geymsluris
sem gefur ýmsa möguleika.
Vantar — vantar
Leitum fyrir traustan aðila að góðu sumarhúsi 100-150 km
fjarlægð frá Reykjavík. Skilyrði er heitt vatn og rafmagn.
Nánari upplýsingar gefa Magnús og Björk.
Tvö minnihlutaálit um norsk-íslensku síldina
Veiðarnar verði áfram frjálsar