Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 13 FRÉTTIR Steinimn Y. Qskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, um jafnréttisáætlanir hjá Reykjavíkurborg Níu stofnanir gagn- rýndar fyrir seinagang JAFNRÉTTIS- og kjaramál komu til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld þegar Steinunn V. Óskarsdóttir, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, brýndi borgarstofnanir til að skila starfsá- ætlunum í jafnréttismálum. Nefndi hún níu borgarstofnanir sem ekki hefðu skilað slíkum áætlunum og sagði fulltrúa í jafnréttisnefnd vera að missa þolinmæðina vegna seina- gangs þeirra í þessum efnum. A nýlegum fundi jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar var minnt á að samkvæmt samþykkt borgarráðs frá 7. maí 1996 beri öllum borgarstofn- unum að skila starfsáætlunum í jafn- réttismálum. Steinunn V. Óskars- dóttir, formaður jafnréttisnefndar- innar, sagðist á borgarstjórnarfund- inum vera mjög óánægð með að níu borgarstofnanir, sem hún taldi upp, hefðu ekki skilað áætlunum, hvorki fyrir síðasta ár né hið yfirstandandi, og skoraði hún á forstöðumenn þeirra að gera það sem allra fýrst. Þessar stofnanir eru borgarskipulag, borgarverkfræðingur, Dagvist barna, Fræðslumiðstöð, Innkaupa- stofnun, menningai'miðstöðin Gerðu- bergi, Slökkvilið Reykjavíkm', um- ferðardeild og Vélamiðstöð. Vaxandi launamunur kynja Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði óskandi að R-listinn færi eftir þeim jafnrétt- isáætlunum sem samþykktar hefðu verið samhljóða í borgarstjórn. Ræddi hann í framhaldi af því um launamun kynja, sem hann sagði fara vaxandi hjá borgarstofnunum og tiltók Sjúkrahús Reykjavíkur og spurði hvort ekki væri ástæða til að fylgja þessum málum betur eftir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði ekki hægt að sætta sig við að þessar tilteknu borgarstofnan- ir skiluðu ekki jafnréttisáætlunum. Hún sagði ekki hægt að fullyrða að launamunur kynja hefði aukist eins og Árni Sigfússon héldi fram, til þess þyrftu að fara fram mun ítarlegri at- huganir, en hún kvaðst heldur ekki halda því fram að munurinn hefði minnkað. Urðu nokkur orðaskipti milli þeirra um þessi mál og sagði Árni það ótrúlegt að borgarstjóri vildi gera ábendingar sínar um vax- andi launamun ótrúverðugar með því að segja að málið þyrfti meiri athug- unar við. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi R-listans, upplýsti fyrir hönd Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur að vinna við jafnréttisáætlanir fyrir hverja og eina stofnun Fræðslumið- stöðvarinnar væri nú á lokastigi og væru þar stigin metnaðarfull skref í átt til jafnréttis. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson DOUGLAS Skymaster lendir á Keflavíkurflugvelli á miðvikudagskvöld. FLUGVÉL af gerðinni Douglas Skymaster lenti á Keflavíkurflug- velli á miðvikudagskvöld á leið frá Goose Bay til Berlínar þar sem fara í hönd hátíðahöld í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að loftbrúin til Berlínar var sett upp. Vél þessi, sem margir þekkja undir nafniuu „fjarki“, er nýupp- gerð og ber nafnið „Spirit of Freedom". Tilefni loftbrúarinnar var að Sovétmenn lokuðu landflutn- ingaleiðinni frá hernámssvæðum Douglas Skymaster í Keflavík Vesturveldanna í gegnum sovéska hernámssvæðið til Berlínar, en Berlín var langt inni í Austur- Þýskalandi, sem síðar varð. Vestur- veldin settu upp loftbrú og flugu herflutningavélar þeirra linnulítið til Berlínar með allar vistir og nauðsynjar handa íbúum borgar- innar. Loftbrúin stéð frá júní 1948 til maí 1949 og höfðu þá verið flognar 227 þúsund ferðir. Douglas Skymaster var mest not- aða flugvélategundin í þessum flota. Flugfélag Islands og Loftleið- ir notuðu Skymaster flugvélar til millilandaflugs til margra ára. Þrjár skýrslur um meðferð heimilisofbeldismála og forvarnir Réttur og staða brota- þola verði styrkt DÓMSMÁL ARÁÐHE RRA hefur sent Alþingi þrjár skýrslur sem unn- ar voru í kjölfar skýrslu um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisof- beldis og annars ofbeldis gegn kon- um og börnum sem ráðherra mælti fyrir á Alþingi í mars á síðasta ári. I kjölfar þeirrar skýrslu var ákveðið að skipa þrjár nefndir til að huga að úrbótum á þessu sviði. Fyrsta nefndin fjallaði um meðferð heimilisofbeldismála hjá lögreglu, önnur nefndin fjallaði um meðferð heimilisofbeldismála í dómskerfinu og þriðja nefndin fjallaði um for- varnir gegn heimilisofbeldi, hjálpar- úrræði fyrir þolendur og meðferðar- úrræði fyrir gerendur. Lögregla kynni brotaþolum bótarétt og hjálparúrræði Nefnd sú er fjallaði um meðferð heimilisofbeldismála hjá lögreglu leggur til að gefnar verði út leiðbein- ingar til lögreglustjóra um hvernig haga skuli skráningu heimilisofbeld- ismála í dagbók og málaskrá og hvernig haga skuli rannsókn mála vegna heimilisofbeldis. Nefndin leggur til að brotaþolum verði leið- beint af lögreglu um réttindi sín og þau hjálparúrræði sem þeim standa til boða og að ríkislögreglustjóri gefi út reglur um hvernig lögregla skuli kynna brotaþola bótarétt. Nálgunarbann verði lögfest Nefndin leggur til að lögfestar verði reglur um nálgunarbann og um rétt brotaþola til að fá skipaðan lög- lærðan talsmann. í nálgunarbanni felst að með dómi yrði unnt að banna þeim sem framið hefur refsiverðan verknað að halda sig á tilteknum svæðum ef sýnt þætti vegna verkn- aðarins að nærvera hans þar gæti haft í fór með sér sérstaka hættu eða óþægindi. Nefndin leggur einnig til að tekin verði í almenn hegningarlög ákvæði um vitnavernd og að ríkislög- reglustjóri gefi út almennar leiðbein- ingar til lögreglustjóra um hvers beri að gæta þegar lögregluáminn- ing er veitt. Nefnd sú er fjallaði um meðferð heimilisofbeldismála í dómskerfinu leggur til að í lög um meðferð opin- berra mála verði tekið ákvæði um rétt brotaþola til að fá skipaðan lög- lærðan talsmann. Þá gerir nefndin tillögur um breyttar ákærureglur og leggur til að lögfestar verði reglur um nálgunarbann og er í skýrslu hennar að finna ítarlegar röksemdir fýrir slíku úrræði. Auknar skyldur á sveitarfélög Nefnd um forvarnir gegn heimilis- ofbeldi, hjálparúrræði fyrir þolendur og meðferðarún-æði fyrir gerendur leggur til að atriði í barnalögum og hjúskaparlögum um umgengnisrétt, sameiginlega forsjá og sáttaumleit- anir verði tekin til skoðunar, þar sem ýmsir aðilar hafi bent á að fyrir- komulag skv. gildandi lögum geti viðhaldið ofbeldi eftir skilnað eða sambúðarslit. Lagt er til að auknar skyldur verði lagðar á sveitarfélög í heimilisofbeldismálum, t.d. með að- gerðaskyldu fáist vitneskja eða grunur um heimilisofbeldi. Nefndin telur mikilvægt að hugað verði að almennri kynningu og fræðslu um heimilisofbeldi, svo og kynningu á úrræðum fyrir brotaþola og gerendur. Unnið verði að forvörn- um með markvissri fræðslu um of- beldi, orsakir þess, umfang og afleið- ingar. Áróðursherferð Tryggt verði að fræðsla um orsak- ir og afleiðingar heimilisofbeldis verði hluti af grunnmenntun starfs- stétta sem sinni frekar slíkum mál- um en aðrar. Þá leggur nefndin til að gripið verði til áróðursherferðar til að fræða almenning um heimilisof- beldi og fleira. Nefndin leggur áherslu á mikil- vægi þess að faghópar sem þolendur heimilisofbeldis leita til hljóti viðeig- andi starfsþjálfun. Hún teliu’ mikil- vægt að starf félagasamtaka í þágu þolenda heimilisofbeldis, einkum á vegum Kvennaathvarfsins, Kvenna- ráðgjafarinnar og Stígamóta, verði treyst með gerð þjónustusamninga og að fjárframlög til þeirra frá ríki og sveitarfélögum verði ekki skert. Nefndin leggur til að komið verði á sérhæfðri móttöku fyrir þolendur heimilisofbeldis, sem starfrækt verði samhliða neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og í nán- um tengslum við félagasamtök á þessum vettvangi. Nefndin telur sér- stakra aðgerða þörf í málefnum ný- búa hvað þetta varðar. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga { tilefni af alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga stendur Félag fslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir dagskrá víða um land næstu daga undir kjörorðinu Samráð um heilsugœslu-heilbrígði er allra hagur. Reykjavík Sunnudaginn 10. maí: Skautahöllin í Laugardal Heilsuefiingarhátíð fyrir alla fjölskylduna Kl. 13:00 Sýningin hollt, gott og gaman opnuð í skautahöllinni í Laugardal. Heilsugœsluhjúkrunarfrœðingar kynna störf sín, vakin verður athygli á hollri nœringu, gildi hreyfingar og forvörnum. Sýningin er opin til kl. 17:00. Kl. 13:30 Dagskrá sett: Ásta Möllerformaðurfélagsins Kl. 13:45 Hlutverk og framlag Reykjavíkurborgar til eflingar heilsu borgarbúa: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Kl. 14:15 Fjölskylduganga um Laugardalinn í samvinnu við íþróttir fyrir alla og starfsfólk Grasagarðsins. Kl. 15:00 Félagið Komið og dansið leiðir þátttakendur í dans Kl. 15:45 Kraftganga í umsjón Ámýjar Helgadóttur hjúkrunarfræðings Auk þess leikur Jóna Einarsdóttir hjúkrunarfrœðingur á harmonikku, Þorrí þorskur kemur og leiktæki fyrir börn verða á staðnum. Þriðjud. 12. maí: Fræðslufundur að Suðurlandsbraut 22 kl. 20.00 Konur og áfengi: Þóra Bjömsdóttir hjúkrunarforstjóri Vogs Konur og meðvirkni: Unnur Heba Steingrímsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri bamadeild BUGL Hjúkrunarfræðingar segja frá reynslu sinni við að ná tökum á áfengissýki og meðvirkni. Allir velkomnir. Akureyri Þriðjudagur 12. maí: Hagkaup og KEA Nettó kl. 14.00 - 18.00 Hjúkrunarfræðingar verða með ráðgjöf fyrir almenning í verslununum og bjóða m.a. blóðþrýstings- og kólesterólmælingar. í Hagkaup verður ráðgjöf fyrir fólk sem vill hætta að reykja og kennd verður leit að beri í brjósti. Á Heilsugæslustöðinni munu hjúkrunarfræðingar mæla blóðþrýsting og veita ráðgjöf á skiptistofunni á 3ju hæð kl. 9:00—12:00. Ýmiskonar fræðsluefni verður í boði. Suðurnes Sunnudaginn 10. maí: Kjarni kl. 13.00—17.00 Hjúkrunarfræðingar á Suðurnesjum bjóða blóðþrýstingsmælingar og ýmsar blóðmælingar fólki að kostnaðarlausu. Kynning verður á getnaðarvörnum og reykingavörnum í boði apótekanna, mæðravernd, þvagfæravandamálum og fleira. f kaffiteríunni verður til sölu ýmiskonar hollustumeðlæti. Frítt verður í Sundmiðstöð Keflavíkur. íþróttir fyrir alla efna til 40 - 60 mín. heilsubótargöngu fyrir alla fjölskylduna frá Kjama kl. 13.30. Bókasafn Keflavíkur mun vekja athygli á bókum er tengjast heilbrigði og hollustu í vikunni á eftir. Akranes Þriðjudaginn 12. maí kl. 14:00: Veitingastofan Barbró Herdís Storgaard flytur fyrirlestur um slys á börnum. Allir velkomnir. Fimmtudaginn 14. maí og laugardaginn 16. maí: Heilsuefling á Heilsugæslustöðinni. Hjúkrunarfræðingar bjóða heilsufarsmat og ráðgjöf, fólki að kostnaðar- lausu. Nánari upplýsingar og tímapantanir á Heilsugæslustöðinni. Víða annars staðar verða hjúkrunarfræðingar með dagskrá í tilefni dagsins sem auglýst verður á viðkomandi stöðum. lH ÍSLENSK FJALIAGRÖSHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.