Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGAR DAGUR 9. MAÍ 1997 31 Ég segi frá þeim þýðingum á verkum James Joyce á íslenzku, sem ég man eftir; smásögunum I Dyflinni og Ódysseif í tveimur bók- um. Peim finnst greinilega nokkuð til um, að Ódysseifur skuli vera til á íslenzku, svo ég nota tækifærið og stæri mig af því að vera málkunn- ugur þýðandanum Sigurði A. Magn- ússyni. Það væri sómi að íslenzkum Odysseifi í glerskápnum hjá þeim. Enginn James Joyce á Irlandi Og þau hafa fleiri hugmyndir um það hvemig tengja megi betur nafn og starfsemi staðarins. Það kemur bara í ljós, segja þau og brosa leyndardómsfull, kannski hrædd um að keppinautar þeirra lesi Morgunblaðið og steli hugmyndum þeirra. Ekki það. En þau vilja greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig. Það er svo auðvelt að fá hug- myndirnar segja þau og andvarpa, en erfiðara að koma þeim í fram- kvæmd nú þegar reksturinn sjálfur tekur allan okkar tíma. En talið um keppinauta er ekki út í bláinn. Nú þegar hefur verið opnuð önnur krá í London með þessu skáldanafni. Eigendurnir komu hingað og urðu svo hrifnir að þeir ákváðu bara að stæla okkur, segir Pat. I París segja þau líka vera tvö veitingahús, sem bera nafn rithöfundarins, og slíka staði má finna í fleiri borgum. En ekki á Irlandi. Ekki ennþá. Þau hafa lært ýmislegt um James Joyce síðan þau opnuðu þennan stað. Hér kemur alls konar fólk; margir eru vel lesnir í Joyce og vita margt um hann, almenningur, skólafólk og erlendir fyrirlesarar. Allir vilja segja sína sögu af þessum manni. Og fá meira að heyra. Á dög- unum kom ungur bandarískur námsmaður, sem er yfir sig hrifinn af James Joyce, og varð himinlif- THE JAMES JOYCE; eins og skipsstefni klýfur kráin götuna. andi að finna veitingastað með hans nafni. Það lá við að hann gengi var- lega hér um, því honum fannst hann með einhverjum hætti kominn nær þessu uppáhaldi sínu en hann hafði nokkurn tímann komist áður. Ann- ars segir Pat, að rithöfundurinn hafí búið í Camden, þegar hann dvaldi í London, en það er næsti bær hér við í borginni, og Pat segir sögur fara af ferðum hans hér um slóðir, þegar hann átti leið með öðrum skáldum, sem hér bjuggu. Andfætlingar í írskum ham Pat segir barmennskuna hafa breytt sér. Ég vissi ekki, að ég ætti það til að þjóna fólki, segir hann. Ég bara vann i minni byggingarvinnu og var ekki að fást um annað fólk. En svo þegar ég fór að vinna með Eileen kom í ljós að ég hafði gaman af að þjóna fólki. Hingað koma menn með gleði sína og sorgir og margir vilja ræða málin. Þá verðum við að vera sitt lítið af hverju; sál- fræðingur, prestur, vinur og skemmtikraftur. Það skiptir máli að létta lund fólks. En það er líka mik- ils virði að þeir, sem það vilja, fái að njóta sín í ró og friði. Hingað á fólk að geta sótt hvort tveggja, friðinn og upplyftinguna. Ög friðurinn á sitt ríki. Hér er ekkert sjónvarp og tónlistin er yfir- leitt þægileg, oftast írsk, og það lágt stillt að vandalaust er að tala saman. En á fimmtudagskvöldum ríkir glaumur og gleði. Þá kemur hljóm- sveit hússins og írsku lögin eru sungin og leikin fram eftir kvöldi. Gestir eru hvattir til að taka hljóð- færi með. Þetta eru græskulaus gamankvöld og þeir, sem það kunna, taka sporið. Og þótt yfir- bragð og innihald sé írskt, þá kunna aðrir líka að meta skemmtan af þessu tagi. Eitt kvöldið sátum við Islendingarnir næst ferðafólki frá Suður-Afrfku og ekki skárum við okkur úr, þegar írsku augun brostu við okkur; þessum andfætlingum, sem örlögin leiddu saman eitt írskt kvöld á krá í London. Ekki verri matur en góður En Pat og Eileen eru ekki ein um vinnuna. Bróðir Pats og kona hans starfa þarna líka, svo og kanadískur námsmaður. Eins og kráa er siður býður The James Joyce upp á matseðil; samlok- ur, hamborgarar og eggjakökur ým- iss konar og svo meginréttirnir Mix- ed Grill og Pats og Eileens Special. Ég pantaði mér Mixed Grill og frúin hitt. Á diskinn minn komu Sir- loinsneið, spælt egg, beikonvafning- ur, tvær pylsur, tómatur og svo franskar í skál. Verð 5 pund. Eg bað um kjötið vel steikt. Það reyndist svolítið þurrt, en bragðgott. Mér fannst vanta brauðsneið með, sér- staklega með spælda egginu, en lét vera að biðja um hana. Pylsurnar voru venjulegar enskar pylsur, ekk- ert sérstakar en heldur ekki vond- ar. Þetta var snotur magafylling, kitlaði enga bragðlauka en gekk vel niður með víni hússins; glasi af írsku Caffreysöli. Sérréttur þeirra hjónanna, sem kostar 4 pund, reyndist vera grill- steikt sneið af beztu Sirloinsteik á brauðsneið með miklu af sveppum of- an á. Með fylgdi ferskt salat; gúrka, rauðlaukur og tómatar. Franskar í skál. Og Brownsósa með. Þessi mat- ur er ekki verri en það að vera góður. Pat er smiður góður og smíðaði flestar innréttinganna sjálfur, en Eileen réð útlitinu. Pat segir, að verði hún einhvern tímann þreytt á kráarlífinu, þá geti hún sem auð- veldlegast lagt fyrir sig innanhúss- arkitektúr. Veggir salarins eru mál- aðir gamaldagsgrænni tuskumáln- ingu að neðan og gulir til loftsins. Barinn og önnur húsgögn eru úr dökkum viði. Salernin eru á neðri hæðinni, þrifaleg, og þar er annar salur, með bar og tilheyrandi. Hann er leigður út til einkasamkvæma og opnaður þau kvöld, sem salurinn uppi dugar ekki til. Draumar í lofti og á láði Þau eru ólík, Pat og Eileen, og segjast líka vera ólík að innri manni. Hann hefur írskar gamansögur á hraðbergi og segist oft gleyma sér yfir góðum sögum. Eileen er fædd veitingakona, hefur aldrei starfað við annað og gleymir ekki gestinum, þótt góð saga sé annars vegar. Pat segist vera svolítill flautaþyrill. Hann er að læra þyrluflug, kominn með einkapróf og ætlar að taka at- vinnumanninn á næstunni. Ég sé mig ekki við barborðið í mjög mörg ár, segir hann. Minn draumur er að hafa atvinnu af fluginu. Og Eileen á sér líka draum. En hann er á jörðu niðri. Mig langar að opna krá á írlandi með nafni James Joyce, segir hún dreymin. Það er skrýtið að enginn veitingastaður á írlandi skuli bera nafn hans. Það væri gaman að verða fyrst til. Þau geta þá farið í þyrlunni á milh bendi ég á. Þyrlunni? segir hún og það fer léttur skjálfti um herð- amar. Ég hef einu sinni farið með honum og mér leið eins og í dós. En kannski gætum við lent á þakinu hér fyrir ofan. Það er að minnsta kosti nógu slétt. En hvað með anda James Joyce? Hefur hann ekki blásið þeim skáld- skap í brjóst? Þú segir það, segir Pat og brosir íbygginn. Mér hefur svo sem dottið í hug að hripa eitt- hvað niður um allt þetta fólk, sem fer hér um. Og sögumar maður. Það var náungi, sem... Það má víst ekki bjóða þér ölglas, segir Eileen. KiíSuberjavíðuf með teíí.S6 Tilboösverð kr. 199.499 9m™ZZt9T6m;í3íl*nu0i « Kirsuberjaviður meðnáttborðum og Doris bunaet dýnum Rétt verð kr. 162-°38 Afsiáttur kr. 32.408 Tilboðsverð kr. 129.630 -^ssgsssss1^ Grensásvegi 3 / Sími: 568 1144 / Fax: 588 8144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.