Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ < + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR sjúkraliði, Nýbýlavegi 58, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum að morgni fimmtu- dagsins 7. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Pálmar Jóhannsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, áður Sigtúni 25, andaðist á Hrafnistu fimmtudaginn 7. maí. Ragnar Halldórsson, Halldóra Karlsdóttir, Jón H. Halldórsson, Örn Halldórsson, Hjördís Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI JÓNSSON frá Patreksfirði, Háaleitisbraut 16, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánu- daginn 11. maíkl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Petrfna Jóna Elfasdóttir, Hallveig Elfn Indriðadóttir, Ólafur Kristinsson, Steingrímur Guðni Pétursson, Sigrfður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við .andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur ög mágkonu, GUÐRÚNAR FRÍMANNSDÓTTUR. Ferdinand Alfreðsson, Margrét Stefánsdóttir, Frfmann Ari Ferdinandsson, Sigurveig Ágústsdóttir, Helga Margrét Ferdinandsdóttir, Kristinn Alfreð Ferdinandsson, Guðrún Ósk Frímannsdóttir, Hanna Frímannsdóttir, Heiðar Ástvaldsson, Höskuldur Frfmannsson, Jóhanna Viborg. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar LEIFS ÞÓRARINSSONAR tónskálds. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A4 á Borgarspítalanum og Karitas heimahjúkrunar og Tónskáldafélagi fslands. Inga Bjarnason og börn. + Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem auðsýnt hafa okkur tryggð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður ok- kar, sonar og bróður, SVERRIS S. EINARSSONAR rektors Menntaskólans við Hamrahlfð, Drápuhlíð 40. Megi blessun Guðs fylgja ykkur öllum. K. Hulda Guðmundsdóttir, Helga Sverrísdóttir, Guðmundur Sverrísson, Hildur Sverrisdóttlr, Krístfn Sverrisdóttir, Einar Sigurjónsson, Krístfn Helgadóttir, systkini hins láta og fjölskyldur þeirra. + Halldór Bjarna- son fæddist í Bol- ungarvík 8. desem- ber 1920. Hann lét 8. marz síðastliðinn. Foreldrar hans voru Austur-Skaftfelling- ar Bjarni Eiríksson, f. 1888, í fflíð í Lóni, af Viðfjarðarætt, d. 1958, og Halldóra Benediktsdóttir, f. 1892, á Brekkubæ í Nesjum, Hornafirði, d. 1966. Bræður: Björn, f. 1919, Bene- dikt, f. 1925, Eiríkur, f. 1927, og Birgir, f. 1931. Hinn 19. maí 1945 kvæntist Hall- dór eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, f. 1923; For- eldrar hennar voru Jón Ólafur Jónsson, f. 1888, d. 1923, og Anna Skarphéðinsdóttir, f. 1888, d. 1968, bæði Norður-Isfirðingar. Guðrún og Halldór eignuðust þrjú börn: 1) Bjami, f. 30. okt. 1944, skipsljóri, Seltjarnarnesi. Kona Auður Guðjónsdóttir, f. 6. nóv. 1948, hjúkrunarfræðingur á skurðstofu Landspítalans. Dóttir þeirra Guðrún Dóra, f. 1982, „Gott þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.“ (Matteus 25:21) Þessi orð úr helgri bók komu í huga minn, þegar Halldór, bróðir minn kvaddi þetta jarðlíf. Ég og kona mín vorum stödd á erlendri grundu, og þótti okkur sárt að geta ekki fylgt honum hinzta spölinn. Einn hlekkur í fimmbræðrakeðj- unni er brostinn. Við bræðurnir áttum því láni að fagna að eiga af- burðagott bemskuheimili. Þar nut- um við ástúðar og umhyggju, sem gaf gott veganesti út í lífið. Það féll í hlut móður okkar að leiða okkur fram á veginn og hvetja okkur til mennta. Hún naut dýrmætrar aðstoðar móður sinnar, sem var fallega hugsandi, vel gerð kona, margfróð og sérlega lagin að fræða. Einnig var henni mikill styrkur að góðri konu, sem í ára- SVERRIR EINARSSON + Sverrir Einarsson fædd- ist á Selfossi 29. júlí 1948. Hann lést á heimili sfnu 13. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 22. apríl. Sverrir var vinur okkar allra. Hann var góður maður sem við eigum góðar minningar um. Hann sagði stundum að ég væri með krummakúk í eyrunum þegar hann þvoði okkur krökkunum á Fitjum í framan. Þinn vinur, Stefán Óli Jónsson. nemi. Sljúpdætur Bjarna: Ólöf, f. 1969, og Hrafnhildur Thoroddsen, f. 1973. 2) Kristín, f. 18. nóv. 1949, húsmóðir og læknaritari í Bolung- arvík. M. Jakob Hall- grímur Kristjánsson, f. 13. nóv. 1949, mál- arameistari í Bolung- arvík. Börn Atli, f. 1969, bifreiðavirki, barn Atla Jakob Freyr, f. 1992, Karl, f. 1973, kennari í Bolungarvík. Sambýliskona: Gréta Gísladóttir, f. 1973, leikskólakennari í Bol- ungarvfk. Barn þeirra: Hákon, f. 1997. 3) Jón Ólafur, f. 2. jan. 1961, skipsljóri í Reykjavík. Barnsmóð- ir hans Hulda Gunnarsdóttir, f. 1969. Dóttir þeirra Tinna Ýr, f. 1997. Halldór stundaði hefðbundið nám f Barna- og unglingaskólanum f Bolungarvfk, f Bændaskólanum Hvanneyri 1938-1940 og var bú- fræðingur þaðan. titför Halldórs fór fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík 14. marz. tugi vann heimilinu af einstakri tryggð og trúmennsku. Faðir okkar var yfirhlaðinn störfum í fjölbreytilegum atvinnu- rekstri og fjölda trúnaðarstarfa. Hann hafði af þeim sökum lítinn tíma aflögu. I stopulum tómstund- um las hann þó mikið og fylgdist jafnan vel með gangi mála hérlend- is og erlendis. I ágústmánuði 1991 greindist bróðir minn með alvarlegan sjúk- dóm, er hann gekkst undir upp- skurð. Læknavísindin töldu þá, að stutt væri eftir af líftíma hans. En að sex mánuðum liðnum gerðist kraftaverk. Heilsan fór batnandi með viku hverri, og hefur hann átt fimm nokkuð góð ár. í fyrravor fór hinsvegar heilsu hans aftur að hraka. í vetrarbyrjun fór lífsþrótt- urinn dvínandi, og síðast með degi hverjum, þar til yfir lauk. Hann fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að vera á heimili sínu, að segja má til hinztu stundar. Þar naut hann umhyggju mikilhæfrar konu sinnar, sem hjúkraði honum af einstakri alúð. Hann mat það líka mikils, og var henni ævarandi þakklátur. Við nánir ættingjar hans þökkum henni einnig af heil- um huga hennar mikilsverðu fórn- fýsi. Bróðir minn sýndi mikið æðru- leysi undir það síðasta. Hann hélt andlegu atgervi sínu til hinztu stundar. Honum var því ljóst að hverju stefndi og þráði endalokin. Halldór bar nafn ömmubróður okkar bræðra í fóðurætt, af hinni fjölmennu Viðfjarðarætt, og var það hann, sem greiddi götu for- eldra okkar, þegar þau fluttu til ísafjarðar 1917. Bróðir lagði gjörva hönd á margt um ævina. Vann við sjávarútveg, landbúnað og sjómaður um tíma. Verkstjóri í áratugi við fyrirtæki föður okkar við saltfisk- og harð- fiskverkun, afgreiðslu fiskibáta og flutningaskipa. Hann átti eigin vörubíl og rak hann samhliða. Hann var vinsæll verkstjóri. Lipur- menni, léttur á fæti og snar í snún- ingum. Starfsamur var hann, vand- aði hvert verk, og gekk í störfin með samstarfsfólki sínu, sem hann átti gott með að samlagast. Honum var lagið að slá á létta strengi með góðlátlegum spaugsyrðum. Hann gerði kröfur til sjálfs sín sem og samverkafólksins. I mínum huga átti hann ríkan þátt í, hversu fyrir- tækið hafði mikla tiltrú og starfaði svo lengi, sem raun ber vitni eða í 70 ár. Þegar störfum hans lauk 1983 í fyrirtækinu, vann hann síð- ustu starfsárin í frystihúsi íshúsfé- lags Bolungarvíkur. Þar hafði hann og áður unnið, unz hann tók við verkstjórn í fyrirtæki föður okkar. Bróðir minn var bókhneigður, víðlesinn og stálminnugur. Af þeim sökum var því lærdómsríkt og fróðlegt við hann að ræða. Hann fylgdist og vel með málefnum dagsins. Þau hjónin voru samrýnd og jafnræði með þeim. Að hans sögn hefur þeim aldrei orðið sundurorða í 53 ára hjónabandi. Hann naut þess að lifa í nánum tengslum við móður náttúru. Hin síðari árin voru honum unaðsstundir að hlúa að gróðri í húsgarðinum. Átti kona hans ekki síður þar hlut að máli. Ber garðurinn ljósan vott um ein- staklega góða umhirðu þeirra beggja. Sama snyrtimennskan blasir og við innanhúss. Þau voru mjög heimakær. Fóru ógjarnan í heimsóknir, en hinsvegar góð heim að sækja. Fögnuðu gestum vel, og voru þakklát fyrir innlitið. Bróðir minn hafði að sjálfsögðu sína bresti, eins og við önnur mannanna börn. Hann gat verið skapríkur, en heill og hreinskiptinn var hann og lá ekki á skoðunum sínum. Hann var gagnrýninn, en hafði ríka réttlætiskennd. Hann sóttist ekki eftir mannvirðingum, en hélt sér fremur til hlés í lífi sínu og störfum. Mér er það ljóst, að hann mundi ekki kunna mér þakkir fyrir að geta sín á opinberum vettvangi. Góðir eiginleikar hans, áratuga náið samstarf og fjarvera mín á kveðjustundu knúðu mig til að skrifa þessi orð. Bróðir minn var hugsunarsamur ráðdeildarmaður. Hann lagði ríka áherzlu á vandaðan frágang íbúð- arhúss þeirra hjóna innan sem ut- an. Búinn var hann að leggja á ráð- in, hvað gera þyrfti enn húsinu til góða í sumar. Állt til að auðvelda konu sinni daglegt líf að honum látnum. Sumarið er nú liðið í jarðlífi Halldórs, bróður míns. Hann visnaði upp, eins og laufblað að hausti. Trúmennskuna, samvizku- semina, dugnaðinn og snyrti- mennskuna hlaut hann í vöggugjöf. Nú við vistaskiptin kveðjum við Hildur og bömin okkar góðan bróður minn hinztu kveðju með heilli þökk fyrir samfylgd og sam- starf allt. Megi ljós kærleikans lýsa honum á nýjum leiðum. Benedikt Bjarnason. HALLDÓR BJARNASON HAUKUR HERMÓÐSSON Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Haukur Hermóðsson fæddist á Þernunesi við Reyðarfjörð 12. janúar 1924. Hann lést á Landspítalanum hinn 27. apríl sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 6. maí. Kæri fi'ændi. Nú er komið að kveðjustund. Ég man svo glöggt eftir þér í stofúnni þjá henni ömmu, nú síðast á sumardaginn fyrsta, þegar ég leit inn til að óska ykkur gleðilegs sumars. Lítið vissi ég þá að það væri okkar síðasta stund saman, en hún er mér kær og minnisstæð því þá fékk ég að kveðja þig, kæri frændi. Það var skrítið að koma til hennar ömmu eftir fráfall þitt, horfa á úrið þitt sem gekk áfram á náttborðinu nákvæmlega eins og þú skildir við það, en eftir stóð minningin um góðan frænda sem ávallt var svo hlýlegur við okkur fjölskylduna í Veghúsum 1. Með söknuði þakka ég þér samfylgdina. Elsku Helga amma og systkini, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja þig, amma mín, og okkur öll í sorginni. Kæri frændi, með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig. Góða ferð. Guðný Amardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.