Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ m Eg er farinn á James Joyce, elskan! Ferð í þvottahúsið varð til þess að Frey- steinn Jóhannsson fann sér uppáhaldskrá í London, þar sem myndir af James Joyce minntu hann bæði á Tómas Guðmundsson og Halldór Kiljan Laxness. NÚ FERÐ þú í þvottahús- ið, meðan ég er í skólan- um. Petta sagði frúin við mig einn góðan veðurdag úti í London og ég átti ekki annarra kosta völ. Húsvörðurinn sagði mér til vegar að næsta þvottahúsi og þangað arkaði ég með þvott okkar hjónanna í svörtum plastpoka. Þeg- ar ég hafði komið þvottavélinni af stað tók ég fram bók ástralska höf- undarins Peters Carey um þau Ósk- ar og Lúsindu, en á leiðinni í sætið varð mér litið út um gluggann og yf- ir götuna. Þar mætti augum mínum skilti, sem á stóð The James Joyce. Og ég þangað. James Joyce-veitingahúsið er við Cleveland-stræti, í húsi númer 115 til 123, sem er tveggja hæða þrí- hymingur, dökkur við gangstétt og rjómagulur efra. Á götuhæðinni eru kráin og nokkrar verzlanir og íbúðir á efri hæðinni. Eileen Joyce og Pat Murray reka The James Joyce. Þau eru bæði írsk, hann 36 ára og hún á „svipuðum aldri“. Hún er úr kráarfjölskyldu og hefur aldrei unnið við annað, en hann er smiður og vann í byggingar- vinnu þar til hann kynntist Eileen yllr barborðið og fór að rétta henni hjálparhönd. „Ég er frá Tipperary," segir Pat og er snöggur að bæta við, þegar ég brosi, ,já, ég veit það. Mörgum finnst það skrýtið. Þeir segja: Góði láttu ekki svona. Tipper- ary er ekld til. Það er bara söngur. En ég stend auðvitað á mínu. Ég er stoltur af þeim góða stað.“ Glerskápurinn og lestrarhornið Eileen og Pat byrjuðu með því að reka krá fyrir utan London, en PAT og Eileen. ákváðu svo að söðla um og freista gæfunnar í stórborginni. Eftir nokki'a leit duttu þau niður á þessa krá, sem þá hét The Cleveland pub, og leigðu hana til 20 ára, en húsið er í eigu Westminsterbæjarfélagsins. Þau ákváðu strax að skipta um nafn og finna kránni eitthvert sérkenni. James Joyce kom ekki upp í hend- umar á þeim vegna aðdáunar þeirra á þessum írska rithöfundi. Reyndar hafði Eileen lesið nokkrar bóka hans og hrifizt af, en þau eru ekkert skyld, þótt eftirnöfnin séu eins. Eft- irnafn móður skáldsins var Murray, eins og Pats. Þessar tilviljanir með nöfnin lögðu þeim upp í hendumar nafn á staðinn. Og þau ákváðu að James Joyce skyldi verða sérkenni krárinnar. Myndir af skáldinu hanga á veggjum. Þær leigja þau af safni í Dublin. Myndimar eru af skáldinu (1882-1941) á ýmsum aldri, ein frá bemsku hans og á annarri frá full- orðinsárunum er Joyce sláandi líkur Tómasi Guðmyndssyni. Og önnur mynd af honum minnir mig á mynd af Halldóri Kiljan Laxness. Það er þessi heimsmannsbragur, sem skín af skáldinu. Kannski öll sönn skáld séu einhvem veginn eins á mynd- um, hugsa ég. Það er eitthvað í fari eins, sem minnir á annað. í einu hominu er skápur með bók- um um skáldið og eftir það. Draum- urinn var að útbúa þama lestrar- hom, segja þau Eileen og Pat. En bókunum var alltaf stolið svo nú em þær geymdar í læstum glerskáp. En lestrarhomið er ekki gleymt. Niðri í geymslu eiga þau gamalt skólapúlt með blekbyttustandi, sem Pat segist ef til vill gera upp einn góðan veður- dag. Og þá má aftur athuga mögu- leikann á lestrarhomi, þar sem gest- ir geta staðið við gamla púltið og dmkkið í sig texta írska skáldsins. Hvað er melatónín ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spuming: Hvað geturðu sagt mér um lyfið Melatónín? Svar: Melatónín er efni sem mynd- ast í heilakönglinum (pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heil- ans. Efni þetta hefur verið þekkt lengi (í meira en 40 ár) en lítið er vit- að með vissu um þýðingu þess í lxk- amanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar út í blóðið að nóttu en degi og hafa sumir túlkað þetta svo að efnið stjómi dægur- sveiflum líkamans en aðrir draga það í efa, enda hefur slíkt orsakasamband ekki verið fullsannað. Það einkennir mjög rannsóknir á þessu lyfi að mis- munandi rannsóknarhópar fá iðulega mismunandi niðurstöður. Margir telja þetta stafa af því að í mörgum rannsóknum sem gerðar hafa verið með melatónín, hvort sem notuð vom tilraunadýr eða menn, vora svo fáir einstaklingar að tilviljun gat ráðið hvaða niðurstaða fékkst. I sumum til- vikum hengja menn sig í niðurstöður einhverrar rannsóknar þar sem út- koman var mjög jákvæð fyrir nota- gildi melatóníns, jafnvel þótt aðrir hafi ekki fundið það sama eða fengið þveröfuga útkomu. Sumt af því sem haldið er fram um melatónín byggist á frásögnum eintaklinga af áhrifum eða bata sem þeir telja sig hafa feng- ið, en slíkar frásagnir hafa því miður ekkert vísindalegt gildi, heldur þarf skipulagða rannsókn á stóram hópi fólks. Hvorki er með þessu verið að vefengja slíkar frásagnir né gera lítið úr þeim á nokkum hátt, en þær duga ekki til að dregnar séu víðtækar ályktanir. Við skulum líta á dæmi um rök- semdafærsluna. Oft er talað um að magn melatóníns í blóði minnki með aldrinum og með því að gefa efnið megi hægja á öldran. Þessu til stuðn- ings er vitnað í dýratilraunir þar sem Efni í heilaköngli meðalaldur dýranna hækkaði um 20- 25% ef þeim var gefið melatónín. Á þessu era nokkrir gallar: Þó svo að flestir hafi fundið minnkað magn melatóníns með hækkandi aldri er ekki þar með sagt að uppbótarmeð- ferð með melatóníni dragi úr öldran- areinkennum; sjaldan er talað um hinar dýratilraunimar þar sem með- alaldur hækkaði ekki eða lækkaði vegna aukinnar tíðni krabbameins í eggjastokkmn (í músum). Því er haldið fram að melatónín örvi kyn- hvöt og bæti kynlíf fólks, en ekki er vitað til þess að slíkt hafi verið rann- sakað hjá mönnum og reyndar hefur sést rýmun kynkirtla hjá tilrauna- dýram sem fengu lyfið. Einnig hafa sumir gert mikið úr því að melatónín sé andoxunarefni en aftur vantar á því rannsóknir hvort þessi eiginleiki gagnist líkamanum á einhvem hátt. Á einu sviði era niðurstöður rannsókna nokkuð sannfærandi, en það er varðandi notagildi melatóníns við svefntruflunum sem stafa af ferðalögum yfir mörg tímabelti, vaktavinnu eða háum aldri. Margt bendir til að sumt gamalt fólk sem þjáist af svefntraflunum geti haft gagn af því að taka melatónín sem svefnlyf, en gamalt fólk þolir oft illa venjuleg svefnlyf. Þegar melatónín er gefið sem lyf hefur þó reynst erfitt að finna hæfilega skammta. Skammtar hafa verið á bilinu 0,1 til 200 mg en algengast er að gefin séu 1-3 mg í senn. Talsvert af rannsóknum á melatóníni er í gangi og stöðugt eykst vitneskja okkar um hugsanlega kosti þess og galla. Þeir sem stunda slíkar rannsóknir kvarta þó undan erfiðleikum við að fjármagna rann- sóknirnar og bera þar einkum við áhugaleysi lyfjafyrirtækja. Lyfjafyr- irtækin hafa takmarkaðan áhuga vegna þess að melatónín er ódýrt efni sem ekki er hægt að fá einkarétt á, frekar en önnur efni sem myndast í líkamanum, og gróðavon er því lítil. En hversu hættulegt er þetta lyf og hvaða áhættu er fólk að taka? Svo virðist sem bráð eituráhrif melatóníns séu lítil, taka má mjög stóra skammta án þess að hætta sé á ferðum. Þetta gildir þó ekki endilega alltaf, t.d. hafa sést fósturskemmdir hjá dýram og ættu konur alls ekki að nota lyfið á meðgöngutíma. Sömuleið- is er lítið sem ekkert vitað um áhrif melatóníns á vöxt og þroska bama og unglinga, fólk sem tekur önnur lyf og fólk með sjúkdóma þar sem ónæmis- kerfið er of virkt (ofnæmi, sjálfsof- næmissjúkdómar, o.fl.). Um hugsan- lega eiturverkun við langtímanotkun er einfaldlega sáralítið vitað. Vonandi á eftir að koma í ljós að melatónín sé gagnlegt lyf með sem fæstum aukaverkunum. Staðan er einfaldlega sú að við vitum ekki enn við hverju við ættum að nota lyfið og ennþá síður vitum við hvaða skammta við ættum að nota. Eina undantekningin er að nota má melatónín, stundum með góðum ár- angri, sem svefnlyf hjá öldruðum. Það getur einnig átt eftir að koma í ljós að lyfið hafi hættulegar auka- verkanir ef það er tekið í langan tíma. Þeir sem taka melatónín dag- lega að ástæðulausu eru að nota sjálfa sig sem tilraunadýr með af- leiðingum sem ekki er hægt að sjá fyrir. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjartn. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. SPURT ER Hvað var Ginnungagap? Mennlng - listir 1. Hvaða fræga íslenska skáld fæddist 23. aprfl, á Degi bók- arinnar? 2. Landslag er algengt í verk- um ungs íslensks listmáiara sem liefur sýnt verk sín að undanförnu. Hvað heitir hann? 3. Tónlistarhús rís senn. Hvar verður það; á Akranesi, Mos- fellsbæ eða í Kópavogi? Saga 4. Hvaða tveir menn stigu íyrstir fæti á tunglið? 5. Spurt er um verslunarfélag sem stofnað var árið 1872 og hafði höfuðstöðvar á Oddeyri? 6. Hann var kjörsonur Sesars og varð fyrsti keisari í Róm. Hvert var hans upphaf- lega nafn? Hvaða nafnbót sæmdi öldungaráðið hann og hvað þýðir það nafn? Landafræði 7. Spurt er um borg, sem er mikilvægasta hafnar- borg Egyptalands og var ein mesta menningar- borg fornaldar. Á eyju við borgina var eitt af sjö undrum veraldar. Hvað heitir borgin, hver stofnaði hana og hvaða undur veraldar er hér átt við? 8. Frá hvaða sýslu er styst úr landi út í Grímsey nyrðri? 9. Hvaða borg stendur við syðri enda Súezskurðar? íþróttir 10. Hver er fyrirliði nýbakaðra íslandsmeistara Njarðvíkur í körfuknattleik karla? 11. Hvaða leikmaður varð stigahæsti leikmaður NBA- deildarinnar í tíunda sinn á dögunum? 12. Hvað hafa Valsmenn oft orðið Islandsmeistarar í hand- knattleik karla? Ýmislegt 13. Hvort heimskautið er nær sóiu frá 21. júní til 21. sept- ember? 14. Hvað var Ginnungagap? 15. Hvaða heimsfrægi trompetleikari lók lag Mezzoforte „Garden Party“ inn á hljómplötu? 16. MYNDIN er af þremur liðsmönnum einnar þekktustu liljómsveitar heims og með þeim á myndinni eru synir þeirra. Hveijir eru tónlistar- mennirnir og hvað heitir h(jómsveitin sem þeir gerðu garðinn frægan með? 'SMopeiis SMX !UUi}!eASUJ9[m jn uB>)!e|JB}j6 uiajbiai MUBH 6o ubujluojí jjeuueg ueug ‘uej|!e|jei!6 L|0|SM eorug me eneg 'SH 'peqiv qJSH 'SI 'igiæ4eeo6 luuæjjou juiæAi|ujes gndo>|s jba uiqjq! ue jnp? jba ujss qíuuqi jba de6e6unuu|0 >1 'Qiine>|suJ!e4Jngj0N '£1 'iunuuB 02 'Zl 'uepjop |eeqoi|A| 'U 'uossjeu6ea >I!jquj '01 'zens '6 'n|sAsjeKe6u!c|-jn(>ns '8 -jepiejeA uinjpun pís je me jba uies 'jepieuioj iiia |ise6æjj jba sojea i.uuAe y 'j>j 'j ZCE e|>t!ui jepuexeiy je gnujojs jba eupuexeiv 'Z lujeqddn uu|q 'e c| 'snisnöy !uu|J9qujeu uueq QipQjeÓunpig ipuiæs 'JX 'J LZ eue ue 'snueiAemO 194 uubh '9 Q!6ei9jnu?JO -g 'uupiv eue6ng u|AApg 6o 6uojisujjv iisn '9 lóoABdox '0 lugno 6joso sseuxeq ueíiw jopiibh ' iuoas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.