Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
y.
+ Jón Örnólfs Jó-
hannsson fædd-
ist í Bolungarvík
10. mars 1946.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Isafjarðar 4.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
hjónin Evlalía Sig-
urgeirsdóttir, f. 13.
aprfl 1927, og Jó-
hann Kristjánsson,
f. 28. nóvember
1925, búsett í Bol-
ungarvík. Jón ólst
upp í Bolungarvík
með systkinum sín-
um sem eru: Halldóra, tvíbura-
systir hans, maki Jóhann
Magnússon, búsett á Isafirði.
Margrét, gift Bjarna Bene-
diktssyni, búsett í Bolungarvík.
Sigurgeir, kvæntur Guðlaugu
Elíasdóttur, búsett í Bolungar-
vík. Oddný, gift Kristjáni L.
Dagurinn líður -
hægan himni frá
höfgi fellur angurvær
á dalblómin smi
. Og hvítir svanir svífa hægt tfl fjalia
með söng er deyr í fjarska.
(Tómas Guðmundsson.)
í dag verður jarðsunginn frá Bol-
ungarvíkurkirkju mágur minn og
vinur Jón Ömólfs, eða Nonni eins
og hann var alltaf kallaður. Ég
kynntist honum fyrir rúmum tutt-
ugu áram þegar ég var íþróttakenn-
ari í Bolungarvík og hann kom á
sundnámskeið til mín með afa sín-
um Sigurgeir Sigurðssyni og ömmu
sinni Margréti Guðfinnsdóttur. Afi
hans og amma voru á áttræðisaldri
þegar þau hófu sundnámið en
Nonni var þrítugur og í fyrsta skipti
á ævinni að taka þátt í kennslu með
öðrum. Sundnámið varð þeim öllum
uppspretta gleði og nýrrar þjálfun-
ar og Nonni nýtti sér þessa nýju
leikni til hins ýtrasta, fór reglulega í
sund og styrktist allur. Nonni var
ákaflega lífsglaður á þessum árum.
Hann bjó í foreldrahúsum og lifði
þar eins og blómi í eggi. Foreldrar
hans sinntu honum eins og best
verður á kosið og systkini hans og
fjölskyldur þeirra mátu hann mikils
Möller, búsett á
Siglufirði. Bjami,
kvæntur Önnu Jör-
undsdóttur, búsett
í Bolungarvík.
Jón var frá fæð-
ingu með sjúkdóm
sem orsakaði það
að hann fór ekki
hefðbundnar leiðir
í námi og störfum
en naut heima-
kennslu um tíma.
Hann bjó í for-
eldrahúsum til 35
ára aldurs en fór
þá á _ vistheimilið
Bræðratungu á Isafirði. Síð-
ustu ár var hann að mestu
leyti á Sjúkrahúsinu í Bolung-
arvík.
Útför Jóns Ömólfs verður
gerð frá Hólskirkju í Bolungar-
vík 1 dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
og vildu allt fyrir hann gera enda
var Nonni góð og hrekklaus sál sem
glataði ekki bamshjartanu.
Hver er að dómi æðsta góður,
hver er hér smár og hver er stór?
I hverju strái er himingróður
í hveijum dropa reginsjór.
(Einar Benediktsson.)
Nonni gekk til búverka með föður
sínum og hugsaði um kindumar og
hænsnin af dugnaði og væntum-
þykju. Þeir voru oft saman í för
feðgamir og með þeim var hundur-
inn Valur sem var einkar hændur
að Nonna og fékk þá væntumþykju
endurgoldna. Nonni var ákaflega
mannglöggur og mannblendinn.
Hann þekkti alla Bolvíkinga, spjall-
aði við alla og fylgdist vel með at-
burðum til sjávar og sveita. Hann
kom í eina heimsókn til okkar á
Siglufirði, þótti það mikil upplifun
og minntist oft á það. Þegar Nonni
var 35 ára ágerðist lömun sem hann
hafði átt við að stríða og hann var
að mestu bundinn hjólastól eftir
það. Það aftraði honum þó ekki frá
því að taka þátt í mannlífinu. Hann
fór ferða sinna á rafdrifnum stóln-
um og hélt áfram að blanda geði við
fólk. Lömunin leiddi þó til þess að
hann flutti á vistheimilið Bræðra-
tungu á Isafirði. A ferðalagi varð
hann fyrir því slysi að brennast illa í
heitri sturtu og var að mestu leyti á
Sjúkrahúsinu í Bolungarvík eftir
það. Um tíma lá hann einnig á
Borgarspítalanum og þar eins og
annars staðar var hann vel kynntur
og eignaðist vini meðal starfsfólks-
ins. Hann hélt upp á fimmtugsaf-
mælið á Borgarspítalanum og þang-
að komu margir gestir, bæði ætt-
ingjar og vinir. Hann talaði um það
þá að hann ætti eftir að halda upp á
afmælið með Halldóm systur sinni
fyrir vestan og það var gert með
heiðri og sóma þegar hann komst
vestur aftur.
Hin síðari ár fóra ýmsir sjúkdóm-
ar að hrjá Nonna og lífsgleðin
minnkaði. Hann naut góðrar um-
hyggju foreldra og fjölskyldunnar
allrar til síðustu stundar. Hans
verður minnst sem góðs og vamm-
lauss drengs sem margt hafði til
brunns að bera.
Nú stillt og rótt ein stjama á himni skín
sú stjama leiðir huga minn til þín. -
(Ól. Jóh. Sigurðsson.)
Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka öllu því góða fólki sem hefur
annast hann. Ljúfar era minningar
um góðan dreng.
Kristján L. Möller.
Jón Ömólfs, systursonur minn,
hafði góðan og sterkan mann að
geyma; góðan vegna þess hve hug-
ulsamur hann var við þá sem voru
hjálparþurfi og sterkan af því hann
gafst aldrei upp þótt á móti blési.
Vonin um betri daga hélt honum
gangandi.
Hann var elstur sex systkina
ásamt Halldóra tvíburasystur sinni
og vora þau fyrstu bamaböm for-
eldra minna. I loftinu var því mikil
tilhlökkun okkar systkinanna, sem
annarra, og ekki var verra að böm-
in vora tvö. Fljótlega kom í ljós að
ekki var allt eins og átti að vera með
framfarir drengsins. Og níu mánaða
gamall greindist hann með skjald-
kirtilssjúkdóm og varð fyrir heila-
skemmdum vegna joðskorts sem
settu mark sitt á líf hans af eðlileg-
um orsökum.
Nonni, eins og hann var kallaður í
daglegu tali, var líkamlega vel á sig
kominn framan af ævi. En fyrir
tæpum tuttugu áram lamaðist hann
í neðri hluta líkamans af völdum
hrömunarsjúkdóms. Hann var
kraftmikill, sterkur og duglegur til
vinnu og stundaði búskap hjá for-
eldram sínum allar götur þar til
fætumir sviku hann, eins og hann
sjálfur tók til orða um lömunina.
Hugsaði hann meðal annars um
hænsni og annaðist kindur og bar
mikla virðingu fyrir þessum dýram.
Oft talaði hann um að þau
(hænsnin) hafi nú verið fegin að sjá
sig þegar hann kom til þeirra og
sama var með kindurnar. Ellegar
þá að nú hafi þær verið ánægðar að
fá matinn sinn, þær hafi verið orðn-
ar svo svangar greyin. Já, honum
þótti afar vænt um þessa vini sína
og bar virðingu fyrir þeim engu síð-
ur en mönnum. En þessari iðju varð
hann að hætta þegar fætumir urðu
þróttlausir og engin störf þótti hon-
um verðugri en bústörf allar götur
þar til yfir lauk. „Ég kalla þetta
ekki vinnu,“ sagði hann þegar ég
spurði hvað hann væri að fást við
þessa dagana. Atti hann þá við ýmis
handverk sem hann átti kost á að
stunda á Sjúkraskýlinu í Bolungar-
vík, en þar bjó hann um langt árabil
og þar til hann lést. Nonni var ótrú-
lega minnugur. Hann spurði mig
iðulega hvort ég myndi ekki eftir
því þegar ég fór með honum til
læknis í Reykjavík þegar hann var
strákur og ég ung stúlka. Honum
þótti afskaplega gaman að rifja
þetta upp með mér og ekki síður
vegna þess að hann varð að segja
mér sögima því að ég mundi hana
illa. En hann hafði engu tapað.
Hann gleymdi gjörsamlega stað og
stund þegar hann rifjaði upp gamla
tíma, lyftist upp og hló dátt með öll-
um líkamanum svo af honum geisl-
aði. Ég átti þess kost að fara með
honum á Tjaldanesheimilið og á Sól-
heima í Grímsnesi en á báðum þess-
um stöðum átti hann kunningja sem
honum þótti vænt um. Hann elskaði
að heilsa upp á ættingja og vini en
vildi ekkert endiiega stoppa lengi í
einu á hverjum stað. Það hentaði
honum betur að fara fljótt yfir og
hitta þeim mun fleiri til að spjalla
við.
Ég hitti hann í desembermánuði
síðast og þá spurði hann mig hvort
ekki væri langt síðan hann hefði
komið suður til Reykjavíkur. Ég
svaraði því og spurði svo hvort hann
myndi treysta sér til að koma suður
svona á sig kominn. Hann varð þög-
ull, svaraði engu en leit út um
gluggann og hugsaði sitt. Nonni átti
sínar döpra stundir og sætti sig
aldrei við að vera svona alvarlega
lamaður eins og raun bar vitni.
Hann var alltaf sannfærður um að
fá mátt í líkamann aftur og trúði því
statt og stöðugt að hann gæti með
tímanum tekið til við fyrri störf sín.
Ekkert jafnaðist á við búskapinn,
vélar og bíla í huga hans. Hann
sagði heilu sögurnar af því hvemig
hann ætlaði að haga lífi sínu þegar
læknamir væra búnir að hjálpa
honum. Þá ætlaði hann meðal ann-
ars að taka bílpróf og kaupa sér bíl.
Og hann útskýrði nákvæmlega
hvemig hann ætlaði að fara upp
þessa brekku og hina og niður þær
aftur og um aðra staði sem hann
þekkti og tiltók. Þannig átti hann
sínar óskir og langanir og hafði sín-
ar væntingar um lífið og tilverana.
Hann lifði í eigin hugarheimi og
miðlaði svo til annarra þegar honum
sjálfum bauð svo við að horfa.
Á fimmtugsafmæli sínu lá hann
veikur eftir aðgerð á spítala í
Reykjavík. Margir lögðu sitt af
mörkum til að gera daginn eftir-
minnilegan og tókst það með mikilli
prýði. Hann var umkringdur góðu
fólki og fínheitum sem hann bauð
gestum og gangandi upp á og slíkt
kunni hann vel að meta. Hann naut
sín vel og lék á als oddi. Þannig vil
ég muna Nonna. En máttinn fékk
hann ekki aftur í fætuma, þeir
höfðu svikið hann fyrir fullt og allt,
en hann hélt samt í vonina alveg
fram á síðustu stundu.
Lífshlaupi Jóns Ömólfs er lokið,
tíminn var kominn. Tilvera hans
hefur þroskað mig sem manneskju
og gert líf mitt ríkara en ella. Hon-
um á ég margt að þakka. Elsku Illa
mín. Eg veit að tómarúm hefur
myndast í lífi ykkar Hanna, en ég
veit jaínvel að þið munið öðlast
styrk sem hjálpar ykkur í göngunni
fram á veg.
Halldóra Sigurgeirsdóttir.
Nonni, elsku karlinn, hann er dá-
inn. Nonni, sem mér fannst vera
nánast fastur punktur í tilverunni.
Ef maður þurfti eitthvað að skreppa
þá var Nonni yfirleitt á ferðinni.
Hann setti mikinn svip á bæinn, því
hann var svo duglegur að vera úti á
rúntinum á stólnum sínum. Upp á
hvem einasta dag þegar veður
leyfði var hann mættur á Aðal-
strætið og ferðaðist um allan bæinn
og oft fram í dali til að fylgjast með
hvað bændur vora að aðhafast.
Nonni var alltaf með kerruna sína
áður en hann þurfti að setjast í
hjólastól. Honum þótti það ekki gott
að geta ekki gengið og flækst um
með kerruna. Stundum fengum við
JÓN ÖRNÓLFS
JÓHANNSSON
+ Kristjana Ingi-
björg Gunn-
laugsdóttir fæddist
á Austaralandi í Ax-
arfirði 27. nóvem-
ber 1919. Hún lést á
Sjúkrahúsi Húsa-
víkur 28. aprfl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Gunn-
laugur Björn Sig-
valdason, f. 7. janú-
ar 1874 í Hafrafells-
' tungu í Axarfirði, d.
4. febrúar 1954,
járnsmiður, og kona
hans Guðrún Hólm-
fríður Guðlaugsdóttir, f. 8.
október 1883 á Ytrafjalli, d. 22.
júní 1982. Ingibjörg var einka-
bam foreldra sinna. Hjá þeim
í dag kveð ég hinstu kveðju vin-
konu mína til margra ára, hana
Imbu eins og ég kallaði hana fram-
an af, sem síðar breyttist í „Nabba“
þegar ég lét skíra elstu dóttur mína
í höfuðið á þeim mæðgum Guðrúnu
og Ingibjörgu. Dóttirin heitir Guð-
björg og kallaði Imba hana aldrei
annað en Nöbbu. Þar með festist
Nöbbunafnið á Imbu í minni fjöl-
skyldu þannig að bömin mín og
bamaböm kölluðu hana öll aldrei
annað en Nöbbu. Ef einhver spurði
ólst hún upp og bjó
hjá þeim uns faðir
hennar lést áttræð-
ur að aldri. Eftir
það bjó hún með
móður sinni og ann-
aðist hana til dánar-
dags, en hún var
tæplega níutíu og
níu ára er hún lést.
Ingibjörg giftist
ekki og eignaðist
ekki bam. Hún
starfaði sem verka-
kona og við ræsting-
ar hjá Sfldarverk-
smiðjum rfldsins á
Raufarhöfn alla starfsævi sína.
Útfor Ingibjargar fer fram
frá Raufarhafnarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
var verið að tala. Þau þekktu hana
bara sem Nöbbu.
Imba talaði alltaf um að hún hefði
verið á ellefta ári þegar hún fluttist
til Raufarhafnar, en þá kom fjöl-
skyldan úr Kollavík, þar sem pabbi
hennar hafði verið bústjóri um eins
árs skeið hjá Jakobi. Sá Jakob hafði
þá nýlega keypt jörðina, en þar sem
hann var fastráðinn vinnumaður
fékk hann Gunnlaug til þess að ann-
ast jörðina til næstu fardaga fyrir
sig. Þar áður hafði Gunnlaugur ver-
ið hús- eða lausamaður á ýmsum
bæjum í Öxarfirði og Þistilfirði
lengst af og með honum kona hans
og dóttir. Kynni okkar Imbu hófust
fljótlega eftir fæðingu mína, en þá
höfðu foreldrar mínir tveimur áram
áður flust í Dvergastein, næsta hús
við Valberg, þar sem Imba átti
heima, aðeins Sundið á milli eins og
við sögðum. Ég var fyrsta bamið
sem fæddist eftir að þau fluttust til
Raufarhafnar. Þá var Imba 30 ára,
ég varð litla vinkonan hennar, sem
skokkaði yfir sundið milli húsanna
strax er aldurinn leyfði. Þar fékk ég
að leika mér með Völu, dúkkuna
hennar sem hún hafði saumað sjálf
og sett á glerhaus. Þar fékk ég líka
kandís og brjóstsykur, sem ein-
hvern tíma stóð í mér og alltaf eftir
það var brjóstsykurinn skorinn í
fjóra bita og held ég að svo hafi ver-
ið fram undir fermingu, svo mikið
fékk þetta á hana og það sama gilti
um önnur börn sem þangað komu.
Seinna kom ég og þá til að spila,
leggja kapal, lesa Æskuna, en hana
átti Imba innbundna, eða draga upp
úr henni dúkkulísur. Stundum borð-
aði ég hjá henni og svaf ef mamma
fór að heiman.
Imba var skúringakona, eins og
ég kallaði það þá, hjá Sfldarverk-
smiðjum ríkisins. Ég fór oft með
henni til að hjálpa henni. Ég mátti
sópa og skúra kompuna og litla kló-
settið. Toppurinn var þó þegar Pét-
ur bauð til veislu en þá fengum við
Sinalco og súkkulaði inni hjá hon-
um, en hann hafði þama tvö her-
bergi sem Imba annaðist þrif á,
ásamt göngum, stigum og skrifstof-
um. Þarna starfaði hún í 35 ár. Það
var döpur kona sem varð að láta af
störfum þegar aldrinum var náð, því
þá fannst henni að eini fasti punkt-
urinn í tilveranni væri farinn. Þama
hafði hún alltaf mætt á ákveðnum
tíma og var það einn af föstu liðun-
um. Þessu starfi hélt hún eftir þeg-
ar hún varð að hætta í frystihúsinu
til að annast móður sína háaldraða
sem þá var ekki hægt að skilja eftir
eina heima allan daginn. Hún starf-
aði líka við sfldarsöltun á sumrin og
frágang hennar á haustin og fram
eftir vetri, lengst af hjá Sveini Ben.,
svo og aðra verkamannavinnu sem
til féll.
Þegar Imba var ung stúlka var
hún tvo vetur í Reykjavík. Ég held
að það hafi verið kallað að vera í
vist. Hún var vinnukona á heimili
hjóna sem vora að einhverju leyti
tengd eða eigendur Nýja bíós. Þar
fékk hún að fara eins oft í bíó og
hún vildi og eða hafði tíma til. Hún
átti prógrömm flestra kvikmynda
sem hún sá.
Einn vetur eða part úr vetri var
hún á Akureyri. Þar lærði hún
saumaskap og vefnað. Hér áður
fyrr nýtti hún þá kunnáttu og saum-
aði fatnað bæði á sjálfa sig og aðra
og var það listavel gert.
Utan þessa ól hún allan sinn ald-
ur á Raufarhöfn. Hún ferðaðist lítið
framan af, en hafði yndi af að vera í
bfl og fór nokkrar stuttar ferðir
núna síðustu árin með vinkonu sinni
Margréti Óskarsdóttur til Húsavík-
ur, Akureyrar og upp í Mývatns-
sveit. Eins naut hún þess að fara í
ökuferðir með okkur að skoða
mannlífið á Raufarhöfn og nágrenni
þegar við komum í hina árlegu
heimsókn.
í byrjun síðasta árs hringir Imba
í mig eins og svo oft áður og í því
símtali segir hún mér að hún treysti
sér ekki til að vera ein í íbúðinni
einn vetur enn og nú megi ég ráð-
stafa henni. Veturinn á undan hafði
verið snjóþungur og umhleypinga-
samur. Hún hafði fengið blóðtappa í
lungu í mars 1995 og svo aftur í des-
ember sama ár. Lá hún þá á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri í bæði
skiptin, sex til átta vikur í hvort
skipti. Það verður samkomulag okk-
ar að ég sæki hana með haustinu
með það fyrir augum að reyna að
koma henni á öldranarstofnun hér
syðra, en þegar suður var komið var
hún ekki tilbúin að flytja heimilis-
fangið sitt frá þeim stað sem rætur
hennar lágu og þar sem hún vildi
bera beinin.
Ferðalagið suður í septemberlok
var um margt eftirminnilegt. Þó sit-
ur fastast í mér gleðin og undrunin
sem fram kom hjá henni þegar hún
sá ljósadýrðina í Reykjavík, en
þangað hafði hún ekki komið í yfir
fimmtíu ár. Hún hafði ekki gert sér
í hugarlund að Reykjavík hefði
stækkað svona mikið og öll ljósin,
það var nú aldeilis breyting frá því
að hún var þar ung stúlka. Enda
varð hún eins og lítið barn sem
skynjar jólaljósin í fyrsta skipti.
Mánuðirnir hér á Suðurnesjum
voru fjórir, tveir á heimili móður
minnar með viðdvöl á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og tveir mánuðir á
mínu heimili, en þá var hún komin
með súrefniskút sem hún þurfti að
vera tengd 16 tíma á sólarhring.
Að morgni 30. janúar sl. flugum
við vinkonurnar svo til Húsavíkur,
INGIBJÖRG
GUNNLA UGSDÓTTIR