Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
103. TBL. 86. ÁRG.
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Netanyahu
fer ekki til
Washington
Jerúsalem. Reuters.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, fer ekki til fundar
við Bill Clinton, forseta Bandaríkj-
anna, og Yasser Arafat, leiðtoga
Palestínumanna, í Washington á
mánudag. Skýrði talsmaður hans frá
þessu í gær. Talsmaður Bandaríkja-
stjómar sagði hins vegar, að hún
væri ekki búin að gefa upp alla von
um, að af fundi yrði í næstu viku.
David Bar-IIlan, talsmaður Net-
anyahus, sagði, að líkumar á því, að
forsætisráðherrann færi til Was-
hington væra engar en vildi ekkert
um það segja hvort hann hefði farið
fram á, að fundinum yrði frestað.
Sagði hann, að meiri tíma þyrfti til
að finna lausn á ágreiningi ísraela
og Bandaríkjamanna um afhend-
ingu lands á Vesturbakkanum.
Dennis Ross, sendimaður Banda-
ríkjastjómar, kom til Jerúsalem í
gær og átti þá viðræður við Net-
anyahu og mun halda því áfram í
dag að sögn James Rubins, tals-
manns Madeleine Albright, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna.
Á milli steins og sleggju
Áður en fundur þeirra Ross og
Netanyahus hófst í gær hafði raun-
ar talsmaður þess síðarnefnda hafn-
að kröfu Bandaríkjastjórnar um, að
ísraelar afhentu Palestínumönnum
13% lands á Vesturbakkanum. Er
sótt að Netanyahu úr öllum áttum í
þessu máli og liggur hann undir
þrýstingi frá Bandaríkjunum, harð-
línumönnum í eigin stjóm, Palest-
ínumönnum og stjómarandstöðunni
í Israel. Skoðanakönnun, sem birt
var í Israel í gær, sýnir einnig, að
almenningsálitið er mjög skipt. Em
46% andvíg kröfunni um afhend-
ingu 13% Vesturbakkans, 43%
hlynnt henni og 11% skoðanalaus.
ftaliustjórn lýsir yfír neyðarástandi á aurskriðusvæðunum
Hamförunum líkt við
Reuters
Lögum um
guðlast
mótmælt
Hirðprest-
ur vill kon-
ungskjör
London. The Daily Telegraph.
EINN af hirðprestum Elísabetar
Englandsdrottningar segir að
ekki sé skynsamlegt að gera ráð
fyrir að menn fæðist hæfir til að
gegna skyldum konungs eða
drottningar. „Vandi konungs-
veldisins er augljós: Einvaldurinn
sem nú er við völd kann að vera
óaðfinnanlegur en við vitum ekki
hvað við fáum næst,“ sagði séra
Eric James í stólræðu í Westmin-
ster Abbey, þar sem margar kon-
unglegar athafnir hafa farið
fram.
Séra James er 72 ára og einn
af tólf prestum við bresku hirð-
ina. Orð hans hafa vakið litla
hrifningu við hirðina, talsmaður
drottningar lét sér nægja að
segja það vera „mál séra James
hvernig hann fær þessar skoðan-
ir til að samræmast stöðu sinni
sem prestur.“
Konungssinnar eru ævareiðir
vegna orða prestsins, sem hefúr
ekki viljað ræða efni ræðunnar
frekar, sagði það „of hættulegt".
♦ ♦♦----
Tóbaksiðnaðurinn
Minnesota
fær bætur
St. Paul. Reuters.
TÓBAKSIÐNAÐURINN í Banda-
eldgosið í Pompei
Sarno. Reuters.
Reuters
OMURLEGT er um að litast í bæuum Sarno, sem varð einna verst úti í
aurskriðununi á þriðjudag.
ÍTALSKA stjórnin lýsti í gær yfir
neyðarástandi í þremur héruðum á
Suður-Ítalíu þar sem mannskæðar
aurskriður féllu á þriðjudagskvöld.
Tölur yfir látna í skriðuföllunum
fara hækkandi, nú er talið að þau
kunni að hafa kostað allt að 300
mannslíf en 101 lík hefur fundist.
Þeir sem eftir lifa eru fullir örvænt-
ingar og reiði vegna þess hversu
seint og illa hjálp hefur borist.
Stjórnvöld hafa verið harðlega
gagnrýnd vegna þessa máls en
Romano Prodi, forsætisráðherra
Ítalíu, sem er í heimsókn í Banda-
ríkjunum, sagði í gær að legu lands-
ins væri um að kenna hvernig fór,
svo og „langtíma vanrækslu gagn-
vart landinu - vanrækslu sem nú
þarf langan tíma til að bæta“.
Leitarstarf hefur dregist vegna
tækjaskorts, um tíma voru ekki
einu sinni skóflur til að grafa eftir
fólki. I gær komu hins vegar her-
menn og stórvirkar vinnuvélar frá
bandaríska hemum til bæjanna sem
verst urðu úti; Sarno, Qindici, Siano
og Bracigliano. Leitarmenn etja
kappi við tímann í veikri von um að
finna einhverja á lífi í byggingum
sem eru á kafi í aur, en tveir fund-
ust lifandi undir eðjunni í gær.
Hafa fjölmiðlar á Ítalíu kallað
hamfarimar „Pompei nútímans"
með vísan til þess er borgin Pompei
og íbúar hennar hurfu undir ösku
úr Vesúvíusi árið 79.
Itölsku almannavarnirnar sögðu í
gær að 107 væri saknað en í raun og
veru væri útilokað að segja ná-
kvæmlega til um fjöldann. Bæjar-
stjórnirnar á svæðinu segja þá
miklu fleiri, að aurskriðurnar kunni
að hafa orðið um 300 manns að
bana. Yfirborð eðjunnar hefur nú
þornað og fíngert rykið veldur leit-
armönnum miklum erfiðleikum, þar
sem þeir sjá á köflum vart handa
sinna skil.
íbúar í miklu
uppnámi
„Því miður em bæjarbúar í miklu
uppnámi,“ sagði Gaetano Simonetti,
sem hefur yfirumsjón með björgun-
araðgerðum. „I stað þess að hjálpa
okkur standa þeir yfir okkur og
kvarta yfir því að við aðstoðum þá
ekki við að hreinsa út úr húsum
þeirra.“
En íbúamir segjast hafa fulla
ástæðu til að vera reiðir. T.d. hafi
borist símbréf á bæjarskrifstofurn-
ar í Sarno um yfirvofandi hættu á
aurskriðum átta tímum eftir að
skriðurnar féllu. Hjálpin hafi borist
seint og skipulagning verið í molum.
Fólk hafi beðið tímunum saman á
húsþökum og í aur upp að mitti eftir
aðstoð og almannavarnanefndir hafi
ekki getað skipulagt leit þar sem
símalínur eyðilögðust og enginn var
með farsíma.
EFNT var til mótmæla í Karachi
í Pakistan í gær og þúsundir
kristinna manna komu saman í
bænum Khush Pur til að minnast
kaþólsks biskups, Johns Josephs,
sem svipti sig lífi í fyrradag fyrir
utan dómshús í bænum Faisal-
abad. Gerði hann það til að mót-
mæla líflátsdómi yfir kristnum
manni, sem sakaður var um að
hafa óvirt fslamska trú. Eru
pakistanskar öryggissveitir sak-
aðar um að kúga fé út úr kristnu
fólki og öðrum trúarlegum minni-
hlutahópum með því að hóta
þeim með lögunum um guðlast.
uðu í gær milligöngu erlendra ríkja
í Kosovodeilunni og héldu því fram,
að stjómmálalegar og efnahagsleg-
ar refsiaðgerðir gegn landinu kyntu
undir sjálfstæðiskröfum albanska
meirihlutans í héraðinu.
Dragomir Vucicevic, embættis-
maður í utanríkisráðuneytinu í
Belgrad, sagði, að ekki yrði fallist á
erlenda milligöngu þrátt fyrir nýjar
efnahagsþvinganir Samstarfsríkja-
hópsins en þær koma til fram-
kvæmda í dag. Banna þær erlenda
fjárfestingu í Serbíu.
Felipe Gonzalez, fyrrverandi for-
sætisráðherra Spánar og sáttasemj-
ari Samstarfsríkjahópsins og ÖSE,
Öryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu, staðfesti í Brussel í gær, að
ríkjunum féllst í gær á að greiða
Minnesota-ríki bætur fyrir þau
miklu fjárútlát sem ríkið hefur orðið
fyrir vegna sjúkdóma sem rekja má
til reykinga.
Réttarhöld í þessu máli hafa stað-
ið í tæpa fjóra mánuði en rétt áður
en dæma átti í því tókust sættir.
Var sæst á, að tóbaksiðnaðurinn
greiddi Minnesotaríki rúmlega 430
milljarða ísl. kr. á 25 árum. Er þetta
fyrsta málið af 40, sem einstök ríki
hafa höfðað og réttað er í. Áður hef-
ur tóbaksiðnaðurinn fallist á að
greiða Mississippi, Flórída og
Texas 2.100 milljarða kr.
Júgóslavíustjórn hefði hafnað við-
ræðum við hann. Hann lagði þó
áherslu á, að Slobodan Milosevic,
forseti Júgóslavíu, hefði enn tæpan
sólarhring til að sjá sig um hönd og
koma í veg fyrir auknar refsiað-
gerðir.
Holbrooke til Belgrad?
Orðrómur var um það í gær, að
sendimaður Bandaríkjastjómar, Ro-
bert Gelbard, og hugsanlega einnig
Richard Holbrooke væru á leið til
Belgrad til viðræðna við stjómvöld
en Vucicevic vildi ekki staðfesta það.
Bann við erlendum fjárfestingum
í Júgóslavíu mun gera að engu ýms-
ar framkvæmdir, sem stjórnvöld
ráðgera í von um betri tíma í efna-
hagsmálunum.
Hafna milli-
göngn í Kosovo
Belgrad. Reuters.
STJÓRNVÖLD í Júgóslavíu höfn-