Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
BÚÐIN er öll teppalögð og kristalsljós í lofti.
HOLLENSKIR tómatar sem eru allir svipaðir að stærð og mátulega þroskaðir. Fyrsta
flokks vara á 600 krónur kílóið.
ÞAÐ er fátt sem ekki lokkar í þessari mat-
vöruverslun og eini gallinn við að hafa slíka
búð nálægt sér er að freistast til að eyða
alltof miklu í mat. En það er hreint ævintýri
að koma þar við.
Kristalsljósakrónur hanga í lofti og búðin
er teppalögð út úr dyrum. Hún er tandur-
hrein og teppin líta út eins og þau hafi verið
lögð í gær. Afgreiðslufólk bíður þess að að-
stoða ef með þarf og það hlýtur að hafa feng-
ið sérþjálfun í framkomu svo almennilegt er
það ef á er yrt.
30 ára verslun
Byerly’s er orðin þrítug. Stofnandi versl-
unarinnar, Don Byerly, segist hafa ákveðið
átta ára gamall að opna matvöruverslun þeg-
ar hann yrði stór. Faðir hans var heildsali og
í sameiningu réðust þeir í að opna Byerly’s í
Minnesota í apríl árið 1968. Þá var búðin sú
stærsta í fylkinu. í fréttabréfi verslunarinnar
birtist fyrir skömmu viðtal við eigandann,
Don Byerly’s. Þar segir hann að í upphafi
hafi verið ætlun þeirra feðga að hafa verslun-
ina fyrsta flokks, bjóða einungis úrvalshrá-
efni, vera með rúmgott húsnæði og leggja
áherslu á að viðmót væri til fyrirmyndar.
Þeir ákváðu að hafa ekki leiki, happdrætti
eða aðrar slíkar uppákomur í búðinni og það
var nýbreytni á þessum tíma. Núna, þrjátíu
árum síðar, eru búðimar orðnar níu í tví-
buraborgunum.
Hoilenskir tómatar
En hvað gerir þessa verslun frábrugðna
öðrum? Jú, allt í rauninni. Ekki nóg með að
innréttingar og útlit búðarinnar sé aðlaðandi
heldur er varan einstök. Þama er hægt að fá
alla hugsanlega matvöm; svissneska osta, ís-
lenskan fisk, hollenska tómata og bandarísk
jarðarber og hvergi sést skemmd eða gölluð
vara. Tökum hollenska tómata sem dæmi, því
þá getum við keypt í næsta stórmarkaði hér-
lendis. En þeir em misjafnlega stórir í búð-
unum hér, sumir grænir og aðrir rauðir og
einhverjir orðnir linir. Þeir geta varla talist
til sama gæðaflokks og þessir sem til era í
Byerly’s. Þar gengurðu að því vísu að tómat-
amir era af svipaðri stærð og þeir era allir
fyrsta flokks og alveg mátulega rauðir, eins
og þeir era bestir. Þetta sést greinilega á
myndinni sem fylgir með hér á síðunni.
Hvað borga svo viðskiptavinir Byerly’s
fyrir kíló af hollenskum tómötum í þessum
gæðaflokki? Jú, um sex hundrað krónur.
Þetta era miklu dýrari tómatar en í næstu
matvöraverslun í St. Paul/Minneapolis sem
er í fimm mínútna fjarlægð frá Byerly’s en
þetta er svipað verð og við höfum borgað fyr-
ir hollenska tómata hér á landi að undan-
fömu eftir að vemdartollar vora settir á. AU-
ir vita að æskilegt er að borða mikið af ávöxt-
um og grænmeti og það er svo sannarlega
ekki vandamál þegar maður sér jafnmikið úr-
val og þama.
Álegg eftir pöntun
Eina sem freistaði mín ekki var fiskurinn.
Honum var stillt fallega fram en þar er ekki
hægt að ná ferskleikanum sem við búum við.
Og þá er komið að kjötborðinu og álegginu.
Fjölbreytnin er mikil og þótt hún sé veruleg í
fersku kjöti þá slær áleggsborðið allt út. Þar
er alls kyns kjötpylsum raðað í kæli, ætli þær
séu ekki nálægt hundrað tegundimar. Þótt
íbúum fyíborganna þyki áleggið frekar dýrt
deplar íslendingurinn vart auga þegar hann
virðir fyrir sér verðið. Þar er áleggsverð gef-
ið upp í um það bil 250 gramma skömmtum
og algengt kílóverð á áleggi er því um þús-
und krónur en getur farið upp í um tvö þús-
und krónur ef um úrvalspylsur eða fyrsta
Byerly’s-matvöruverslanirnar í Minnesota
Teppalagðar
búðir með krist-
alslj ósakrónum
Að ganga um matvörubúðina Byerly’s í
tvíburaborgunum í Minnesota og kaupa þar í matinn
er engu líkt. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
lætur sig dreyma um slíka verslun hér á landi.
SÉRSTAKUR starfsmaður hefur aðstöðu
í búðinni og svarar fyrirspurnum um mat
og næringu. Nokkur þúsund uppskriftir
sem búið er að prófa í eldhúsi
verslunarinnar eru á boðstólum fyrir
viðskiptavini.
ÞEGAR afgreiðslufólk er búið að raða
vörunum þínum í poka fara þær í þessa
gráu kassa sem sjást á myndinni og
þaðan með færibandi út á bflastæði þar
sem vörurnar fara síðan beint í bflskottið.
ÚRVALIÐ af kjötáleggi er engu likt.
flokks skinku er að ræða. Að borga næstum
þrjú þúsund krónur fyrir kíló af íslensku
roastbeef-áleggi eins og Islendingar þurfa að
gera þætti óhugsandi í þessari dýra matvöru-
verslun og myndi aldrei ganga. Dýrasta legg-
ið sem ég rakst á var sérvalin innflutt skinka
fi-á Ítalíu og kílóið af henni reiknaðist mér tii
að væri á svipuðu verði og roastbeefið. Mér
finnst umhugsunarvert hvers vegna við get-
um ekki átt þess oftar kost að kaupa áleggið
eftir vigt í stað þess að þurfa yfírleitt að
kaupa það tilbúið niðurskorið í pökkum.
Þá er sérkapítuli að fjalla um skinku. Þama
eru til allar mögulegar tegundir af skinku og
hægt að fá viðunandi upplýsingar um innihald
og mismun tegunda. Hér á landi virðist hægt
að kalla næstum hvaða kjötálegg sem er
skinku og það er oft erfitt að lesa af innihalds-
lýsingu hver munur milli tegunda er.
Á hinn bóginn má geta þess að væntanleg
er á næstunni sérstök kjötreglugerð hér á
landi og þar verða reglur hertar í þessu sam-
bandi. Islenskir framleiðendur þurfa t.d. að
hafa nákvæmar upplýsingar um næringar-
gildi allrar kjötvöru.
íslensku bakarun betri
Jafnvel mjólkurkælirinn í Byerly’s er til
fyrirmyndar og úrvalið mikið í þessari búð
þama vestra. Bakarí er í versluninni og ein-
ungis selt nýbakað bakkelsi. I hreinskilni þá
slá litlu íslensku bakaríin á horninu þeim
bandarísku við nema hvað úrvalið af góðum
beyglum er meira hjá þeim. Sum íslensk bak-
arí eru að bjóða frábær brauð og bakkelsið er
fyrsta flokks.
Viðskiptavinir geta síðan tyllt sér niður og
fengið sér ilmandi kaffibolla í Byerly’s sem er
sérlagað fyrir þá á staðnum. Þeir geta keypt
sér ferskan blómvönd, sett bréf í póst, tekið
út peninga úr bankanum og fengið sér í
gogginn á veitingastað verslunarinnai-. Þegar
komið er að kassa til að borga raðar uppák;
Iætt starfsfólk í poka fyrir viðskiptavini. I
fljótu bragði fannst mér líta út fyrir að þetta
væra gjaman menn á eftirlaunaaldri sem
röðuðu í pokana og spjölluðu við viðskiptavini
um daginn og veginn. Þegar búið er að setja í
poka setur starfsfólkið þá í sérstaka kassa
sem fara síðan á færibandi út þar sem þeim
er raðað í bifreiðir viðskiptavinanna.
Viltu hafa ýsu í matinn?
í Byerfys er sérstakur starfsmaður sem
sinnir fyrirspumum um uppskriftir og nær-
ingu. Hann hefur skrifstofu til umráða og er
þar við allan daginn. Vanti fólk uppskrift að
einhveijum réttum, t.d. góðum ýsurétti, þá
flettir starfsmaðurinn í spjaldskrá og finnur
fyrir viðkomandi nokkrar slíkar. Alls á versl-
unin á skrá nokkur þúsund uppskriftir að öllu
milli himins og jarðar sem búið er að prófa í til-
raunaeldhúsi. Og segjum sem svo að þú þurfir
að grenna þig eða breyta mataræði vegna
sjúkdóms þá á verslunin ótal bæklinga og góð
ráð þar að lútandi. Öll þessi þjónusta er að
sjálfsögðu viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
Mánaðarlega kemur út fréttabréf fyrir við-
skiptavini. Þar er sagt frá nýjum vörum, upp-
ákomum í búðunum, tilboðum og gefnar
spennandi uppskriftir auk þess sem þar er að
finna ýmsan fróðleik um mat og drykk. Ég
kippti með mér nýjasta fréttabréfinu og þar
var tíundað allt mögulegt um tedrykkju, hvar
hún væri upprannin, um mismunandi teg-
undir af te, hvemig ætti að hella upp á gott
te og hvað passaði að borða með því.
Sé fólk á annað borð fyrir góðan mat og
hafi gaman af að virða fyrir sér fyrsta flokks
hráefni í matargerð þá er gaman að koma við
rekist það á eina af níu Byerly’s-búðunum á
ferð sinni um tvíborgimar.