Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Fj ölsky ldu vænni
vinnumarkað
SPURNINGIN um möguleika
fólks á að samræma atvinnuþátttöku
og fjölskyldulíf verður sífellt áleitn-
ari. Loksins er verið að viðurkenna
þá staðreynd, að báðir foreldrar
vinna utan heimilisins, og leita leiða
til að auðvelda fólki að sinna jöfnum
höndum heimili og vinnu. I ná-
grannalöndunum er til dæmis mikill
þrýstingur á fyrirtæki að setja sér-
staka fjölskyldustefnu og þar hafa
foreldrar mun ríkari rétt til samvista
við börn sín en hérlendis. Hugmynd-
in um fjölskyldustefnu virðist hins
vegar vera að skjóta rótum á íslensk-
um vinnumarkaði. í fjölskyldustefnu
Alþýðusambands Islands er meðal
annars bent á að núverandi fæðing-
arorlofskerfi sé úrelt og lögð áhersla
á að gera þurfi á því róttækar breyt-
ingar. Þetta verður meðal umræðu-
efna á ráðstefnu ASI um samræm-
ingu atvinnu- og fjölskyldulífs 12.
maí nk.
Bitt af því sem þrýstir á um að at>
vinnulífið taki tillit til fjölskyldnanna
er sú staðreynd að í langflestum til-
fellum vinna báðir foreldrar utan
heimilisins. Það ætti auk þess ekki að
koma á óvart að atvinnuþátttaka er
almennust hjá einstæð-
um foreldrum. Tölur
sýna að 81,1% kvenna
með barn á leikskóla-
aldri eða 0-6 ára eru úti-
vinnandi en 93,3%
kvenna sem eru með
barn á grunnskólaaldri
vinna utan heimilisins.
Tölurnar breytast lítið
þótt börnunum fjölgi því
konur með fleiri en eitt
barn í yngri hópnum
vinna úti í 82,1% tilvika
en 89,6% í eldri hópnum.
Vandamál hafa hins veg-
ar skapast vegna þess að
þróun samfélagsins hef-
ur á margan hátt ekki
fylgt eftir aukinni at-
vinnuþátttöku kvenna.
Til að mynda hafa feður enn mjög
skertan rétt til fæðingarorlofs.
Það er löngu orðið
tímabært að stokka ís-
lenska fæðjngarorlofs-
kerfið upp. A Islandi er
fæðingarorlof styst og
verst greitt af Norður-
löndunum, einungis 28
vikur. Danskir foreldrar
eiga rétt á 28 vikna
greiddu fæðingarorlofi
og allt að 62 vikna for-
eldraorlofi utan þess, í
Svíþjóð er sami réttur
samtals 64 vikur, í Nor-
egi 52 og Finnlandi 44.
Þrátt fyrir að feður á ís-
lenskum vinnumarkaði
eigi nú rétt á tveggja
vikna fæðingarorlofi er
langt í að gerðar hafi
verið fullnægjandi úr-
bætur. Enn er verið að mismuna
fólki eftir kyni og enn er verið að
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir
Draumarnir rætast í Nauthólsvíkinni í dag. Frá klukkan 13.00 til 17.00
geta gestir og gangandi skroppiö í skútusiglingu, kajakaróöur eöa ýtt
gamla góöa árabátnum úr vör, allt í boöi ÍÞRÓTTA FYRIR ALLA.
Sjórinn er vettvangur íþrótta- og tómstundastarfa af ýmsu tagi og nú er
tækifæri til þess að forvitnast um það sem í boöi er. íþrótta- og
tómstundaráð og Siglingasamband íslands kynna starfsemi sína og fólk
getur skroppiö á sjóinn. Sportkafarar kynna starfsemi sína, tæki og tól
og bjóða fólki í bæinn. Kajakmenn veröa meö myndasýningu og aö
sjálfsögðu fær fólk aö prófa kajakróður og sjóstangveiðimenn sýna
stangir, hjól og króka og segja lygasögur af fræknum afrekum.
Fulltrúar frá ÍÞRÓTTUM FYRIR ALLA gefa gangandi fólki á stígnum
heilræði og félagar frá íslenska fjallahjólaklúbbnum ráðleggja um það
hvernig best er aö undirbúa hjólið fyrir sumarið.
IÞROTTIR FVRIR RLLR
mismuna fólki eftir því hjá hverjum
það vinnur. Þannig eiga félagsmenn í
Sókn og fleiri stéttarfélögum innan
ASI ekki sama rétt til greiðslna í
fæðingarorlofi og aðrir sem vinna
hjá ríki eða sveitarfélögum.
Tími til að endurskoða
fæðingarorlofskerfi
Nú er lag að taka fæðingarorlofs-
kerfið í gegn því ýmsar breytingar
hafa orðið á réttindum foreldra í
Evrópu sem kalla á breytingar hér-
Enn er verið að mis-
muna fólki eftir kyni og
enn er verið að mis-
muna fólki eftir því hjá
hverjum það vinnur,
segir Þórunn Svein-
björnsdóttir. Þannig
eiga félagsmenn í Sókn
og fleiri stéttarfélögum
innan ASI ekki sama
rétt til greiðslna í fæð-
ingarorlofi og aðrir sem
vinna hjá ríki eða sveit-
arfélögum.
lendis. Tilskipun Evrópusambands-
ins um vinnuvernd og réttindi
þungaðra kvenna og kvenna með
barn á brjósti hefur til dæmis enn
ekki verið gildistekin á fullnægj-
andi hátt hérlendis. Þá má nefna að
evrópska verkalýðshreyfingin hefur
samið við atvinnurekendur á Evr-
ópuvettvangi um svokallað for-
eldraorlof. Með tilskipun Evrópu-
sambandsins varð samningurinn
bindandi fyrir öll aðildarríki EES
og ber að taka hann í gildi hér á
landi innan skamms. Foreldraorlof-
ið veitir öllum foreldrum rétt til allt
að þriggja mánaða orlofs til að ann-
ast börn sín fram að 8 ára aldri.
Foreldraorlofið á að vera liður í því
að auðvelda fólki að samræma at-
vinnu- og fjölskyldulíf og jafnframt
á það að vera liður í því að jafna
stöðu kynjanna. Þessar áherslur
vega sífellt þyngra í starfi evr-
ópskrar verkalýðshreyfingar.
Spurningin um fjölskyldustefnu,
möguleika fólks á að sinna bæði fjöl-
skyldu- og atvinnulífi, er kannski ný
hérlendis en eigi að síður krefst hún
ákveðinna svara. Spurningin snýst
fyrst og fremst um lífsgæði, hvað
menn vilji fá út úr vinnunni. Hún
snýst um möguleika fólks, ekki síst
kvenna, á að stunda vinnu og mögu-
leika fólks, ekki síst karla, á að vera
samvistum við börn sín. Það er um
velferð barna okkar að ræða, velferð
sem hefur áhrif á líf barna okkar og
mun móta þau til framtíðar. ASÍ vill
með ráðstefnunni vekja athygli á
þessum málum og hvetja til aðgerða
sem tryggja aukin réttindi vinnandi
fólks til samvista við börn sín.
Höfundur er formaður Starfs-
mannafélagsins Sóknar.