Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 57. Nýr tónlist- arskóli rís í Garðabæ Á SÍÐASTA ári var tekin ákvörðun í bæjarstjórn Garðabæjar að bæta kennsluaðstöðu Tónlistarskóla og Blásarasveitar Garðabæjar svo og aðstöðu til tónleikahalds með bygg- ingu tónlistarskóla við Kii'kjulund. Miðvikudaginn 6. maí sl. tók Gísli Magnússon, skólastjóri Tónlistar- skóla Garðabæjar, fyrstu skóflu- stungu að hinu nýja húsi að við- stöddu fjölmenni. Sigrún Gísladótt- ir, forsti bæjarstjórnar Gai’ðabæjar, og Guðmundur Hallgrímsson, for- maður skólanefndar Tónlistarskól- ans, fluttu stutt ávörp. Blásarasveit Garðabæjar lék nokkur lög og við- staddir sungu í tilefni dagsins. Húsnæði Tónlistarskólans verður 875 fm og 3.450 rúmmetrar að stærð. Húsið skiptist í kennslustof- ur, tvo sali og stjórnunarrými. Arki- tektar hússins eru þeir Baldur O. Svavarsson og Jón Þór Þoi'valdsson frá Teiknistofunni Úti og Inni sf. Húsið verður tekið í notkun haustið 1999. Byggingarkostnaður er áætlaður um 100 milljónir. Samið hefur verið við Markús hf. um byggingu húss- ins. Raðganga frá Reykjavík að Gullfossi I SUMAR býður Útivist upp á rað- .göngu frá Reykjavík og að Gullfossi. Fyrsti áfangi ferðarinnar verður far- inn frá Umferðarmiðstöðinni sunnu- daginn 10. maí. Gangan hefst kl. 10.30. Gengið verður um Elliðaárdalinn fram hjá Ártúni og Rafstöðinni að Árbæjarsafni. Að loknu stoppi á Ár- bæjarsafni er gengið að skógræktar- stöðinni við Rauðavatn. I fréttatilkynningu segir: „Beinast liggur við að kalla leiðina kóngsveg- inn en þetta er sú leið sem Friðrik VIII fór þegai; hann ásamt fylgdar- liði heimsótti ísland árið 1907. Úti- vist hyggst ganga leiðina í níu áföng- um og rifja upp ýmislegt sem tengist komu konungs sem og skoða minjar um vegagerð á fyrstu árum aldarinn- ar og annað sem tengist komu kon- ungs og sögu landsins bæði fyrr og síðar.“ Vorsýning- og afmæli í Gjá- bakka VORSÝNING eldri borgara verður í Gjábakka sunnudaginn 10. og mánu- daginn 11. maí. Sýningin verður opin frá kl. 13-17 báða dagana. Á sýning- unni, sem er eins konar uppskeruhá- tíð eldri borgara að loknu vetrar- starfí, getur að líta handverk unnin af eldri borgurum í Kópavogi. Mánudaginn 11. maí eru 5 ár frá því að starfsemi hófst í Gjábakka. Af því tilefni verður hátíðardagskrá sem hefst kl. 14 í Gjábakka. Meðal þess sem er á dagskránni má nefna að Kór Smáraskóla syngur vorlög, Gerðubergskórinn syngur nokkur lög og Söngvinir, kór aldr- aðra í Kópavogi, syngja lög sem allir þekkja. Einnig mun Tónhornið leika á léttu nótunum. Vöfflukaffí verður í Gjábakka báða dagana. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnh' meðan húsrúm leyfir. Kaffi og’ merkjasala Hraunprýði HIN árlega kaffisala Hraun- prýðiskvenna verður á lokadaginn mánudaginn 11. maí. Þetta hefur verið aðaluppistaðan í fjáröflun deildarinnar til margra ára. Þann 29. janúar voru liðin 70 ár frá stofnun Slysavarnafélags íslands og af því tilefni verða deildirnar í Hafnarfirði (sem og allar deildir og sveitir landsins) með opið hús sunnu- FRETTIR HARALDUR Sigurðsson (1908-1995). Kort og kortafræði á Haraldarsýningu LANDSBÓKASAFN fslands - Há- skólabókasafnið hefur sett upp sýningu í forsal þjóðdeildar til að minnast þess að 4. maí sl. hefði Haraldur Sigurðsson (1908- 1995), fyrrverandi bókavörður við Landsbókasafn, orðið níræð- ur-. I fréttatilkynningu segir: „Safnið á Haraldi mikið að þakka. Eitt af sérsöfnum þjóð- deildar er stórt bókasafn (rúm 600 bindi) um kort og kortagerð sem Haraldur og kona hans Sig- rún Á. Sigurðardóttir gáfu safn- inu við opnun þess árið 1994. Haraldur er líklega þekktastur fyrir verk sín um kortasögu Is- lands og endurspeglar sýningin daginn 10. maí. Þá gefst Hafnfirðing- um og öðrum velunnurum tækifæri til að koma og þiggja kaffisopa. 70 ára afmælismerki félagsins verður til sölu hjá Hraunprýðiskonum sem verða í húsi deildarinnar í Hjalla- hrauni 9 á sunnudag að undirbúa lokadagskaffið. Suðurnes Fjáröfhmar- dansleikur DANSLEIKUR til styrktar starfi Björgunarsveitar Suðurnesja verður laugardaginn 9. maí í Stapanum frá kl. 22-3. Þeir sem koma fram um kvöldið eru: Kári Jónsson og hljómsveitin Mávai-, Bjartmar Guðlaugsson, Gleðigjafarnir André Bachmann og Kjartan Baldursson, Þorsteinn Þor- steinsson með Stoneslögin o.fl., Rún- ar Júlíusson, Borgarbræður undir stjórn Arnars Kaldalóns, Ómar Ragnarsson og Haukur Heiðar, ný- bakaðir Islandsmeistarar í dansi þau Gunnar Hrafn Gunnai-sson og Sig- rún Ýr Magnúsdóttir sýna, happ- drætti þar sem í vinning er m.a. flug- farmiði til Evrópu, o.fl. Kynnh' kvöldsins er Þorgeir Ástvaldsson. Miðaverð er 1.000 kr. aðallega framlag hans á því sviði. Sýnd eru helstu rit hans og á veggjum hanga Islandskort sem hann taldi merkileg. Gestir geta skoðað „íslandskort á Netinu“ í tölvu á sýningarsvæðinu en kortasaga Haraldar er ein af undirstöðum verkefnisins. Öðr- um verkum Haraldar eru gerð skil á sýningunni auk þess sem sýndir verða nokkrir persónuleg- ir munir.“ Sýningin er opin frá kl. 8.15-19 mánudaga-fimmtudaga, föstu- daga kl. 8.15-17 og laugardaga kl. 10-17. Safnið er lokað á sunnudögum. Aðgangur er ókeypis. Veitingastofa er opin á sama tíma. Heilsuhúsið 25 ára Lands- mönnum boðið í sund HEILSUHÚSIÐ verður 25 ára sunnudaginn 10. maí og af því tilefni hefur Heilsuhúsið tekið á leigu sundlaugina í Laugardal allan sunnudaginn og býður öllum landsmönnum í sund. Dagskrá verður allan dag- inn, hljómsveitin Gullfiskarnir leika létta tónlist, Pétur Pókus sýnir töfrabrögð, World Class verður með spinning, aerobic og vatnaleikfimi, Emmessís og Leppin á íslandi gefa 10.000 orkuflaugar og orkudrykki, bakarí hjá Jóa Fel verður með léttar veitingai', Mongoose- fjallahjól verða með reiðhjóla- stillingar o.fl. verður á dag- skrá. Kl. 15.25 verður 1.000 blöðrum sleppt upp í loft. Fundur um kjör láglaunakvenna OPINN fundur verður haldinn í fundarsal BSRB, Grettisgötu 89, í dag, laugardaginn 9. maí, kl. 13-17 um kjör láglaunakvenna. Fundai-stjóri er Sjöfn Ingólfsdótt- ir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Ræðumenn verða Ólína Ólafsdóttir, stjórnar- maður í Dagsbrún/Framsókn og Helgi Hjörvar, oddviti Reykjavíkur- listans. Kristín Sigurðardóttir syng- ur einsöng við píanóleik Bjargeyjar Þrúðar Ingólfsdóttur. Ávörp flytja: Sigríður Kristinsdóttir, forstöðu- maður Miðstöðvar fólks í atvinnuleit, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, fisk- verkakona Dagsbrún/Framsókn, og Þóra Guðmundsdóttir, formaður Fé- lags einstæðra foreldra. Fyrirpurnh' og umræður að loknu hverju erindi. Að fundinum standa: Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Starfsmannafélag Reykj avíkurborg- ar, Starfsmannafélag ríkisstofnana, Dagsbrún/Framsókn og Sjúki-aliða- félag Islands. Hafnarfjörður Frambjóð- endur og börn og sérþarfír FABS Félag aðstandenda barna með sérþarfir í Hafnarfirði heldur fund þriðjudaginn 12. mai kl. 20 í Hvaleyrarskóla. Þar munu frambjóðendur allra framboða mæta og kynna hvemig þeir ætla að tryggja hag barna með sérþarfir í bæjarfélaginu. I lokin gefst fundargestum kostui' á að koma með fyrirspurnir til frambjóðenda. Allir velkomnir. Hátíðarsýning í Hjallaskóla HÁTÍÐARSÝNING verður í Hjalla- skóla laugai-daginn 9. maí kl. 11-16 í tilefni af ári hafsins og 15 ára afmæli skólans. Nemendur skólans sýna viðfangs- efni sín er tengjast sjónum s.s. landa- fræði og hafið, hafið og fískamir í sjónum, sjávarþorp og höfti, sjómenn og skip, sjávarspendýr, landhelgis- og björgunarmál, boðið verður upp á fisksmakk, hópur nemenda á yngi-i stigum sýnir Maraþaraborg á litla sviði í álmu 4 kl. 13 og kl. 15, Ijós- myndasamkeppni verður og 9. bekk- ingar verða með vöfflu-, kakó- og kaffisölu í stofum 9 og 10 og er það síðasta fjáröflun árgangsins áður en haldið verður til Danmerkur 16. maí. Ráðstefna um kristniboð og hjálparstarf HALDIN verður ráðstefna um kristniboð og hjálparstarf þriðjudag- inn 12. maí nk. í Háteigskirkju milli kl. 17 og 21.30. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „...og þér vitjuðuð mín.“ Biskup íslands, herra Karl Sigur- björnsson, flytur inngangserindi um Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins opnuð í Reykjavík REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands opnaði nýja sjálfboða- miðstöð í gær á alþjóðadegi Rauða krossins. Þar verða sjálfboðamiðl- un, ungmennastarf og Vinalínan til húsa en miðstöðin á að geta nýst öllu höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með opnun miðstöðv- arinnar er að efla sjálfboðið starf enn frekar og auðvelda fólki að taka þátt í því, segir í fréttatilkynningu. Meðal verkefna um allt land má nefna heimsóknir til fanga, þjónustu á sjúkrahúsum og á öldrunarstofn- unum, heimsóknir til sjúkra, ein- mana og aldraðra, neyðarvarnir, störf í athvarfi fyrir börn og ung- linga og athvarfi fyrir geðfatlaða, Vinalínuna, Fjölskyldulínuna, að- stoð við flóttamenn og sjúkraflutn- inga. Lj ósmyndamaraþon í tilefni alþjóðadagsins efnir Rauði kross íslands til ljósmynda- maraþons um hugsjónir hreyfingar- innar í dag, laugardag. Filmur og þátttökureglur verða afhentar hjá Kodak Express á Akranesi, ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Ákureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík og Grindavík. Á höfuð- borgarsvæðinu verða filmur afhent- ar í sjálíboðamiðstöðinni, Hverfis- götu 105. Vegleg verðlaun eru í boði og maraþonið er öllum opið. Filmur verða afhentar kl. 10-11 og skila ber áteknum filmum kl. 17-18. Opið hús í sjálfboða- miðstöðinni Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- land hefur opið hús í sjálfboðamið- stöðinni, Hverfisgötu 105, kl. 13-17 í dag, laugardag. Sérstök dagski'á verður fyrir tombólubörn Rauða krossins kl. 14-15. Allir eru vel- komnir. grundvallarforsendur kristniboðs og hjálparstarfs. Sr. María Ágústsdótt- ir, sr. Miyako Þórðarson, Steinunn Jóhannesdóttir og Páll Bragi Krist- jónsson munu einnig flytja stutt er- indi tengd yfirskrift ráðstefnunnar. Umræðuhópai' fjalla síðar nánar um umfjöllunarefnið. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir sér um helgistund í ráðstefnulok. Magnea Árnadótth' flautuleikari leikm- einleik. Ráð- stefnustjóri er sr. Þorvaldur Karl Helgason. Boðið verður upp á léttan kvöld- verð. Ráðstefnugjald er 1.000 kr. All- h' eru velkomnir. Vortónleikar á ísafírði VORTÓNLEIKAR Tónlistai-skóla ísafjarðar verða haldnir nú um helg- ina. Á ísafirði verða haldnir fernir tónleikar með mismunandi efnisskrá í hvert skipti. Mest ber á einleikur- um að þessu sinni og koma fram hátt á annað hundrað einleikarar á hin fjölbreyttustu hljóðfæri og á ýmsum stigum. Auk þess leika nokkrh' sam- spilshópar og unglingakór skólans kemur fram en viðamesta atriðið er flutningur hljómsveitar skólans á „Bamasinfóníu“ Josefs Haydns. Tónleikarnir fara allir fram í sal Grunnskóla ísafjai-ðar; laugardaginn 9. maí kl. 15 og 17 og sunnudaginn 10. maí kl. 15 og 17. Tónleikar í Egilsstaðakirkju SÖNGDEILD Tónlistarskólans á Egilsstöðum heldur tónleika í Egilsstaðakirkju í dag, laugardag, kl. 17. Á efnisskránni verða íslensk og erlend sönglög, dúettar og kvartettsöngur. Flytjendur eru; Laufey Geirsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór og Keith Reed baritón, ásamt kór og hljómsveit Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Stjómandi er Keith Reed. Vortónleikar Tónlistarskóla Hafnarfj ar ðar SJÖ tónleikar verða á vegum Tón- listarskóla Hafnaríjarðar nú í maí. Fyrstu tónleikarnir eru vortón- leikar skólalúðrasveitarinnar í Víði- staðakirkju laugardaginn 10. maí kl. 16. Sveitin fer í tónleikaferð til Tékk- lands í sumar undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar. Sýning í List- greinahúsi Kenn- araháskólans NEMENDUR smíðavals KHÍ halda sýningu á verkum sínum í List- greinahúsi KHÍ, Skipholti 37, laug- ardag og sunnudag 9. og 10. maí kl. 14-18. Áhersla er lögð á gamalt og nýtt handverk með listrænu ívafi og skírskotun til nýsköpunar, tækni og hönnunar. ■ REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði um slys á . börnum. Námskeiðið stendur yfir tvö kvöld. Kennt verður þriðju- daginn 12. og miðvikudaginn 13. maí frá kl. 20-23. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Skráning þátttakenda verður í síma 568 8188. Á námskeiðinu verður vakin athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi i og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig hugsanlega megi koma í veg fyrir slík slys. Námskeiðið er átta kennslustundir. LEIÐRÉTT Mynd af grænfinku í BLAÐINU í gær birtst mynd af grænfinku og var Gunnar Þór sagð- ur ljósmyndai'i. Þetta er ekki rétt heldur tók Brynjúlfur Brynjúlfsson myndina. Beðist er velvirðingar á . mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.