Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 57.
Nýr tónlist-
arskóli rís í
Garðabæ
Á SÍÐASTA ári var tekin ákvörðun í
bæjarstjórn Garðabæjar að bæta
kennsluaðstöðu Tónlistarskóla og
Blásarasveitar Garðabæjar svo og
aðstöðu til tónleikahalds með bygg-
ingu tónlistarskóla við Kii'kjulund.
Miðvikudaginn 6. maí sl. tók Gísli
Magnússon, skólastjóri Tónlistar-
skóla Garðabæjar, fyrstu skóflu-
stungu að hinu nýja húsi að við-
stöddu fjölmenni. Sigrún Gísladótt-
ir, forsti bæjarstjórnar Gai’ðabæjar,
og Guðmundur Hallgrímsson, for-
maður skólanefndar Tónlistarskól-
ans, fluttu stutt ávörp. Blásarasveit
Garðabæjar lék nokkur lög og við-
staddir sungu í tilefni dagsins.
Húsnæði Tónlistarskólans verður
875 fm og 3.450 rúmmetrar að
stærð. Húsið skiptist í kennslustof-
ur, tvo sali og stjórnunarrými. Arki-
tektar hússins eru þeir Baldur O.
Svavarsson og Jón Þór Þoi'valdsson
frá Teiknistofunni Úti og Inni sf.
Húsið verður tekið í notkun haustið
1999.
Byggingarkostnaður er áætlaður
um 100 milljónir. Samið hefur verið
við Markús hf. um byggingu húss-
ins.
Raðganga frá
Reykjavík að
Gullfossi
I SUMAR býður Útivist upp á rað-
.göngu frá Reykjavík og að Gullfossi.
Fyrsti áfangi ferðarinnar verður far-
inn frá Umferðarmiðstöðinni sunnu-
daginn 10. maí. Gangan hefst kl.
10.30.
Gengið verður um Elliðaárdalinn
fram hjá Ártúni og Rafstöðinni að
Árbæjarsafni. Að loknu stoppi á Ár-
bæjarsafni er gengið að skógræktar-
stöðinni við Rauðavatn.
I fréttatilkynningu segir: „Beinast
liggur við að kalla leiðina kóngsveg-
inn en þetta er sú leið sem Friðrik
VIII fór þegai; hann ásamt fylgdar-
liði heimsótti ísland árið 1907. Úti-
vist hyggst ganga leiðina í níu áföng-
um og rifja upp ýmislegt sem tengist
komu konungs sem og skoða minjar
um vegagerð á fyrstu árum aldarinn-
ar og annað sem tengist komu kon-
ungs og sögu landsins bæði fyrr og
síðar.“
Vorsýning- og
afmæli í Gjá-
bakka
VORSÝNING eldri borgara verður í
Gjábakka sunnudaginn 10. og mánu-
daginn 11. maí. Sýningin verður opin
frá kl. 13-17 báða dagana. Á sýning-
unni, sem er eins konar uppskeruhá-
tíð eldri borgara að loknu vetrar-
starfí, getur að líta handverk unnin
af eldri borgurum í Kópavogi.
Mánudaginn 11. maí eru 5 ár frá
því að starfsemi hófst í Gjábakka. Af
því tilefni verður hátíðardagskrá
sem hefst kl. 14 í Gjábakka.
Meðal þess sem er á dagskránni
má nefna að Kór Smáraskóla syngur
vorlög, Gerðubergskórinn syngur
nokkur lög og Söngvinir, kór aldr-
aðra í Kópavogi, syngja lög sem allir
þekkja. Einnig mun Tónhornið leika
á léttu nótunum. Vöfflukaffí verður í
Gjábakka báða dagana.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnh' meðan húsrúm leyfir.
Kaffi og’
merkjasala
Hraunprýði
HIN árlega kaffisala Hraun-
prýðiskvenna verður á lokadaginn
mánudaginn 11. maí. Þetta hefur
verið aðaluppistaðan í fjáröflun
deildarinnar til margra ára.
Þann 29. janúar voru liðin 70 ár
frá stofnun Slysavarnafélags íslands
og af því tilefni verða deildirnar í
Hafnarfirði (sem og allar deildir og
sveitir landsins) með opið hús sunnu-
FRETTIR
HARALDUR Sigurðsson (1908-1995).
Kort og kortafræði
á Haraldarsýningu
LANDSBÓKASAFN fslands - Há-
skólabókasafnið hefur sett upp
sýningu í forsal þjóðdeildar til að
minnast þess að 4. maí sl. hefði
Haraldur Sigurðsson (1908-
1995), fyrrverandi bókavörður
við Landsbókasafn, orðið níræð-
ur-.
I fréttatilkynningu segir:
„Safnið á Haraldi mikið að
þakka. Eitt af sérsöfnum þjóð-
deildar er stórt bókasafn (rúm
600 bindi) um kort og kortagerð
sem Haraldur og kona hans Sig-
rún Á. Sigurðardóttir gáfu safn-
inu við opnun þess árið 1994.
Haraldur er líklega þekktastur
fyrir verk sín um kortasögu Is-
lands og endurspeglar sýningin
daginn 10. maí. Þá gefst Hafnfirðing-
um og öðrum velunnurum tækifæri
til að koma og þiggja kaffisopa. 70
ára afmælismerki félagsins verður til
sölu hjá Hraunprýðiskonum sem
verða í húsi deildarinnar í Hjalla-
hrauni 9 á sunnudag að undirbúa
lokadagskaffið.
Suðurnes
Fjáröfhmar-
dansleikur
DANSLEIKUR til styrktar starfi
Björgunarsveitar Suðurnesja verður
laugardaginn 9. maí í Stapanum frá
kl. 22-3.
Þeir sem koma fram um kvöldið
eru: Kári Jónsson og hljómsveitin
Mávai-, Bjartmar Guðlaugsson,
Gleðigjafarnir André Bachmann og
Kjartan Baldursson, Þorsteinn Þor-
steinsson með Stoneslögin o.fl., Rún-
ar Júlíusson, Borgarbræður undir
stjórn Arnars Kaldalóns, Ómar
Ragnarsson og Haukur Heiðar, ný-
bakaðir Islandsmeistarar í dansi þau
Gunnar Hrafn Gunnai-sson og Sig-
rún Ýr Magnúsdóttir sýna, happ-
drætti þar sem í vinning er m.a. flug-
farmiði til Evrópu, o.fl. Kynnh'
kvöldsins er Þorgeir Ástvaldsson.
Miðaverð er 1.000 kr.
aðallega framlag hans á því sviði.
Sýnd eru helstu rit hans og á
veggjum hanga Islandskort sem
hann taldi merkileg. Gestir geta
skoðað „íslandskort á Netinu“ í
tölvu á sýningarsvæðinu en
kortasaga Haraldar er ein af
undirstöðum verkefnisins. Öðr-
um verkum Haraldar eru gerð
skil á sýningunni auk þess sem
sýndir verða nokkrir persónuleg-
ir munir.“
Sýningin er opin frá kl. 8.15-19
mánudaga-fimmtudaga, föstu-
daga kl. 8.15-17 og laugardaga
kl. 10-17. Safnið er lokað á
sunnudögum. Aðgangur er
ókeypis. Veitingastofa er opin á
sama tíma.
Heilsuhúsið 25 ára
Lands-
mönnum
boðið í
sund
HEILSUHÚSIÐ verður 25
ára sunnudaginn 10. maí og af
því tilefni hefur Heilsuhúsið
tekið á leigu sundlaugina í
Laugardal allan sunnudaginn
og býður öllum landsmönnum
í sund.
Dagskrá verður allan dag-
inn, hljómsveitin Gullfiskarnir
leika létta tónlist, Pétur Pókus
sýnir töfrabrögð, World Class
verður með spinning, aerobic
og vatnaleikfimi, Emmessís og
Leppin á íslandi gefa 10.000
orkuflaugar og orkudrykki,
bakarí hjá Jóa Fel verður með
léttar veitingai', Mongoose-
fjallahjól verða með reiðhjóla-
stillingar o.fl. verður á dag-
skrá. Kl. 15.25 verður 1.000
blöðrum sleppt upp í loft.
Fundur um kjör
láglaunakvenna
OPINN fundur verður haldinn í
fundarsal BSRB, Grettisgötu 89, í
dag, laugardaginn 9. maí, kl. 13-17
um kjör láglaunakvenna.
Fundai-stjóri er Sjöfn Ingólfsdótt-
ir, formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar. Ræðumenn
verða Ólína Ólafsdóttir, stjórnar-
maður í Dagsbrún/Framsókn og
Helgi Hjörvar, oddviti Reykjavíkur-
listans. Kristín Sigurðardóttir syng-
ur einsöng við píanóleik Bjargeyjar
Þrúðar Ingólfsdóttur. Ávörp flytja:
Sigríður Kristinsdóttir, forstöðu-
maður Miðstöðvar fólks í atvinnuleit,
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, fisk-
verkakona Dagsbrún/Framsókn, og
Þóra Guðmundsdóttir, formaður Fé-
lags einstæðra foreldra. Fyrirpurnh'
og umræður að loknu hverju erindi.
Að fundinum standa: Menningar-
og friðarsamtök íslenskra kvenna,
Starfsmannafélag Reykj avíkurborg-
ar, Starfsmannafélag ríkisstofnana,
Dagsbrún/Framsókn og Sjúki-aliða-
félag Islands.
Hafnarfjörður
Frambjóð-
endur og börn
og sérþarfír
FABS Félag aðstandenda barna
með sérþarfir í Hafnarfirði heldur
fund þriðjudaginn 12. mai kl. 20 í
Hvaleyrarskóla.
Þar munu frambjóðendur allra
framboða mæta og kynna hvemig
þeir ætla að tryggja hag barna með
sérþarfir í bæjarfélaginu. I lokin
gefst fundargestum kostui' á að koma
með fyrirspurnir til frambjóðenda.
Allir velkomnir.
Hátíðarsýning í
Hjallaskóla
HÁTÍÐARSÝNING verður í Hjalla-
skóla laugai-daginn 9. maí kl. 11-16 í
tilefni af ári hafsins og 15 ára afmæli
skólans.
Nemendur skólans sýna viðfangs-
efni sín er tengjast sjónum s.s. landa-
fræði og hafið, hafið og fískamir í
sjónum, sjávarþorp og höfti, sjómenn
og skip, sjávarspendýr, landhelgis-
og björgunarmál, boðið verður upp á
fisksmakk, hópur nemenda á yngi-i
stigum sýnir Maraþaraborg á litla
sviði í álmu 4 kl. 13 og kl. 15, Ijós-
myndasamkeppni verður og 9. bekk-
ingar verða með vöfflu-, kakó- og
kaffisölu í stofum 9 og 10 og er það
síðasta fjáröflun árgangsins áður en
haldið verður til Danmerkur 16. maí.
Ráðstefna um
kristniboð og
hjálparstarf
HALDIN verður ráðstefna um
kristniboð og hjálparstarf þriðjudag-
inn 12. maí nk. í Háteigskirkju milli
kl. 17 og 21.30. Yfirskrift ráðstefn-
unnar er „...og þér vitjuðuð mín.“
Biskup íslands, herra Karl Sigur-
björnsson, flytur inngangserindi um
Sjálfboðamiðstöð Rauða
krossins opnuð í Reykjavík
REYKJAVÍKURDEILD Rauða
kross íslands opnaði nýja sjálfboða-
miðstöð í gær á alþjóðadegi Rauða
krossins. Þar verða sjálfboðamiðl-
un, ungmennastarf og Vinalínan til
húsa en miðstöðin á að geta nýst
öllu höfuðborgarsvæðinu.
Markmiðið með opnun miðstöðv-
arinnar er að efla sjálfboðið starf
enn frekar og auðvelda fólki að taka
þátt í því, segir í fréttatilkynningu.
Meðal verkefna um allt land má
nefna heimsóknir til fanga, þjónustu
á sjúkrahúsum og á öldrunarstofn-
unum, heimsóknir til sjúkra, ein-
mana og aldraðra, neyðarvarnir,
störf í athvarfi fyrir börn og ung-
linga og athvarfi fyrir geðfatlaða,
Vinalínuna, Fjölskyldulínuna, að-
stoð við flóttamenn og sjúkraflutn-
inga.
Lj ósmyndamaraþon
í tilefni alþjóðadagsins efnir
Rauði kross íslands til ljósmynda-
maraþons um hugsjónir hreyfingar-
innar í dag, laugardag. Filmur og
þátttökureglur verða afhentar hjá
Kodak Express á Akranesi, ísafirði,
Blönduósi, Sauðárkróki, Ákureyri,
Egilsstöðum, Vestmannaeyjum,
Keflavík og Grindavík. Á höfuð-
borgarsvæðinu verða filmur afhent-
ar í sjálíboðamiðstöðinni, Hverfis-
götu 105. Vegleg verðlaun eru í boði
og maraþonið er öllum opið. Filmur
verða afhentar kl. 10-11 og skila ber
áteknum filmum kl. 17-18.
Opið hús í sjálfboða-
miðstöðinni
Reykjavíkurdeild Rauða kross ís-
land hefur opið hús í sjálfboðamið-
stöðinni, Hverfisgötu 105, kl. 13-17 í
dag, laugardag. Sérstök dagski'á
verður fyrir tombólubörn Rauða
krossins kl. 14-15. Allir eru vel-
komnir.
grundvallarforsendur kristniboðs og
hjálparstarfs. Sr. María Ágústsdótt-
ir, sr. Miyako Þórðarson, Steinunn
Jóhannesdóttir og Páll Bragi Krist-
jónsson munu einnig flytja stutt er-
indi tengd yfirskrift ráðstefnunnar.
Umræðuhópai' fjalla síðar nánar um
umfjöllunarefnið. Sr. Helga Soffia
Konráðsdóttir sér um helgistund í
ráðstefnulok. Magnea Árnadótth'
flautuleikari leikm- einleik. Ráð-
stefnustjóri er sr. Þorvaldur Karl
Helgason.
Boðið verður upp á léttan kvöld-
verð. Ráðstefnugjald er 1.000 kr. All-
h' eru velkomnir.
Vortónleikar
á ísafírði
VORTÓNLEIKAR Tónlistai-skóla
ísafjarðar verða haldnir nú um helg-
ina. Á ísafirði verða haldnir fernir
tónleikar með mismunandi efnisskrá
í hvert skipti. Mest ber á einleikur-
um að þessu sinni og koma fram hátt
á annað hundrað einleikarar á hin
fjölbreyttustu hljóðfæri og á ýmsum
stigum. Auk þess leika nokkrh' sam-
spilshópar og unglingakór skólans
kemur fram en viðamesta atriðið er
flutningur hljómsveitar skólans á
„Bamasinfóníu“ Josefs Haydns.
Tónleikarnir fara allir fram í sal
Grunnskóla ísafjai-ðar; laugardaginn
9. maí kl. 15 og 17 og sunnudaginn
10. maí kl. 15 og 17.
Tónleikar í
Egilsstaðakirkju
SÖNGDEILD Tónlistarskólans á
Egilsstöðum heldur tónleika í
Egilsstaðakirkju í dag, laugardag,
kl. 17.
Á efnisskránni verða íslensk og
erlend sönglög, dúettar og
kvartettsöngur. Flytjendur eru;
Laufey Geirsdóttir sópran, Þorbjörn
Rúnarsson tenór og Keith Reed
baritón, ásamt kór og hljómsveit
Tónlistarskólans á Egilsstöðum.
Stjómandi er Keith Reed.
Vortónleikar
Tónlistarskóla
Hafnarfj ar ðar
SJÖ tónleikar verða á vegum Tón-
listarskóla Hafnaríjarðar nú í maí.
Fyrstu tónleikarnir eru vortón-
leikar skólalúðrasveitarinnar í Víði-
staðakirkju laugardaginn 10. maí kl.
16. Sveitin fer í tónleikaferð til Tékk-
lands í sumar undir stjórn Stefáns
Ómars Jakobssonar.
Sýning í List-
greinahúsi Kenn-
araháskólans
NEMENDUR smíðavals KHÍ halda
sýningu á verkum sínum í List-
greinahúsi KHÍ, Skipholti 37, laug-
ardag og sunnudag 9. og 10. maí kl.
14-18.
Áhersla er lögð á gamalt og nýtt
handverk með listrænu ívafi og
skírskotun til nýsköpunar, tækni og
hönnunar.
■ REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði um slys á .
börnum. Námskeiðið stendur yfir
tvö kvöld. Kennt verður þriðju-
daginn 12. og miðvikudaginn 13.
maí frá kl. 20-23. Námskeiðið
verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð.
Skráning þátttakenda verður í síma
568 8188. Á námskeiðinu verður
vakin athygli á þeim slysum sem
algengast er að börn lendi i og
hvaða fyrstu hjálp skuli veita.
Einnig er fjallað um hvernig
hugsanlega megi koma í veg fyrir
slík slys. Námskeiðið er átta
kennslustundir.
LEIÐRÉTT
Mynd af grænfinku
í BLAÐINU í gær birtst mynd af
grænfinku og var Gunnar Þór sagð-
ur ljósmyndai'i. Þetta er ekki rétt
heldur tók Brynjúlfur Brynjúlfsson
myndina. Beðist er velvirðingar á .
mistökunum.