Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
Ipspou pAP BKKJ ! þEGAt? HÚN BytST-y oW/T í STÓR 1 SKUGGl < LEiÐ ! vriR. , LANPIE>-,. W tí
PAVMS l!-A
Tommi og Jenni
Smáfólk
YE5,MA'AM..REQI;E5T PERMIS5Í0W
TO 60 OUT FOR A
PRINK OF WATEK..
YE5, MAAM.. REÖUE5T PERMI55I0N
TO COPY ALLTHE AN5WER5
FROM MARCIE'5 PAPER WHILE
5HE5 0UT OFTHE ROOM..
Zr
Já, kennari... fæ ég leyfi til að fara
út og fá mér vatn að drekka?
Já, kennari ... má ég fá leyfi til að
skrifa upp öll svörin á blaðinu
hennar Möggu á meðan hún er úti?
Ég er komin aftur ... af hverju er
kennarinn að gretta sig?
Ég veit ekki ... hún grettir sig
alltaf mikið.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
MENN verða að sameinast um aðgerðir sem megi verða til að létta
undir með stóðhryssum á komaudi misserum.
Kaflaskil í hrossa-
sóttarmálinu
Frá Sigríði Ævarsdóttur:
FRÓÐLEGT hefur verið að fylgjast
með umræðunni, sem verið hefur í
gangi um hinn óþekkta veirusmit-
sjúkdóm sem herjað hefur á íslensk
hross í vetur. Eftir að ekki tókst að
þegja veiruna í hel hafa leikmenn
keppst við að telja hver öðrum trú
um að hún sé svo væg að hún skipti
ekki máli. A.m.k. hefur umræðan
snúist um flest annað en velferð
hrossanna sjálfra - en þó aðallega
það hvort halda skuli landsmót
nokkurt næsta sumar. Peningalykt
hefur og verið af þessari umfjöllun
allri, en eins og menn vita er
Mammon húsbóndi harður og í
hestamennskunni sem og annars
staðar geta margir orðið af aurum
apar!
En hverjai- svo sem skoðanir
manna kunna að vera á því hvort
halda eigi umrætt landsmót, hvort
og þá hvenær opna eigi fyrir sam-
gang milli sýktra og ósýktra svæða
og hvort leyfa eigi útflutning að
nýju, þá er nú komið að kaílaskipt-
um í þessu máli og menn verða að
sameinast um aðgerðir sem megi
verða til að létta undir með stóð-
hrossunum okkar á komandi miss-
erum og nú reynir á hvað mönnum
fínnst skipta máli! Nú þegar hefur
fjöldi hrossa drepist af þessum
veirusjúkdómi og að mér læðist sú
skelfilega hugsun, að ef við ekki
gætum að, gæti svo farið að um enn
stórkostlegri afföll yrði að ræða á
folöldum og hryssum á næstu miss-
erum en við höfum kynnst áður. Ég
tel það því algert ábyrgðarleysi að
hvetja til útbreiðslu smits með
nokkrum hætti fýrr en ljóst er
hvemig veiran hagar sér við þessar
aðstæður. Allt tal um að þetta sé
eins og hver annar „meinlaus
flensuskítur“ á ekki heima í þessu
samhengi. Af eigin reynslu veit ég
að það er ekki rétt, þetta er
óþverrapest sem fer mjög illa með
þau hross sem hún virkileg stingur
sér niður í! Ahrif á ýmis innri líffæri
eru mikil en sjást ekki utan á hest-
inum. Sé brúkun hins vegar hafín of
snemma eða hrossið lendir í
áreynslu af öðrum orsökum getur
það endað með ósköpum. Það er því
ekki eftir neinu að slægjast að ná
sér í pestina, og ef opna á milli
landshluta er það óráðlegt íyrr en
seinnipart sumars.
En það brenna á mér spumingar
til dýralækna varðandi framhaldið:
Mig og fleiri vantar ráðleggingar
um hvernig hægt sé að bregðast við
þeim nýju aðstæðum sem upp
kunna að koma á vori komandi og
svör við því hvort hægt sé að undir-
búa sig með einhverjum fyrirbyggj-
andi aðgerðum?
Við hverju megum við hrossa-
bændur búast ef sýkin er í gangi í
stóðinu þegar hryssur eru að kasta?
(Er raunhæft að reikna með að fol-
ald drepist úr henni? - Hefur hryssa
sem nýlega er sýkt, mótefni í mjólk-
inni? - Þarf að gera einhverjar ráð-
stafanir varðandi hryssur sem eiga
að kasta; er t.d. ráðlegt að færa þær
á tún eða annað beitiland þar sem
ekki hafa verið sýkt hross, til að
kasta? Annað?
Er eitthvað vitað um það hvort
smit sem „sótt“ er geti orðið skæð-
ara en það smit sem berst með eðli-
legum leiðum t.d. með vindi?
Hvað hafa menn fyrir sér um það
að sjúkdómurinn leggist vægar á
hross þegar grös eru komin en hann
hefur gert í vetur?
Þessum spurningum varpa ég hér
með fram og óska eftir svönim við
þeim frá einhverjum eftirtalinna
dýralækna sem mikið hafa haft með
rannsóknir á veirusýkingunni að
gera: Eggert Gunnarsson, Sigríður
Björnsdóttir eða Sigurður Sigurðs-
son.
Er það einlæg ósk mín og von að í
kjölfar aukinnar vitneskju um af-
leiðingar beri menn gæfu til að taka
skynsamlegar ákvarðanir á réttum
forsendum, til heilla fyrir hross og
hestafólk.
SIGRÍÐUR ÆVARSDÓTTIR,
hrossabóndi í Borgarfirði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.