Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Kristinn DIDDU tók nokkur ítölsk lög fyrir viöskiptavini. * Italskir dagar í bakarmm Itölsk brauð og suðræn stemmning ÞAÐ var svo sannarlega ítölsk stemmning í Mosfellsbakaríi nú í vikunni þegar Diddú mætti og tók nokkur ítölsk lög fyrir viðskiptavini sem gæddu sér á ítölskum brauðum. Þessa dagana er ítalskur brauðbakst- ur í hávegum hafður í bakaríum sem eru í Landssambandi bakarameistara. Hafliði Ragnars- son, konditormeist- ari og íslandsmeist- ari í kökuskreyting- um þetta árið, segist ávallt bjóða ítölsk brauð til sölu en segir að úrvahð sé sérstaklega fjöl- breytt um þessar mundir. „Við erum að bjóða brauð með sólþurrkuðum tómötum, ólífum, ítölsku kryddi og svo framvegis og bökum úr Semolinu hveiti. Reyndar bökum við hjá Mos- fellsbakaríi okkar brauð í steinofni og með þeirri aðferð verður skorpan hörð en brauðin mjúk að innan. Við bjóðum alltaf ítölsk brauð.“ Brauði dýft / olíu Hafliði segir að brauð þyki ómissandi með mat í suðrænum löndum eins og á Italíu og Spáni. „Við höfum verið að bjóða fólki að smakka á ítölskum brauðum og þá boðið með góða ólífuolíu svo og bragðbættar olíur til að dýfa brauðinu í að hætti suðrænna þjóða. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir enda lostæti að borða brauðið með t.d. balsamic ediki og jómfrúar ólífuolíu." Innréttingarnar úr gömlu dönsku bakaríi Bakaríið í Mosfellsbæ var nýlega tekið í gegn og andrúmsloftið er suðrænt. „Eg var við nám í Dan- mörku og í Alaborg rakst ég inn í bakarí og hreifst af innréttingun- um þar. Það vildi svo til að konditormeistarinn var að hætta rekstri og ég keypti innréttingam- ar. Þær eru uppistaðan í bakaríinu en síðan létum við smíða það sem á vantaði og hlaða veggi. Það stóð ekkert sérstaklega til að hafa bak- aríið suðrænt í útliti, það bara varð svoleiðis. Okkar takmark var að bakaríið yrði hlýlegt." Þegar Hafliði er spurður um ýmsa smáhluti sem prýða bakaríið og minna á brauðbakstur segir hann fjölskylduna hafa sankað þessu að sér um árin. „Svo fann ég þessa for- láta kaffikvörn úti í Danmörku," segir hann og bendir á stóra kvöm. „Við mölum allt kaffi fyr- ir okkar viðskipta- vini og þeir geta annaðhvort tekið kaffið með sér heim eða tyllt sér niður hjá okkur og fengið sér kaffibolla." Lítil ísgerð Hafliði sem rekur Mosfellsbakarí ásamt fjölskyldu sinni er með ýmis- legt á prjónunum sem hann ætlar að hrinda í fram- kvæmd á næstu mánuðum. „Við ætl- um að setja upp litla ísgerð í bakaríinu og bjóða upp á úrval eftirrétta og heima- lagað konfekt. Það er að koma inn ný kynslóð bak- ara sem er með nýj- ar áherslur. Litlu bakaríin hafa enga aðstöðu til að keppa við þá sem em að framleiða fyrir stór- markaði. En við getum þjónað okk- ar viðskiptavinum og boðið upp á vöru sem er fyrsta flokks og sér- stök.“ Handverks- markaður á Garðatorgi I DAG, laugardaginn 9. maí, er haldinn handverksmarkaður á Garðatorgi. Þar sýna og selja 40-50 manns handverk sitt, m.a. trévöru, leir og glermuni, málverk, prjónavöru og leður- vinnu. Kvenfélagið sér um kaffisölu og vöfflubakstur. Markaðurinn er opinn frá klukkan 10-18. KAFFIBAUNIRNAR eru malaðar í þessari forláta kvörn sem Ilafliði Ragn- arsson, einn af eigendum Mosfellsbakarís, rakst á í Danmörku þegar hann var þar við nám. ÞAÐ er mjög gott að dýfa ítölsku brauði í blöndu af balsamic ediki og jómfrú- ar ólífuolíu. LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 27 Ný stórversiun með flott barnaföt á góðu verði opnar í dag klukkan tíu í dag opnum við nýja 300 m2 stórverslun með gott úrval af frábærum fatnaði fyrir krakka frá 0 -13 ára. Við bjóðum alla velkomna á opnunarhátíðina og minnum á fjölda girnilegra tilboða. Opnunartilboð Motion sumarbolir á stráka og stelpur, 3 stk.........990 kr. Dissarabuxur...................1.990 kr. Einlitir hettubolir............1.490 kr. Spice Girls bolir................690 kr. Leonardo DiCaprio bolir........690 kr. Stelpubuxur með vösum á skálmum.............1.990 kr. All Saints kjólar.............790 kr. JOHA ungbarnabuxur.............490 kr. BigTime smekkbuxur..........1.990 kr. BigTime gallabuxur..........1.490 kr. O lSímh581 4565 o opto klNNUDao við hliðina á Hagkaup i Skeifunni Sendum í póstkröfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.