Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 1
12 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 120. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfirgnæfandi meirihluti Dana fylgjandi Amsterdam-sáttmálanum Talið mikill sigur fyrir Nyrup Kristjánsborg. Morgunblaðið. „ÞÓKKUM verkalýðshreyfingunni fyrir heljarátak hennar. An hennar hefði þetta ekki gengið," voru fyrstu orð Poul Nyrup Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, er hann gekk í sal flokksmanna sinna í gærkvöldi á kosningavökunni í Kristjánsborgarhöll. Niðurstöðurnar í þjóðaratkvæða- greiðslunni um Amsterdam-sátt- mála Evrópusambandsins, 55,1% með og 44,9% á móti, þykja mikill persónulegur sigur fyrir Nyrup, en það vakti hins vegar ergelsi ýmissa borgaralegra stuðningsmanna sátt- málans að Nyrup skyldi ekki þakka öðrum en verkalýðshreyfingunni og sínum eigin flokksmönnum. „Eg var orðinn áhyggjufullur,“ viðurkenndi Mogens Lykketoft í gærkvöldi í samtali við Morgun- blaðið og í sama streng tóku fleiri stuðningsmenn sáttmálans. Anders Fogh Rasmussen, nýkjörinn leið- togi Venstre, má vel við una, þar sem skoðanakönnun hefur sýnt að kjósendur hans studdu vel við stefnu flokksins. Leiðtogar jafnaðarmanna eru ekki á því að næsta þjóðaratkvæða- greiðsla verði um aðild Dana að evi'- ópska myntsambandinu, en Rasmus- sen tekur varlega undir að svo geti farið. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að sögur um vaxandi ESB- tortryggni borgaralegra kjósenda séu orðum auknar. „Ég talaði til hinna tortryggnu í Venstre síðustu dagana, því auðvitað eru þeir til, og undirstrikaði að atkvæðagreiðslan nú væri ekki ókeypis skemmtan, heldur alvara sem snerist um aðild okkar að ESB, því ég veit að þrátt fyrir allt vilja þeir vera með.“ Jens Peter Bonde, Evrópuþing- maður Júníhreyfingarinnar, sem berst gegn aðild Dana að ESB, sagði skýiinguna á úrslitunum meðal ann- ars liggja í því að Nyrup hafi síðustu dagana fyrir atkvæðagreiðsluna tek- ið yfir ýmsar skoðanir Júníhreyfing- arinnar. Nú verði hann að sýna að hann standi við þær og komi tor- tryggni Dana til skila í ESB. „Þú hefðir nú getað þakkað þeim borgaralegu!" hvein reiðilega í frammákonu í Venstre þegar Nyrup hélt ávarp sitt í gærkvöldi. Skoðana- könnun Gallup sýnir að Venstre lagði sáttmálanum til 683 þúsund kjósendur, eða 83% kjósenda flokks- ins, en Jafnaðarmenn 590 þúsund, eða 55,5% kjósenda sinna. Leiðarar dönsku blaðanna í dag leggja áherslu á að úrslitin séu sigur fyrir Nyrup og nú geti danska stjómin haldið Evrópusamstarfinu ótrauð áfram, þótt engu að síður verði að taka tillit til andstæðing- anna. í höfuðstöðvum ESB í Brussel var mönnum létt, og í fréttatilkynn- ingu sagði Jacques Santer, fram- kvæmdastjóri sambandsins, að starf- ið gæti nú haldið áfram. Ottast hafði verið að til götuóeirða kynni að koma á Norðurbrú í Kaup- mannahöfn þegar úrslit lægju fyrir og hafði lögregla mikinn viðbúnað vegna þess. I gærkvöldi virtist þó allt með kyrrum kjörum. Fundur utanríkisráð- herra NATO Útiloka ekki Lhlutun í Kosovo Lúxeinborg. Reuters. AÐILDARRÍKI Atlantshafs- bandalagsins, NATO, samþykktu í gær að gerðar skuli áætlanir um hvernig koma megi í veg fyrir að átök í serbneska héraðinu Kosovo breiðist út til nágrannaríkja. Hafnar verða heræfingar í Alban- íu og Makedóníu, sem eiga landa- mæri að Kosovo, og útilokði Jav- ier Solana, framkvæmdastjóri bandalagsins, ekki að gripið yrði til beinnar hernaðaríhlutunar í héraðinu. Utanríkisráðherrar aðildarríkj- anna 16 áttu í gær reglubundinn fund í Lúxemborg og að honum loknum sögðu þeir í yfirlýsingu að ákveðið hefði verið að hermála- sérfræðingar gerðu áætlun um mögulegan flutning herliðs til landanna tveggja ef þurfa þætti. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagðist óttast að ef beðið yrði eftir því að til tíðinda drægi myndi koma í ljós að væri hægt að koma í veg fyrir hörmungar. Ábyrgð Milosevics Þá var einnig samþykkt að grípa þegar í stað til aðgerða sem miða að auknum stöðugleika í Al- baníu og Makedóníu. Felur þetta m.a. í sér heræfingu í Albaníu og aukið umfang fyrirhugaðra æf- inga í Makedóníu. Það er viðhorf NATO, segir í yfirlýsingunni, að Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, beri „sér- staka ábyrgð“ á því að pólitísk lausn finnist á deilu Serba og Kosovo-Albana, en þeir síðar- nefndu eru í miklum meirihluta í héraðinu. Áhersla var þó lögð á að lausnin ætti að felast í sterkari stöðu meirihlutans, en ekki sjálf- stæði héraðsins. Pakistanar lýsa yfír neyðar- ástandi eftir kjarnatilraunir Islamabad, Washington, Nýju-Dehlí, Moskvu. Reuters. FORSETI Pakistans, Mohammad Rafiq Tarar, lýsti í gærkvöldi yfir neyðarástandi í landinu, nokkrum klukkustundum eftir að Pakistanar sprengdu fímm kjamorkusprengjur í tilrauna- skyni. Vísaði forsetinn til stjórnarskrárákvæðis sem heimila slíka yfirlýsingu sé „öryggi Pakistans ógnað af utanaðkomandi öflum“, að því er opinber fréttastofa landsins, APP, greindi frá. Neyðarástand felur í sér að stjórnarskrá lands- ins fellur úr gildi tímabundið og ríkisstjórninni eru falin gífurleg völd. Pakistönsk stjórnvöld gáfu ekki nákvæma skýringu á því hvers vegna lýst væri yfir neyðarástandi, en fréttaskýrendur telja að þau séu með þessu að búa sig undir afleiðingar víðtækra refsiaðgerða sem fjöldamörg ríki hafa hótað að grípa til. I gærkvöldi var sendiherra Indlands í Pakistan boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu og honum tilkynnt að Pakistönum hefðu borist „áreiðanleg- ar upplýsingar“ um að Indverjar kynnu að gera árásir á kjarnorkuvopnastöðvar Pakistana. Ind- verjar, sem gerðu kjarnorkutilraunir fyrr í mán- Ottast að vígbúnaðar- kapphlaup sé hafíð milli Pakistana og Indverja uðinum, segja þessar ásakanir „tilhæfulausar “. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sagði á blaðamannafundi í gær að Pakistanar myndu einungis nota kjarnavopn sín í varnar- skyni. Hann sagði að Pakistanar hefðu boðið Ind- verjum að ríkin gerðu með sér friðarsamkomulag „á grundvelli sanngjarnrar lausnar" á deilu þeirra um fjallahéraðið Khasmír. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, og Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, voru sammála um að „kjarn- orkukapphlaup" Pakistana og Indverja væri ekki aðeins ógn við öryggi í S-Asíu heldur ógnaði það stöðugleika í heiminum öllum. I tilkynningu frá Kreml sagði að Jeltsín og Clinton hefðu ræðst við í síma og verið sammála um að Rússland og Banda- ríkin myndu beita sér sameiginlega til þess að koma í veg fyrir að kjarnorkukapphlaup í Suður- Asíu hefði alvarlega afleiðingar. Bandarískir embættismenn greindu frá því í gærkvöldi að þeir hefðu fengið vísbendingar um að Pakistanar væru að undirbúa fleiri kjarnorkutil- raunir, og gæti það orðið innan fárra daga, Clinton tilkynnti þegar um refsiaðgerðir gegn Pakistan. Sharif sagði fyrr um daginn að ekkert réttlætti slíkar refsiaðgerðir en Clinton sagði Bandaríkjamenn ekki eiga annars úrkosti, tilraun- imar væru með öllu óviðunandi og að Pakistan hefði með framferði sínu misst af „gullnu tæki- færi“ til að tryggja sér aðstoð Bandaríkjanna bæði í efnahags- og öryggismálum. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Kanada og Brasilíu eru meðal þeirra sem for- dæmdu tilraunirnar í gær og létu í ljósi ótta um að vígbúnaðarkapphlaup sé í uppsiglingu í S-Asíu. ís- lensk stjórnvöld tóku í sama streng og sögðust harma tilraunirnar. ■ Kjamorkutilraunum/22 Reuters OKUMAÐUR í Islamabad sigri hrósandi vegna fregna af kjarnorkutilraunum Pakistana sem greint var frá í sérútgáfum þarlendra blaða. Vatíkanið semur við múslíma RÓMVERSK-kaþólska kirkjan hefur náð tímamótasamkomu- lagi um að efla samskipti krist- inna manna og múslíma, að því er BBC greindi frá í gær. Samkomulagið er á milli Al- Azhar-háskóla í Kaíró, sem er helsta stofnunin í súnní-ís- lömskum fræðum, og trúar- bragðasamskiptaráðs Vatíkans- ins, sem Francis Arinze, kard- ínáli, veitir forstöðu. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið sé til marks um sífellt batnandi samskipti Vatík- ansins og íslamskrar menning- ar, en þarna á milli hafi löngum verið ýfingar í mörgum heims- hlutum vegna samkeppni um nýja fylgjendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.