Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters DANSKIR kjósendur greiða atkvæði ura Amsterdam-sáttmálann á kjörstað í Fredericia. Danska atkvæðagreiðslan um Amsterdam-sáttmálann Skiptar en skýrar skoðanir meðal Dana Andóf gegn sjálfumgleði Dana og van- traust á samstarfí sem leiddi til þess að Danir yrðu æ háðari öðrum þjóðum voru nokkur af þeim sjónarmiðum sem Sigrún Davíðsdóttir heyrði hjá dönskum kjós- endum í gær þegar þeir greiddu atkvæði um Amsterdam-sáttmálann. ÞAÐ eru margvísleg sjónarmið sem danskir kjósendur vísa til í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Amsterdam-sáttmálann. Þótt sáttmálinn sé flókið mál að taka afstöðu til kemur á óvíirt hve kjósendur virðast hafa skýrar en jafnframt ólíkar forsendur fyrir afstöðu sinni. Þegar kjósendur voru spurðir, nýkomnir úr kjör- klefanum í Löngulínuskóla á Austurbrú í Kaupmannahöfn, vafðist það ekki fyrir neinum að skýra af hverju þeir greiddu at- kvæði eins og þeir gerðu. Þótt skoðanakannanir hafi sýnt að 15-20 prósent kjósenda voru óá- kveðin fram á síðustu stundu virt- ust ekki margir óvissir í þeim hópi, sem Morgunblaðið ræddi við. Þeim bar þvert á móti öllum saman um að það hefði verið auð- velt að ákveða sig. „Húrra fyrir þjóðríkinu“ „Nei, það var ekkert erfitt að ákveða sig,“ segir Mogens Aa- sted, kennari á miðjum aldri, ný- kominn úr kjörklefanum. „Eg hef verið andstæðingur frá upp- hafi, var á móti aðildinni 1972 að Evrópusamstarfinu þá, alltaf kosið nei og líka núna.“ Astæðan hefur alltaf verið sú sama. „Húrra fyrir þjóðríkinu," segir hann glaðbeittur. Hans nei er vinstra-nei og hann er ekki ánægður með að vera kominn í slagtog við ysta hægrivænginn. Umræðuna segir hann hafa borið þess merki að efnið er þungt. „Fólk sem hefur reynt að lesa sáttmálann skilur ekki baun.“ Hann var trúaður á að sáttmál- inn yrði samþykktur, en aðeins naumlega. Mæðgurnar Solveig og Hansine Petersen áttu heldur ekki í vandræðum með að ákveða sig, því þær hafa einnig alltaf kos- ið gegn Evrópusamstarfinu. „Það er öldungis ekki á þetta að treysta og sé ein grein samþykkt þá kemur strax önnur á eftir. Ég vil ekki láta njörva Dani niður á þennan hátt,“ segir hin roskna Hansine. Birte Brandenburg sveiílar sér upp á hjólið sitt og segist heldur ekki hafa átt erfitt með að gera upp hug sinn. Hún er listakona og í hennar huga skipta umhverfismálin mestu, auk þess sem hún kýs heldur aukið norrænt samstarf en evr- ópskt og því segir hún nei. Um- ræðunni hefur hún ekki fylgst mikið með, því hún hafði þegar mótaðar skoðanir. Danir vilja halda sig fyrir sig Lone Hilden er komin yfir fimmtugt og segist hafa verið and- stæð aðild Dana að Evrópusam- starfinu 1972, en nú sé samstarfið komið á og ekki þýði að hamla gegn því. „Ég segi líka já til að andæfa sjálfumgleði Dana, sem vilja bara loka sig inni í eigin landi, halda sér fyrir sig. Ég er heimsborgari og þoli ekki þessa afstöðu." Carsten Holmstrup er á fer- tugsaldri, vinnur sem aðstoðar- maður á skóladagheimili og ætlar í kennaranám í haust. „Ég segi já, en alls ekki af því ég styðji stjóm- ina,“ segir hann. Hann gat í fyrsta skipti kosið í Evrópukosningunum 1986 og sagði þá já, eins og æ síð- an. „Allir vinir mínir eru jafnaðar- menn og þeir segja nei allir sem einn.“ Af þeim aðspurðu er Holmstrup sá eini, sem trúir á að samningurinn verði felldur. „Það mun standa mjög á jöfnu, en ég held samt að hann nái ekki í gegn.“ Austurbrú er norður af mið- bænum, nær frá vötnunum og út að Hellerup. Hverfið er dæmigert miðstéttarhverfi, þar sem margar barnafjölskyldur hafa sest að und- anfarin ár, en þar býr einnig tölu- vert af eldra fólki. I þremur und- anfömum þjóðaratkvæðagreiðsl- um um Evrópusamstarfið hefur hlutfall andstæðinga í Kaup- mannahöfn verið á bilinu 55-64 prósent. Það eru því aðrir lands- hlutar en höfuðborgin, einkum Suður-Jótland, sem hafa haldið Dönum við Evrópuefnið. Samið á síðustu stundu Ósló. Reuters. HLUTI norskra kennara og sjúkraliða hóf verfall í gærmorgun en gengið var frá samningum við flest önnur félög opinberra starfs- manna í fyrrinótt. Um 5.000 kennarar í félagi há- skólamanna og 4.000 sjúkraliðar sættu sig ekki við þá samninga, sem tókust að lokum við flest félögin, en Reidar Webster ríkissáttasemjEiri segir, að þeir hafi til jEifnaðar kveðið á um 6% kauphækkun. Er það meiri hækkun en yfirleitt hefur verið samið um á síðustu árum. Norska ríkisstjórnin miðaði við það í fjárlögunum, að kauphækk- anir á árinu færu ekki yfir 3,5% en í endurskoðaðri fjárlagaáætlun nú í þessum mánuði er sú tala komin í 5%. Lagði stjórnin á það ríka áherslu, að launþegar stilltu kröf- um sínum í hóf vegna þess, að hætta væri á, að upp úr syði í efna- hagslífinu. Christer Pettersson ekki ákærður aftur fyrir morðið á Olof Palme Hæstiréttur tel- ur nýjar vísbend ingar ónógar Stokkliólmi. Reuters. HÆSTIRETTUR Svíþjóðar hafnaði því í gær, að mál Christers Petters- sons yrði tekið upp aftur en hann vai’ á sínum tíma dæmdur og síðan sýkn- aður af morðinu á Olof Palme, for- sætisráðherra Svíþjóðar, í febrúar 1986. I úrskurði réttarins segir, að þær nýju vísbendingar, sem saksóknarar hafi lagt fram, nægi ekki til að ákæra Pettersson aftur. Þær eru, að um kvöldið er Palme veit myrtur í miðborg Stokkhólms hafi sést til Pettersons í sömu götunni en hann hélt því fram, að hann hefði verið heima hjá sér. Dómararnir benda á, að meira en 12 ár séu liðin frá því Palme var myrtur og í því ljósi verði að líta vitnisburð þeirra, sem nú segjast hafa séð Pettersson í miðborginni 28. febrúar 1986. Minna þeir líka á, að þeim, sem gætu hjálpað við að leysa málið, hafi verið heitið nærri 500 milljónum ísl. kr. og einmitt þess vegna verði að sýna sérstaka að- gæslu við mat á upplýsingum. Pettersson enn inni í myndinni Pettersson, áfengis- og fíkniefna- neytandi og margdæmdur þjófur, sem að auki hefur verið dæmdur fyr- ir að myrða mann með byssusting, fagnaði niðurstöðu hæstaréttar og sagði, að nú gæti hann loksins um frjálst höfuð strokið, „farið í sund og gert það, sem mér líkar“. Magnus Nordangard, talsmaður saksóknaraembættisins, sagði er úr- skurður hæstaréttar lá fyrir, að haldið yrði áfram að rannsaka málið í von um fleiri vísbendingar og Pett- ersson væri enn inni í myndinni. Vitað er, að einn maður var að verki er Palme var skotinn er hann var að koma af kvikmyndahúsi ásamt Lisbet, konu sinni. I maí 1986 var Pettersson yfirheyrður en sleppt að því loknu en í desember 1988 var hann handtekinn og þá benti Lisbet á hann við sakbendingu. Engar beinar sannanir í júlí 1989 fann héraðsdómur í Stokkhólmi Pettersson sekan um morð og dæmdi hann í ævilangt fang- elsi en áfrýjunarréttur sýknaði hann í nóvember sama ár vegna skorts á sönnunum. Engar tæknilegar sann- anir voru fyrir hendi, morðvopnið hefur ekki fundist og rétturinn taldi, að Lisbet kynni að hafa skjátlast er hún benti á Pett- ersson. Voru hon- um dæmdar þrjár milljónir ísl. kr. í skaðabætur. í desember 1995 sagði næt- urklúbbseigand- inn Sigge Ce- dergren, að hann Christcr hefði látið Pett- Pettersson ergson fó Magn. um-skammbyssu á svipuðum tíma og Palme var myrtur. Cedergren lést skömmu síðar. Saga Sprengjumannsins í mars 1997 sagði lögfræðingurinn Pelle Svensson frá því, að skjólstæð- ingur sinn, Lars Tingström, Sprengjumaðurinn svokallaði, hefði játað á banabeði, að hann hefði með- an hann var enn í fangelsi lagt á ráðin um að myrða Palme til að hefna sín á þjóðfélaginu. Sagði hann, að Petters- son hefði verið einn af fjórum mönn- um í þessu samsæri. Hafa ýmsir orðið til að draga þessa frásögn í efa. í desember sl. fóru saksóknarar fram á, að Pettersson yrði ákærður aftur og studdu það nýjum vitnis- burði um, að Pettersson hafi verið á sömu slóðum og Palme kvöldið ör- lagaríka. Því hefur nú verið hafnað. -------»♦■»..... Nýfundnaland Þorskkvót- inn aukinn AKVEÐIÐ hefur verið að tvöfalda þorskkvótann við suðurströnd Nýfundnalands og verður hann 20.000 tonn á þessari vertíð. Kemur þetta fram í kanadíska dagblaðinu The Globe and Mail. Mjög hart hefur verið lagt að al- ríkisstjórninni í Kanada að auka þorskkvótann og David Anderson sjávarútvegsráðherra segir, að farið hafi verið eftir ráðleggingum fiski- fræðinga við þessa ákvörðun. Við Nýfundnaland eru tveir þorsk- stofnar, suður- og norðurstofn, og það var norðurstofninn, sem stóð að- allega undir veiðinni á árum áður. Hann virðist alveg vera hruninn og þess sjást lítil sem engin merki, að hann sé að rétta við. ESB-ríki semja um gagnkvæma viðurkenn- ingu á dómum í fjölskyldumálum Skref í átt að sam- ræmdu réttarsvæði Brussel. Reuters. DÓMS- og innanríkisráðherrar Evr- ópusambandsins (ESB) skrifuðu í gær undir samning sem á að tryggja meðal annars að hjónaskilnaðir, sem gerðir eru í einu aðildarlandi sam- bandsins, séu viðurkenndir í öllum hinum. Vonir eru bundnar við að þessi samningur leysi mörg flókin barnsforræðismál, þar sem foreldr- amir hafa hvor sitt ríkisfangið. Samkvæmt hinum svokallaða Brussel Il-samningi verða öll ESB- löndin 15 skuldbundin til að viður- kenna dómsúrskurði hvers annars um fjölskyldumál á borð við skilnaði, ógildingu giftinga og barnsforræðis- mál. Staðfesting þessa samnings er tal- in vera stærsta skrefið í þá átt að EVRÓPA^ koma á fót sameiginlegu réttarsvæði í ESB frá því Maastricht-sáttmálinn var undirritaður 1992. „Áður gaztu verið giftur í einu landi en fráskilinn í öðru. Nú verður komið reglu á þetta,“ tjáði Anita Gradin fréttamönnum að lokinni undirritun samningsins í Brussel, en hún fer með dóms- og innanríkismál í framkvæmdastjórn ESB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.