Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blönduós D- og H-listi stjórna áfram Mor^unblaðið.Blönduós. Vinstri menn og óháðir, sem mynda H-lista, og sjálfstæðis- menn hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfí á Blönduósi næstu fjögur árin. Viðræður við bæjarstjórann Skúla Þórðarson um að gegna áfram störfum bæjarstjóra standa yfir. Pétur Arnar Péturson af H- lista, sem verið hefur forseti bæjarstjómar sl. fjögur ár, verður formaður bæjarráðs en Ágúst Þór Bragason af D-lista mun gegna embætti forseta bæjarstjómar en Ágúst var formaður bæjarráðs. Ekki hef- ur endanlega verið gengið frá forystu í nefndum á vegum bæjarins. Kæra í Sveins- staðahreppi Urskurðar- nefnd skipuð KRISTJÁN Þorkelsson, sýslu- maður á Blönduósi, hefur skip- að nefnd til að úrskurða um kæm kosninga til sveitar- stjórnar í Sveinsstaðahreppi. Hana skipa Ólafur B. Ámason hrl., Þorsteinn Hjaltason hdl. og Erlingur Sigtryggsson dómarafulltrúi. Kæran barst sýslumanni síð- astliðinn miðvikudag en kosn- ingamar vom kærðar á þeirri forsendu að talning hefði verið ámælisverð. Yfirkjörstjóm hefur samkvæmt lögum viku frest frá því að kæra berst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Nefndin sem sýslumaður skipaði hefur síðan viku til að kveða upp úrskurð sinn um hvort talið verður á nýjan leik eður ei. Það gæti því tekið allt að tveimur vikum að komast að niðurstöðu í þessu máli. Morgunblaðið/Þorkell BJARNI Jónsson listmálari sýnir teikninguna af minnisvarðanum, og Egill Ólafsson safnvörður að Hnjóti og Ólafur Hannibalsson verkefnissljóri fylgjast með. Minnisvarði um breska sjómenn og björgunarafrek Islendinga ana hefur einnig verið reistur á Patreksfirði og verður hann vígður á laugardag. Breska ríkis- sjónvarpið BBC hefur sýnt minn- ismerkinu mikinn áhuga og verða fulltrúar þess meðal ann- ars viðstaddir vígsluna á laugar- daginn, en eins og áður hefur komið fram komu upp nokkrar deilur um hvar minnisvarðinn ætti að standa. Ríkissljórn fs- lands ákvað hins vegar að leggja fé í minnisvarðann að Hnjóti og sagði Egill Ólafsson að hanni væri sáttur við þá Iausn, hún væri ánægjuleg og þjóðinni til sóma. Staðsetning minnisvarðans á Hnjóti verður í sjónfæri við slysstað Sargon þegar hann strandaði við Hafnarmúla í Or- lygshöfn fyrir 50 árum. Undirstaða verksins verða sjö steinar, og á hveijum steini verð- ur skjöldur með nafni hvers tog- ara og mönnunum sem voru í áhöfninni. Alls verða þar nöfn sex togara en auk þess verður eitt spjald fyrir „óþekkta togar- ann“, sem verður tákn fyrir alla togara og sjómenn sem fórust á þessum slóðum og ekki er vitað um. Einnig er fyrirhugað að koma fyrir skildi um björgunar- sveitarmennina sem tóku þátt í björgunarafrekunum. í ÁR eru fimmtíu ár liðin frá strandi breska togarans Sargon við Hafnarmúla í Órlygshöfn. Af því tilefni hefur ríkissljórn ís- lands ákveðið að standa straum af kostnaði við gerð minnisvarða við sjóminjasafnið að Hnjóti í Ör- Iygshöfn, sem gert er ráð fyrir að verði afhjúpaður í september nk. Minnisvarðinn á í senn að minna á beisklegan aldurtila íjölda breskra togarasjómanna hér við land á liðinni öld og jafn- framt afrek íslenskra björgunar- sveitarmanna sem iðulega hafa hætt lífi sínu við björgun er- lendra sem innlendra sjómanna úr sjávarháska, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Bjarni Jónsson listmálari hefur gert uppdrátt að gerð minnisvarðans en vélsmiðjan Orri hf. í Mosfells- bæ mun annast smíði hans. Ólaf- ur Hannibalsson annast milli- göngu utanríkisráðuneytisins og framkvæmdaaðila um gerð verksins. Óþekkti togarinn Egill Ólafsson safnvörður að Hnjóti sagði á blaðamannafundi í gær að hann hefði fengið hug- myndina að minnisvarðanum ár- ið 1996 og unnið að henni í sam- anum sem reistur verður að Hnjóti. Krossinn er tákn trúar- innar og björgunarinnar og umhverfis er öldótt hafið. ráði við bæjarstjórnir Hull og Grimsby og utanríkisráðuneytið. Egill var staddur hér syðra sem fulltrúi á 70 ára afmælisþingi Slysavamafélags íslands sem haldið verður í Sandgerði um helgina. Minnisvarði um togar- Verslunarskóli Islands Tvískiptar einkunnir í flórða bekk Á LOKAPRÓFUM fjórða bekkjar Verslunarskóla íslands kom í ljós að óvenju hátt hlut- fall nemenda féll eða þurfti að taka endurtektarpróf, eða 62 af 224. Alls féll 31 og 31 til viðbót- ar þarf að fara í endurtektar- próf í júní og ágúst. Einnig kom í ljós að í sama árgangi væri mjög stór hópur með mjög háar einkunnir. Þannig voru sex nemendur með fyrstu ágætis- einkunn og 18 nemendur með meðaleinkunn yfir 8,5. Fátt miðjufólk í árganginum Þorvarður Elíasson skóla- stjóri Verslunarskóla íslands sagði að árgangurinn væri tví- skiptari en hann hefði nokkurn tíma séð: „Það er nokkuð stór hópur sem er að falla eða berj- ast við fall, en svo er einnig feikna stór hópur með býsna háar einkunnir. I þessum ár- gangi er fátt miðjufólk en það kom í ljós um leið og árgangur- inn byrjaði í 3. bekk. Milli 10 til 30 einstaklingar falla í hverjum árgangi, svo það má segja að fall hjá 31 einstaklingi í sama árgangi sé í hámarki," sagði Þorvarður þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær. Þorvarður sagði að 3. bekkur nú væri geysilega sterkur. Að- eins um 10 manns hefðu fallið þar, og aðrir 30 væru að fara í endurtekt. Hann reiknar með að árgangurinn verði fjölmenn- asti 4. bekkur í sögu skólans. Þorvarður sagðist hafa skýr- ingu á dreifingu einkunnanna í fjórða bekk, sem hann sagði vera meira til gamans. Hann sagði að í árgangi 4. bekkjar væru mun fleiri piltar en stúlk- ur svo í árganginn vantaði stúlkur með miðlungspróf sem hefðu af einhverjum ástæðum ekki sótt um skólavist í Versl- unarskólanum þetta árið. í ár- ganginum eru 137 piltar og 87 stúlkur, sem er einstakt, en vanalega er skiptingin jöfn. Starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu einróma harðorða ályktun á fjölmennum fundi í gær Segja gagnrýni á fréttastofur og frétta- stjóra óréttmæta STARFSMENN Ríkisútvarpsins samþykktu einróma í gær ályktun á fundi þar sem farið er hörðum orð- un um gagnrýni á fréttastjóra og ásakanir um hlutdrægni fréttastofu. Fundurinn var mjög fjölmennur og ríkti mikill einhugur á fundinum að sögn Jóns Ásgeirs Sigurðssonar, formanns samtaka starfsmanna RÚV. I ályktuninni kemur m.a. fram að fundurinn „harmar órökstuddar fullyrðingar Davíðs Oddssonar". Einnig segir: „Dylgjur Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar formanns útvarpsráðs í fjölmiðlum um póli- tísk áhrif ættartengsla starfsmanna Ríkisútvarpsins eru hreinn og beinn atvinnurógur og lýsa einungis van- þekkingu formannsins á starfi fréttamanna." Þegar leitað var álits Gunnlaugs á þessum ummælum sagðist hann halda við þá skoðun sína að tengsl Helga H. Jónssonar væru mjög óheppileg og til þess fallin að xýra traust á fréttastofunni. Gunnlaugur sagði enga aðra fréttamenn undir þessa sök selda. „Það er enginn at- vinnurógur fólginn í þessu, þessi tengsl eru óheppileg, slík tengsl þættu óheppileg í stjómsýslunni og almennt í þjóðfélaginu. Það hlýtur að mega heimfæra það upp á fjöl- miðla. Ég minni á að þetta er ríkis- fjölmiðill og ber þannig ríkari skyldur en aðrir fjölmiðlar. Síðan mun það koma í ljós og það er allt annar handleggur hvort þessi tengsl hafa haft áhrif.“ Málið í athugun innan Ríkisútvarpsins Sem stendur er málið til athugun- ar innan veggja Ríkisútvarpsins og segir Jón Ásgeir starfsmenn ekkert hafa við það að athuga að fréttaum- fjöllun verði skoðuð verði sú rann- sókn gerð af alvöru, t.d. með því að innihaldsgreina fréttir ríkisfjölmiðl- anna. „Hins vegar finnst okkur óeðlilegt að útvarpsstjóri skuli ekld lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við fréttastofumar. Hann á að sýna samstarfsmönnum þá hollustu,“ sagði Jón Ásgeir en þessi skoðun kemur fi'amí ályktuninni. Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri sagði málið annars eðlis en að það yrði afgreitt með yfirlýsingum af þeim toga sem koma fram í álykt- uninni. „Fréttamenn ríkisútvarps- ins em greinilega mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni og menn verða að temja sér að bregðast við með öðr- um hætti. Ég var búinn að segja þeim að það væri ekki um það að ræða að ég snerist til varnar án þess að efnisatriði yrðu könnuð nán- ar.“ Markús sagði að það lægi fyrir að gera athugun á því hvernig stað- ið var að fréttaflutningi og grafast fyrir um hver era gagnrýnisatriði. „Ég vona að sú könnun sem ég hyggst beita mér fyrir leiði það í Ijós að ríldsútvarpið er traustur miðill." Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs segir það ekki réttmætt að gagnrýna hann fyrir að hafa ekki komið með at- hugasemdir um fréttastjóra fyrir kosningar, það hafi ekki verið í sín- um verkahring. Hins vegar sé ekki rétt að engar athugasemdir hafi verið gerðar. „Athugasemdunum var komið á framfæri við frétta- stjóra af hálfu framkvæmdastjóra Sjónvarpsins sem spurði hann að því hvort ekld væri rétt vegna þess- ara tengsla að hann tæki sér frí. Þannig að það er ekki rétt að það hafi ekki verið gert. Hins vegar hefði verið fráleitt af mér í miðri kosningabaráttu að tala um það enda era þetta slík tengsl að frétta- stjóri hefði átt að finna það hjá sjálfum sér að víkja.“ Þessi ummæli voru borin undir útvarpsstjóra sem samþykkti að hafa talað við framkvæmdastjóra Sjónvarpins, Bjarna Guðmundsson, og beðið hann að ræða við Helga. „Eg nefndi það hvort það væri ekki hægt að koma því fram í samtali við Helga með tilliti til allra aðstæðna að hann tæki sér frí þessa viku fyrir kosningar. Maður þekkir þetta þjóðfélag og það umtal sem er í gangi í því. Það var ekki með tiliti til stjómsýslulaga varðandi vanhæfi manna að ég varpaði þessu fram.“ Markús segir þetta hafa komið fram í samtali framkvæmdastjóra Sjón- varpins og hans og hann geri ráð fyrir að þessi skilaboð hafi komist á milli manna. Helgi kannast hins vegar ekki við að hafa fengið þessi skilaboð. „Það er rétt að framkvæmdastjóri Sjón- varpsins kom að máli við mig og spurði hvað ég teldi um trúverðug- leika sjónvarpsins með tilliti til eig- inkonu minnar og mágs míns. Eg verð að viðurkenna að ég skildi ekki spuminguna og síðan snerist þetta upp í umræður um traust og hann fullvissaði mig um að ég nyti trausts hans ef ég skildi hann rétt. Ég kann- ast ekki við að þess hafi verið farið á leit að ég tæki mér svokallað hlé frá störfum. Enda hefði ég ekki séð þá frekar en nú nokkra minnstu ástæðu til þess. Bjami Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpins vildi ekki tjá sig um efni samtalsins en vísaði í fund útvarpsráðs síðastliðinn þriðju- dag. „Ég sagði frá því þar að ég ræddi það við Helga fyrir kosningar hvort þessi margumræddu tengsl hans væra heppileg með tilliti til trúverðugleika fréttastofu Sjón- varpsins. Ég taldi að hann mundi skilja þessa ábendingu." Bjarni sagði ennfremur að málið væri allt til skoðunar innan Ríkisútvarpsins og meðan svo væri teldi hann ekki rétt að fjalla nánar um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.