Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 33 V aldakaup Á FUNDI raeð blaðamönnum í fyrra- dag upplýsti íslenzki forsætisráðherrann að Framsóknarflokkurinn bæri einn alla ábyrgð á Finni Ingólfssyni. Framsóknarflokkurinn réði því hvaða menn skipuðu ráðherraemb- ætti þess flokks, á hverju sem gengi. Með öðnim orðum kann það að verða lagt undir at- kvæði í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík, undir for- mennsku Helga S. Guðmundssonar, hvort Finnur Ingólfsson heldur embætti sínu í ríkisstjórn! Forsætisráðherra, sem myndar ríkisstjórn í umboði forsetaemb- ættis og gerir tillögur um skipan ráðherra og einnegin um lausn þeirra úr embætti, telur það ekki sitt mál, þótt í stjórn hans sitji ráð- herra, sem hefir orðið ber að af- glöpum, sem eiga sér enga hlið- stæðu í sögu innlends ráðherra- dóms, og þyrfti að leita samjöfnuð- ar í máli Álbertí hins danska í ald- arbyrjun. Það er hörmulegt til þess að vita, ef Davíð Oddsson ætlar í máli þessu að varpa sæmd sinni fyrir borð vegna valdakaupa. Það vakti mikla athygli, þegar Finnur Ingólfsson lýsti því yfir í sjónvarpi í fyrrakvöld, að hann hefði haft fullt og óskorað traust forsætisráðherra í „Landsbanka- málinu". Undirritaður leyfir sér að taka ekki mark á slíkri yftrlýsingu, en fyrir forsætisráðherra er það ærunauðsyn að hann beri þau orð til baka. Ég hefi verið svo gæfusamur að hafa eignazt marga góða vini í öðr- um flokkum. Einn þeirra er Hall- dór Ásgrímsson. Því var það að mér mátti heita öllum lokið að lesa viðtal við hann á bls. 12 í Morgun- blaðinu í gær, þar sem hann lætur svo sem honum hafi verið með öllu ókunnugt um hvað á gekk í ráðu- neytum og Landsbanka vegna Lindarmála og Þórðar Ingva, fram- kvæmdastjóra, mánuð- um og árum saman. Þótt framsóknarmenn fullyrtu að þeir myndu hafa fullt vald á málinu eftir að Finnur settist í stól bankamálaráð- herra, sem og var nærri komið á daginn, voru þeir örvæntingu slegnir á sínum tíma vegna Þórðar, sem ein- um af sínum fremstu mönnum og fóstbróður Finns, þegar uppvíst varð um dæmalaus vinnubrögð hans í for- stjórastóli Lindar. Þá voru góð ráð dýr og auðvitað leitað til flokksformanns- ins um úrlausn málsins, enda var vel fyrir manninum séð í feitu Þegar upp kemst um vinnubrögð Finns Ingólfssonar í embætti bankamálaráðherra, segir Sverrir Her- mannsson, fellur þeim ríkisstj órnarmönnum allur ketill í eld og þræða nú hver í kapp við annan koppa- götur undanbragða og ósanninda. ábyrgðarstarfi á vegum utanríkis- ráðuneytisins. í bréfi til mín, dags. 21. febrúar 1996, staðfesti forsætisráðherra að hann hefði verið upplýstur um að tap Landsbankans vegna Lindar næmi 900 milljónum króna. Hann var í bréfinu að skamma banka- stjórn fyrir að hlýða sér ekki í vaxtamálum, og kvað bankastjórn- ina ekki taka eftir því, „þegar strákur á þeirra snærum týndi fyr- ir þeim 900 milljónum!! - og við- Sverrir Hermannsson skiptavinum vafningalaust sendur reikningur“. Kjartan Gunnarsson fékk afrit af þessu bréfi. Og nú þykjast höfuðpersónur málsins, viðskiptaráðherra, forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra ekkert vita um hvaða tölur var ver- ið að tala og verða stöðugt að ófróð- ari um allt málið. Sannleikur málsins er sá, að rík- isstjórnin taldi þetta mál svo viður- hlutamikið fyrir sig að það gæti stórskaðað hana. Og nú þegar upp kemst um vinnubrögð Finns Ing- ólfssonar í embætti bankamálaráð- herra fellur þeim ríkisstjómar- mönnum allur ketill í eld og þræða nú hver í kapp við annan koppagöt- ur undanbragða og ósanninda. Og framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins lét hagsmuni ríkisstjórn- ar Davíðs foringja síns ganga fyrir samvizku sinni og lögfræðiþekk- ingu. Að mörgu þurfti að hyggja við frágang málsins á sinni tíð. Það var vissulega óþægilegt að stjórnar- andstaðan skyldi vera í meirihluta í bankaráði. Vegna skýrslu ríkisend- urskoðanda, sem var tæpitungulaus um framhald málsins, vildu stjórn- arandstæðingar í bankaráði ekki að málið yrði afgreitt án frekari um- svifa. Þá gerðu stjórnvöld sér hægt um hönd og pöntuðu nýtt álit hjá Renda og stóð ekki á því frekar en. fyrri daginn, þegar æðstu valda- menn eiga í hlut. I því nýja áliti var fjöður dregin yfir fyrri niðurstöður og ekki talin ástæða til frekari að- gerða „nema nýjar upplýsingar kæmu fram í málinu“ eins og fyrrv. bankaráðsmaður, Jóhann Ársæls- son, orðar það í viðtali við Morgun- blaðið í gær. Höfundur er fv. bankastjóri. T 1 I Staðgreiðsluverð: * 9.800 kr. húsgögn Ármúla 44 • sími 553 2035 Sáðvörur Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur verið stærsti innflytjandi á sáðvörum hérlendis undanfarin ár. Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval gras- og grænfóðurstofha ásamt ráðgjöf við einstaka kaupendur. Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt Mjólkurfélag Reykjavíkur Hvoö vilíu vilo uin ;u! t í r ;í:öi ! Verð á internc-tþjónuttunni Mótald I 1,190 kr. ISÖN 64 I 1,690 kr. ISDN 1281 '/.Í90\kr. Tvcir mánuðir án c-ndurqjaldt við tkrániriqu Sltráðu þicj i í m aI>HJiyi7Í1 09-1? Y/ríui rbifjíf <>rj 19-18 iacfjorduQh Hnii! hufjBUfóJ yf.ró <>r.t nldrí.T ú Utli L. V' SIMINNir.tr r ru t ÍSIENSKA AUClÝSINCASTOfAN fHf./SÍA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.