Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 38
* 38 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ r Verðleika- þjóðfélagið / Það hryggilega er að á Islandi hafa þau samfélagsöfl, sem ættu að hafa for- ystu um framþróun í nafni verðleika- þjóðfélagsins, verið hörðustu andstæð- ingar þessarar hugmyndafræði PÓLITÍSK hugmynda- kerfí geyma flest í sér mynd af samfé- lagi því sem stefnt skuli að. I gegnum tíðina hafa slík hugmyndakerfi risið og hnigið; sósíalisminn hrundi til grunna vegna innri mótsagna og með honum heilt heimsveldi, óheftum kapítalisma hefur víðast hvar verið hafnað á þeim forsendum að hann feli í sér aðfór að siðferðislegum gnmni samfélagsins. Þótt enn sé deilt um leiðir hefur á seinni ár- um skapast um það samstaða í velflestum vestrænum ríkjum að stefna beri að VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson samfélagi sem byggi á skýrum leikreglum; að- stoða beri þá sem af ein- hverjum orsökum ganga ekki til leiks á grundvelli jafnstöðu en meginreglan skuli vera sú að menn geti treyst á að þeir verði metnir að verðleikum. Þessi hugmynd ætti í raun að vera einn af hornsteinum samfé- lagsins. Við blasir t.a.m. að ill- mögulegt er að hvetja fólk til að takast á við erfitt og kostnaðar- samt langskólanám án þess að fyrir liggi einhvers konar fyrir- heit þess efnis að mönnum verði umbunað fyrir að hafa gengið menntaveginn. Þetta á t.a.m. um að ekki verði gengið framhjá þeim hinum sömu við ráðningar í tiltekin störf á vegum hins op- inbera og að tryggt sé að þau verði ekki fengin þeim sem minni menntun eða reynslu hafa. Verðleikahugtakið tengist með öðrum orðum sanngimis- hugtakinu. Þessi tvö hugtök eru síðan mikilvægur þáttur í sið- ferðislegri undirbyggingu þjóð- félagsins. Þjóðfélög sem ekki viður- kenna verðleikahugtakið lenda fyrr eða síðar í vanda og kraft- birtingarform hans er oftar en ekki stöðnun. Nægir í þessu samhengi að vísa til hinnar kommúnísku forréttindastéttar í Sovétríkjunum og fjölskyldu- veldisins í Indónesíu svo nýlegt dæmi sé tekið. Á síðustu vikum og mánuðum hafa gefist ærin tækifæri til að hugleiða hvort og þá með hvaða hætti verðleikasamfélagið haldi innreið sína á Islandi því hér hefur þessi siðferðislega grunn- hugmynd löngum átt erfitt upp- dráttar. Það hryggilega er að á Islandi hafa þau samfélagsöfl, sem ættu að hafa forystu um framþróun í nafni verðleikaþjóð- félagsins, verið hörðustu and- stæðingar þessarar hugmynda- fræði. Hér ræðir um stjómmála- flokkana, sem enn draga fram lífið í hugmyndafræði fortíðar- innar og taka hagsmuni sína fram yfir nútímalega samfélags- þróun. Réttnefndur landsjálfti reið yfir Landsbanka íslands en þar vora og eru enn í forastustöðum menn sem fengið höfðu þessi háu embætti á grandvelli tengsla við stjórnmálaflokka en ekki í krafti eigin verðleika. Og tilfellin era fleiri en „Lindar- málið“ skelfilega, uppgjörið í Landsbankanum og „Kögunar- málið“ svonefnda en um það síð- astnefnda gildir að það hefði verið talið til stórhneyksla í flestum þróuðum ríkjum. Það kerfi pólitískra ráðn- inga og embættisveitingaj sem stjórnmálaflokkar á Is- landi hyggjast sýnilega halda áfram að verja, er í raun til- ræði við verðleikahugmynd- ina. Þessi skipan mála hefur unnið gríðarmikið tjón hér á landi, spillt siðferðinu og grafið undan trú manna á að ákveðin gildi séu í heiðri höfð í samfélaginu. „Málin“ fyrr- nefndu sýna enda að þau gildi hafa tilteknir stjórn- málamenn, skjólstæðingar þeirra og sendisveinar hundsað með öllu. Þótt „siðvæðingarkrafan" hafi á köflum holan hljóm og berist á stundum úr óvænt- um áttum felur hún í raun í sér ákall um að horfið verði af braut pólitískrar forræðis- hyggju en þess í stað verði tryggt að leikreglur grund- vallaðar á hugtökum á borð við verðleika og sanngirni verði ráðandi afl i þjóðlífinu. Gegn þessu hafa stjórnmála- flokkai- unnið enda hefur póli- tíska ráðningarkerfið tryggt ákveðið valdajafnvægi, sem meðal annars hefur birst í því að tiltekin stjórnmálasamtök hafa „átt“ ákveðin sæti og embætti í landinu. Hófleg bjartsýni er ráð- leg í þessum efnum en ef upp- gjör er í vændum mun það byggjast á kröfunni um að menn verði metnir að verðleikum en ekki sökum pólitískra tengsla sinna. Á síðustu áratugum hafa örfá- ir en sérlega óheppilegir ráða- menn unnið gegn þvi að leik- reglur svipaðar þeim og nú era víðast hvar í heiðri hafðar í lýð- ræðisríkjum verði innleiddar hér á landi. í stað framtíðarsýn- ar hefur kerfi hagsmunagæslu og flokksbundinnar skiptingar valdsins einkennt lífið í landinu og unnið gegn heilbrigðri samfé- lagsþróun. Slíkt kerfi hefur ekki aðeins í för með sér niðurdrep- andi siðleysi eins og dæmin sanna heldur er stöðnunin ekki síður hættulegur fylgifiskur þess. Vissulega hafa ákveðin skref verið stigin hér á landi tO að losa um þetta kerfi en frekari endur- nýjunar er þörf. Smæð þjóðar- innar, skortur á samkeppni á ýmsum sviðum, leikreglur kunn- ingjasamfélagsins og ofurvald stjómmálaflokka allt fram á allra síðustu ár, allt hefur þetta unnið gegn tilkomu verðjeikaþjóðfé- lagsins á íslandi. Á meðan stjómmálaflokkar era ekki reiðu- búnir að styðja þá þróun, sem sátt ríkir víðast hvar um að telja megi æskilegt markmið, getur al- menningur í þessu landi litlar vonir gert sér um að horfið verði frá þessari fomaldarlegu skipan mála og pólitískri stýringu á allt of mörgum þjóðfélagssviðum. Hvað kom úr kössunum? NÚ, AÐ loknum sögu- legum sveitarstjómar- kosningum, er mönnum eðlilega tíðrætt um úr- slitin og hvemig beri að túlka þau. Túlkanir fara mikið eftir því frá hvaða sjónarhóli menn skoða niðurstöðumar. Vinstra megin ræður miklu í mati á úrslitunum hvort menn era hlynntir eða andvígir samiýlkingu fé- lagshyggjufólks og hægra megin línunnar virðist hræðslan fyrst og fremst stjóma túlkun manna. Þegar úrslit í 35 stærstu sveitarfélögum landsins eru skoðuð kemur í ljós að samfylking- arframboðin fá mest fylgi í 10 þeirra, þar af í tveimur með aðild Framsóknarflokksins, þ.e. í Reykja- vík og í Vesturbyggð og á Fá- skrúðsfirði era sjálfstæðismenn með í framboði gegn Framsókn. Önnur sveitarfélög þar sem sam- fylkingarframboð hljóta flest at- kvæði eru Sandgerði, Grindavík, Akranes, Borgarbyggð, Vestur- byggð, Siglufjörður, Húsavík og Austurríki. Á Húsavík og í Austur- í-íki var sigur samfylkingarinnar einstaklega glæsilegur. í fyrsta og öðru sæti f 15 sveitai-félögum af 35 eru samfylkingarframboðin í öðru sæti þar af á þremur stöðum með Fram- sóknarflokki, þ.e. í Vestmannaeyj- um, Bolungai’vík og á Seltjamar- nesi. Hin sveitarfélögin era Kópa- vogur, Garðabær, Reykjanesbær, Snæfellsbær, Stykkishólmur, ísa- fjarðarbær, Hólmavík, Ólafsfjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Árborg og Þorlákshöfn. í Hafnarirði, Mosfellsbæ, Skagaf- irði, á Akreyri, Dalvík, Höfn og í Vík eru samfylkingarframboðin í þriðja sæti. Skýringin á fremur slöku gengi í Hafnarfrði er öllum kunn en það verður að viðurkennast að úrslit- in í Skagafirði og á Ak- ueyri eru nokkur von- brigði. Og hver er þá niðui-- staðan af þessu öllu? Samfylkingarfram- boðin eru í fyrsta eða öðru sæti í 25 af 35 sveitarfélögum. í fimm tilvikum er Framsókn með samfylkingunni og á einum stað samfylkja sjálfstæðismenn með félagshyggjuflokkun- um gegn Framsókn. Þetta verður að teljast ágætis árangur. Boðið var fram í nafni Alþýðu- Samfylking vinstri manna á, að mati Heimis Más Pétursson- ar, góða möguleika á að verða stærsta eða næststærsta aflið á Alþingi. bandalagsins í þremur sveitarfélög- um. Alþýðubandalagið vann hreinan meirihluta á Raufarhöfn, er annað stærsta framboðið í Grandarfirði og deilir öðra sætinu með Sjálfstæðis- flokknum á Vopnafirði. Önuglyndi forsætisráðherra Þegar úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna era skoðuð í þessu ljósi má skilja önuglyndi Daíðs Oddssonar forsætisráðherra fyrstu tvo sólar- hringana eftir kosningar. Þrátt fyr- ir gott gengi Sjálfstæðisflokksins utan Reykjavíkur gat Davð ekki hulið gremju sína. Hann er nefni- Heimir Már Pétursson lega búinn að gera sér grein fyrir því að það gæti verið að myndast sterkt afl til mótvægis við Sjálf- stæðisflokkn. Afl sem gæti fengið 30-50% fylgi í Alþingiskosningum. Það er hins vegar rétt hjá forsæt- isráðherra að þetta afl er ekki enn fullmótað. Eins og ég sagði að fram- an í þessaiá grein ræður það miklu um túlkun úrslita sveitarstjórnar- kosninganna hvernig menn era stemmdir gagnvart hugmyndinni um samfylkingu félagshyggjufólks. Það er rétt sem margir hafa fullyrt að það er hópur fólks innan Alþýðu- bandalagsins sem má ekki heyra á samfylkingu minnst. Það hefur hins vegar farið minna fyrir umræðunni um þá andstöðu sem er við hug- myndina innan Alþýðuflokksins. Þar eru margir sem enn sem komið verða að teljast málsmetandi menn innan flokksins mjög andsnúnir hugmyndinni. Átakalínan í þessum efnum hefur aftur á móti verið dregin innan Kvennalistans. Málcfnin eiga að ráða Þetta þýðir bara eitt eins og Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, hefur margít- rekað. Samfylking félagshyggju- fólks ræðst fyrst og fremst á mál- efnunum. Um þessar mundir eru hópar sem unnið hafa í þeim að klára sína vinnu og skila niðurstöð- um til formanna A-flokkanna og forystu Kvennalistans. Niðurstöð- urnar verða síðan lagðar fyrir aukalandsfund Alþýðubandalags- ins dagana 3.-4. júlí þar sem flokk- urinn tekur endanlega afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti verður boðið upp á samstarf við Al- þýðuflokk og Kvennalista. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sýna svo ekki verður um villst, að ef vel tekst til í málefnavinnunni og menn láta það sem sameinar ráða ferð- inni fremur en það sem sundrar, að samfylking félagshyggjufólks á góða möguleika á að verða annað- hvort stærsta eða næststærsta aflið á Alþingi eftir kosningarnar 1999. Hver sem niðurstaðan yrði, væri um stór tíðindi að ræða í ís- lenskri stjórnmálasögu. Tíðindi sem Daíð Oddsson og fleiri vilja ekki fyrir nokkurn mun að gerist. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Eru fíkniefnaneytendur undirmálshópur? ÞAD er jafnan ánægjulegt þegar fræðimenn miðla af þekkingu sinni og leggja sitt af mörkum til frjórrar þjóðfélags- umræðu. Helgi Gunn- laugsson, dósent í fé- lagsfræði við Háskóla Islands, gerir þetta í grein sinni um fíkni- efnavandann 23. maí sl. Hann fjallar á áhuga- verðan hátt um orsakir vandans og kemur með tillögur til úrbóta. Þetta gerir hann með líkani sinna fræða, þ.e. félags- fræði, sem gengur út frá því að slæmar félagslegar aðstæður séu aðalorsökin. Ýmis önnur líkön eru þó til eins og líkan sállækninga sem gengur út frá því að orsökina sé að finna í erfiðri æsku, námskenninga- líkanið sem segir að misnotkunin sé lært atferli, og félags-uppeldis- fræðilíkanið sem telur að skortur á þekkingu og uppeldi sé ástæðan. Hér á landi hefur nær allt meðferð- arstarf verið byggt á líkani líffræð- innar, þ.e. að áfengissýki og mis- notkun annarra vímuefna sé sjúk- dómur. Þetta á bæði við um Geð- deild Landspítalans og SÁÁ, þar sem læknar og hjúkrunarfólk ásamt fyrrverandi misnotendum sjá um meðferðina. Hugmyndafræðin hef- ur fengið sterkar rætur í þjóðfélag- inu og margir tileinkað sér þessi viðhorf. Aðrar hug- myndir, svo sem líkan Helga, hafa lítt verið reifaðar á opinberam vettfangi, þó sitt sýnist hverjum. Flestir geta sameinast um að vand- inn sé margslunginn en hugmyndafræðin er mikilvæg því hún ákvarðar hvaða lausnir teljast heppilegar. Þegar horfst er í augu við þá mannlegu þjáningu sem fíkniefna- neytendur og fjölskyldur þeirra lifa við, byrja hugtök eins og ábyrgð að skipta meginmáli. Ábyrgð Vandinn er margslung- inn, segir Þdrhildur G. Egilsddttir, og þeir sem við hann búa eiga rétt á fordómalausri umfjöllun. uppalenda á börnum sínum, ábyrgð misnotanda á lífi sínu, þ.m.t. neysl- unni sjálfri, og ábyi'gð fagfólks bæði í starfi og að upplýsa stjói-nvöld um vandann. Einnig ábyrgð fræði- manna að knýja á um fjárveitingu til rannsókna á aðstæðum þeirra sem hvað verst verða úti, bæði fé- lagslega og meðferðarlega. Þannig er hægt að stuðla að bættum félags- legum aðstæðum og nauðsynlegri breidd í meðferðartilboðum. Ekki má gleyma ábyrgð stjómvalda á pólitískri stefnumótun á öllum stig- um forvarna. Það sem fíkniefnaneytendur, og aðrir sem eiga við félagsleg vanda- mál að stríða, þurfa síst á að halda er að fræðimenn stuðli að auknum fordómum. Helgi flokkar þá sem búa við erfiðar félagslegar aðstæð- ur, og ef til vill misnota fíkniefni, sem undirmálshópa og stimplar þá þannig sem annars flokks þjóðfé- lagsþegna. Má vera að Helgi sé að þýða meinlaust fræðiorð úr út- lensku en í daglegu tali er merking- in neikvætt hlaðin og segir orðabók- in undirmálsmenn vera lítilshæfa og neðan við meðallag að hæfileikum. Þeir sem til þekkja vita að hér eru á ferðinni manneskjur búnar hæfi- leikum og dugnaði að takast á við lífið við ótrúlega erfið skilyrði, þó svo að hæfileikamir nýtist þeim stundum ekki sem skyldi. Þær eiga von fyi'ir sig og fjölskyldúr sínar og nota oft ómælda krafta til að öðlast líf án fíkniefna og félagslegra vandamála. Þær eiga rétt á að um þær sé fjallað fordómalaust og af virðingu. Aðeins þannig er hægt að takast á við vandann. Höfundur er sjdlfstætt starfandi félagsrdðgjafi. Þórhildur G. Egilsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.