Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður og varaformaður bankaráðs Landsbanka Islands á fundi með fréttamönnum F: i IORMAÐUR og varafor- ’maður bankaráðs Lands- banka íslands boðuðu til blaðamannafundar í húsa- kynnum Landsbankans síðdegis í gær og var tilefnið umfjöllun um Lind hf. Hér á eftir fer í heild það sem fram fór á fundinum. Helgi S. Guðmundsson hóf fund- inn: „Eg býð ykkur öll velkomin til þessa fundar. Tilefni fundarins er það að við ætlum að segja ykkur frá því hvaða ákvörðun var tekin í morgun varðandi Lind sem allir þekkja í umræðunni. En áður ætla ég að segja ykkur frá því að Jón Steinar hitti okkur í morgun og var þá með mjög ítarlega skýrslu um það sem að við fólum honum. Við báðum hann kanna réttarstöðu bankastjóranna sem eru hættir og hann fór yfir hana. Hún verður ekki til umræðu hér vegna þess að bankaráðið á eftir að fjalla frekar um hana og taka ákvörðun og það gæti orðið eftir svona hálfan mánuð. En varðandi málefni Lindar er rétt að Kjartan fjalli um það, hann var lengst af formaður bankaráðs Landsbankans á þessum tíma, þekkir málið vel og ég bið þig, Kjartan, um að taka við hér.“ Kjartan hóf mál sitt á að lesa eftirfarandi fréttatilkynn- ingu sem Landsbankinn gaf út í gær. „Á fundi sínum í dag, 28. maí 1998, samþykkti bankaráð Landsbanka ís- lands samhljóða að óska eftir því við ríkissaksóknara að tekið verði til opinberra rann- sókna hvort stjómendur fjár- mögnunarleigufyrirtækisins Lindar hf. hafi eftir að Lands- banki Islands eignaðist meiri- hluta í fyrirtækinu í lok ársins 1991 með athöfnum sínum við stjómun fyrirtækisins eða at- hafnaleysi framið eða tekið þátt í refsiverðri háttsemi. í tilefni af samþykkt þess- ari viil bankaráðið taka fram: Svo sem fram hefur komið opinberlega óskaði bankaráð Landsbankans eftir athugun Ríkisendurskoðunar á mál- efnum Lindar hf. í byrjun árs 1996. Skýrsla Ríkisendur- skoðunar er dagsett 29. mars 1996 og var hún send við- skiptaráðherra með bréfi bankaráðsins 19. apríl 1996 þar sem óskað var samráðs við ráðherrann um framhald málsins samanber ákvæði bankalaga um yfirstjórn mál- efna ríkisviðskiptabanka. í svari ráðherrans 14. júní 1996 kom fram að hann teldi það vera hlutverk bankaráðs að taka ákvörð- un um aðgerðir í málinu og benti m.a. á að mat á skuldbindingum sem bankinn tók á sig vegna Lindar hf. heyrði undir bankaeftirlit Seðla- banka íslands. Bankaráð Landsbanka Islands sendi Ríkisendurskoðun hinn 26. september 1996 ítarlegt svarbréf við skýrslunni frá 29. mars 1996. I framhaldi af því lýsti Ríkisendur- skoðun þeirri afstöðu í bréfi til bankaráðsins 1. nóvember 1996 að stofnunin mundi ekki aðhafast frek- ar í þessu máli nema til kæmu nýjar upplýsingar. Bréf þessi hafa nú ver- ið birt opinberlega. Á þeim tíma sem hér um ræðir taldi enginn þeirra aðila, sem málið varðaði, ástæðu til að krefjast opin- berrar rannsóknar á málefnum Lindar hf., hvorki viðskiptaráð- herra, Ríkisendurskoðun, bankaeft- irlit Seðlabanka íslands, banka- stjórn eða bankaráð Landsbanka Islands né stjórn Lindar hf. Allir þessir aðilar gátu átt frumkvæði að slíkri rannsókn. Nú hafa mál skipast með þeim hætti að við umræður á Alþingi hafa komið fram óskir um að stofnað verði til opinberrar rannsóknar af ofangreindu tilefni. Ráðherrar hafa tekið undir þær. Bankaráðið vill ekki og hefur aldrei viljað koma í veg fyrir réttar lögfylgjur af þeim mistökum sem urðu stjórn Lindar hf. Ráðið taldi aðeins, eins og raunar allir þeir aðil- Rannsókn vegna umræðna á Alþingi og óska ráðherra Ákvörðun bankaráðs Landsbanka íslands um að óska opinberrar rannsóknar á málefnum fjármagnsleigufyrirtækisins Lindar hf. var rædd á blaðamannafundi, sem formaður og varaformaður bankaráðsins boðuðu til í gær. Þar kom meðal annars fram að með ákvörðuninni væri bankaráðið að leita einu leiðarinnar til að fá skýra og afdráttarlausa niðurstöðu í málinu. Morgunblaðið/Golli HELGI S. Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka íslands og Kjartan Gunnarsson varaformaður bankaráðs, á fundi með féttamönnum en bankaráð hefur samþykkt að óska eftir því við ríkissaksöknara að fram fari opinber rannsókn á málefni Lindar hf. ar aðrir sem málið varðaði, að ekki hefði verið efni til að óska opinberr- ar rannsóknar. Þegar óskir um slíkt hafa komið fram með fyrrgreindum hætti vill bankaráðið bregðast við þeim með þeirri samþykkt sem get- ur að framan. Jafnframt vildi bankaráðið skýra frá því að á fundi ráðsins 14. maí sl. var tekin ákvörðun um að láta taka saman skýrslu um útlánatöp bank- ans undanfarin ár þar sem leitast yrði við að flokka þau ítarlegar og skýra nánar heldur en gert hefur verið fram til þessa.“ Úr greinargerð Landsbankans Kjartan hélt áfram máli sínu: „Síðan hefur verið dreift til frétta- stofa, og þið hafið vafalaust fengið það á ykkar vinnustaði eða fengið það hér og nú, tveimur skjölum annars vegar ítarlegri greinargerð bankaráðs Landsbankans til Ríkis- endurskoðunar frá 26. september 1996 og hins vegar stuttu svari Rík- isendurskoðunar við því bréfi frá 1. nóvember 1996. I bréfí bankaráðs- ins er farið yfir öll atriðin í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem verið hef- ur til umræðu núna síðustu daga eftir að viðskiptaráðherra ákvað að birta hana opinberlega. Pessi skýrsla skiptist í nokkra hluta. I fyrsta lagi almennan inngang, þá er ég að tala um skýrslu Ríkisendur- skoðunar. í þessum inngangi er nú fjallað almennt um fyrirtækið og út- skipti hvernig bankinn hafi eignast hlut í því og þess háttar. Það er talið gagnrýnisvert að ekki hafi farið fram næg athugun á stöðu fyrirtæk- isins þegar Landsbankinn keypti Samvinnubankann á sínum tíma og það er fjallað um það að það hafi ekki verið nægilega ígrundað hvaða afleiðingar kaup á 40% eignarhluta hins erlenda banka Bank Indosues hafa haft í för með sér fyrir Lands- bankann. Þess er þó að geta í því sambandi að þegar þau kaup voru ákveðin að þá lá fyrir bankaráðinu greinargerð frá bankastjórninni um málefni fyrirtækisins þar sem var gert ráð fyrir þvi að á árinu 1992 yrði 10% arðsemi af eigin fé fyrir- tækisins. Nú, í öðru lagi er í skýrslu Ríkis- endurskoðunar fjallað um ábyrgð- aryfirlýsingu Landsbankans til Lindar hf. frá árslokum 1993. Þessi ábyrgðaryfírlýsing er tilkomin vegna þess að á seinni hluta ársins 1993 var það ljóst að efnahagur Lindar stefndi í nokkurt óefni. Ljóst var að afskriftartap var tölu- vert mikið. En svo seint í nóvember 1992 hafði bankaeftiriit Seðlabank- ans talið að aðeins vantaði um 40 milljónir króna í viðbót til afskriftar vegna reksturs Lindar hf. En i árs- lok á árinu 1993 var talið að vöntun- in væri nær 200-300 milljónum króna. Þannig að atburðarásin í fyr- irtækinu hefur verið mjög hröð á þeim tíma. Standa varð við skuldbindingar Það var til umræðu milli banka- ráðsmanna á þessum tíma hvað gera bæri í málefnum Lindar hf. Það var Ijóst að bankastjórn Lands- bankans taldi rétt að halda enn um sinn áfram rekstri fyrirtækisins. Þá eru ýmsar athuganir búnar að fara fram bæði á þessu fyrirtæki í sam- burði við annað eignarleigufyrir- tæki og fleira og fleira var búið að gera. Það var alveg Ijóst í bankaráð- inu að aldrei kæmi til greina annað af hálfu Landsbanka íslands heldur en að standa í fullu og öllu við þær skuldbindingar sem Lind hafði tek- ið á sig. Lind var fyrirtæki sem stundaði fjármögnunarleigu og þarf ekki að útskýra það neitt sérstak- lega, einhvers konar leigukaup, þótti nú í upphafi slíkra viðskipta ekki mjög merkileg viðskiptagrein en hefur hlotið alþjóðlega viður- kenningu og er stunduð um allan heim. En fjármögnun fyrirtækisins fór fram með tvennum hætti, ann- ars vegar með lánum frá Lands- bankanum sjálfum og hins vegar með lánum frá erlendum lánar- drottnum Landsbankans. Sú ráða- gerð sem var sett fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um það að vel hefur verið hugsanlegt að láta Lind verða gjaldþrota vegna þess að hún var sérstakt hlutafélag utan Lands- bankans sem Landsbankinn bar ekki lögum samkvæmt beina ábyrgð á og kom því auðvitað aldrei til umræðu eða athugunar. Það var algjörlega óhugsandi annað fyrir Landsbankann en standa algjörlega á bak við þetta fyrirtæki og taka á sig það tap og það tjón sem bankinn varð fyrir út af þessu. Við skulum athuga hvar tapið hefði lent annars. Það hefði lent á Landsbankanum sjálfum sem hefði ekki fengið end- urgreidd sín eigin lán til fyrirtækis- ins og síðan hefði það lent á erlend- um lánardrottnum Landsbankans og ef menn muna eftir því til dæmis í sambandi við uppgjörið á Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga hversu ríka áherslu Seðlabankinn og stjómvöld lögðu á það að staðið yrði við erlendar skuldbindingar á því uppgjöri að þá sjá menn það í hendi sér að þá var engin önnur leið í þessu. Það er auðvitað úrslitaatriði fyrir fyrirtæki eins og Landsbanka Islands að njóta trausts á erlendum vettvangi og ennþá hefur aldrei fall- ið erlent lán á Landsbankann. Og það stóð ekki til að það yrði látið gerast út af þessu fyrirtæki. Þannig varð þessi ábyrgðaryfirlýsing til og ég er ekki alveg sammála öllum rökstuðningi í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um það að bankastjórarn- ir hefðu ekki haft heimild til að gera þetta. Ég tel auðvitað að það hefði verið heppilegra það þetta hefði verið lagt formlega fyrir bankaráðið en hins vegar vissu allir bankaráðs- mennirnh’ um þetta og gerðu ekki við það athugasemdir.“ Ábyrgðir sfjórna hlutafé- laga „Þá fjallar skýrsla Ríkis- endurskoðunar um ábyrgð stjórnar Lindar hf. og það þekkja menn að það er mikið talað um ábyrgðir stjórna í hlutafélögum. Hefur m.a. ver- ið talað mikið um ábyrgðir bankaráða upp á síðkastið. Það er ljóst að stjórnir eru í störfum sínum mjög háðar upplýsingum sem þær fá frá starfsmönnum fýrirtækjanna og skiptir miklu máli að upp- lýsingakerfi sé í lagi og við fórum yfir það í okkar grein- argerð hvernig það veit að bankaráðinu. Þessi umræða Ríkisendurskoðunar um það og síðan er næsti kafli sem er um ábyrgð framkvæmda- stjóra Lindar hf. í honum er ýmsu slegið fram sem er al- varlegt og þar segir að rök- studdur grunur hafi verið uppi um það að framkvæmda- stjórinn hafí gerst sekur um ónákvæmni og ekki veitt stjórn félagsins eða bankaráði Landsbankans nægilega greinargóðar upplýsingar að því er varðaði vanskil félags- ins og málefni rekstrarleig- unnar. Þessi vinnuvélagaleiga sem sett var upp þarna. Og síðan er ýmislegt sem þarna er fjall- að um. I bréfi bankaráðsins til Rík- isendurskoðunar kemur það fram að bankaráðið hefur fjallað mjög ít- arlega um þessa þætti. Ég leitaði mér sjálfur, þótt lögfræðingur sé, margvíslegrar lögfræðilegrar ráð- gjafar þegar verið var að fjalla um þetta á sínum tíma, einkum þessa spurningu hvort það væri eðlilegt að bankinn ákærði eða færi í einka- mál, að fá endurkröfu eða þess hátt- ar á hendur fráförnum fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Það varð nú niðurstaða allra á þeim tíma að ekki væru efni til þess og það er greinilega líka niðurstaða þessara aðila sem ég taldi upp, Ríkisendur- skoðunar, viðskiptaráðherra, bankaeftirlits og bankastjórnar, að ekki væru efni til þess á þeim tíma- punkti. Og síðan er fjallað lítillega um hlutverk endurskoðenda fyiár- tækisins en ég vil taka fram að end- urskoðandi þessa fyrirtækis eftir að Landsbankinn eignaðist meirihluta í því var Ami Tómasson sem einnig var endurskoðandi Landsbankans og ég hef ekki átt þess kost að vinna með endurskoðanda sem hefur ver- ið ötulli við það að sinna sínu staiTi en hann reyndist í þessu fyrirtæki. Og það er ekki fyrr en hann verður endurskoðandi þess og stjórnarfor- maður fyrirtækisins af hálfu Lands- bankans og tekur upp náið samstarf og samráð við önnur málefni fyrir- tækisins að brotalamirnar í rekstri þess fara almennilega að koma í Ijós. Síðan er í samantekt Ríkisendur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.