Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Greinargerð bankaráðs Landsbanka íslands til Ríkisendurskoðunar um málefni Lindar hf. i Hr. ríkisendurskoðandi Sigurður Þórðarson, Ríkisendurskoðun, Skúlagötu 57, 155 Reykjavík. Reykjavík, 26. september 1996. Bankaráð Landsbanka íslands hefur fjallað um bréf yðar frá 29. mars sl. um málefni eignarleigufyr- irtækisins Lindar hf., en bankaráð- ið sendi í febrúar 1996 Ríkisendur- skoðun margvísleg gögn og skjöl er vörðuðu fyrirtækið og óskaði eftir umfjöllun Ríkisendurskoðunar um þau. í þessu bréfí verður fjallað um helstu atriði nefnds bréfs Ríkisend- urskoðunar auk ýmissa annarra efnisatriða sem bankaráðið telur rétt að koma á framfæri. Líta ber á bréf þetta sem niðurstöður þess varðandi málið. Farin verður sú leið varðandi bréf Ríkisendurskoð- unar að fjalla um hvern einstakan tölulið þess sérstaklega. I. Núverandi bankaráð Lands- bankans treystir sér ekki til að leggja mat á hvemig staðið var að kaupum á hlutafé í Lind hf. á sínum tíma en þau tengdust eins og kunnugt er kaupum bankans á Sam- vinnubankanum. Sama er að segja um kaup á 40% eignar- hlut Banque Indosues. Þessi kaup fóru fram áður en nokk- ur núverandi bankaráðs- manna tók sæti í bankaráð- inu. Bankaráðið er hins vegar sammála því að nauðsynlegt sé við kaup á fyrirtækjum af þessu tagi að kanna nákvæm- lega öll helstu atriði varðandi rekstur fyrirtækisins svo og hæfileika og starfshætti helstu stjórnenda ef þeir eru látnir halda áfram störfum eftir kaupin. II. Eftir að Landsbankinn hafði eignast allt hlutafé Lindar hf. var það fyrirtæki augljóslega rekið á ábyrgð Landsbankans. I því efni skiptir ekki máli að mati bankaráðsins þó um hafi ver- ið að ræða hlutafélag, en ekki félag þar sem Landsbankinn ábyrgðist beint allar skuld- bindingar félagsins. í þeim tíðu umræðum um Lind hf. sem urðu í bankaráði Lands- bankans á árinu 1993 og þeim umræðum sem fram fóru milli bankaráðsmanna í nóvember og desember 1993 varðandi stöðu fyrirtækisins kom aldrei til álita að þeirra dómi að láta Lind hf. verða gjaldþrota, þrátt fyrir að um hluta- félag væri að ræða. Það var af- dráttarlaust mat þeirra að Lands- bankanum bæri skylda til að standa við bak fyrirtækisins og tryggja að það uppfyllti lagareglur um eiginfjárhlutfall og stæði við skuldbindingar sínar gagnvart lán- ardrottnum og öðrum viðskipta- mönnum. Veiting ábyrgðarinnar 31. desember 1993 var ekki lögð sérstaklega fyrir bankaráðið, en hins vegar hafði formaður banka- ráðs fulla vitneskju um ábyrgðaryf- irlýsinguna og það var mat hans á grundvelli viðræðna við bankaráðs- menn að ekki kæmi annað til greina en að annaðhvort gefa ábyrgðaryfirlýsingu af þessu tagi eða leggja félaginu til eiginfjár- framlag af sömu stærðargráðu. Ekki verður hér lagður endanlegur dómur á það hvort bein lagaskylda hafi verið að leggja ábyrgðaryfir- lýsinguna fyrir bankaráð til form- legrar afgreiðslu en líta má á að málefni félagsins voru bankaráði og bankastjórn vel kunn á þessum tíma. Bankaráðið lýsir hins vegar þeirri skoðun sinni að rétt hefði verið að ákvörðun þessi hefði verið lögð fyrir bankaráðið og afgreidd þar formlega. Því hefur síðan verið lögð aukin áhersla af hálfu þess á að sambærilegar og svipaðar Óskuðu eftir könnun á upplýsingagjöf í bank- anum til bankaráðsins * Bankaráð Landsbanka Islands hf. ákvað í gær að leggja fram greinargerð sína frá 1996 til Ríkisendurskoðunar um málefni eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. í kjölfar þess að Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra birti gögn um málið. Um leið var lýst yfír því á blaðamannafundi í Landsbankanum að óskað yrði eftir opinberri rannsókn á málefnum fyrirtækisins. Greinargerðin er birt hér ásamt svari Ríkisendurskoðunar til bankaráðsins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BANKARÁÐ Landsbanka íslands kom saman til fundar í gærmorgun og þar var tekin ákvörðun um að óska eftir því við ríkissaksóknara að málefni Lindar hf. yrðu tekin til opinberrar rannsóknar. ákvarðanir séu lagðar íyrir það og kynntar með góðum fyrirvara. III. Bankaráðið tekur undir þær lýs- ingar í bréfi Ríkisendurskoðunar sem settar eru fram á vandkvæð- um þess að meta ábyrgð stjórnar- manna í hlutafélögum, bæði á að- gerðum eða aðgerðarleysi stjórn- enda fyrirtækisins, svo og erfiðleik- ana sem eru á því að meta hvort stjórnarmenn hafi sinnt eftirlits- skyldu sinni með fullnægjandi hætti. í þessu efni verður að hafa í huga að þegar fulltrúar Lands- bankans koma fyrst inn í stjórn Lindar hf. 1991 þurfa þeir ákveðinn tíma til að fá upplýsingar um rekst- ur þess og starfshætti alla en einir bera þeir ekki ábyrgð á stjórn fé- lagsins fyrr en eftir aðalfund 1993 þegar bankinn hefur eignast allt fé- lagið. Upplýsingar stjórnarmanna í fyrirtæki af þessu tagi byggjast eðlilega á upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra og öðrum starfs- mönnum og gildir þar sú aðalregla að viðkomandi er treyst þar til ann- að sannast. Þá geta menn og stuðst við endurskoðaða ársreikninga og skýrslur endurskoðenda svo og hvað Lind hf. snerti, athuganir bankaeftirlitsins á starfsemi og stöðu félagsins. Þegar þessar upp- lýsingar eru kannaðar eins og þær lágu fyrir á aðalfundi félagsins 1993 gáfu þær ekki annað til kynna en að staða félagsins væri þokkaleg og reksturinn á uppleið. M.a. höfðu um þetta leyti verið gefnar um það upplýsingar í bankaráði Lands- bankans að rekstraráætlun ársins 1992 hefði gert ráð fyrir 16 milljóna króna hagnaði og var þess vænst að ávöxtun eiginfjár félagsins árið 1992 yrði 10%. Hér er því fyrst og fremst spurning um þau upplýs- ingakerfi sem hafa verið við líði í félaginu og vinnubrögð þeirra eftir- litsaðila, sem stjóm félagsins ann- ars vegar og bankaráð Landsbank- ans hins vegar höfðu til þess að meta stöðu fyrirtækisins og fram- tíðarmöguleika þess. Þá er og rétt að það komi fram í þessu samhengi að stjórn Lindar hf. setti, eftir að Landsbankinn tók að fullu við stjórn félagsins, margvíslegar nýj- ar og strangari reglur um útlán og útlánaákvarðanir, skerti heimild framkvæmdastjórans til sjálf- stæðra ákvarðana varðandi útlán, setti fram nýjar reglur um skuld- breytingar og gerðar ýmsar fleiri mikilvægar ráðstafanir. Mikilvæg- asta ráðstöfunin af þessu tagi var eflaust sú að skipta um endurskoð- anda fyrirtækisins og var Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi og endurskoðandi Landsbankans, ráðinn endurskoðandi fyrirtækisins í ársbyrjun 1993. Ámi Tómasson löggiltur endurskoðandi hafði á þessum tíma, nánar tiltekið í janú- ar 1993, framkvæmt fyrir Lands- bankann skoðun og mat á fyrir- tækjunum Lýsingu hf. og Lind hf. en bankinn var hluthafi í báðum þessum eignarleigufyrirtækjum. í skýrslu sinni komst Árni að þeirri niðurstöðu að Lind hf. væri mun veikara fyrirtæki en Lýsing hf. einkum vegna þess að eiginfjár- staða félagsins hefði verið slök frá bytjun og lausafjárstaða erfið, en framtíðarmöguleikar félagsins væru hins vegar góðir miðað við þá stefnu sem stjórn félagsins hafði þá markað. Það er ljóst að í fyrirtæki sem Lind hf. hlaut framkvæmda- stjóri félagsins og aðrir helstu dag- legir stjórnendur þess, að vera mjög ráðandi og áhrifamiklir um alla stefnumótun og starf fyrirtæk- isins. Á þessu stigi er því rétt að nefna til sögunnar ákvörðun stjórn- ar félagsins um að efna til nýs þátt- ar í starfsemi félagsins, þ.e.a.s. svo- kallaðrar rekstrarleigu, en félagið gerði samning við tiltekið bifreiða- umboð um að kaupa af þvi verulegt magn vinnuvéla sem leigja átti til verktaka eða hverra annarra sem óskuðu eftir því að taka slíkar vélar á leigu. Hér var um að ræða stefnu- breytingu í rekstri félagsins sem undirbúa hefði átt af mikilli ná- kvæmni og varkárni. Af þeim gögn- um sem lögð hafa verið fyrir bankaráðið varðandi þennan þátt í starfsemi Lindar hf. hefur komið í ljós að framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins fór mjög verulega fram úr þeim heimildum sem stjórn fyrir- tækisins hafði veitt honum til fjár- festinga á þessu sviði. Miklar um- ræður urðu um þennan þátt í starf- semi félagsins í bankaráði Lands- bankans og var þessi þáttur í starf- seminni gagnrýndur. Ekki síst beindist gagnrýnin að því að þetta félli engan veginn undir hugtakið eignaleiga og væri óeðlilegur þátt- ur í starfsemi fyrirtækis í eigu Landsbankans. Það er skoðun bankaráðsins að stjórn Lindar hf. hefði átt að taka öðruvísi og mun fastar á þessu máli eftir að hvort tveggja kom fram að framkvæmda- stjóri félagsins hefði gengið veru- lega á svig við þær heimildir sem hann hafði frá stjórn fyrirtækisins í þessum efnum og að mikil óánægja var í bankaráðinu með þennan þátt í starfsemi félagsins. Foi-maður stjórnar Lindar hf. hefur upplýst að hann áminnti framkvæmda- stjóra Lindar fyrir að fara útfyrir samþykktar heimildir í vélakaup- um. I þriðja kafla bréfs Ríkisend- urskoðunar, sem hér er til umfjöll- unar, er fjallað um starfslokasamn- ing þann sem gerður var við Þórð Ingva Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Lindar hf. þegar hann lét af störfum hjá félag- inu 1. nóvember 1994. Starfs- lokasamningur þessi var ekki lagður fyrir bankaráð Lands- bankans enda ekki ástæða til þar sem fyrrverandi stjórn- arformaður Lindar hf. hefur gert grein fyrir því að ákvæði starfslokasamningsins hafi verið í ráðningasamningi framkvæmdastjórans frá upphafi. I honum hafi verið gerð grein fyrir þvi hvernig standa bæri að starfslokum hans og væru þau ákvæði í samræmi við samskonar og svipaða samninga í hliðstæð- um fyrirtækjum. Auk þess áttu starfslok Þórðar Ingva Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Lindar hf., sér stað áður en að fullu var komin fram sú alvarlega óreiða og stjórnleysi sem hann bar ábyrgð á sem fram- kvæmdastjóri Lindar hf. IV. I bréfi Ríkisendurskoðun- ar kemur fram að ýmsar ávirðingar hafa verið bornar á fyrrum framkvæmdastjóra Lindar hf. Það velkist enginn í vafa um það sem kynnt hef- ur sér þau gögn sem fyrir liggja um rekstur Lindar hf. að frá upphafi hefur mátt ef- ast um getu framkvæmda- stjóra fyrirtækisins til þess að gegna starfi sínu. Slíkar staðhæf- ingar er hins vegar ávallt ákaflega erfitt að færa fullnaðar sönnur á. Besta leiðbeiningin í því efni er þó að öllum líkindum endanleg niður- staða á rekstri fyrirtækisins. Marg- vísleg atriði hafa verið sett fram í þessu efni, atriði sem bæði snerta almennar ákvarðanir varðandi fyr- irtækið, ákvarðanir varðandi ein- staka skuldunauta þess, ákvarðanir varðandi nýja þætti í rekstri þess og síðast en ekki síst upplýsinga- ráðgjöf framkvæmdastjórans til stjórnar og annarra svo sem endur- skoðanda fyrirtækisins. Eðlilegt er að skipta ábyrgð framkvæmda- stjóra í raun í tvennt. Annars vegar ábyrgð á atriðum þar sem beinlínis er brotið gegn annaðhvort laga- eða reglugerðarfyrirmælum, fyrir- mælum í samþykktum félagsins eða beinum fyrirmælum stjórnar. Hins vegar er síðan ábyrgð hans á almennum rekstrarákvörðunum. í tilviki Lindar hf. útlánaákvörðun- um, ákvörðunum um skuldbreyt- ingar og innheimtuaðgerðir. Hvað fyrrnefnda þáttinn varðar þyrfti að fara fram ítarleg og nákvæm rann- sókn til þess að staðfesta slík lög- brot sem refsiábyrgð lægi við. Varðandi síðari þáttinn er fyrst og fremst um að ræða matskennd at- riði sem byggja á hæfni og hæfi- leikum þess einstaklings sem í hlut á, getu hans til þess að nota og vinna úr þeim upplýsingum sem \ \ i I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.