Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Skrýtið par KVIKMYMPIR Vorvindar — Háskólabfó og ltegnbogi ii m ÓSKAR OG LÚCINDA (OSCAR AND LUCINDA) irkVz Leikstjóri Gillian Armstrong. Handrit Laura Jones. Tónlist Thomas Newman. Kvikmynda- tökustjóri Geoffrey Simpson. Aðalleikendur Ralph Fiennes, Cate Blanchett, Ciaran Hinds, Tom Wilkinson, Richard Box- burgh. 132 mín. Áströlsk. Fox Searchlight 1997. ÞAU gerast ekki öllu undar- legri, furðuverk kvikmyndanna, en sú ástralska Oskar og Lúcinda, sem kvikmyndahúsið stillir upp á forvitnilegum „Vor- vinda“ dögum. Menn verða ekki á eitt sáttir um ágæti slíkra mynda. Sumir hefja þær til skýj- anna, aðrir eru gengnir út á fyrstu mínútunum. Það er fátt hefðbundið við nýj- ustu mynd Gillian Armstrong. Persónurnar stórfurðulegar, at- burðarásin enn undarlegri, út- koman óvenjuleg mynd í flesta staði. Óskar og Lúcinda er byggð á frægri skáldsögu Peters Carey, sem m.a. hlaut hin eftirsóttu Bookerverðlaun. Óskar er sveita- drengur, alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Guðfræðingur frá Oxford sem á litla samleið með samborgurunum. Skoðanir í trú- málum togast á í hans þjökuðu sál, þar sem sektarkennd og frelsi heyja óendanlegt stríð. Þá er hann haldinn vondum lesti; veðjar á alla mögulega hluti; hesta, hunda, spilar peningaspil. Lúcinda (Cate Blanchett) er önn- ur undarleg sál, kvenfrelsisbar- áttukona, langt á undan samtíð- inni, erfingi mikilla auðæfa sem hún notar m.a. til að kaupa gler- verksmiðju í Sidney. Hún er einnig haldin óforbetranlegri veðmálasóttinni. Spilafíknin leiðir þessa furðu- fugla saman um borð í sldpi á leið til Ástralíu. Ástin blómstrar þó þeim sé gjörsamlega fyrirmunað að tjá sig á venjulegan hátt. Frásagnarmátinn er óvenju- legur, minnir helst á óráðskennd- ar draumsýnir í fagurri töfraver- öld þar sem flest er öðruvísi og óvænt, fátt sem minnir á hina kunnuglegu hversdagsveröld. Það er samkvæmt gangi mála að einu skiptin sem þessar óvenju- legu aðalpersónur eru nokkum- veginn eðlilegar er í tengslum við eina brestinn sem þjakar þau, spilasýkina. Þau Öskar og Lúcinda hittast ekki fyrr en tals- vert er liðið á myndina, samband þeirra verður, því miður, aldrei trúverðugt, til þess eru þau sjálf og umhverfið of fjarrænt og dul- ai-fullt. í lokaþættinum tjáir Ósk- ar Lúcindu ást sína með því að leggja upp í óralangt ferðalag þvert yfir álfuna með glerkirkju í farteskinu. Leiðangurinn minnir mjög á óperuhúsflutninga Herzogs í Fitzcarraldo, aðra ljóðræna draumsýn. Að endalok- um er tilgangi ferðarinnar náð, á ýmsan og óvæntan hátt. Efnið og frásagnarmátinn er á þann veg að Óskar og Lúcinda ná aldrei sterkum dramatískum tökum á áhorfandanum, sem upplifir myndina sem súrrealíska töfrareisu um stórbrotið landslag á mörkum draums og veruleika, í félagsskap persóna á mörkum álfheima og mannheima. Myndin er sigur fyrir Fiennes, hér leikur hann einsog sá sem valdið hefur. Býr til vandmeðfarinn furðufugl, gjarnan líkt við fuglahræðu af samferðamönnunum, og missir aldrei á honum tökin í kröppum dansi fáránleikans. Blanchett skapar aðra sérstæða persónu og gerir það vel, en neistann vantar á milli þein-a. Maður nýtur því myndarinnar best sem ferðalags útí óvissuna, undir handleiðslu galdrakonunnar Annstrong og afburðafólki á öllum sviðum, einkum er takan, tónlistin og búningarnir eftirminnilegir, markvissara handrit hefði hins vegar verið til bóta. Sæbjörn Valdimarsson LISTIR KVIKMYMDIR lliískóluhfó MARGT ER UNDRIÐ HÁTÍÐARFRUMSÝNING Lcikstjórn og handrit: Sæmundur Norðfjörð. Kvikmyndataka: Guð- mundur Bjartmarsson og Sæmundur. Meðframleiðandi: Hallddr Friðrik Þorsteinsson. Tdnlist: Máni Svavars- son. Þulur: Róbert Arnfinnson. Óperutexti: Hallgrímur Helgason. Kvikmyndagerðin Loki ehf. 1998. I HEIMILDARMYND Sæ- mundar Norðfjörð, Margt er undrið, sem sýnd var á sérstakri hátíðarfrumsýningu í Háskóla- bíói í gærkvöldi en verður á Stöð 2 á annan í Hvítasunnu, segir af ferð heimspekingsins Þorsteins Gylfasonar til Grikklands þar sem rithöfundurinn Sigurður A. Magnússon tekur á móti honum og saman fara þeir með áhorf- endum um söguslóðir Forn- Grikkja. Þorsteinn segist ekki hafa komið áður til landsins fornfræga þótt hann hafi fengist við grísk fræði í 35 ár, enda „lítill ferðalangur“ að eigin sögn, en Grikkland er sem ann- að heimili Sigurðar og hefur verið það lengi. Það var skemmtilega til fundið hjá Sæmundi að leiða þessa tvo menn saman suður í Grikklandi, rithöfundinn og heimspekinginn, og fylgja þeim undir brennandi sólinni Á ferð um forn- ar slóðir SIGURÐUR A. Magnússon og Þorsteinn Gylfason á grískum sögusltíðum. um vöggu vestrænnar menningar þar sem þeir ræða m.a. ýmis líkindi með íslendingum og Grikkjum. Það sem Sigurður sér sameigin- legt með þjóðunum tveimur ei-u eig- inleikar eins og löghyggja, frelsis- kennd, sundurlyndi og réttlætis- kennd og að hjá báðum þjóðum megi fínna undirstöður lýðræðis og menn- ingar. Þorsteinn segir að fjölda- margt komi sér í opna skjöldu, út- sýnið ekki síst. Þeir setjast framan við fangelsi Sókratesar og ræða ör- lög hans og dauða og fara um þar sem merkar minjar er að finna og blanda saman sögu og heimspeki og kveðskap í samræðum sínum. Það er nokkur alvarleiki yfir þeim en ekki alltaf. I hringleikahúsi í Delfí reynh' Sigurður hljómbm’ðinn með því að skrjáfa í peningaseðli og syngja ísland farsældar frón með sinn bláa sólhatt á höfði. Þeir jafnvel setja á svið litla sýningu á áhorfendapöllunum undh- gam- ansömum óperutexta sem Hall- grímm- Helgason hefur samið. Fyrst og fremst njóta þeir þess sem hin forna Aþena hefur að bjóða í fegurð, sögu og menn- ingu. Myndin var tekin síðastlið- ið sumar og er að flestu leyti hefðbundin í uppbyggingu. Ró- bert Arnfínnsson er þulur á milli þess sem við fylgjum Sigurði og Þorsteini um söguslóðir. Mynd- inni, sem er ríflega hálftími að lengd, er skipt í stutta kafla eins og Delfí, Upphaf leiklistar, Stjórn- skipan og Skólinn í Aþenu en sam- nefnt málverk Rafaels gegnir nokk- uð kyndugu hlutverki í myndinni undir lokin. Margt er undrið er snoturlega gerð, lítil ferðasaga frá Grikklandi, eins konar póstkort, sem býður uppá fróðlegan og ekki síst skemmtilegan félagsskap. Arnaldur Indriðason Helgi Þorgils sýnir á Svalbarðsströnd Á HVÍTASUNNUDAG verður opn- uð sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar á fyrstu hæð Safna- safnsins á Svalbarðsströnd. Á sýninguni verða olíumálaðir skúlptúrar úr leir, skissm- fyrir gos- brunna og verk samtengd fjöldafí'am- leiddum ski'autstyttum, einnig teikn- ingai' og eldri verk úr ýmsum efnum. Helgi Þorgils Friðjónsson hefur í rúm tuttugu ár verið einn framsækn- asti listamaður þjóðarinnar og verið fulltníi hennar á alþjóðlegum sýn- ingum, segir í fréttatilkynningu. Jafnframt segir: Helgi Þorgils hefur oftar en ekki vakið umtal og hneykslan sýningargesta fyrh' hisp- ursleysi sitt og einlægni, en ekki síð- ur athygli fyi-ir vald yfir tjáningar- miðlum sínum þar sem saman fer snilldarleg teikning og litaskyn, og frásagnarlist úr heimi goðsagna og alþjóðlegi'a minna.“ Helgi Þorgils hefur haldið um 80 einkasýningar og átt verk á jafn- mörgum samsýningum, nú síðast í Norræna húsinu á Listahátíð. I haust mun Helgi taka þátt í bóka- sýningu í Mexíkó, en bókaverkgerð og bókaútgáfa er stór þáttur í list- sköpun hans. Utan íslands er Helgi einkum þekktur á Italíu, í Þýska- landi og Skandinaviu, þar sem hann er á samningi við virt listhús sem kynna og selja verk hans. Sýning Helga Þorgils Friðjóns- sonar er opin daglega frá kl. 11-18 og stendur til 5. júlí. Verk Einars sýnd í Lista- skálanum UM hvítasunnuhelgina, frá föstu- degi til mánudagskvölds, verða sýnd um 50 verk úr safni Einars Hákonarsonar, listmálara, í Lista- skálanum í Hvera- gerði. Öll verkin era til sölu. Einnig er í and- dyri Listaskálans sýning á skraut- munum, skiltum og listaverkum unnum í lista- smiðju Listaskál- ans. Aðgangur er ókeypis. Veitinga- salur Listaskálans er opinn alla hvítasunnuhelgina. Einar Hákonarson Veisluföng fegurðarinnar Morgunblaðið/Jón Svavarsson VIÐ íslendingar megum vel við una að eiga inni í einum af allra bestu strengjakvartett- um heims, segir m.a. í dómnum. TÓMLIST íslenska 6)ioraii KAMMERTÓNLEIKAR Chilingirian strengjakvartettinn flutti verk eft- ir Haydn, Mozart og Leos Janacek. Einleikari: Einar Jóhannesson. Miðvikudagurinn 27. maí. HVER er ástæðan fyrir sérstöðu kammer- tónlistar, svo mjög, að hún er greind sem sér- stök listgrein? Það er ekki stíllinn, sem birtist þá helst í breytilegu tónferli og hljómskipan, heldur sjálf gerð verkanna. í hljóm- sveitartónlist eru tónfletirnir stórir og hljómmiklir, en í kammertónlist vísar vinnan inn á við, en fín- gerð, sem gerir nálgun hlustenda aðra en þegar hlustað er á þrumandi hljóm sinfóníu- hljómsveitar. Joseph Haydn var einn af frumkvöðlum í gerð kammertónlistar og því enn merkilegra hversu tónmál hans og tækni er glæsileg og að hann auk þess leikur sér að spennuþrungn- um átökum, gamansemi, lýrískum og jafnvel leikrænum tónlýsingum, þannig að yfír tækni- kunnáttunni vakir skáldleg andagift. Tónleikarnir hófust á fyrsta af sex kvartett- um sem nefnast „Erdödy" kvartettarnir og er sá fyrsti í G-dúr. Leikur Chilingirian kvar- tettsins var á köflum nokkuð grallaralegur, en í heild mjög skemmtilega mótaður, þar sem oft var leikið sérlega fallega með leiftrandi samspil hugmyndanna. Þó tók í hnúkana er leikinn var annar kvar- tettinn eftir Leos Janacek (1854-1928) sem ýmist er nefndur ,Ástarbréfíð“, eins og tón- skáldið upphaflega ætlaði eða „Trúnaðar- bréf‘, eins og gert var við útgáfu verksins. Það sem einkennir tónstíl Janaceks er leit hans að samspili talmáls og tónlistar. Hann ritaði: „Brot af lífsháttum fólksins birtist í hverju orði og tónblæ málsins verður að rann- saka í smáatriðum." Hann rannsakaði ekki aðeins talvenjur fólks, heldur einnig alls kon- ar náttúrahljóð, skráði jafnvel niður hjá sér fossnið. Margir halda því fram að Janacek hafí verið eitt af framlegri tónskáldum 19. og 20. aldarinnar og margir hafa tekið upp hug- myndir hans eins og t.d. Messiaens. Skyld- leiki tónmáls Janaceks og síðustu kvartetta Beethovens er að tónmál hins síðarnefnda er sagt vera á mörkum hins orðlega skilnings, ef til vill óvitandi en Janacek reyndi það vitandi vits, að gera tónlist sína að öðru og meira en aðeins tónrænni upplifun. Verk hans eru því ekki formbundin með sama hætti og hjá öðr- um tónskáldum, á köflum staglkennd við fyrstu heym. Með verkinu Trúnaðarbréf fylg- ir vönduð efnisskrá, sem fjallar um ást tón- skáldsins á Kamillu Stöslovu, er var nærri fjörutíu áram yngri en tónskáldið. Það er skemmst frá að segja að flutningur Chiligiri- an kvartettsins var ástríðuþrunginn, þar sem öll tilfinningastig þessa einstæða verk voru afburða vel útfærð. Hápunktur tónleikanna var flutningur Ein- ars Jóhannessonar og Chiligirian kvartettsins á klarinettukvintett Mozarts, einhverjum feg- urstu kammerverkum snillingsins. Þar gat að heyra undurfallegt samspil Einars við hinn frábæra kvartett, séstaklega í öðram þættin- um, Larghetto, sem er í raun rómantískt sönglag, er Einar mótaði afburða vel. Þá var „Valsinn" í menúettinum leikandi fallegur, sem og í raun alit sem Einar gerði í samspili við þennan góða kvartett. Þó tónleikarnir í heild hafi verið frábærir, verður ekki í of bor- ið, þó leikur Einars og Chilingirian kvartetts- ins í snilldarverki Mozarts verði talinn einn af stærstu viðburðum Listahátíðarinnar 1998. Chilingirian strengjakvartettinn var stofn- aður 1971 og voru leiðbeinendur hans framan af Sigmund Nissel, úr Amadeuskvartettinum, og Hans Keller, austurrískur fiðluleikari og fræðimaður. Levon Chilingirian (1948) er frá Nikósíu en menntaður í Englandi og vann til 1. verðlauna í Beethoven keppni árið 1969 og alþjóðlegri keppni fiðluleikara í Munchen 1971. Með í kvartettinum er Ásdis Valdimars- dóttir og megum við íslendingar vel við una, að eiga inni í einum af allra bestu strengja- kvartettum heims og hún að eiga þátt í að færa okkur hér heima slík veisluföng fegurð- arinnar, sem þessir einstæðu tónleikar eru þeim er fegurðinni unna og telja sig vita hana vera endanlega frelsun mannsins. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.