Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 46
*i() FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNB L AÐIÐ + Dr. Gunnlaugur Þórðarson fædd- ist á Kieppi við Reykjavík, 14. apríl 1919. Hann lést á Landakotsspítala 20. maí síðastliðinn, af völdum áverka sem hann hlaut í bflslysi í byrjun jan- úar. Hann var sonur Þórðar Sveinssonar, f. 1874, d. 1946, yfir- læknis á Kleppi og prófessors við Há- skóla Islands, og konu hans, Ellenar Johanne Sveinsson, f. 1888, d. 1974. Systkini Gunnlaugs voru Hörð- ur, f. 1909, d. 1975, sparisjóðs- stjóri, tílfar, f. 1911, augnlækn- ir, Sveinn, f. 1913, doktor í Kanada, Nína, f. 1915, tannsmið- ur, Agnar, f. 1917, bókavörður og rithöfundur, og Sverrir, f. 1922, blaðamaður. Gunnlaugur kvæntist Herdísi Þorvaldsdóttur ieikkonu árið 1945, en þau slitu samvistum 1975. Börn þeirra eru: Hrafn, f. ^ 1948, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur, kvæntur Eddu Kristjánsdóttur, ritara, og eiga þau fjögur börn. Þorvaldur, f. 1950, stærðfræðingur, sambýl- iskona Ágústa Hrefna Lárus- dóttur, skrifstofustjóri, en Þor- valdur á fjögur börn og eitt barnabarn. Snædís, f. 1952, lög- fræðingur, gift Siguijóni Bene- diktssyni, tannlækni á Húsavík, og eiga þau þijú börn, Tinna, f. 1954, ieikkona, gift Agli Óiafs- ^■Lsyni, tónlistarmanni og leikara, og eiga þau þrjú börn. Auk þess lætur Gunnlaugur eftir sig dótt- ur fædda 1977. Gunnlaugur lauk námi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og- prófi í lögfræði frá Há- skóla Islands 1945. Hann lauk prófi í þjóðarrétti frá Sorbonne háskóia árið 1951 og varði doktorsritgerð sína um iand- helgi íslands við sama skóla 1952. Landhelgismálið var hon- um alla tíð brennandi hjartans mál, en auk þess að gefa ritgerð sina út á bók, skrifaði hann fjölda greina um landhelgi ís- lands og hafði forgöngu um að — * koma að hugmyndum um út- færslu hennar, fyrst í fimmtíu og síðar í tvö hundruð mflur. Hann varð héraðsdómslögmað- ur árið 1951 og öðlaðist réttindi hæstaréttarlögmanns árið 1962. Gunnlaugur var forsetaritari á árunum 1945-1950 og jafn- framt orðu- og ríkisráðsritari á árunum 1947-1950. Hann var „Afí var farinn áður en hann kom, hann var svo mikið að flýta sér,“ sagði lítil sonardóttir þín eitt sinn þegar hún var spurð að því, hvort afi hennar hefði komið í heimsókn. Þannig finnst mér nú um heimsókn þína alla, þegar þú hefur kvatt í hinsta sinn. Svo stutt virðist manni iífið þegar litið er um öxl, og tíminn fljótur að líða. Kannski trúir maður engu, fyrr en maður tekur á, og jafnvel þá trúir maður ekki. Svo sterk er návist þín í minningunni og öllu sem vitnar um þig. Og þannig veit ég að það verður, þótt árin líði. Lífskrafturinn og gleðin sem stafaði frá þér mun búa áfram með okkur sem nutum þeirra forréttinda að þekkja þig. Eg sé þig svo ljóslifandi fyrir mér með prakkaralegt bros á vör og “^jiessi djúpu heitu augu sem gátu séð yfir tíma og rúm og svo miklu lengra inn í sálartetur mannsins, en venjuleg mannleg augu sjá. Eg hugsa um óttaleysi þitt við að vera þú sjálfur, hispursleysið, umburðar- lyndið og umhyggjuna fyrir þeim sem minna máttu sín. Aldrei brast •^iig kjark til að ganga fram fyrir skjöldu, þætti þér brotið á þeim skipaður fulltrúi í félagsmálaráðu- neytinu árið 1950, en fékk lausn að eigin ósk 1975. Auk þess rak hann lög- fræðistofu í Reykja- vík frá árinu 1952 fyrst einn, en síðan í félagi við Ólaf Thoroddsen, Árna Einarsson og Stein- grím Eiríksson lög- menn. Hin síðari ár þó eingöngu í félagi við Árna og Stein- grím, nú síðast á Lögmannsstofunni, Suðurlands- braut 4. Gunnlaugur átti sæti í sljórn Rauða kross íslands á ár- unum 1952-1964 og átti frum- kvæði að komu ungverskra flóttamanna til landsins 1956. Hann sat á alþingi sem lands- kjörinn varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn 1957-1959 og átti sæti í miðsljórn flokksins með hléum árin 1954-1971. Gunnlaugur átti lengi sæti í barnaverndarnefnd og lét sig alla tíð mannúðar- og réttlætis- mál miklu varða, enda óragur við að veija málstað lítilmagn- ans í þjóðfélaginu. Gunnlaugur var formaður Listasafnsfélags- ins frá 1956-1971 og var skip- aður í safnráð Listasafns Is- lands og átti þar sæti, þar til hann sagði sig úr ráðinu 1972. Áhugi Gunnlaugs á myndlist var kunnur, enda reyndist hann málurum á borð við Gunnlaug Scheving og síðar Karl Kvaran, einstaklega vel og studdi þá í hvívetna. Auk þess sat Gunn- laugur í stjórn Menningarsjóðs Þjóðleikhússins á árunum 1961-1965. Gunnlaugur var kunnur leiðsögumaður ferða- manna og mikill ræktunarmað- ur, enda lætur hann eftir sig stórvirki á því sviði. Gunnlaug- ur ferðaðist auk þess mikið er- lendis og flutti gjarnan erindi um ferðir sínar í útvarpi, en hann sótti meðal annars öll hin síðari ár fundi alþjóðasamtaka lögfræðinga, sem haldnir voru víðsvegar um heiminn. Síðasti fundurinn sem Gunnlaugur sótti var í Qatar í Sameinuðu arabisku furstadæmunum í október sl., en þar var hann ald- ursforseti. Auk þess var Gunn- laugur kunnur fyrir áhuga sinn á þjóðmálum og virkur í um- ræðunni en eftir hann liggur fjölcli greina og erinda. títför Gunnlaugs fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. meðbræðrum þínum sem ekki gátu sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Þú barst í brjósti sterka réttlætis- kennd og kenndir okkur systkinun- um að virða og meta það háleita í lífinu; sagðir að í listinni birtist brot af undri sköpunarverksins, og að virðingin fyrir réttindum annaiTa manna, sama af hvaða bergi þeir væru brotnir, væri hornsteinn til- verunnar. Og baráttugleði þinni voru lítil takmörk sett. A stundum fannst mér eins og þú gætir hafið þig upp yfir augnablikið og þannig náð að hjálpa öðrum að finna leið út úr erfiðleikum sem virtust óyfirstíg- anlegir þá stundina. Orð hrökkva skammt á þessari kveðjustund. Heil bók myndi vart duga til að lýsa þér sem manni eða segja sögur þar sem þú ert aðalper- sónan; svo litríkur og stórkostlegur sem þú varst. Tilraun til þess gerir maður væntanlega einn daginn hvort sem þær minningar verða skráðar á blað eða vaktar til lífsins á tjaldi. Víst er að þau verk sem ég hef skapað hefðu fæst fengið að líta dagsins ljós án þinnar óeigingjörnu hjáipar. Hvenær sem kjarkinn ætl- aði að bresta varstu mættur til að vekja manni nýja trú og baráttu- þrek. Á ögurstund varstu alltaf ná- lægur. Eitt sinn sagðir þú: Maður á að vera blindur á þá sem maður elskar. Mikið vildi ég geta tileinkað mér þessi orð í eigin lífi á þann hátt sem þú gerðir. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyi'ir mig. Þú varst sá besti faðir sem hægt er að hugsa sér. Hrafn Gunnlaugsson. Mig langar til að minnast vinar míns og kollega dr. Gunnlaugs Þórðarsonar með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust um það leyti er ég lauk laganámi 1977. Frá 1990 höfum við starfað saman á lög- mannsstofu. Lögmannsstörf dr. Gunnlaugs spanna hins vegar hart nær hálfa öld. Hann var eljumaður mikill varðandi allt það er hann tók að sér og trúr sannfæringu sinni við alla málafyigju. Baráttugleði hans í einstökum málum var með ólíkind- um og segja má að hann hafi aldrei getað látið af baráttu þegar honum fannst réttlætinu ekki fullnægt. Hann tók mjög nærri sér þegar dómsniðurstaða var ekki í samræmi við réttlætiskennd hans, en var jafnframt hógvær og lítillátur þegar mál unnust og þar sem hann upp- lifði að réttlætismál náðu fram. Dr. Gunnlaugur var ötull fræði- maður á því sviði lögfræðinnar sem snýr að þjóðréttarlegri stöðu lands- ins til fiskveiðilandhelgi og réttar til nýtingar fiskistofna. Við Parísarhá- skóla varði hann doktorsritgerð hinn 9. maí 1952 sem ber hið ís- lenska heiti: Landhelgi Islands með tilliti til fiskveiða. En því fer fjarri að lögfræðin hafi verið eina hugðarefni dr. Gunn- laugs. Allir vita um áhuga hans á þjóðmálum almennt, en færri vita um hinn mikla áhuga hans á skóg- rækt eins og land fjölskyldu hans við Elliðavatn ber með sér. Hann var unnandi fagurra lista og kunnur fyrir áhuga sinn á myndlist. Hugsun hans um velferð barna sinna og barnabarna bar dr. Gunn- laugi fagurt vitni og veit ég að miss- ir þeirra og söknuður er mikill. Áhugi dr. Gunnlaugs á að kynn- ast öðrum þjóðum var mikill og áð- ur en yfir lauk hafði hann meira en 60 landa sýn. Hann sótti um árabil þing heimssamtaka lögfræðinga, síðast í fyrra í Qatar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hafði framsögu á mörgum þessara þinga og nýtti þau tækifæri sem buðust á þessum vettvangi og öðr- um til að kynna sjónarmið íslend- inga í stærsta hagsmunamáli þeirra. Á ferðum þessum kom fram áhugi hans á þjóðháttum og siðum í viðkomandi löndum og- gilti einu hvort hann ræddi við almúgafólk eða fyrirmenn. Fyi-ir honum voru allir jafnir. Snertifletir dr. Gunnlaugs við menn og málefni voru svo ótal margir að hans verður sárt saknað langt út fyrir fjölskyldu hans, starfsvettvang og vinahóp. Hann var óþrjótandi uppspretta hug- mynda, einlægur og djarfur og fór sjaldan troðnar slóðir. Hvar sem dr. Gunnlaugur kom, þar fyllti hann út í herbergið, ef svo má að orði komast, slíkur var per- sónuleiki hans og útgeislun. Tæki- færisræður hans hittu ætíð í mark og liðu þeim sem á hlýddu seint úr minni. Hann reyndist mér vel og öðru samstarfsfólki sínu. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Far vel, kæri vinur, og þökk sé þér fyrir allt og allt. Steingrímur Eiríksson. Kveðja til fínasta og besta afa í heimi. Afi Gulli var sá maður sem var ómissandi á okkar heimili hvort sem var á jólum, páskum eða á sumrin. Jólin voru alltaf einstök, afi tæt- andi utan af pökkunum þannig að gjafirnar voru í bráðri hættu. Að sjálfsögðu var sungið og dansað í kringum jólatréð fram og til baka og söng afi hárri raustu lagið með sínum hraða. Afi neitaði að koma um jólin nema að hann fengi danska önd og hoppað yrði í kringum jóla- tréð og sungið „Nu har vi jul igen“. Líkt og gjafirnar var jólatréð í bráðri hættu. Um páskana var öll fjölskyldan skríðandi upp um gólf og veggi að leita að krömdum páskaeggjum sem afi kom með í gatslitnu töskunni sinni. Ef maður var svo heppin að afi kæmist á leiðarenda með heil páskaegg þá fann hann eins og alltaf góðan felustað, t.d. innan í lampaskerm, þannig að þegar eggið loksins fannst var það í fljótandi formi. Afí gat aldrei verið aðgerðalaus. Hann var alltaf kominn á fætur á undan öllum öðrum og kominn út í garð til að gróðursetja, moka skít eða setja upp vegstikur. Það leið varla sumar án þess að vörubílar kæmu hlaðnir hraunsteinum undir leiðsögn afa Gulla. Slökkvilið Húsavíkur var ávallt í viðbragðsstöðu þegar afi kom í heimsókn. Afi safnaði saman öllu drasli af lóðinni, s.s. greinum, pappakössum og bílamottum, í stóran bálköst. Fjölskyldunni var síðan safnað saman á brennustæði „brennuvargsins" og í gegnum reykjarsvæluna mátti stundum glitta í hluti sem maður hafði lagt frá sér daginn áður. Afi var mikill ökuþór. Okkur er minnisstæðast þegar hann þóttist vera blindur og við áttum að leið- beina honum hvort hann ætti að beygja til hægri eða vinstri. I öllum æsingnum lá leiðin ekki alltaf eins og ætlast var til af leiðbeinendum og stundum lenti bíllinn utan vegar. Afi skilur eftir sig ótrúlega marg- ar skemmtilegar minningar og hann hefur rækilega fest í sessi siði sína og venjur hjá fjölskyldunni. Við er- um stoltar af að hafa átt jafn stór- kostiegan og yndislegan afa og Gunnlaug Þórðarson. Hann var alltaf að hugsa um okkur barna- börnin og vildi allt fyrir okkur gera. Við, fjölskyldan á Kaldbak, eigum eftir að sakna hans sárlega. En minningar um hann munu lifa og vekja upp hjá okkur bros um ókomna framtíð. Harpa Fönn Siguijónsdóttir, Sylgja Dögg Siguijónsdóttir. Það lætur að líkum að þeir menn sem maður hittir og á samleið með á lífsleiðinni verða manni misjafnlega eftirminnilegir og hafa mismikil áhrif á mann. Einn af þeim mönnum sem ég hitti og fékk að ganga með spottakorn var doktor Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður. Hann er nú látinn. Gunnlaugur var með eftirminnilegustu mönnum. Hann var satt að segja alveg ein- stakur maður. Og áhrifin sem hann hafði á mig voru öll góð. Það var vegna þess að hann var ekta. Ein- hvern veginn finnst mér að ekki hafi verið til falskur tónn í Gunnlaugi. Því fer fjam að ég hafi verið sam- mála honum um alla hluti, né hann mér. Það skipti aldrei máli vegna þess að hann var alltaf fullkomlega hreinskilinn, einlægur og heiðarleg- ur. Aldrei nein undirmál í neinu. Hann var stundum svo hreinskipt- inn, að illa hentaði umhverfinu; upp- fullu af smáborgarahætti og fyrir- fram gefnum formúlum um hvað segja mætti og hvenær. Þá var hann skemmtilegastur. Fyrir einum og hálfum áratug eða svo fórum við ásamt fieiri starfsbræðrum í kynnis- og skemmtiferð til kóngsins Kaupin- hafnar. Þegar ég hugsa til þeirrar ferðar man ég betur eftir doktorn- um, eins og Gunnlaugur var oft kall- aður, heldur en nokkru öðru í ferð- inni. Þá var hann uppfullur af lífs- krafti og áhuga á öllu sem fram fór í kringum hann. Ég man eftir honum á götu, þar sem á stóru skilti hand- an götunnar stóð „Arbejdernes Bank“. Þetta vakti forvitni doktors- ins, svo hann brá sér inn fyrir að af- greiðsluborðinu og ávarpaði stúlku, sem þar var við störf: „Er det soci- aldemokrateme som ejer denne bank?“ Af uppliti stúlkunnar mátti ráða að hún hefði ekki fengið þessa einföldu og sjálfsögðu fyrirspurn fyrr. Eða þegar við tókum leigubíl GUNNLAUGUR saman og doktorinn brá sér inn í framsætið við hliðina á bílstjóranum og ávarpaði hann: „Er du en Pakistane som har farvet sit haar?“ Þessi spuming var líka sjálfsögð þar sem í dönsku dagblaði daginn áður hafði birst grein, þar sem sagt var frá því að nokkuð væri um það í Kaupmannahöfn, að Pakistanar flyttust þangað, lituðu hár sitt og tækju að aka leigubifreiðum. Dan- anum unga við stýrið á bílnum varð sýnilega orðfall. A.m.k. fórst fyrir hjá honum að svara. Ég man líka eftir ýmsum tilvik- um, þegar dr. Gunnlaugur stormaði fyrirvaralaust inn á skrifstofuna hjá mér uppfullur af eldmóði vegna ein- hvers réttlætismáls, sém fangað hafði huga hans. Þá snart hann mig. Fyrst og fremst fyrir að vera maður með réttlætiskennd og óstöðvandi lífskraft. Þeim mikla krafti sóaði doktor Gunnlaugur ekki í eigin hagsmuni. Réttlætismálin hans snerust aldrei um þá. Maður verður ríkari fyrir að hafa kynnst svona manni. Hafðu þökk fyrir samfylgd- ina, góði vinur. Ég votta börnum Gunnlaugs Þórðarsonar og öðrum ættingjum hans samúð mína. Eftir stendur minningin um alveg sérstakan öðling. Jón Steinar Gunnlaugsson. Fundum okkar Gunnlaugs Þórð- arsonar bar fyrst saman á fundi Orators, félags laganema, fyrir rúmum 40 árum. Hann hafði þá ný- lega varið ritgerð sína Landhelgi Islands með tilliti til fiskveiða til doktorsnafnbótar við Sorbonne-há- skóla í París og flutti þar fyrirlestur um efnið. Ég tók til máls á fundin- um og gerði einhverjar athuga- semdir og að umræðum loknum, meðan enn var setið við kaffi- drykkju, kom Gunnlaugur til mín og áttum við þar spjall saman. Ritgerðin skiptist í fimm kafla. I fyi-sta kafla rekur Gunnlaugur sögu fiskveiða á hafsvæðum við ísland allt til ársins 1631, en fram til þess tima var ekki um að ræða eiginlega landhelgi. Eftir að íslendingar höfðu gengið undir konungsvald taldi konungur sig hafa forræði á öllu hafsvæðinu milli Noregs og Is- lands. Vísir að landhelgi verður að mati Gunnlaugs fyrst til 1631 og er niðurstaða hans sú að þá hafi dönsk stjórnvöld haldið fram 16 sjómílna landhelgi og þannig hafi málum ver- ið háttað til 1859. Á árunum 1859- 1901 láti dönsk stjórnvöld undan síga í landhelgismálum og haldi ein- ungis uppi gæzlu allt að 4 sjómflum. Sú saga er sögð í þriðja kafla ritsins og jafnframt gerð grein fyrir kvört- unum íslendinga vegna ágengni er- lendra fiskimanna, kröfum um hert eftirlit og umræðum um rýmkun landhelgi í 4 sjómflur. Ennfremur er lýst lagasetningu um veiðitak- markanir og friðun á þessu tímabili. Árið 1901 gerðu Bretar og Danir samning um tilhögun á fiskveiðum fyrir utan landhelgi á þafinu um- hverfis Færeyjar og Island, eða landhelgissamninginn frá 1901 eins og hann er venjulega kallaður. Var landhelgin þá ákveðin 3 sjómflur frá ströndinni og eyjum innan þeirra marka. I fjórða kafla sem nær yfir tíma- bilið 1901-1951 rekur Gunnlaugur þróun fískveiða, hvemig landhelgis- gæzlu var háttað, áskorunum innan- lands til að fá samningnum frá 1901 breytt eða hann felldan niður, greinir síðan frá þróun hafréttar á tímabilinu, frá setningu laga um vís- indalega verndun fískimiða land- grunnsins frá 1948 og loks tilraun- um til að fá Faxaflóa friðaðan. Landhelgissamningurinn frá 1901 féll úr gildi fyrir uppsögn 3. október 1951 og 19. maí 1952 var landhelgi Islands færð út í 4 sjómílur frá grunnlínum sem meðal annars voru dregnar þvert fyrir alla flóa og firði. Ályktun sú sem Gunnlaugur dregur af þeirri uppsögn er, að þá hafi raknað við forn sögulegur réttur til 16 mflna landhelgi, enda mæltu al- þjóðalög ekki í gegn að honum væri haldið fram. Um landgrunnið taldi Gunnlaugur rétt að miða við hvort tveggja fjarlægð undan landi þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.