Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Hlið sunnan- vindsins“ MYNDLIST Listaliátfð lláðhús Reykjavfkur MYNDVERK FRÁ MÓSAMBIK MALANGATANA, CHISSANO, MUCAVELE Opið alla daga á tíma Ráðhússins. Til 7. júní. Aðgangur ókeypis. EIN af forvitnilegri framkvæmd- um á listahátíð er kynning þriggja myndlistarmanna frá Mósambik í sýningaþró og almenningi Ráðhúss- ins. Rýmið er mikið hrátt og opið gímald, og erfitt að koma sýningum við í því hálfu hvað þá öllu saman- lögðu, nema þá helst innsetningum og sviðsmyndum eins og dæmin sanna. Og þótt heildarsvipurinn sé allur annar eftir nokkra andlitslyft- ingu, skortir enn á þann hlýleika og nálgun sem er svo nauðsynleg í allri þeirri grámósku sem einkennir bygginguna og fáir aðrir en arki- tektar og innvígðir eru uppnumdir af. Vankantarnir sem enn eru fyrir hendi gera það eðlilega að verkum, að mun erfiðara en ella er að komast í samband við myndverkin sem njóta sín mörg hver engan veginn. Aukinheldur er lýsingn brotin og á köflum beinlínis slæm, að ekki sé minnst á er sólarblettir dreifa sér um endiiangan gólfflötinn, sem við- bótarinnlegg frá himnafestingunni. Listamennirnir þrír, sem allir hafa litla formlega menntun, eru sagðir hafa verið í framvarðasveit neðanjarðarhreyfingar listamanna í Mósambík sem börðust fyrir sjálf- stæði þjóðar sinnar á sjötta og sjö- unda áratugnum. Einnegin fulltrúar þeirra sem telja menninguna rétti- lega hafa verið eitt öflugasta vopnið í frelsisstríðinu, það er hún alltaf í einhverju formi. Pað er Þróunar- samvinnustofnun íslands, sem stendur að sýningunni og sýnir hér mikilsvert framtak, en hins vegar er alls ekki gott að átta sig á því hve skilvirkt sýnishorn afrískrar listar um er að ræða, né hver séu hin sér- stöku einkenni Mósambískrar listar. Til þess er almennt upp- lýsingastreymi um framvinduna á þessari öld fulllítið, eiginlega ekkert utan verkanna sjálfra, sem telst slakt. Hins vegar má sjá mikið úrval afrískrar listar fyrri tímaskeiða og fram á þessa öld á mannfræði og þjóðháttasöfnum víða um heim og þá ekki síst Musée de 11 Homme í París, þar sem skrifari hefur verið tíður gestur í áranna rás. Þá vekur það tortryggni þegar viðhöfð eru yfirmáta stór orð um einstaka þátttakendur í sambandi við slíkar og á þennan hátt meingallaðar fram- kvæmdir, sem fá þá helst svip af afmarkaðri og vafasamri markaðs- setningu, því þær eiga að geta sannað sig án þeirra. Þá er þetta ekki fyrsta sýningin frá Af- ríku sem gistir Island, eins og haldið er á lofti, minni hér aðeins á högg- myndasýningu sem kaupsýslumað- urinn Gylfi Guðmundsson og kona hans stóðu fyrir á Kjarvalsstöðum um árið. Kunnugleg stílbrot úr fortíð og nútíð eru nefnilega merkjanleg í verkum allra þessara hstamanna, sem eru að visu í eðli sínu frumstæð, en svipað vinnuferli og t.d. hjá Va- lente Malangatana (f. 1936) þekkir maður frá verkum hámenntaðra og heimsþekktra bóga Parísarskólans, svo sem Roberto Echaurren Matta (1911-) sem er frá Santiago de Chile og jafnaldra hans Wilfredo Lam frá Sagua la Grande, Kúbu (1911-1982). það segir okkur að menn ausa af keimlíkri uppsprettu í Afríku og Suður Ameríku, en tilbrigðin eru óendanleg. Myndir Matta og Lam byggja á fomum sagna- og tákn- heimi er fjallar um árekstra alheims og jarðneskra gilda, ófreski og duld- um, ásamt ástríðuþrunginni tog- streitu við nútímann og eyðileggingj una sem þeim hremmingum fylgir. í framhjáhlaupi má nefna að í öðru formi má rekja skyldleika við þá í hinum stóru flekum Errós, sem sótti sitthvað í smiðju þeirra á sínum tima. Þá skerá myndir Alberto Chissano (f. 1935) sig lítið úr því sem maður hefur áður séð og er víða söluvarningur á listamarkaði í vestr- inu. Blíðar og þokkafullar myndir Esteavo Mucavele (f. 1941) leiða loks hugann að ýmsum nævistum vestursins, og hvað að okkur snýr, Isleifi Konráðsyni. Skyldleikinn við Lam og Matta og raunar marga fleiri kemur greini- lega fram í málverkum Ma- langatana, sem hvorki skortir duldir né ástþrungnar vísanir. Nokkrar myndir vöktu öðru fremur athygli, svo sem rauða myndin, Kona sem horfir í spegil en sér ekki sjálfa sig - Vandamál stríðsins við Renamó (1993-94), eiturgræna myndin Söng- ur endurkomunnar 1993-94, Sólin á bak við tunglið, 1993 og Veggmynd, 1994, allar málaðar í akryl á striga. Malangatana er sagður frægastur þremenningana og hefur sýnt verk sín víða um heim, að auk eins konar menningarsendiherra lands síns og ekki einhamur í listum, dansar, ESTEAVO Mucavele, Sólin yfir Indlandshafí, 1998, olía á striga. ALBERTO Ciasso, Albínói og veikindi, 1993, tré. syngur, leikur á hljóðfæri og hefur samið skáldverk. Málverk Estevao Mucavele eins og æpa á innileika og nálgun sem ekki er fyrir hendi á staðnum og vegna lýsingarinnar er erfitt að gera upp á milli þeirra, en myndirnar Tunglið yfir Indlandshafi (1998) og Klettafjöll (1997) báðar ol- ía á striga eru sérlega hugþekkar. Skúlptúrar Aiberto Chissano njóta sín margir hverjir afspyrnu illa á gólfi og stöllum og helst kemst mað- ur í samband við hinar frumlegu lág- myndir, Gríma, (1989) sem er gerð í afgangshlut úr málmi og Albínói og veikindi, (1993), unnin í tré. LítO- mótlegur fjórblöðungur er það eina sem gesturinn fær upp í hendurnar og í sundurlausu ritmálinu eru ósannfærandi upplýsingar. Hvernig getur til að mynda Chissano verið „trúlega þekktasti listamaður Mó- sambik", en Malangatana heims- frægasti? Einmitt þessvegna og að stranglega er bannað að taka ljós- myndir á staðnum, í fyrstu jafnvel til birtingar í stærsta dagblaði landsins, gerir það að verkum að rýnirinn komst í vamarstöðu. Þegar verið er að kynna þjóðargersemar er hann vanastur því að gangurinn sé annar. Afríka er víðfeðm heimsálfa, þjóð- ir hennar margar og allar fullyrð- ingar um mesta málara álfunnar eru stór orð að standa við. Það sem ég veit helst er að í hinni eiginlegu Austur-Afríku, það er að segja suð- urhluta Tansamu og norðurhluta Mósambik hefur þróast sérstæð og merkileg grímu- og fígúrulist, er tengist nafninu Makonde, og víð- þekkt hefur orðið, á seinni tímum, einnig fyrir fjöldaframleiðslu fyrir túrista, sér í lagi svonefnt seithani (=djöfull) úr íbenviði, á ýmsa vegu hlutlægt mótaður og smekklaus söluvarningur. Eftir nokkrar heimsóknir á sýn- inguna og rannsóknir í uppsláttar- bókum um myndlist álfunnar, er það helst trúa mín að enn hafi ekki ratað hingað uppranalegt og safaríkt úr- val Mósabískrar né Afrískrar listar í fortíð og nútíð. En þakka ber þetta sýnishorn með virktum. Bragi Asgeirsson í blaðaukanum Húsinu og garðinum verður að finna /msan fróðleik um viðhald húsa og garðrækt en nú fer í hönd mikill annatími hus- og garðeigenda. </> Z u. UJ -I < Q LU Z • Viðhald húsa • Fjármögnun á endurbótum húsa • Sumarbústaðir • Heitir pottar • Dúkkukofar og leiktæki • Gróðurhús Þakefni og málning Lýsing við hús og í görðum Sólpallar og skjólgirðingar Hellulagnir Blóm, tré og annar garðagróður O.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 þriðjudaginn 2. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga í síma 569 1139. fRðrgratMitfrtö AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.