Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristj án Enn tjón í sinubruna SLÖKKVILIÐ Akureyrar þurfti enn einu að berjast við sinubruna í gær, að þessu sinni á opnu svæði milli Vestursíðu og Síðu- skóla. Að sögn Viðars Þorleifs- sonar varðstjóra brunnu þar á milli 500 og 600 fermetrar og m.a. eyðilagðist mikið af hríslum sem gróðursettar höfðu verið á svæðinu. Viðar sagði að ungir drengir hefðu verið að fíkta með lítinn eld, sem orðið hefði að stórum eldi á svæðinu. Slökkvistarf gekk nokkuð vel. Slökkvilið Akureyrar er með slökkvibíl að láni frá Slökkviliði Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, þar sem einn bfllinn á Akur- eyri er bilaður. A myndinni sést Viðar varðstjóri sprauta af bfl Varnarliðsins yfir svæðið þar sem sinueldar loguðu í gær. Krakkamir notuðu hins vegar tækifærið til að komast í góða sturtu. Rekstraraðilar Sjallans Húsnæðið keypt af Is- landsbanka REKSTRARAÐILAR Sjallans, Elís Arnason og Þórhallur Arnórsson hafa keypt húsnæði veitingastaðar- ins af Islandsbanka. Húsnæði Sjall- ans er alls um 1.500 fermetrar en kaupverð fékkst ekki uppgefíð. Elís og Þórhallur hafa jafnframt haft með höndum rekstur veitinga: staðarins Við Pollinn síðastliðið ár. I kjölfar kaupanna á húsnæði Sjallans hafa þeir sagt upp leigusamningi við eigendur Pollsins. og munu hætta rekstri hans um miðjan júní. Haukur Tryggvason, fyrrverandi veitinga- stjóri á Hótel KEA, tekur við rekstri Pollsins frá sama tíma. Vorkoma á Dalvík VORKOMA Lionsklúbbs Dalvíkur verður haldin dagana 30. maí til 1. júní í samvinnu við Vigni Hallgríms- son og Sigurjón Kristjánsson. Setningarathöfn verður I Dalvík- urskóla á laugardag, 30. maí, kl. 13, en þar flytja ávörp þeir Arngrímur Baldursson, formaður vorkom- unefndar, og Haraldur Ingi Haralds- son, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. Valva Gísladóttir sér um tónlíst. í Dalvíkurskóla verður sýning á verkum Eiríks Smith, en nokkrir heimamenn sýna auk þess verk sín, þau Valva Gísladóttir, Steingrímur Þorsteinsson, Halldór Gunnlaugsson og Hjörleifur Hjartarson. Anton Antonsson í Eyjafjarðarsveit sýnir tréskurðarverk og þá verður einnig sýning á vegum Gallerís Iðju. Sýningamar verða opnar frá kl. 13 til 20 laugardag og sunnudag og frá kl. 13 til 18 á mánudag, en sýning á verkum Eiríks verður opin lengur eða til 8. júní næstkomandi. Hún verður opin virka daga frá klukkan 19 til 22 og helgina 6. og 7. júní næst- komandi frá klukkan 14 til 18. I 1 ...........1 AKSJÓN Föstudagur 29. maí 21.00 ^Níubíó - Vatnsvélin (The Watereng'ine) Chicago 1934. Charlie fínnur upp vél sem gengur fyrir vatni en voldugum öflum stendur ógn af uppfínningunni og Charlie á skyndi- lega við ofurefli að etja. Aðaihlut- verk: Joe Mantcgna, John Mahoney, Treat Williams og William H. Macy 1992. Á laugardag, 30. maí, verða tón- leikar í Dalvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 14. Fram kemur Húsabakka- kórinn Góðir hálsar undir stjóm Rósu Kristínar Baldursdóttur. Að- gangur að öllum dagskrárliðum Vor- komunnar er ókeypis. Lúðrasveit verkalýðsins Tónleikar á Akureyri LÚÐRASVEIT verkalýðsins verður á ferð á Akureyri um hvitasunnu- helgina. Á morgun, iaugardag, mun sveitin halda útitónleika á Ráðhús- torgi kl. 14, þar sem flutt verður is- lensk tónlist, en áður mun sveitin marsera um miðbæinn. Tónleikar verða í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag, 31. maí og hefjast þeir kl. 17 en aðgangur er ókeypis. Flutt verða bæði innlend og er- lend verk, m.a. mars eftir Ama Bjömsson sem hann samdi við lagið „Sjá roðann í austri,“ en hann var frumfluttur á tónleikum sveitarinnar í apríl síðastliðnum og var sérstak- lega saminn fyrir unga jafnaðar- menn. Þá verður m.a. fiutt syrpa úr söngleiknum „My fair lady,“ „Sir Duke“ eftir Stevie Wonder og titil- lagið úr sjónvarpsmyndaflokknum um Simpson að ógleymdum mörsum eftir John Philip Sousa. Stjórnandi Lúðrasveitar verka- lýðsins er Tryggvi M. Baldvinsson. Hjálpræðisherinn Gestir frá Bandaríkjunum HJÓNIN Marjorie og Allan Wilts- hire frá Bandaríkjunum em gestir Hjáipræðishersins á Islandi um hvítasunnuhelgina og verða biblíu- kennarar á móti sem haldið verður að Löngumýri í Skagafirði. Á mánudag, annan í hvitasunnu, verður samkoma í sal Hjálpræðis- hersins á Akureyri, Hvannavöllum 10, og hefst hún kl. 20. en þar verða þau hjónin ræðumenn. Nonnahús opnað NONNAHÚS verður opnað næst- komandi mánudag, 1. júní, og verður opið daglega í sumar eða til 1. sept- ember frá kl. 10 tii 17. Zontaklúbbur Akureyrar stofnaði minningarsafn um rithöfundinn og jesúítaprestinn Jón Sveinsson fyrir fjömtíu og einu ári, en Nonni er þekktur um allan heim fyrir frásagn- ir af ævintýmm sínum á íslandi. Klúbburinn hefur látið merkja gönguleið frá Nonnahúsi upp á Höfðann og að „Nonnasteini". Kort ásamt leiðarlýsingu fæst í Nonna- húsi og er göngugörpum að kostnað- arlausu. Ferming'- armessur Möðruvellir Hátíðarguðsþjónusta verður í Möðravallakirkju á hvíta- sunnudag, 31. maí kl. 13.30. Kór kirkjunnar syngur hátíð- arsöngva Bjarna Þorsteinsson- ar. Organisti er Birgir Helga- son. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Andri Már Sigurðsson, Kambhóli, Arnarneshreppi. Egill Örn Sigurðsson, Brekkuhúsi 4, Hjalteyri. Gunnar Karel Másson, Skógum, Glæsibæjarhreppi. Roar Björn Ottemo, Möðra- völlum 1, Hörgárdal. Sara Hrönn Viðarsdóttir, Brakanda, Hörgárdal. Grundarkirkja Fermingarguðsþjónusta verður í Grandarkirkju á hvíta- sunnudag, 31. maí kl. 11. Fermd verða: Alma Sigrún Sigurgeirsdótt- ir, Reykárhverfi. Ágúst Freyi’ Kristinsson, Holtseli. Björgvin Ingi Stefánsson, Ártúni. Gunnar Harðai-son, Hóla- koti. Hallgrímur Sigurðsson, Kristnesi. Inga Bára Ragnarsdóttir, Hói. Jón Helgi Helgason, Þóra- stöðum. Kolbrún Harðardóttir, Hlíð- arhaga. Lilja Laufey Davíðsdóttir, Torfufelli. Lilja Rún Sigurðardóttir, Teigi. Margrét Vera Benedikts- dóttir, Sléttu. Selma Rut Úlfarsdóttir, Kroppi. Munkaþverárkir kj a Fermingarguðsþjónusta verður í Munkaþverárkirkju á hvítasunnudag, 31. maí kl. 13.30. Fermd verða: Baldur Einarsson, Hjarðar- haga. Hákon Amarsson, frá Upp- sölum. Helgi Arnarsson, frá Upp- sölum. Jóhann Smári Guðmunds- son, Kambi. Fermingarguðsþjónusta verður í Möðravallakirkju ann- an hvítasunnudag, 1. júní. Fermd verða: Hrönn Sigurbjörnsdóttir, Möðravöllum. Jón Kristjánsson, Fellshlíð. Sara Sigurbjörnsdóttir, Möðravöllum. Laufásprestakall Hátíðarguðsþjónusta verður í Svalbarðskirkju á hvítasunnu- dag kl. 11. Fermingarguðs- þjónusta verður á hvítasunnu- dag kl. 13 (ath. breyttan messutíma) í Grenivíkurkirkju. Fermd verða: Aima Þorsteinsdóttir, Ægis- síðu 25, Grenivík. Jóhann Símon Bjömsson, Túngötu 28, Grenivík. Ragnheiður Björg Svavars- dóttir, Ægissíðu 16, Greni- vík. Hátíðarmessa og ferming verður í Stærri-Árskógskirkju á hvítasunnudag og hefst kl. 10.30. Fermd verða: Gunnar Njáll Gunnarsson, Aðalgötu 1, Hauganesi. Páll Vilhjálmsson, Klappar- stíg 14, Hauganesi. Skarphéðinn Óskar Jónas- son, Öldugötu 11, Árskógs- sandi. Steingrímur Jóhannesson, Aðalgötu 5, Hauganesi. Elva Ýr Kristjánsdóttir, Hellu, Árskógsströnd. Inga Rut Pétursdóttir, Aðal- braut 11, Árskógssandi. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson MYND var að komast á salinn sem var þó engan veginn tilbúinn. Margra grasa mun kenna á sýningunni. Nýtt sögu- og minja- safn SVFÍ opnað í Garðinum í dag Garði - Nýtt sögu- og minjasafn Slysavamafélags Islands verður opnað að Gauksstöðum í dag kl. 16. Athöfnin er í beinum tengslum við þing SVFI sem sett verður í Sand- gerði kl. 14 og hefst að venju með guðsþjónustu. Meðal gesta verður Olafur Ragnar Grímsson forseti Is- lands og kona hans frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Halldór Blöndal samgönguráðherra mun opna safnið formlega. Þá er og bú- ist við að flestir þingfulltrúar muni verða við opnunina, þingmenn, for- svarsmenn nágrannabyggðarlag- anna, hreppsnefnd og þá hefir einnig verið boðið ölium eigendum stærri fyrirtækja í bænum. Sögu- og minjasafnið er á 300 fermetra rými og verður mjög glæsilegt. Bjöm S. Bjömsson hefir hannað svæðið og sér um alla upp- setningu gripa. Formaður sögu- og minjanefndar í Garðinum er hins vegar prímusmótorinn Ásgeir Hjálmarsson. Heildarstærð húss- ins er nálægt 3000 fermetrum en það er í eigu björgunarsveitarinnar Ægis í Garði. Þeir keyptu húsið fyrir um einu og hálfu ári á mjög hóflegu verði og hefír verið unnið í húsinu síðan í sjálfboðavinnu og telja kunnugir að þar hafi kraftaverkakarlar komið að. Að öðrum ólöstuðum hefir Sig- fús Magnússon, formaður bygg- inganefndar, verið þar fremstur í flokki. Búnaður björgunarsveitarinnar er góður en hann er að mestu ætl- aður til björgunar af sjó. Þeir eiga tvo nýja slöngubáta og tvo bíla auk annars búnaðar. Þá má einnig nefna að sveitin hefir boðið SVFI aðstöðu í nýja húsinu fyrir verk- stæði þar sem geyma mætti vara- hluti, tæki og tól félagsins. Eins og áður sagði verður sögu- og mirjasafnið opnað kl. 16 og kl. 17 verð- ur björgunarsveitarhúsið formlega tek- ið í notkun. Þá munu allir björgunar- sveitarbátar af svæðinu vera á siglingu fyrir utan Garðinn en bátamir verða til sýnis í Sandgerði á laugardaginn. í tengslum við opnunina býður Gerðahreppur upp á kaffi sem slysavarnakonur munu sjá um. Ný- kjörinn formaður Björgunarsveit- arinnar Ægis í Garði er Oddur Jónsson. Því má svo bæta við að annasöm- um degi er ekki þar með lokið í Garðinum. Skólaslitin í Gerðaskóla verða kl. 18 og kl. 20 mun knatt- spymufélagið Víðir etja kappi við Dalvíkinga. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson HELGA Hafsteinsdóttir og Karl Jóhann Jóhannsson. Brauðhús Helgu Grundarfirði - Hjónin Helga Haf- steinsdóttir og Karl Jóhann Jó- hannsson opnuðu verslun nú á dögunum og heitir hún Brauð- hús Helgu. Þau selja nýjar brauðvörur frá Brauðgerðarhúsi Stykkishólms, einnig mjólkur- og drykkjarvör- ur. Þetta er kærkomin viðbót í verslun í Grundarfirði. Opið er 6 daga vikunnar og einnig hafa þau opið í hádeginu. Minningar- athöfn um skipverja á Lock Morar Eyrarbakka - í dag, föstudaginn 29. maí, er væntanlegur 10-12 manna hópur frá Aberdeen í Skotlandi tii Eyrarbakka. Tildrög eru þau, að 1. aprfl 1937 fórst tog- arinn Lock Morar í skerjagarðin- um fram undan Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Allir skipverjar fór- ust. Sex lík rak að landi á tímabil- inu frá því nokkrum dögum eftir strandið og fram í ágúst. Þau vora öll jarðsett í kirkjugarðinum á Eyrarbakka. Slysavarnadeildin Björg hefur annast grafreitinn og voru krossar settir á hann á 8. ára- tugnum. I hópnum sem kemur hingað frá Aberdeen eru m.a. ættingjar og vinir skipshafnarinnar. Minningar- athöfn verður í Eyrarbakkakirkju kl. 19.30 í dag. Séra Úlfar Guð- mundsson annast athöfnina og kirkjukór Eyrarbakkakirkju syng- ur undir stjórn organistans Hauks Gíslasonar. Að athöfn lokinni verð- ur farið í kirkjugarðinn þar sem Skotamir ætla að koma fyrir minn- ingarkrossi á leiðinu. I * > I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.