Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alvarlegar ásakanir. AF hverju ert þú ekki bara að veiða í þinni Hrútafjarðará Sverrir minn? ÁSGEIR Bolli Kristinsson og Páll Magnússon virða fyrir sér laxana neðst í Kvíslafossi að sunnanverðu. Fyrstu laxarnir gengnir í Laxá í Kjós FYRSTU laxarnir eru gengnir í Laxá í Kjós, en sex fískar sáust í gærdag í Kvíslafossi að sunnan- verðu. „Þetta kemur mér ekki á óvart, þeir fyrstu eru yfírleitt á ferðinni síðustu dagana í maí og svo er straumur mjög vaxandi einmitt um þessar mundir," sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka Laxár, í samtali við Morgunblað- ið, en hann var við þriðja mann við ána í gær og sá þegar laxarn- ir renndu sér upp í fosshylinn. Ásgeir sagði að laxarnir hefðu ekki verið sérlega stórir og að- spurður hvort menn hefðu ekki séð iax víðar í ánni sagði hann: „Ég skal ekkert segja um magn- ið. Það var frekar lélegt skyggni, en þessir sex sem við saum voru alveg í dauðafæri. Áin er í því sem við köllum með- alsumarvatn um þessar mundir og við hefðum ef til vill séð fleiri ef bjartara hefði verið yfir.“ Þess má geta, að veiði hefst í Laxá lO.júní, en fyrstu árnar verða opnaðar á mánudag, _ Norðurá, Þverá og Laxá á Ás- um. Maxwell House kaffi Glitra uppþvottavéladuft Engjaþykkni 59- WC pappír 12 rúliur Eldhúsrúllur 4 stk. Meistarafélag bólstrara 70 ára Áhugi á gömlum húsgögnum end- urvakti fagið Hafsteinn Sigurbjarnason Meistara- FÉLAG bólstr- ara hélt upp á 70 ára afmæli sitt á Sóloni Islandusi nýverið, á sama stað og félagið var stofn- að. „Það er mjög mikið að gerast hjá félaginu. í haust vorum við þátttak- endur í sýningu í Kola- portinu þar sem við kynntum gamla fagið, það er fjaðrabindingar, í máli og myndum og fengum fólk til þess að vinna á svæðinu. Fjaðrabinding er þessi gamla antík- bólstrun, sem er dálítið að ryðja sér til rúms aftur. Fólk leitar mikið að þess- um gömlu, góðu, vönduðu húsgögnum sem afi og amma áttu um þessar mundir. Þau hafa dugað mjög vel gegnum árin og mikil vakning í þá veru að nota þessi húsgögn nú. Því er mikið að gera í faginu í dag,“ segir Hafsteinn Sigui-- bjarnason bólstrari og atvinnu- rekandi. - Hvert er markmið félagsins? „Markmið Meistarafélags bólstrara er að benda almenn- ingi, fyrirtækjum og stofnunum ó að bólstrun er löggilt iðngrein og að í félaginu eru aðeins meistarar með sjálfstæðan rekstur, sem þar af leiðandi eru allir með töluverða reynslu í faginu. Félagið stendur vörð um sameiginlega hagsmuni félagsmanna, heldur utan um endurmenntunarnámskeið fyrir félagsmenn og miðlar upplýsing- um til þeirra hvað varðar nýjung- ar í greininni.“ - Hvemig hafa bólstrarar kynnt starfsemi sína? „Við erum til dæmis komnir með heimasíðu. Slóðin er vef- ur.is/mfb og þar er hægt að nálg- ast allar upplýsingar um bólstr- un, Meistarafélag bólstrara og fé- lagsmenn, sem eru 37 að heiðurs- félögum meðtöldum. Það hafa rúmlega 4.000 manns heimsótt síðuna síðan 1 október. Heimasíð- an er í þróun en hugmyndin er sú að fólk geti nálgast þarna á ein- um stað allt um bólstrun því margir okkar eru með verslanir og framleiða húsgögn. Einnig ætlum við að efna til veglegrar sýningar í Perlunni í september og kynna þar bólstrun í nútíð og þátíð.“ - Lá bólstrun lengi í láginni sem iðngrein? „Það hefur ekki verið lærling- ur í faginu í 13 ár, af mörgum ástæðum. Meðalaldur bólstrara er orðinn talsvert hár, um 54 ár, en hann kemur til með að lækka með nýjum nemum því við reynum nú af krafti að fjölga í fag- inu. Á tímabili var mjög mikið flutt inn af húsgögnum og lítill áhugi fyrir antík-húsgögnum á meðan. Menn höfðu því minna að gera á þeim tíma og veigruðu sér að sama skapi við því að taka lær- linga. Fjaðrabindingar og þessi gamla antík-bólstrun var heldur ekki kennd hér í skólunum." - Verður slík kennsla tekin upp nú? „Við stöndum í samningavið- ræðum við Skiveskole á Jótlandi í Danmörku, sem er einn virtasti bólsturskóli í heimi. Hin faglega kennsla sem þar fer fram er meiriháttar og hugmyndin sú að við sendum okkar nema þangað. Bóklega námið færi síðan fram hér heima. Á móti myndum við ► Hafsteinn Sigurbjarnason fæddist í Reykjavík árið 1953. Að loknu gagnfræðaprófi lauk hann sveinsprófi í húsgagna- bólstrun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1975 og fékk meistararéttindi árið 1979. Haf- steinn lærði hjá Bólstrun Gunn- ars Helgasonar á sínum túna, vann um skeið sem verslunar- sljóri í Kjörgarði og opnaði Furuhúsið með Gísla Ásmunds- syiú. Hann rak bólsturverkstæði í Gautaborg 1989-1991 og starf- aði jafnframt hjá Volvo. Árið 1995 keypti Hafsteinn bólstur- verkstæði á Selfossi, þar sem hann var til ársins 1998. Þá fiutti hann fyrirtækið HS bólstr- un ehf. í Auðbrekku 1 í Kópa- vogi. Eiginkona Hafsteins er Bergrós Bjöi-nsdóttir ræsti- tæknir og eiga þau þijú börn. Hafsteinn er formaður Meist- arafélags bólstrara en aðrir í stjóm félagsins em Kristján Thorarensen varaforrnaður, Eh'nborg Jónsdóttir gjaldkeri, Grétar Árnason meðsljómandi og Hafsteinn Gunnarsson ritari. taka á móti nemendum í söðla- smíði frá Norðurlöndunum. Skiptikennsla er góð lausn fyrir iðngreinar sem fáir vilja nema.“ - Hvað eru margir að læra bólstrun núna? „Það byrjuðu tveir nemar nú í janúar og annar þeirra er kona. Nú er ein kona í félaginu en þær hafa nokkrar lært fagið frá upp- hafi. Hins vegar hafa þær ekki starfað mikið við fagið. Sú sem er starfandi núna er mikið í rokokó- stílnum og útsaumi og vakti mikla athygli á sýningunni í haust. Það stendur til að taka fleiri nema til viðbótar enda mikið að gera og mikill uppgangur í faginu.“ - Hver er ástæða þess að gömlu hús- gögnin eru svo vinsæl nú? „Fólk hefur áttað sig á því að gömlu fjaðrabundnu húsgögnin eru virkilega góð. Þau endast tí- falt á við ýmis nútímahúsgögn, þótt þau geti verið mjög vönduð, og það sér varla á stoppinu eftir 30-40 ára notkun. Þau eru líka oft stærri, með útskornar grindur og verulega vönduð. Áhuginn á slík- um húsgögnum er því mikill nú. Staðreyndin er hins vegar sú að búið er að henda ógrynni af því. Nú vill fólk grafa þau upp aftur og leitar í fomverslunum, geymslum og jafnvel gámum í von um að rekast á eitthvað nýti- legt.“ Fólk leitar í gámum og á ruslahaugum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.