Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Innlendar bækur útilokaðar Suður-afrískir rithöfundar berjast gegn hugsunarhætti gamla tímans Á LISTAHÁTÍÐ fer af stað verk- efni sem Norræna ráðherranefndin vinnur í samvinnu við Suður-Afríku og nefnist „Shuttle 99“. Það felur í sér menningarsamstarf á öllum sviðum lista og komu bókmenntir í hlut Islendinga. Akveðið var að samvinnan yrði í formi bókmennta- smiðju fyrir börn, og til landsins eru komnir sex barnabókarithöfundar frá Suður-Afríka, einn frá hverju Norðurlandanna auk Islendinganna Olgu Guðrúnar Árnadóttur og Sjón- ar. Þau vinna fyrst með íslenskum börnum og síðan suður-afrískum og ætlunin er að gefa út bók með sög- unum. Með þessum hætti verður jafnvel unnt að gefa fátækum afrískum börnum sína fyrstu bók, en ólæsi hefur verið allt að 50% meðal svartra. Zakes Mda, Marianna Brand og Themba Mabaso eru öll frá Suður- Afríku, og höfðu frá nógu að segja um stöðu afrískra rithöfunda Suð- ur-Afríku þegar blaðamann bar að garði í Norræna húsinu. Zakes: „Yfir höfuð er ástandið mjög slæmt og það á við um allar bókmenntir bæði fyrir fullorðna og börn. Einu bækurnar sem fást í bókabúðum eru erlendar og þá helst amerískar, Disney-bækur og slíkt. Bóksalar útiloka afrískar bók- menntir almennt og það er mjög erfitt að fínna bók eftir innfæddan í bókabúð í S-Afríku. Þær bókmennt- ir sem börn ættu að vera að lesa sér til ánægju eru ekki á boðstólum. Bókaútgefendur eru mjög hikandi þegar kemur að því að gefa út bæk- ur afrískra rithöfunda þar sem þeir óttast að enginn kaupi þær.“ Marianna: „Útgefendur taka þetta líka nærri sér og hafa lagt nið- ur kennslugagnadeildina því skólar kaupa hreinlega ekki bækur handa börnum og þeir sitja uppi með þær. Þau munu ekki gefa út kennslugögn fyrr en stjórnin setur peninga í það að kaupa þau. Höfundar eru því í mjög slæmrí stöðu, þeir hafa lagt mikla vinnu í þessar bækur fyrir út- gefendur og fá ekkert út úr því.“ - En í'ólk kaupir Disney-bækur? Zakes:“ Bæði meðal svartra og hvítra er vaxandi millistétt, sem hefur efni á því að kaupa bækur og gerir það jafnvel. Meirihlutinn er samt mjög fátækt fólk sem kemst einungis í návígi við bækur í skólan- um. Það sem við viljum er að þetta fólk fái einnig aðgang að bókum. Við barnabókahöfundar erum núna meira að einbeita sér sögubókum því okkur fínnst að lestur eigi að vera meira en nauð í skóla. Böm eiga að læra að lesa sér til ánægju. Það eru margir höfundar sem ein- beita sér að börnum, en vandamálið liggur aðallega í bóksölum. Þrátt fyrir að aðskilnaðarstefnan hafí ver- ið afnumin, liggur hugsunarháttur bóksala enn í gamla tímanum. Bókabúðir eru uppfullar af amerísk- um bókum, meðan nokkrar afrískar liggja úti í homi, og verst er að markaðurinn er einokaður ef tveim- ur stórum sölukeðjum." Themba: „Lestur á ekki að vera nauð eða tengdur prófum heldur hluti af daglegu lífi. Við lestur hverrar sögubókar fræðist lesand- inn. Barn í Afríku sem les sögu sem gerist á Islandi lærir ótrúlega margt um landið og lífíð hér. Þess vegna verður líka að kenna börnum að lesa sér til ánægju. Zakes: „Jafnvel þótt spurt sé eft- ir bókum eru þær ekki settar í fremstu hillur. Eg á metsölubók Ways of Dying sem er ófmnanleg í búðum. Afrísk bók er bara pöntuð ein í einu fyrir þann einstakling sem sérsatklega biður um það. Það er litið svo á að afrískar bókmenntir sé verri en erlendar og þær seljist ekki. Hugsunarhátturinn er enn í gamla tímanum og við erum að berjast gegn því. Það þarf að af- nema einokunina og þá geta rithöf- undar komið bókum sínum að.“ - Er staða svartra og hvítra rit- höfunda misjöfn íSuður-Afríku? Zakes:“Það er munur, jafnvel þótt að yfir höfuð allar afrískar bók- menntir séu útilokaðar af bókaút- gefendum. Stærsta bóksölukeðjan nær um alla Afríku, en þar fást eng- ar afrískar höfundar, mínar bækur fást hvergi. Eg sel meira í Frakk- landi en í Afríku. Það fást hins veg- ar barnabækur eftir hvíta höfunda. í Suður-Afríku era 11 opinber tungumál, en bækurnar eru bara á ensku og búamáli. Þess vegna eru munur á hvítum og svörtum rithöf- undum.“ Marianna: „Eg hef skrifað fyrir böm á ensku, en þær bækur fást hvergi því ég skrifa um svarta.“ - Hvort hefur þá þátttaka ykkar í þessu verkefni meiri menningarlega eða pólitíska þýðingu fyrirykkur og landa ykkar? Zakes: „Eg veit ekki hvort hún hefur einhverja pólitíska þýðingu, ég lít bara á þetta sem menningar- leg skipti. Afrískir og norrænir rit- höfundar skiptast á öllu því sem þeir geta.“ Marianna:: „Mér fínnst mjög mikilvægt að fá að koma hingað til að sjá hvernig menningarstarfsemi er háttað hér á landi, og fá hug- mundir um það hverig við getum breytt stöðunni í þeim efnum í Suð- ur-Áfríku. Það er frábært að svona lítið land geti gert allt þetta og við ættum að geta gert það líka.“ Themba: „Suður-afrískt samfélag var mjög lokað umheiminum fram að afnámi aðskilnaðarstefnunnar og ég lít á þessa samvinnu sem jöfn menningarsamskipti á báða bóga.“ Skemmtilegir kennarar en erfítt að tala við þá Embla Vigfúsdóttir er 11 ára í bókmenntasmiðju. „Eg hef mikinn áhuga á myndlist, en kom af þvi að ég hef gaman af sögum og að myndskreyta þær. Það er rosalega gaman á þessu nám- skeiði. Fyrsta daginn fórum við með kennurum út í Viðey að safna hug- myndum í sögurnar sem við erum núna að skrifa. Kennararnir eru all- ir mjög skemmtilegir þó það sé svo- lítið erfítt að tala við þá. Það verður kannski gefin út bók, en hún er um klikkaðan karl sem verður að apa og svo að húllahring.“ Morgunblaðið/Ásdís AFRÍSKIR sagnaþulir í Listaklúbbi Þjóðleikhússins. Frá vinstri; Zakes Mda, Marianna Brand, Mpapa Mokhoane, Thokozile Channe og Themba Mabaso. Sýningum lýkur Gallerí Fold, Rauðarárstíg MÁLVERKASÝNINGU Þor- bjargar Höskuldsdóttur lýkur mánudaginn 1. júní. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17, mánudaginn 1. júní kl. 14-17, lokað hvítasunnudag. Kringlan Samsýningu Leirlistarfélags- ins, „Skál“, sem stendur yfir á 2. hæð í Kringlunni, lýkur á morg- un, laugardag. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma verslana. Tryggvi Han- sen sýnir á 22 TRYGGVI Hansen opnar mynd- listarsýningu á Veitingahúsinu Laugavegi 22, laugardaginn 30. maí kl. 20.30. Þar sýnir hann sjö olíu- og eggtemperamyndir. Föstudagur BORGARLEIKHÚSIÐ: Neder- lands Dans Theater II og III. KI.20. íslenska óperan: Carmen Negra, rokk-, salsa-, poppópera. Kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Iðnó Föstudagur Tríó Ólafs Stephensen. kl. 22. Aðgangur ókeypis. Nederlands Dans Teater í Borgarleikhúsinu Obeisluð orka og mannleg útgeislun NEDERLANDS Dans Teater II og III sýndu fjögur verk í Borgarleik- húsinu í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. Flokkarnir tveir eru ólík- ir að eiginleikum, sem einna helst felast í aldri dansaranna. Gerald Tibbs er ballett og æfingastjóri yngri flokksins en dansarar hans eru á aldrinum 17 til 22ja ára. Hann segir aðaleinkenni flokksins vera þá hráu og óbeisl- uðu orku sem dansararn- ir ungu búa yfír. „Við dönsum nútímaballett," sagði Gerald Tibbs, „við leitum nýrra leiða í dansi en dönsum ekki balietta sem voru samdir fyrir tugum ára. Dansar- arnir þurfa þó að hafa sterkan klassískan grunn og eru þessir yngstu dansarar sem ég stjórna skyldugir til að stunda klassísk- an ballett sex sinnum í viku. Þegar við prófum nýja dansara skoðum við fyrst og fremst klassískan grunn þeirra og síðan færni þeirra til að tjá sig utan hins klassíska stfls. Hvort þeir eru færir um að hreyfa sig á frjálsan og óheflaðan hátt,“ sagði Gerald. Arlette van Boven er æfínga- stjóri NDT III og Gerald Tibbs sögðu að starfí með Nederlands Morgunblaðið/Þorkell ARLETTE van Boven og Gerald Tibbs í Borgarleikhúsinu í gær. Dans Teater fylgdu mikil ferða- lög vítt og breitt um heiminn. „Við höfum sýnt víða um heim, allt frá Brasilíu til Suður-Afríku. Við erum með u.þ.b. 30 sýningar á ári í Hollandi og 50 utan Hollands, svo starfinu fylgja um- talsverð ferðalög," sagði Arlette og bætti við að hún væri ánægð með að bæta íslandi í hópinn. Arlette er æfingasljóri elsta hópsins þar sem dansararnir eru á aldrinum 45 til 62ja og er flokkurinn sérstakur fyrir þær sakir. Hann hefur sýnt fram á að það er til líf fyrir dansara eftir að fjórða áratugnum er náð, en meðlimir hans dansa ekki ein- ungis heldur leika einnig og Morgunblaðið/Halldór ÓBEISLUÐ orka ungra dansara NDT II. syngja. Arlette sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún teldi velgengni flokksins einna helst byggjast á því að dansar- arnir sýndu fram á að þeir væru mannlegir, og næðu þannig að höfða sterkt til áhorfenda. „Danshöfundarnir semja verkin sérstaklega með þau í huga, og hvað þau eru fær um að gera. Vegna áralangrar sviðsreynslu þessara dansara eru þau ef til vill færari um að höfða til áhorf- enda á mannlegri hátt en aðrir,“ sagði Arlette og hélt á brott til að fylgjast með æfingu. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.