Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 68
JieMiáí -setur brag á sérhvern dag! Sparaðu tíma, sparaðu peninga fcff fö)%ÚNAÐARBANKlNN traustur banki MORGUNBLAÐffl, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bankaráð LI óskar opinberrar rannsóknar á störfum stjórnenda Lindar Kannað hvort refsiverð háttsemi hafí átt sér stað BANKARÁÐ Landsbanka íslands hf. samþykkti samhijóða í gær að óska eftir þvi við ríkissaksókn- ara að fram fari opinber rannsókn á því hvort stjómendur fjármögnunarleigufyrirtækisins Lind- ar hf. hafi, eftir að Landsbanki Islands eignaðist meirihluta í fyrirtækinu í lok árs 1991, með athöfn- um sínum eða athafnaleysi við stjóm þess framið eða tekið þátt í refsiverðri háttsemi. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Kjartan Gunnarsson, varafor- maður þess, kynntu þessa ákvörðun bankaráðsins á blaðamannafundi í gær og greindi Kjartan frá helstu rökum ráðsins fyrir henni. Var jafnfi-amt af- hent bréf bankaráðs til Ríkisendurskoðunar frá 26. september 1996 þar sem farið er yfir atriði skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 29. mars 1996 um málefni Lindar hf. Kjartan Gunnarsson, sem var formaður banka- ráðsins á þeim tíma, sagði að í skýrslu ríkisendur- skoðanda væri hvergi fullyrt að um lögbrot væri að ræða en að tilefni kunni að sýnast til að kanna ýmsa þætti og hvort rétt væri að draga einhverja til ábyrgðar. Kjartan sagði að eftir umræður á Alþingi og í þjóðfélaginu hefðu mál skipast þannig að bankaráðið teldi skynsamlegast að fá opinbera rannsókn ríkissaksóknara. Hann sagði bankaráðið með því hafa stigið alvarlegt skref, þarna ættu margir menn ef til vill í hlut. Hann minnti á að á sín- um tíma hefði enginn þeirra aðila, sem málið varð- aði, talið ástæðu til að krefjast opinberrar rann- sóknar á málefnum Lindar hf., hvorki viðskiptaráð- herra, Ríkisendurskoðun, bankaeftirlit Seðlabanka Islands, bankastjórn og bankaráð Landsbanka Is- Iands né stjóm Lindar hf. Sagði hann að allir þessir aðilar hefðu getað átt írumkvæði að rannsókn. Kjartan sagði bankaráðið ekki vilja koma í veg fyrir réttar lögfylgjur af þeim mistökum sem orðið hefðu við stjóm Lindar hf. en hefði talið að ekki hefðu verið tilefni til að óska opinberrar rannsóknar. Óhugsandi annað en að standa við skuld- bindingar Lindar hf. Kjartan Gunnarsson fór yfir nokkur atriði í bréfí bankaráðsins til Ríkisendurskoðunar og sagði það alltaf hafa verið ætlan Landsbankans að standa við allar skuldbindingar Lindar gagnvart lánardrottnum og öðrum viðskiptamönnum. Sagði hann að óhugsandi hefði verið að láta Lind hf. fara í gjaldþrot, það hefði m.a. lent á erlendum lánar- drottnum. Upplýst er í bréfmu að stjóm Lindar hf. hafi, eftir áð Landsbankinn tók að fullu við stjórn félagsins, sett margvíslegar nýjar og strangari reglur um útlánaákvarðanir, skert heimild fram- kvæmdastjóra til sjálfstæðra ákvarðana og gert þá mikilvægu ráðstöfun að skipta um endurskoðanda og fá til verksins Arna Tómasson, löggiltan endur- skoðanda og endurskoðanda Landsbankans. I bréfi bankaráðs Landsbankans segir m.a. svo um frammistöðu fyrrum framkvæmdastjóra Lindar hf.: „Pað velkist enginn í vafa um það, sem kynnt hefur sér þau gögn sem liggja fyrir um rekstur Lindar hf., að frá upphafi hefur mátt efast um getu framkvæmdastjóra fyrirtækisins til þess að gegna starfi sínu. Slíkar staðhæfingar er hins vegar ávallt ákaflega erfitt að færa fullnaðarsönnur á. Besta leiðbeiningin í því efni er þó að öllum líkindum end- anleg niðurstaða á rekstri fyrirtækisins." Kjartan Gunnarsson sagði að tvennt hefði eink- um farið úrskeiðis hjá Lind hf., annars vegar rang- ar ákvarðanir um útlán og hins vegar að upplýs- ingamiðlun hefði verið ófullnægjandi. Höfuðatriðið væri að draga lærdóm af því en ekki elta uppi ein- staklinga. ■ Málefni Lindar/10-16 Hiti komst í 19 stig HITINN komst hæst í 19 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum í , _^ær og var víða heitt í uppsveit- um Árnessýslu og á Suðurlandi. Leikskólakrakkar á Selfossi mál- uðu sig í framan og brugðu á leik í árlegri grill- og Ijölskylduveislu, sem haldin var í blíðunni í gær, en samkvæmt spá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt á morgun. Víða verður bjart veður og hiti á bilinu 8-18 stig, hlýjast á Suðurlandi. Flýtimeðferð samþykkt á máli samkeppnisráðs SAMKEPPNISRAÐ krefst ógild- ingar úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna samruna- máls Myllunnar-Brauðs hf. og Sam- sölubakarís hf. og að málið verði af- greitt á ný á grundvelli annan-a málsástæðna en þeirrar að frestur samkeppnisráðs til að ógilda sam- runa félaganna hafi verið liðinn. Stefna samkeppnisráðs var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og hefur dómurinn fallist á að málið sæti flýtimeðferð. Málið er höfðað annars vegar gegn Myllunni-Brauði hf. og Mjólk- ursamsölunni í Reykjavík, sem átti Samsölubakarí, til ógildingar úr- skurðar áíiýj unarnefndai' sam- keppnismála. Áfrýjunamefndin felldi sem kunnugt er úr gildi bann samkeppnisráðs við samruna félag- anna á þeim grundvelli að frestur ráðsins til afskipta hafi verið liðinn. I stefnunni færir lögmaður samkeppn- isráðs fram rök fyrir þeirri skoðun að frestur hafi ekki verið liðinn. Á hendur áfrýjunamefnd samkeppnis- mála eru gerðar þær kröfur að mál- ið verði tekið fyrir að nýju á gi'und- velli annarra málsástæðna fyrir- tækjanna. ■ Krafist ógildingar/19 Morgunblaðið/RAX Sólgnir í ástarsög- ur með spennuívafí ÁSTARSÖGUR eiga dyggan lesendahóp samkvæmt upp- lagstölum Ásútgáfunnar á Akureyri, sem um árabil hefur gefið út 20 þúsund eintök af slíkum sögum á mánuði, eða samtals 240 þúsund eintök á ári. Upplagið skiptist jafnt milli útgáfu tímaritsins Sögu mánaðarins og fjögurra bóka- flokka; Ást og afbrot, Örlaga- sögur, Ástarsögur og Sjúkra- hússögur. Að sögn Rósu Guðmunds- dóttur framkvæmdastjóra er Ásútgáfan með samning við al- heimsútgáfuna Harlequin Enterprises, sem sendir Ásút- gáfunni sextíu titla á mánuði til yfirlestrar. „Við veljum síðan fysilegustu sögumar, flokkum þær og þýðum. Val okkar hef- ur komið starfsmönnum Har- lequin Enterprises á óvart, en þeir segja íslendinga lesa fremur ástarsögur með spennuívafi og heilsteyptari söguþræði en aðrar þjóðir.“ Flestir kaupa allan pakkann Áskiifendur ástarsagna Ás- útgáfunnar eru tæplega átta hundruð og segir Rósa flesta kaupa „allan pakkann", þ.e. fjórar bækur og tímaritið. Les- endur séu jafnt unglingar sem aldraðir, konur sem karlar. „Karlai- lesa fremur bækur í flokknum Ástir og afbrot, þar sem morð kemur alltaf við sögu, eða Örlagasögur, sem eru spennusögur. Sameiginlegt einkenni ástarsagnanna er góður endir, enda les fólk þær sér til ánægju og yndis,“ segir Rósa. ■ Konur/B2 Skýrsla lögmanns um réttarstöðu fyrr- verandi bankastjóra Innihaldið ekki upp- lýst í bili BANKARÁÐ Landsbanka ís- lands hf. fékk í gær skýrslu Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæsta- réttarlögmanns um réttarstöðu þriggja bankastjóra bankans sem sögðu af sér um miðjan apr- fl. Mun bankaráðið taka hana til umfjöllunar á næsta fundi. Helgi S. Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbank- ans, upplýsti að skýrslan væri mikil að vöxtum og að lögmaður- inn hefði farið yfir hana með bankaráðsfulltrúum í gær. Vildi hann ekki upplýsa neitt um inni- hald skýrslunnar. í kjölfar uppsagna banka- stjóranna Björgvins Vilmundar- sonar, Halldórs Guðbjarnasonar og Sverris Hermannssonar óskaði bankaráð eftir greinar- gerð frá lögmanninum um rétt- arstöðu þeirra. Bankaráðið mun kynna sér hana á næstu vikum og verður væntanlega tekin ákvörðun um frekara framhald málsins eftir um það bil hálfan mánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.