Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR + Margrét Ágústsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 1. júní 1914. Hún iést á Landakotsspítala 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Árna- son, smiður og kennari í Vest- manneyjum, f. 18. ágúst 1871 í Mið- mörk undir Eyja- fjöllum, d. 2. aprfl 1957, og Ólöf Ólafs- dóttir, húsmóðir, f. 28. október 1884 í Hlíðarenda- koti í Fljótshlíð, d. 21. júlí 1963. Systur Margrétar eru: Guðrún, f. 21. júlí 1907, Sig- ríður, f. 13. október 1910, og Lóa, f. 13. október 1920. Upp- eldissystkinin voru tvö, en foreldrar Margrétar ólu upp Þuríði Vigfúsdóttur frá átta ára aldri og einnig Óskar, f. 13. febrúar 1926, son hennar og Guðjóns Úlfarssonar. Margrét var ógift og varð ekki barna auðið. títför Margrétar fór fram í kyrrþey að hennar eigin ósk 27. maí. Með örfáum orðum viljum við minnast móðursystur okkar Mar- grétar Ágústsdóttur eða Grétu frænku sem nú er horfin úr þessu jarðlífí eftir erfið veikindi. Gréta fæddist og ólst upp í Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Ólöf Ólafsdóttir og Ágúst Árna- son, sem var fjölhæfur smiður og síð- ar kennari við Bamaskólann í Vest- mannaeyjum um 30 ára skeið. Ágúst gegndi fjölda trúnaðarstarfa í Vest- mannaeyjum auk þess sem aðalá- hugamál hans voru bókmenntir. Við þessar aðstæður ólst hún upp með systrunum þrem og tveimur uppeld- issystkinum. Gréta stundaði hefð- bundna skólagöngu og fór meðal annars til náms að Laugarvatni í tvo vetur. Hún minntist tímans á Laug- arvatni með miklum hlýhug. Síðan vann hún hjá Landssímanum í Vest- mannaeyjum þar til hún fluttist til Reykjavíkur þar sem hún starfaði um tíma hjá KRON á Skólavörðu- stíg. Árið 1953 hóf hún störf hjá Landssímanum í Reykjavík þar sem hún vann við símagæslu í meira en 30 ár eða þar til hún lét af starfi vegna aldurs. Gréta giftist aldrei en hélt heimili með foreldrum sínum meðan þau lifðu, fyrst í Vestmannaeyjum og síð- ar í Reykjavík. í mörg ár bjuggu systurnar Gréta og Sigríður móðir okkar við Háteigsveginn og var þá samgangur milli þeirra mikill enda voru þær alla tíð miklar vinkonur og studdu hvor aðra í gleði og sorg. Það leið varla sá dagur að þær töluðu ekki saman og vitum við að Grétu var mikill styrkur að móður okkar í veikindum sínum. Eins voru sterk tengsl milli allra systranna og hittust þær að jafnaði vikulega í kaffi eða mat meðan heilsa þeirra leyfði. Við systurnar nutum ástar og umhyggju Grétu sem tók af áhuga þátt í lífi MINNINGAR okkar, svo og barna okkar þegar þau uxu úr grasi. Hún var einstaklega barngóð, fylgdist með öllum systrabörnunum og fjölskyldum þeirra af einlægum áhuga og það veitti henni mikla gleði þegar vel gekk. Minnisstæðar eru einstaklega fallegar gjafir, sem ávallt voru gefnar af miklum hlýhug enda hafði hún í raun meiri áhuga á að gefa en þiggja. Gréta var miklum mannkostum búin. Hún mátti ekki vamm sitt vita, var sérstaklega orðvör, trygglynd og mikill vinur vina sinna. Hún lifði fremur einfóldu lífi, en hafði yndi af ferðalögum og ferðaðist víða bæði heima og erlendis. Var hún þá jafnan í góðra vina hópi enda varla hægt að hugsa sér traustari ferðafélaga. Síðustu ár ævi sinnar bjó Gréta í fallegri íbúð eldri borgara við Lind- argötu í Reykjavík. Því miður entist henni ekki heilsa til að njóta ævi- kvöldsins þar, því stuttu eftir að hún fluttist þangað fór að halla undan fæti. Þar tókst henni þó að halda heimili í anda sinnar kynslóðar sem kaus að halda sjálfstæði sínu í lengstu lög. Með þessum orðum kveðjum við ástkæra frænku okkar en við trúum því að Gréta sé hjá frelsara þessa heims því í Biblíunni segir Jesús: „Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Ólöf E. Óladóttir, Sigrún F. Óladóttir. Minningarnar streyma fram nú þegar komið er að þvi að kveðja Grétu móðursystur mína. Ég hugsa til bernsku minnar og sé fyrir mér ömmu mína, afa og Grétu, samofin þrenning. Hún bjó hjá þeim alla tíð og annaðist þau þar til yfir lauk. Hún hafði unun af ferðalögum, ferðaðist mikið bæði innan lands og utan og var ætíð tilhlökkunarefni að heyra ferðasöguna því hún hafði þann eiginleika að segja svo skemmtilega frá. Samviskusemi, heiðarleiki, þessar dyggðh- prýddu svo sannarlega Grétu, stundum fannst mér nóg um en allt skyldi standa eins og stafur á bók. Hún var bæði greind og skemmtileg og frábær gestgjafi, fylgdist alltaf vel með öllum þjóðmál- um alla tíð. Gréta hafði gaman af garðrækt og bar garðurinn á Háteigsveginum þess vel vitni. Gat hún gleymt sér tímunum saman við vinnu sína þar. Við systrabörnin hennar Grétu vorum börnin hennar og nutum við þess og síðan ekki síður okkar böm og barnabörn. Nú að leiðarlokum vil ég þakka fyrir hönd systkina minna og afkomenda okkar allra þá ást, tryggð og umhyggju sem hún sýndi okkur alla ævi. Elsku Gréta mín, far þú í friði. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hniginn er sól í sjó. Sofþúiblíðriró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögnbreiðistyfirallt. (Jóhann Jónsson.) Ólöf Ágústa Karlsdóttir. Margrét Ágústsdóttir, ömmusyst- ir mín, er nú látin. Margrét eða Gréta eins og við kölluðum hana var búin að vera veik í nokkum tíma en það var ekki fyrr en undir það síð- asta að maður gerði sér grein fyrir hversu alvarleg veikindi hennar vom. Gréta eignaðist engin börn en hún var okkur, yngstu kynslóðinni í fjöl- skyldunni, sem amma. Hún fylgdist með okkur vaxa og dafna og gladdist með okkur þegar vel gekk. Hún gaf okkur alltaf svo fallegar gjafii- og maður vissi að á bak við hverja gjöf var einlæg velvild í okkar garð. Gréta hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra og vildi helst ekki þiggja neitt frá neinum. Það mátti alls ekki eyða peningunum í hana og Gréta keypti sér aldrei óþarfan hlut. En hún var alltaf mjög hrifin af fal^ legum hlutum og mat það mikils þegar maður sýndi henni nýja kápu eða kjól sem maður hafði fengið. Síðast þegar ég heimsótti Grétu, sýndi ég henni stúdentadragtina mína og þá sá ég gamla glampann í veiku augunum hennar hinsta sinni. Gréta mun ekki sitja við borð í út- skriftarveislunni minni en ég veit að hún mun vera með okkur öllum í anda. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfír. (Hannes Pét.) Elsku Gréta, með söknuð í hjarta kveð ég þig. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Blessuð sé minning þín. Sigríður Sunna Aradóttir. Elsku Gréta, við kveðjum þig með söknuði en geymum minninguna um allar góðu stundirnar. Ekki hvarflaði að okkur um síðustu jól er þú komst til okkar eins og öll önnur jól að það væru þín síðustu hér hjá okkur. Nú^ ertu komin á friðsælan og góðan stað þar sem þér líður vel eftir öll veik- indin sem þú hefur þurft að kljást við. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Huida og Tinna Ósk. + Sigurbjörg Sig- urbjörnsdóttir fæddist á Geitagili í Orlygshöfn 1. janú- ar 1919. Hún lést á Hrafnistu 13. aprfl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ólafía Magn- úsdóttir frá Hnjóti í Örlygshöfn og Sig- urbjörn Guðjónsson frá Geitagili, en þau bjuggu síðar lengi í Hænuvík við Pat- reksfjörð. Alls voru börn þeirra lijóna 10. Eftirlifandi systkini Sigur- bjargar eru Aðalheiður Una, húsmóðir í Reykjavík, Guðjón Björgvin, fv. bóndi og oddviti í Tálknafirði, og Valtýr Agnar, Með Sigurbjörgu Sigurbjörnsdótt- ur frá Hænuvík er horfin ein af þeim fjölmörgu sem í hógværð og hlé- drægni þjónaði öðrum alla ævi, en mátti í staðinn oft lúta að litlu, enda engar sérstakar kröfur gerðar til frægðar eða frama. Hún Ninna frænka, eins og hún var jafnan nefnd af ættingjum, ólst upp í allstórum systkinahópi hjá for- eldrum sínum, Ólafíu Magnúsdóttur og Sigurbirni Guðjónssyni sem lengst af bjuggu í Hænuvík við Pat- reksfjörð. Hjá þeim lærði hún ráð- deild, heiðarleika og samviskusemi og lagði rækt við sína meðfæddu hæfileika, hagleik og tónlistargáfu. Veganestið sem hún fékk úr fóður- garði var því vandað og entist vel á lífsins grýttu brautum. Á ungum aldri var Ninna heit- bundin sveitunga sínum, Sigurjóni Ingvarssyni írá Geitagili og lífið virt- ist blasa við. En þetta var á stríðsár- unum og Ninna fékk að kenna á því brjálæði sem þá réð ríkjum í hinum vestræna heimi. Hinn 24. ágúst 1942 var gerð loftárás á togarann Vörð sem Sigurjón hafði ráðið sig á. Skot fyrst bóndi í Hænu- vík, síðar verka- maður í Tálkna- firði, síðast í Reykjavík. Látin eru Ester, húsmóðir á Minni-Borg í Grímsnesi, Bjarni, lengst af bóndi og ýtusljóri í Hænuvík, auk fjögurra sem létust í æsku, þeirra Búa; Huldu, Gyðu og Ástu. Sigurbjörg eign- aðist eina dóttur barna, Ólafíu Sig- rúnu Helgadóttur. Faðir hennar var Helgi Elíasson, bóndi á Hvallátrum. Sigurbjörg var borin til graf- ar í kyrrþey 22. aprfl. hæfði Sigurjón um leið og hann ætl- aði að forða sér undan hinum vængj- aða óvini og varð lífi hans ekki bjarg- að. Þau Ninna höfðu ráðgert hjóna- band sitt að lokinni þessari sjóferð og er erfitt að gera sér í hugarlund þau áhrif sem slík lífsreynsla hefur haft á unga, ástfangna og trygglynda snót. Þeim sem þetta ritar var gefið nafn hins látna unnusta og er mér því ekki óskylt að minnast þessarar frænku minnar, þó ekki sé nema fá- um og fátæklegum orðum. Eftir lát Sigurjóns dvaldi Ninna áfram í nokkur ár hjá foreldrum sín- um í Hænuvík, en þegar unglinga- heimili var stofnað í Breiðuvík í sömu sveit réðst hún þangað til al- mennra þjónustustai-fa innanhúss. Úr sveitinni sinni flutti hún alfarin árið 1959. Réðst hún fyrst til starfa sem ráðskona í sveit á Suðurlandi stuttan tíma, síðar vann hún um skeið á Bessastaðabúinu á Álftanesi og nokkur ár á Vistheimilinu í Skála- túni í Mosfellssveit. Á þessum árum festi hún kaup á lítilli íbúð í Ljós- heimum 20 í Reykjavík og flutti í hana og starfaði eftir það í Þvotta- húsinu Fönn. Um það leyti sem hún flutti úr heimasveit skaust lítill sólargeisli inn í líf Ninnu. Hún eignaðist þá dóttur, Ólafíu Sigrúnu Helgadóttur. Við þetta fékk hún þá hæpnu stöðu í þjóðfélaginu að verða einstæð móðir, en Ninna átti næga ást og umhyggju til að ala dótturina úr grasi, og er Ólafía Sigrún nú gift margra barna móðir í Reykjavík. Vinnudagurinn var oft langur hjá Ninnu, enda var henni ekki gefið um að sitja auðum höndum. Útsaumur og hekl var hennar íþrótt og voru hannyrðir hennar ekkert til að skammast sín fyrir. Vonandi verður að minnsta kosti sýnishorn af handa- vinnu hennar varðveitt handa kom- andi kynslóðum og gjarna mætti þá merkja það höfundinum með nokkrum sannleikskornum um upp- runa hans og æviferil. Af framansögðu mætti sjálfsagt álykta að þessi frænka mín hafi ver- ið dagfarslega heldur döpur í bragði, fámál og ómannblendin. Því var þó hreint ekki þannig varið. Þrátt fyrir að hamingja hennar hafi stundum verið hverful, heilsan ekki alltaf upp á það besta og vinnuálag- ið mikið, var viðmótið glaðlegt, sam- bandið við ættingjana var vel rækt- að og alltaf naut hún sín vel í vina- hóp. Að taka lagið við hátíðleg tæki- færi var henni mikil ánægja. Það eru því bjartar minningar sem lifa um þessa ágætu frænku mína, leið- indin þrifust ekki á návist hennar. Á síðasta vetrardag var hún svo kvödd hinstu kveðju eftir erfið veik- indi síðustu árin. Að deyja inn í vorið vai-ð hennar hlutskipti og á meðan við efth'lifandi jarðarbúar hlökkum til sumarsins flýj- Ninna á vit hinna hlýju geima handan þessarar tilveru. Megi um síðir sannast á henni orð frelsarans: „Sælir eru hógværir því að þeir munu landið erfa.“ Fyrh' hönd frændfólksins færi ég henni mínar bestu þakkir fyrir alla hennar trúmennsku og vingjarnleik í okkar gai'ð og annarra þeiiTa sem hún átti að vinum í lífinu. Ólafíu Sigrúnu og hennar fjöl- skyldu votta ég mína dýpstu samúð. Megi minningin um ljúfa móður og ömmu lýsa þeim langt fram á ófarinn veg. + Einar Oddur Kristjánsson fæddist á Þingeyri x Dýrafirði 20. des- ember 1941. Hann lést á Landspítalan- um 21. maf síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Egilsson, f. 18. júní 1897, d. 1970, og Jóhanna Jakobs- dóttir, f. 31. ágúst 1898, d. 1980. Systkini hans eru: Haraldur Alfi'eð Kristánsson, f. 1917, samfeðra, látinu, Sigurð- ur Kristjánsson, f. 1919, látinn, Þórey Kristjánsdóttir, f. 1921, Dýrleif Kristjánsdóttir, f. 1930, Vigdís Krisjánsdóttir, f. 1924, látin, Haraldur Alfreð Krist- jánsson, f. 1934, Jóhann Krist- jánsson, f. 1925, Egill Jón Krist- jánsson, f. 1927, látinn, Jó- hanna Kristín Kristjánsdóttir, f. 1942, ættleidd dóttir Vigdís- ar. Hinn 26. desember 1969 kvæntist Einar Oddur Öldu Kveðja frá skips- félögum í dag kveðjum við skipsfélaga okkar Einar Odd Kristjánsson. Það kom okkur öllum á óvart hvað kallið kom snögglega, því Einar var hi'austmenni og hafði aldrei kennt sér meins svo við vissum. Einar var búinn að vera skipsmaður um borð í ms. Stapafelli síðan skipið kom nýtt til landsins haustið 1979 og höfðum við nokkrir siglt með honum í lang- an tíma. Honum þótti vænt um sitt skip, þekkti það út og inn, jafnvel betur en flestir aðrir. Einar var há- vaðalaus maður en afskaplega góð- ur félagi sem við bárum allir mikið ti'aust til. Það sem hann sagði stóðst og allt sem hann tók sér fyrir hend- Björnsdóttur, f. 30.8. 1942, d. 7.7. 1991. Foreldrar hennar eru Björn Hjörtur Guðmunds- son, f. 14.1. 1911, og Inga Ágústa Þor- kelsdóttir, f. 25.8. 1917, d. 26.2. 1993. Börn Einars Odds _ ojg Öldu eru: 1) Agústa, f. 24.12. 1966, gift Rikharði Mýrdal Harðarsyni. Börn þeirra eru Alexander Jarl, og Gabríela Sól. 2) Kristján, f. 23.4. 1969. Sonur hans er Kolbeinn Tumi, f. 27.12. 1993. 3) Hafdís, f. 3.7. 1973 í sambúð með Albert Stein Þórs- syni. Dóttir þeirra er Una. 4) Jóhanna Birna, gift Leifi Guð- mundssyni. Dóttir þeirra er Aníta Brá. 5) Björn Hjörtur, f. 17.10.1980. títför Einars fer frain frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Borgarneskirkju- garði. ur var vel gert, skipið var hans stolt og lagði hann metnað sinn í að það liti sem best út. Einar var dælumað- ur um borð, sem er vandasamt starf og erilsamt við þær aðstæður þegar farið er á margar hafnir hér innan- lands á skömmum tíma. Hann var samt alltaf yfu'vegaður og traustur, fátt kom honum úr jafnvægi, hann hafði sem sagt jafnaðargeð, sem er mikill mannkostui'. Einar lést langt um aldur fram, aðeins tæplega fimmtíu og sjö ára. Hans verður því sárt saknað hér um borð, en minningarnar sem við eig- um um góðan dreng lifa áfram með- al okkar skipsfélaga hans. Við sendum börnum Einai-s og fjölskyldum innilegustu samúðar^ , kveðjur okkar. SIGURBJÖRG SIGURBJÖRNSDÓTTIR EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Sigurjón Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.