Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ stjórnendur, til hverra á rannsóknin að ná - er það framkvæmdastjóri eða stjóm fyrirtíekisins líka? Kjartan: „Það er alfarið málefni saksóknara hvemig hann tekur á því.“ Spurning: Em menn ekki að kasta frá sér ábyrgðinni, er ekki boltanum bara velt fram og til baka? Þú segir: allh- höfðu gögnin í höndunum, fyrst hafnaði viðskiptaráðherra nokkni samráði, Ríkisendurskoðun vildi ekk- ert gera í málinu, bankaeftirlitið vildi ekkert gera í málinu og þess vegna þurftum við ekkert að gera í málinu. Kjartan: „Nei, ég sagði að allir þessir aðilar ættu, hver um sig, sína sjálfstæðu aðkomu að málinu og nú hefur einn þessara aðila, bankaráð Landsbankans, tekið ákvörðun um það að óska eftir þessari opinberu rannsókn og ég held að það sé þá miðað við umræðurnar í þjóðfélag- inu, sem er alls ekkert óeðlilegt að taka tillit til og það er alls ekki óeðlilegt fyrir þetta fyrirtæki að taka tillit til umræðunnar á Alþingi. Það er líka algjörlega sanngjarnt og eðlilegt eftir að birtur hefur verið opinberlega hluti af þeim greinargerðum sem farið höfðu á milli aðila um málið heldur en að birta þær allar og eðlilegt framhald af því var þá að taka þessa nýju ákvörðun." Spurning: Var þá fyrri ákvörðun röng? Kjartan: „Nei alls ekki... Við verðum hins vegar að taka ákvörðun sem er eðlilega byggð á bankaráðinu og ef að það er allt í einu orðið alveg sérstaklega ámælisvert eða tortryggilegt að óska eftir því að fram fari opinber rannsókn á þessum þætti þá fmnst mér að aðrir séu famir að fara svo- h'tið meira í hringi... Það get- ur verið alveg nægileg ástæða til þess að skipta um skoðun á einhverju og leita frekari stuðnings við málstað sinn og leita nýrra leiða og nýrra að- ferða.“ Spurning: Þú nefndir að þetta mál snerist að verulegu leyti um það á Alþingi hver vissi hvað hvenær. Þú nefndir héma samráð Seðlabanka, viðskiptaráðherra og banka- eftirlitsins, hvenær vissu þeir t.d. að tap Lindar væri 6-700 millj- ónir króna? Kjartan: „Það veit ekki, ég var ekki á þessum fundum. Eg legg ekki upplýsingar fyrir þá.“ Ábyrgðin er framkvæmdastjórans Spurning: Þið talið sjálfir um al- varlega óreiðu og stjórnleysi sem Þórður Ingvi hafí borið ábyrgð, þetta eru nú stór orð. Ef svo fer að Þórður Ingvi verði sekur fundinn eða framkvæmdastjórn Lindar, hver er þá ábyrgð ykkar og hverra er ábyrgðin? Kjartan: ,Ábyrgðin á störfum framkvæmdastjóra fyrirtækis er náttúrlega fyrst og fremst á hans eigin herðum. Menn bera yíirleitt fyrst og fremst ábyrgð á sjálfum sér og ábyrgð sem menn bera, annað- hvort bera menn þá fjárhagslega ábyrgð eða refsiábyrgð og til þess að bera ábyrgð á refsiverðum verknaði þá þarftu líka að hafa framið hann sjálfur, nánast alltaf, og til þess að bera ábyrgð á fjár- hagslegu tjóni sem einhver verður fyrir, þá verður þú að hafa átt hlut að því máli og hafa tekið þátt í þeim ákvörðunum sem til þess fjárhags- lega tjóns liggja." Spurning: Hvað með ábyrgð stjórnenda eða er þetta mögulega saknæmt ábyrgðar- eða eftirlits- leysi - af hverju var það ekki skoð- að á sínum tíma? Kjartan: „Þetta var allt skoðað á sínum tíma. Eins og ég sagði þá var skilað ítarlegum greinargerðum og skýrslum til bankaráðsins. Og það liggur alveg fyrir að það hefur eng- inn reynt að draga neina dul á það, síst af öllu Landsbankinn, að það voru margir misbrestir í stjórn þessa fyrirtækis og það voru teknar margar rangar ákvarðanir í því.“ Spurning: Finnst ykkur eðlilegt að þáttur stjórnar fyiirtækisins sé rannsakaður - ég nefndi t.d. ákvæði í hlutafélagalögum um að stjórnar- menn geti gerst sekir um saknæma háttsemi ef mat þeirra á hlutum er augljóslega rangt, á ekki þessi rannsókn líka að ná til stjórnar- manna? Kjartan: „Það er alfarið mál sak- sóknara, ég held að ég þurfi ekki að gefa honum neinar lögfræðileiðbein- ingar.“ Spurning: Var ekki ástæða til að óska eftir rannsókn á þætti banka- stjóranna og jafnvel bankaráðsins í málinu? Kjartan: „Þetta er fullkomlega mat saksóknara, hann hefur alveg frjálsar hendur, ef hann tekur málið að sér, með hvaða hætti hann rann- sakar þetta.“ Spurning: Var tekin einróma ákvörðun í bankaráðinu um að ahaf- ast ekkert frekar í málinu? Kjai*tan: „Já það var einróma ákvörðun." Spurning: Var enginn sem lagði til að haldið yrði áfram með málið? Kjartan: „Nei. Spurning: Nær rannsóknin jafnt til framkvæmdastjóra fyrii-tækisins sem og stjómar fyrirtækisins? Kjai-tan: „Það er alfarið mat ríkis- saksóknara hvernig hann fer að þessu máli ef hann tekur það að sér.“ Spurning: Er þetta ekki, krafa um rannsókn núna á þessum tíma- punkti, hálfgerður kattaþvottur og skrípaleikur. Er ekki ljóst að þau refsibrot, sem hugsanlega er um ræða, eru öll löngu fymd núna en hefðu ekki verið það hugsanlega 1996? Kjartan: „Ef þú telur að það sé kattarþvottur og skrípaleikur að stíga jafnalvarlegt skref. Þetta er mjög alvarlegt skref, það eru margir menn sem þama eiga í hlut. Það er langt um liðið síðan þetta var og mjög alvarlegt fyiir þessa einstak- linga sem þama geta átt í hlut, þetta er ekki grín- eða útúrsnúningamál. Það er að vísu svo að fæst af því sem hugsanlega kynni að geta varðað við lög er fyrnt í þessu. Væntanlega væri fyrst og fremst um tvenns kon- ar lagabrot að ræða, annarsvegar brot á bókhaldslögum og hinsvegar brot gegn ákvæðum hegningarlaga um umboðssvik og þessi brot em ekki, ef þau eru það alvarleg að það taki því að ákæra út af þeim, fymd.“ Spuming: Snúum okkur að þess- um pólitíska þætti, það var mikil um- ræða um Landsbankann á áram áð- ur og Landsbankinn átti í erfiðleik- um og hér er talað um að Landsank- inn þurfti að setja 200-250 millj. kr. aukalega á afskriftareikning á hverju ári vegna Lindar. Hér er tal- að um þetta sem þyngsta áfall sem Landsbankinn hefur nokkumtíma orðið fyiúr. Kannastu við að hafa fengið afrit af bréfi 21. febrúar 1996 þar sem kemur fram hveijir vissu hvað um þetta mál? Kjartan: ,Afrit af bréfi, hver á að hafa sent þetta bréf? Spyrjandi: Það get ég ekki upp- lýst. Kjartan: „...21. febrúar 1996. Eg hef ekki fengið neitt bréf, svo ég viti til, sem er dagsett 21. febrúai-1996. Ég hef hinsvegar sent ríkisendur- skoðanda bréf 20. febrúar 1996.“ Spurning: Umræðan um þessi mál, hvað fór hún langt? Þetta er rætt hér af eftirlitsaðilum, bankaráð- ið á þessum tíma er pólitískt kjörið ráð af Alþingi. Að einhverju leyti er þá Alþingi um- bjóðandi ykkar. Þessi umræða um þetta stórkostlegasta tap og þyngsta áfall Landsbankans, hvað fór hún langt? Var hún ekki rædd? Hærra heldur en þetta? Kjartan: „Það hefur komið fram að við síðar sendum viðskiptaráð- herra gi’einargerð Ríkisendurskoð- unai’, útaf fyrir sig var þetta á vitorði Ríkisendurskoðunar sem er endur- skoðandi bankans. Þetta kom fram í reikningum bankans og þegar ákvörðunin var tekin um að sam- eina Lind Landsbankanum, það var spurning um tæknilega útfærslu á því með hvaða hætti bankinn ákvæði að taka ábyrgð á tapinu. Það hefði eins vérið hægt að ákveða að auka eigið fé Lindar og tapa því svo jafnóðum. Það kemur í sama stað niður. Nú, tapið er að koma fram smám saman, það gerist ekki allt í einu, sem betur fer hefur endanlega tapið orðið nokkuð lægra , sem kemur frma í þessu bréfi, því end- anlega tapið er þessar rúmar 700 milljónir og það er ekki rétt að taka svo hlutaféð og leggja það við, því búið er að taka það inn. Þetta er ekki bæði reiknað út eigna- og skuldamegin, ef svo má segja, það er öðrum megin, þannig að þetta er heildartapið, bankinn eignaðist þetta hlutafé. Þetta er auðvitað bara tæknilegt atriði. Þú spyrð hverjir aðrir hafi rætt þetta en bankaráðið. Ég hef ekki rætt þetta sérstaklega við neina óviðkomandi aðila úti í bæ.“ Spurning: Alþingi eða ríkisstjórn er ekki óviðkomandi aðili út í bæ. Landsbankinn var búinn að vera inni á borði hjá ríkisstjórninni á ár- unum áður vegna erfiðleika, þetta bætti þá erfiðleika ekki. Kjartan: „Nei, þetta bætti þá ekki, það er rétt, þetta var nú al- kunnugt mál í þjóðfélaginu, þetta var ekki neitt leyndarmál, Lind var ekkert leyndarmál." Samskiptin við Alþingi gegnum ráðuneytið Spurning: Viðskiptaráðherra lagði ekki skýrsluna fram á Alþingi. Hann hefur ítrekað lýst því yfir að hann hafi kynnt þessa skýrslu í rík- isstjórn, það hafi hinsvegar ekki verið hans hlutverk að kynna það á Alþingi, ef einhvers þá bankaráðs, ertu sammála? Kjartan: „Samskipti ríkisvið- skiptabankanna við Alþingi hafa, eftir því sem ég best þekki til, ávallt verið j gegnum bankamála- ráðuneytið. Ég man ekki til þess að Alþingi hafi nokkurn tíma óskað beint eftir upplýsingum frá Lands- bankanum, ekki meðan ég hef ver- ið hér.“ Spurning: Hver hefði átt að veita Alþingi upplýsingar um þessa skýrslu? Kjartan: „Það er svo sem ekki sjálfgefið að hún hefði átt erindi á því vinnslustigi sem málið var. Eins og þið sjáið af ferlinu í mál- inu, er þessi fræga skýrsla eins konar milliskjal, hún er athugun á tilteknum þáttum, síðan er henni svarað og síðan kemur niðurstaða Ríkisendurskoðunar. Þessi skýrsla er ekki niðurstaða Ríkisendurskoð- unar um málið. Sú niðurstaða ligg- ur alveg fyrir, sú niðurstaða, og þið hafið fengið hana.“ Spurning: Greinargerð Ríkis- endurskoðunar um laxveiðimálin og fleira, hún þótti eiga erindi inná Alþingi, hver er munurinn? Kjartan: „Hún var ekki vinnslu- skjal sem sama hætti, það verður að líta á hlutina í því samhengi sem þeir eru að gerast í en Landsbank- inn er ekkert eyland, frekar en aðrir, og ef við erum að tala um þessa skýrslu um risnukostnað í Landsbankanum og fleira, þá var það skýrsla sem bankaráðið bað um og sendi viðskiptaráðherra, og viðskiptaráðherra ákvað að kynna Alþingi, og leggja fram á Alþingi, það var ekki bankaráð Landsbank- ans sem sendi hana Alþingi eða ákvað að birta hana á Alþingi, eða yfirleitt ákvað að birta hana opin- berlega." Spurning: Aðeins áfram með bankaráðið, það var ákveðið fara út í stórfellda vinnuvélaleigu hjá Lind árið 1993, Kristín Sigurðardóttir, fyrrverandi bankaráðsmaður, var- ar mjög við þessu. Hví var ekki tekið mark á viðvörunum Kristín- ar. Hví fékk hún ekki stuðning í bankaráðinu, þegar kom í ljós að þetta var tóm vitleysa og þið töp- uðuð miklu fé á þessu? Kjartan: „Við töpuðum nokkru fé á þessu. Auðvitað voru athuga- semdir Kristínar án efa byggðar á hennar bestu samvisku, og bestu vitund, enda var hún á þessum tíma framkvæmdastjóri Félags vinnuvélaeiganda. Og ég efast ekki um það að hún hafi haft góðar upp- lýsingar um vinnuvélamarkaðinn. En þetta var málefni stjórnar Lindar og eins og þetta var kynnt á sínum tíma voru þetta, eins og það var orðað held ég, mínígi’öfur og einhverjar minniháttar vélar og tæki. Þessi þáttur starfseminnar virtist vaxa mjög hratt og leiddi nú ekki til þess að félagið gi’æddi mik- ið á henni, það var tap á því.“ Spurning: Ber stjórnin ekki ábyrgð á því? Kjartan: „Jú stjórnir bera nátt- úrlega ábyrgð á bæði hagnaði og tapi fyrirtækja, það er alveg rétt, það á að kappkosta við að hagnað- ur sé sem mestur en þær bera enga sérstaka ábyrgð á því þótt þeir taki stundum rangar ákvarð- anir það verður að vera málefni hluthafans að skera úr um það hvort ákvörðunin er nægilega röng til þess að menn séu látnir sæta þeirri ábyrgð að fara úr stjórn. Það er því miður ekki þannig í atvinnu- rekstri, þótt flestir vildu það nú sjálfsagt, að allar ákvarðanir sem teknar eru á öllum tím- um leiði ávallt til hagnaðar. Kannski mætti lögbinda það að ákvarðanir stjórnar leiddu af sér hagnað.“ Spurning: Er hugsanlegt að inni í þessari upphæð séu einhverjar glataðar kröfur aðrar sem koma þessu máli við? Kjartan: „Þegar bankaráð- ið ákvað að leggja Lind nið- ur, var það líka sérstaklega ákveðið í þeirri samþykkt að öllum afskriftum vegna Lind- ar yrði haldið haldið sérstak- lega aðgreindum í bókhaldi bankans til þess að það væri mjög auðvelt og einfalt mál að rekja málið og fylgjast með ferli Lindar. Það er enn- þá í dag verið að innheimta fullt af eignarleigusamning- um sem voru gerðir af Lind. Ég man ekki hvað það er há fjárhæð. Nú er hins vegar talið að það sé búið að leggja endanlega fyrir til afskriftar það sem hugsanlega þarf að afskrifa. Ég hef ekki heyrt það og á ekki von á því að það hafi verið gert, það væri þá brot á þessari samþykkt okkar ráðsins og fyllilega fullkomlega óeðlilegt.“ Hafa axlað ábyrgð Spurning: Hver er ábyrgð bankaráðs? Hver ber ábyrgð á því að risnukostnaður getur þróast innan bankans í 42 milljónir í 5 ár? Kjartan: „Þeir sem tóku um það ákvarðanir að eyða peningunum og höfðu til þess heimildir. Þeir hafa axlað sína ábjmgð." Spurning: Varðandi álitsgerð Jóns Steinars - hvers vegna þarf bankaráð svo langan tíma til að af- greiða það mál? Helgi: „Eins og fram hefur kom- ið eru bankaráðsfundir á hálfs mánaðar fresti og eðlilega er ekki hægt að taka ákvörðun um þetta - þetta er þykk skýrsla og við þurf- um að skoða þetta og fara yfir það. Við setjum þetta svona upp að taka þetta fyrir á næsta fundi.“ Spurning: Þú vilt ekki upplýsa hvað það er sem hæstaréttarlög- maðurinn leggur til? Helgi: „Nei.“ Spurning: Ef við drögum þetta saman - kom ekki til greina að áminna stjórnarformann Lindar, Halldór Guðbjarnason? Kjartan: „Bankaráð hefur nú ekki stjórnvaldsstöðu eins og lög um opinbera starfsmenn gera ráð fyrir, að það sé hægt að veita mönnum áminningu með einhverj- um réttarábyrgðum. Sjálfur tel ég það að ef búið væri að veita banka- stjóra áminningu fyrir eitthvað sem hann hefði gert í starfi sínu, sem bankaráð gæti ekki sætt sig við, þá væri það sama og að víkja honum úr starfi. Ég tel nefnilega að bankastjórar þurfi að vera alveg flekklausir í því sem þeir eru að gera. Það gengur ekki að þeir hafi þurft að sæta einhverjum ákúrum eða taka á móti áminningum út af einhverjum brotum í starfi. Það er gert ráð fyrir því að þeir þurfi ekki á því að halda.“ Morgunblaðið/Golli HELGI S. Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbanka íslands hlýðir á Kjartan Gunnarsson varaformann bankaráðs á fundi með féttamönnum um málefni Lindar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.