Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Eðal- dans LISTPANS Burgarlcikhúsið NEDERLANDS DANS THEATER II OG III. Fimmtudagfurinn 28. maí 1998. EINN stærsti listviðburður lista- hátíðar þetta árið er án efa heim- sókn Nederlands Dans theater II og III. Flokkurinn var stofnaður ár- ið 1959 af hópi listamanna sem klu- fu sig úr Het Nederlands Ballet. Astæða þess var listrænn ágrein- ingur en þessi nýstofnaði dansflokk- ur vildi feta nýjar leiðir og brúa bil- ið milli hefðbundins balletts og nú- tímadans. Jirí Kylián hefiu- verið listrænn stjómandi flokksins síða- sliðin 20 ár og hefur flokkurinn að- setur í borginni Haag í Hollandi. NDT er skipt í þrjá hópa eftir aldri dansara og eru það II og III sem sækja okkur heim að þessu sinni. Yngri hópurinn NDT II er stofnað- ur 1978. Hann samanstendur af 14 dönsurum á aldrinum 17 til 22 ára. NDT III er hins vegar stofnaður 1991 og eru í honum afburða dans- arar sem allir eru yfir fertugt. TJn ballo (NDTII). Danshöfundur: Jirí Kyián. Tónlist: Maurice Ravel. Fyrsta dansverk á dagskrá var „Un ballo“ eftir Jirí Kylián. Það er dans- LISTIR ur fái að gert. Ald- ur dansaranna átti vel við efnið. Verk- ið er skondið og til- finningaþrungið í bland. I því eru áhrif tíma og hraða á manneskjuna sýnd á snjallan hátt. Dansararnir voru samstilltir og svipsterkir eins og verkið sjálft. Mellantid (NDT II). Danshöfundur: Jo- han Inger. Tdnlist: John Lurie, Henryk Mikolaj Gorecki, Robert Moran, Ga- vin Bryars o.fl. „Mellantid" var síðasta verkið á dagskrá. Hér komu yngri dans- ararnir aftur við sögu. Þetta verk er Morgunblaðicl/Halldór ÚR UN Ballo (NDTII) eftir Jirí Kylián á sýningu Nederlands Dans Theater II og III í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. að af sex pörum sem tilheyra yngri dönsurum NDT. Kerti hanga í loft- inu og dauf lýsing gefur verkinu kyrrð og rómantískan blæ. Dans- gerðin hefur yfirbragð klassísks balletts enda varla annað hægt þeg- ar samið er við ljúfa tóna Maurice Ravel. Bogin hné, olnbogar og snöggar höfuðhreyfingar sem minntu á höggmyndir eru einkenn- andi fyrir dansstíl verksins. Dans- ararnir eru vel þjálfaðir og var verkið afar vel dansað. Það er ein- falt, ljóðrænt en jafnframt dálítið gamaldags í bland. The Old Man and Me (NDT HI). Danshöfundur: Hans Van Manen. Tónlist J.J. Cale, Igor Stravinsky, Wolfgang Amadeus Mozart. „The Old Man and Me“ er dansað af elstu dönsurum NDT. Verkið er dans tveggja dansara, karls og konu, og fjallar að um samskipti þeirra á milli. Virðuleiki og fágun einkennir þetta dansverk. Það hefur yfir sér rólegt yfirbragð þar sem minningar persónanna eru sýndar með því að slökkva og kveikja á ljósum á víxl svo til verða myndbrot af eftirminnilegum augnablikum þeirra. Compass (NDT III). Danshöfundur: Jirí Kylián. Tónlist: Karlheinz Stockhausen. Þriðja verk kvöldsins „Compass" hefst á fíngerðum handa- og höfuð- hreyfingum fjögurra dansara sem sitja á stólum sem stillt er upp í hring. Risastór pendúll snýst yfir höfði þeirra við klukknatif og bjöllu- hljóm. Dansararnir túlka tímann sem líður taktfast án þess að nokk- ungt, ferskt og spennandi, allt í senn. Diskókúla birtist fyrir ofan sviðið og ýktur diskódans er stiginn. Rauðar rósir falla af himnum ofan og dansari reynir að fljúga. Verk þetta er hlaðið skemmtilegum hug- myndum, kímni og geislar af lffs- gleði. Það er óhætt að mæla með þess- um danskokkteil. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi. Verkin fjögur spanna breitt svið hvað varðar hug- myndir og stíl. Nú fer hver að verða síðastur að næla sér í miða á seinni sýninguna sem er í kvöld, 29. maí. Þetta er gæs sem vert er að grípa. Lilja Ivarsdóttir SUMARSPRENGJA íþróttagallar á ótrúlegu verði. Glansefni og bómullarfóðraðir - 4 litir. Nr. 2 -14 aðeins 2.990. Nr. S - XXXL aðeins 3.990. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegl 49 -101 Reykiavlk ■ sfml 551 2024 Nýkomnar útskriftarskólatöskur, skjalatöskur, flugstjóratöskur, innkaupatöskur á hjólum ferðatöskur og innanklæðaveski. Gott verð 15% afsláttur af seðlaveskjum f maí LEÐURVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 58, SÍMI 551 3311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.