Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 8

Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alvarlegar ásakanir. AF hverju ert þú ekki bara að veiða í þinni Hrútafjarðará Sverrir minn? ÁSGEIR Bolli Kristinsson og Páll Magnússon virða fyrir sér laxana neðst í Kvíslafossi að sunnanverðu. Fyrstu laxarnir gengnir í Laxá í Kjós FYRSTU laxarnir eru gengnir í Laxá í Kjós, en sex fískar sáust í gærdag í Kvíslafossi að sunnan- verðu. „Þetta kemur mér ekki á óvart, þeir fyrstu eru yfírleitt á ferðinni síðustu dagana í maí og svo er straumur mjög vaxandi einmitt um þessar mundir," sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka Laxár, í samtali við Morgunblað- ið, en hann var við þriðja mann við ána í gær og sá þegar laxarn- ir renndu sér upp í fosshylinn. Ásgeir sagði að laxarnir hefðu ekki verið sérlega stórir og að- spurður hvort menn hefðu ekki séð iax víðar í ánni sagði hann: „Ég skal ekkert segja um magn- ið. Það var frekar lélegt skyggni, en þessir sex sem við saum voru alveg í dauðafæri. Áin er í því sem við köllum með- alsumarvatn um þessar mundir og við hefðum ef til vill séð fleiri ef bjartara hefði verið yfir.“ Þess má geta, að veiði hefst í Laxá lO.júní, en fyrstu árnar verða opnaðar á mánudag, _ Norðurá, Þverá og Laxá á Ás- um. Maxwell House kaffi Glitra uppþvottavéladuft Engjaþykkni 59- WC pappír 12 rúliur Eldhúsrúllur 4 stk. Meistarafélag bólstrara 70 ára Áhugi á gömlum húsgögnum end- urvakti fagið Hafsteinn Sigurbjarnason Meistara- FÉLAG bólstr- ara hélt upp á 70 ára afmæli sitt á Sóloni Islandusi nýverið, á sama stað og félagið var stofn- að. „Það er mjög mikið að gerast hjá félaginu. í haust vorum við þátttak- endur í sýningu í Kola- portinu þar sem við kynntum gamla fagið, það er fjaðrabindingar, í máli og myndum og fengum fólk til þess að vinna á svæðinu. Fjaðrabinding er þessi gamla antík- bólstrun, sem er dálítið að ryðja sér til rúms aftur. Fólk leitar mikið að þess- um gömlu, góðu, vönduðu húsgögnum sem afi og amma áttu um þessar mundir. Þau hafa dugað mjög vel gegnum árin og mikil vakning í þá veru að nota þessi húsgögn nú. Því er mikið að gera í faginu í dag,“ segir Hafsteinn Sigui-- bjarnason bólstrari og atvinnu- rekandi. - Hvert er markmið félagsins? „Markmið Meistarafélags bólstrara er að benda almenn- ingi, fyrirtækjum og stofnunum ó að bólstrun er löggilt iðngrein og að í félaginu eru aðeins meistarar með sjálfstæðan rekstur, sem þar af leiðandi eru allir með töluverða reynslu í faginu. Félagið stendur vörð um sameiginlega hagsmuni félagsmanna, heldur utan um endurmenntunarnámskeið fyrir félagsmenn og miðlar upplýsing- um til þeirra hvað varðar nýjung- ar í greininni.“ - Hvemig hafa bólstrarar kynnt starfsemi sína? „Við erum til dæmis komnir með heimasíðu. Slóðin er vef- ur.is/mfb og þar er hægt að nálg- ast allar upplýsingar um bólstr- un, Meistarafélag bólstrara og fé- lagsmenn, sem eru 37 að heiðurs- félögum meðtöldum. Það hafa rúmlega 4.000 manns heimsótt síðuna síðan 1 október. Heimasíð- an er í þróun en hugmyndin er sú að fólk geti nálgast þarna á ein- um stað allt um bólstrun því margir okkar eru með verslanir og framleiða húsgögn. Einnig ætlum við að efna til veglegrar sýningar í Perlunni í september og kynna þar bólstrun í nútíð og þátíð.“ - Lá bólstrun lengi í láginni sem iðngrein? „Það hefur ekki verið lærling- ur í faginu í 13 ár, af mörgum ástæðum. Meðalaldur bólstrara er orðinn talsvert hár, um 54 ár, en hann kemur til með að lækka með nýjum nemum því við reynum nú af krafti að fjölga í fag- inu. Á tímabili var mjög mikið flutt inn af húsgögnum og lítill áhugi fyrir antík-húsgögnum á meðan. Menn höfðu því minna að gera á þeim tíma og veigruðu sér að sama skapi við því að taka lær- linga. Fjaðrabindingar og þessi gamla antík-bólstrun var heldur ekki kennd hér í skólunum." - Verður slík kennsla tekin upp nú? „Við stöndum í samningavið- ræðum við Skiveskole á Jótlandi í Danmörku, sem er einn virtasti bólsturskóli í heimi. Hin faglega kennsla sem þar fer fram er meiriháttar og hugmyndin sú að við sendum okkar nema þangað. Bóklega námið færi síðan fram hér heima. Á móti myndum við ► Hafsteinn Sigurbjarnason fæddist í Reykjavík árið 1953. Að loknu gagnfræðaprófi lauk hann sveinsprófi í húsgagna- bólstrun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1975 og fékk meistararéttindi árið 1979. Haf- steinn lærði hjá Bólstrun Gunn- ars Helgasonar á sínum túna, vann um skeið sem verslunar- sljóri í Kjörgarði og opnaði Furuhúsið með Gísla Ásmunds- syiú. Hann rak bólsturverkstæði í Gautaborg 1989-1991 og starf- aði jafnframt hjá Volvo. Árið 1995 keypti Hafsteinn bólstur- verkstæði á Selfossi, þar sem hann var til ársins 1998. Þá fiutti hann fyrirtækið HS bólstr- un ehf. í Auðbrekku 1 í Kópa- vogi. Eiginkona Hafsteins er Bergrós Bjöi-nsdóttir ræsti- tæknir og eiga þau þijú börn. Hafsteinn er formaður Meist- arafélags bólstrara en aðrir í stjóm félagsins em Kristján Thorarensen varaforrnaður, Eh'nborg Jónsdóttir gjaldkeri, Grétar Árnason meðsljómandi og Hafsteinn Gunnarsson ritari. taka á móti nemendum í söðla- smíði frá Norðurlöndunum. Skiptikennsla er góð lausn fyrir iðngreinar sem fáir vilja nema.“ - Hvað eru margir að læra bólstrun núna? „Það byrjuðu tveir nemar nú í janúar og annar þeirra er kona. Nú er ein kona í félaginu en þær hafa nokkrar lært fagið frá upp- hafi. Hins vegar hafa þær ekki starfað mikið við fagið. Sú sem er starfandi núna er mikið í rokokó- stílnum og útsaumi og vakti mikla athygli á sýningunni í haust. Það stendur til að taka fleiri nema til viðbótar enda mikið að gera og mikill uppgangur í faginu.“ - Hver er ástæða þess að gömlu hús- gögnin eru svo vinsæl nú? „Fólk hefur áttað sig á því að gömlu fjaðrabundnu húsgögnin eru virkilega góð. Þau endast tí- falt á við ýmis nútímahúsgögn, þótt þau geti verið mjög vönduð, og það sér varla á stoppinu eftir 30-40 ára notkun. Þau eru líka oft stærri, með útskornar grindur og verulega vönduð. Áhuginn á slík- um húsgögnum er því mikill nú. Staðreyndin er hins vegar sú að búið er að henda ógrynni af því. Nú vill fólk grafa þau upp aftur og leitar í fomverslunum, geymslum og jafnvel gámum í von um að rekast á eitthvað nýti- legt.“ Fólk leitar í gámum og á ruslahaugum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.