Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 18

Morgunblaðið - 29.05.1998, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristj án Enn tjón í sinubruna SLÖKKVILIÐ Akureyrar þurfti enn einu að berjast við sinubruna í gær, að þessu sinni á opnu svæði milli Vestursíðu og Síðu- skóla. Að sögn Viðars Þorleifs- sonar varðstjóra brunnu þar á milli 500 og 600 fermetrar og m.a. eyðilagðist mikið af hríslum sem gróðursettar höfðu verið á svæðinu. Viðar sagði að ungir drengir hefðu verið að fíkta með lítinn eld, sem orðið hefði að stórum eldi á svæðinu. Slökkvistarf gekk nokkuð vel. Slökkvilið Akureyrar er með slökkvibíl að láni frá Slökkviliði Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, þar sem einn bfllinn á Akur- eyri er bilaður. A myndinni sést Viðar varðstjóri sprauta af bfl Varnarliðsins yfir svæðið þar sem sinueldar loguðu í gær. Krakkamir notuðu hins vegar tækifærið til að komast í góða sturtu. Rekstraraðilar Sjallans Húsnæðið keypt af Is- landsbanka REKSTRARAÐILAR Sjallans, Elís Arnason og Þórhallur Arnórsson hafa keypt húsnæði veitingastaðar- ins af Islandsbanka. Húsnæði Sjall- ans er alls um 1.500 fermetrar en kaupverð fékkst ekki uppgefíð. Elís og Þórhallur hafa jafnframt haft með höndum rekstur veitinga: staðarins Við Pollinn síðastliðið ár. I kjölfar kaupanna á húsnæði Sjallans hafa þeir sagt upp leigusamningi við eigendur Pollsins. og munu hætta rekstri hans um miðjan júní. Haukur Tryggvason, fyrrverandi veitinga- stjóri á Hótel KEA, tekur við rekstri Pollsins frá sama tíma. Vorkoma á Dalvík VORKOMA Lionsklúbbs Dalvíkur verður haldin dagana 30. maí til 1. júní í samvinnu við Vigni Hallgríms- son og Sigurjón Kristjánsson. Setningarathöfn verður I Dalvík- urskóla á laugardag, 30. maí, kl. 13, en þar flytja ávörp þeir Arngrímur Baldursson, formaður vorkom- unefndar, og Haraldur Ingi Haralds- son, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. Valva Gísladóttir sér um tónlíst. í Dalvíkurskóla verður sýning á verkum Eiríks Smith, en nokkrir heimamenn sýna auk þess verk sín, þau Valva Gísladóttir, Steingrímur Þorsteinsson, Halldór Gunnlaugsson og Hjörleifur Hjartarson. Anton Antonsson í Eyjafjarðarsveit sýnir tréskurðarverk og þá verður einnig sýning á vegum Gallerís Iðju. Sýningamar verða opnar frá kl. 13 til 20 laugardag og sunnudag og frá kl. 13 til 18 á mánudag, en sýning á verkum Eiríks verður opin lengur eða til 8. júní næstkomandi. Hún verður opin virka daga frá klukkan 19 til 22 og helgina 6. og 7. júní næst- komandi frá klukkan 14 til 18. I 1 ...........1 AKSJÓN Föstudagur 29. maí 21.00 ^Níubíó - Vatnsvélin (The Watereng'ine) Chicago 1934. Charlie fínnur upp vél sem gengur fyrir vatni en voldugum öflum stendur ógn af uppfínningunni og Charlie á skyndi- lega við ofurefli að etja. Aðaihlut- verk: Joe Mantcgna, John Mahoney, Treat Williams og William H. Macy 1992. Á laugardag, 30. maí, verða tón- leikar í Dalvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 14. Fram kemur Húsabakka- kórinn Góðir hálsar undir stjóm Rósu Kristínar Baldursdóttur. Að- gangur að öllum dagskrárliðum Vor- komunnar er ókeypis. Lúðrasveit verkalýðsins Tónleikar á Akureyri LÚÐRASVEIT verkalýðsins verður á ferð á Akureyri um hvitasunnu- helgina. Á morgun, iaugardag, mun sveitin halda útitónleika á Ráðhús- torgi kl. 14, þar sem flutt verður is- lensk tónlist, en áður mun sveitin marsera um miðbæinn. Tónleikar verða í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag, 31. maí og hefjast þeir kl. 17 en aðgangur er ókeypis. Flutt verða bæði innlend og er- lend verk, m.a. mars eftir Ama Bjömsson sem hann samdi við lagið „Sjá roðann í austri,“ en hann var frumfluttur á tónleikum sveitarinnar í apríl síðastliðnum og var sérstak- lega saminn fyrir unga jafnaðar- menn. Þá verður m.a. fiutt syrpa úr söngleiknum „My fair lady,“ „Sir Duke“ eftir Stevie Wonder og titil- lagið úr sjónvarpsmyndaflokknum um Simpson að ógleymdum mörsum eftir John Philip Sousa. Stjórnandi Lúðrasveitar verka- lýðsins er Tryggvi M. Baldvinsson. Hjálpræðisherinn Gestir frá Bandaríkjunum HJÓNIN Marjorie og Allan Wilts- hire frá Bandaríkjunum em gestir Hjáipræðishersins á Islandi um hvítasunnuhelgina og verða biblíu- kennarar á móti sem haldið verður að Löngumýri í Skagafirði. Á mánudag, annan í hvitasunnu, verður samkoma í sal Hjálpræðis- hersins á Akureyri, Hvannavöllum 10, og hefst hún kl. 20. en þar verða þau hjónin ræðumenn. Nonnahús opnað NONNAHÚS verður opnað næst- komandi mánudag, 1. júní, og verður opið daglega í sumar eða til 1. sept- ember frá kl. 10 tii 17. Zontaklúbbur Akureyrar stofnaði minningarsafn um rithöfundinn og jesúítaprestinn Jón Sveinsson fyrir fjömtíu og einu ári, en Nonni er þekktur um allan heim fyrir frásagn- ir af ævintýmm sínum á íslandi. Klúbburinn hefur látið merkja gönguleið frá Nonnahúsi upp á Höfðann og að „Nonnasteini". Kort ásamt leiðarlýsingu fæst í Nonna- húsi og er göngugörpum að kostnað- arlausu. Ferming'- armessur Möðruvellir Hátíðarguðsþjónusta verður í Möðravallakirkju á hvíta- sunnudag, 31. maí kl. 13.30. Kór kirkjunnar syngur hátíð- arsöngva Bjarna Þorsteinsson- ar. Organisti er Birgir Helga- son. Ferming og altarisganga. Fermd verða: Andri Már Sigurðsson, Kambhóli, Arnarneshreppi. Egill Örn Sigurðsson, Brekkuhúsi 4, Hjalteyri. Gunnar Karel Másson, Skógum, Glæsibæjarhreppi. Roar Björn Ottemo, Möðra- völlum 1, Hörgárdal. Sara Hrönn Viðarsdóttir, Brakanda, Hörgárdal. Grundarkirkja Fermingarguðsþjónusta verður í Grandarkirkju á hvíta- sunnudag, 31. maí kl. 11. Fermd verða: Alma Sigrún Sigurgeirsdótt- ir, Reykárhverfi. Ágúst Freyi’ Kristinsson, Holtseli. Björgvin Ingi Stefánsson, Ártúni. Gunnar Harðai-son, Hóla- koti. Hallgrímur Sigurðsson, Kristnesi. Inga Bára Ragnarsdóttir, Hói. Jón Helgi Helgason, Þóra- stöðum. Kolbrún Harðardóttir, Hlíð- arhaga. Lilja Laufey Davíðsdóttir, Torfufelli. Lilja Rún Sigurðardóttir, Teigi. Margrét Vera Benedikts- dóttir, Sléttu. Selma Rut Úlfarsdóttir, Kroppi. Munkaþverárkir kj a Fermingarguðsþjónusta verður í Munkaþverárkirkju á hvítasunnudag, 31. maí kl. 13.30. Fermd verða: Baldur Einarsson, Hjarðar- haga. Hákon Amarsson, frá Upp- sölum. Helgi Arnarsson, frá Upp- sölum. Jóhann Smári Guðmunds- son, Kambi. Fermingarguðsþjónusta verður í Möðravallakirkju ann- an hvítasunnudag, 1. júní. Fermd verða: Hrönn Sigurbjörnsdóttir, Möðravöllum. Jón Kristjánsson, Fellshlíð. Sara Sigurbjörnsdóttir, Möðravöllum. Laufásprestakall Hátíðarguðsþjónusta verður í Svalbarðskirkju á hvítasunnu- dag kl. 11. Fermingarguðs- þjónusta verður á hvítasunnu- dag kl. 13 (ath. breyttan messutíma) í Grenivíkurkirkju. Fermd verða: Aima Þorsteinsdóttir, Ægis- síðu 25, Grenivík. Jóhann Símon Bjömsson, Túngötu 28, Grenivík. Ragnheiður Björg Svavars- dóttir, Ægissíðu 16, Greni- vík. Hátíðarmessa og ferming verður í Stærri-Árskógskirkju á hvítasunnudag og hefst kl. 10.30. Fermd verða: Gunnar Njáll Gunnarsson, Aðalgötu 1, Hauganesi. Páll Vilhjálmsson, Klappar- stíg 14, Hauganesi. Skarphéðinn Óskar Jónas- son, Öldugötu 11, Árskógs- sandi. Steingrímur Jóhannesson, Aðalgötu 5, Hauganesi. Elva Ýr Kristjánsdóttir, Hellu, Árskógsströnd. Inga Rut Pétursdóttir, Aðal- braut 11, Árskógssandi. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson MYND var að komast á salinn sem var þó engan veginn tilbúinn. Margra grasa mun kenna á sýningunni. Nýtt sögu- og minja- safn SVFÍ opnað í Garðinum í dag Garði - Nýtt sögu- og minjasafn Slysavamafélags Islands verður opnað að Gauksstöðum í dag kl. 16. Athöfnin er í beinum tengslum við þing SVFI sem sett verður í Sand- gerði kl. 14 og hefst að venju með guðsþjónustu. Meðal gesta verður Olafur Ragnar Grímsson forseti Is- lands og kona hans frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Halldór Blöndal samgönguráðherra mun opna safnið formlega. Þá er og bú- ist við að flestir þingfulltrúar muni verða við opnunina, þingmenn, for- svarsmenn nágrannabyggðarlag- anna, hreppsnefnd og þá hefir einnig verið boðið ölium eigendum stærri fyrirtækja í bænum. Sögu- og minjasafnið er á 300 fermetra rými og verður mjög glæsilegt. Bjöm S. Bjömsson hefir hannað svæðið og sér um alla upp- setningu gripa. Formaður sögu- og minjanefndar í Garðinum er hins vegar prímusmótorinn Ásgeir Hjálmarsson. Heildarstærð húss- ins er nálægt 3000 fermetrum en það er í eigu björgunarsveitarinnar Ægis í Garði. Þeir keyptu húsið fyrir um einu og hálfu ári á mjög hóflegu verði og hefír verið unnið í húsinu síðan í sjálfboðavinnu og telja kunnugir að þar hafi kraftaverkakarlar komið að. Að öðrum ólöstuðum hefir Sig- fús Magnússon, formaður bygg- inganefndar, verið þar fremstur í flokki. Búnaður björgunarsveitarinnar er góður en hann er að mestu ætl- aður til björgunar af sjó. Þeir eiga tvo nýja slöngubáta og tvo bíla auk annars búnaðar. Þá má einnig nefna að sveitin hefir boðið SVFI aðstöðu í nýja húsinu fyrir verk- stæði þar sem geyma mætti vara- hluti, tæki og tól félagsins. Eins og áður sagði verður sögu- og mirjasafnið opnað kl. 16 og kl. 17 verð- ur björgunarsveitarhúsið formlega tek- ið í notkun. Þá munu allir björgunar- sveitarbátar af svæðinu vera á siglingu fyrir utan Garðinn en bátamir verða til sýnis í Sandgerði á laugardaginn. í tengslum við opnunina býður Gerðahreppur upp á kaffi sem slysavarnakonur munu sjá um. Ný- kjörinn formaður Björgunarsveit- arinnar Ægis í Garði er Oddur Jónsson. Því má svo bæta við að annasöm- um degi er ekki þar með lokið í Garðinum. Skólaslitin í Gerðaskóla verða kl. 18 og kl. 20 mun knatt- spymufélagið Víðir etja kappi við Dalvíkinga. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson HELGA Hafsteinsdóttir og Karl Jóhann Jóhannsson. Brauðhús Helgu Grundarfirði - Hjónin Helga Haf- steinsdóttir og Karl Jóhann Jó- hannsson opnuðu verslun nú á dögunum og heitir hún Brauð- hús Helgu. Þau selja nýjar brauðvörur frá Brauðgerðarhúsi Stykkishólms, einnig mjólkur- og drykkjarvör- ur. Þetta er kærkomin viðbót í verslun í Grundarfirði. Opið er 6 daga vikunnar og einnig hafa þau opið í hádeginu. Minningar- athöfn um skipverja á Lock Morar Eyrarbakka - í dag, föstudaginn 29. maí, er væntanlegur 10-12 manna hópur frá Aberdeen í Skotlandi tii Eyrarbakka. Tildrög eru þau, að 1. aprfl 1937 fórst tog- arinn Lock Morar í skerjagarðin- um fram undan Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Allir skipverjar fór- ust. Sex lík rak að landi á tímabil- inu frá því nokkrum dögum eftir strandið og fram í ágúst. Þau vora öll jarðsett í kirkjugarðinum á Eyrarbakka. Slysavarnadeildin Björg hefur annast grafreitinn og voru krossar settir á hann á 8. ára- tugnum. I hópnum sem kemur hingað frá Aberdeen eru m.a. ættingjar og vinir skipshafnarinnar. Minningar- athöfn verður í Eyrarbakkakirkju kl. 19.30 í dag. Séra Úlfar Guð- mundsson annast athöfnina og kirkjukór Eyrarbakkakirkju syng- ur undir stjórn organistans Hauks Gíslasonar. Að athöfn lokinni verð- ur farið í kirkjugarðinn þar sem Skotamir ætla að koma fyrir minn- ingarkrossi á leiðinu. I * > I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.