Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 33

Morgunblaðið - 29.05.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 33 V aldakaup Á FUNDI raeð blaðamönnum í fyrra- dag upplýsti íslenzki forsætisráðherrann að Framsóknarflokkurinn bæri einn alla ábyrgð á Finni Ingólfssyni. Framsóknarflokkurinn réði því hvaða menn skipuðu ráðherraemb- ætti þess flokks, á hverju sem gengi. Með öðnim orðum kann það að verða lagt undir at- kvæði í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík, undir for- mennsku Helga S. Guðmundssonar, hvort Finnur Ingólfsson heldur embætti sínu í ríkisstjórn! Forsætisráðherra, sem myndar ríkisstjórn í umboði forsetaemb- ættis og gerir tillögur um skipan ráðherra og einnegin um lausn þeirra úr embætti, telur það ekki sitt mál, þótt í stjórn hans sitji ráð- herra, sem hefir orðið ber að af- glöpum, sem eiga sér enga hlið- stæðu í sögu innlends ráðherra- dóms, og þyrfti að leita samjöfnuð- ar í máli Álbertí hins danska í ald- arbyrjun. Það er hörmulegt til þess að vita, ef Davíð Oddsson ætlar í máli þessu að varpa sæmd sinni fyrir borð vegna valdakaupa. Það vakti mikla athygli, þegar Finnur Ingólfsson lýsti því yfir í sjónvarpi í fyrrakvöld, að hann hefði haft fullt og óskorað traust forsætisráðherra í „Landsbanka- málinu". Undirritaður leyfir sér að taka ekki mark á slíkri yftrlýsingu, en fyrir forsætisráðherra er það ærunauðsyn að hann beri þau orð til baka. Ég hefi verið svo gæfusamur að hafa eignazt marga góða vini í öðr- um flokkum. Einn þeirra er Hall- dór Ásgrímsson. Því var það að mér mátti heita öllum lokið að lesa viðtal við hann á bls. 12 í Morgun- blaðinu í gær, þar sem hann lætur svo sem honum hafi verið með öllu ókunnugt um hvað á gekk í ráðu- neytum og Landsbanka vegna Lindarmála og Þórðar Ingva, fram- kvæmdastjóra, mánuð- um og árum saman. Þótt framsóknarmenn fullyrtu að þeir myndu hafa fullt vald á málinu eftir að Finnur settist í stól bankamálaráð- herra, sem og var nærri komið á daginn, voru þeir örvæntingu slegnir á sínum tíma vegna Þórðar, sem ein- um af sínum fremstu mönnum og fóstbróður Finns, þegar uppvíst varð um dæmalaus vinnubrögð hans í for- stjórastóli Lindar. Þá voru góð ráð dýr og auðvitað leitað til flokksformanns- ins um úrlausn málsins, enda var vel fyrir manninum séð í feitu Þegar upp kemst um vinnubrögð Finns Ingólfssonar í embætti bankamálaráðherra, segir Sverrir Her- mannsson, fellur þeim ríkisstj órnarmönnum allur ketill í eld og þræða nú hver í kapp við annan koppa- götur undanbragða og ósanninda. ábyrgðarstarfi á vegum utanríkis- ráðuneytisins. í bréfi til mín, dags. 21. febrúar 1996, staðfesti forsætisráðherra að hann hefði verið upplýstur um að tap Landsbankans vegna Lindar næmi 900 milljónum króna. Hann var í bréfinu að skamma banka- stjórn fyrir að hlýða sér ekki í vaxtamálum, og kvað bankastjórn- ina ekki taka eftir því, „þegar strákur á þeirra snærum týndi fyr- ir þeim 900 milljónum!! - og við- Sverrir Hermannsson skiptavinum vafningalaust sendur reikningur“. Kjartan Gunnarsson fékk afrit af þessu bréfi. Og nú þykjast höfuðpersónur málsins, viðskiptaráðherra, forsæt- isráðherra og utanríkisráðherra ekkert vita um hvaða tölur var ver- ið að tala og verða stöðugt að ófróð- ari um allt málið. Sannleikur málsins er sá, að rík- isstjórnin taldi þetta mál svo viður- hlutamikið fyrir sig að það gæti stórskaðað hana. Og nú þegar upp kemst um vinnubrögð Finns Ing- ólfssonar í embætti bankamálaráð- herra fellur þeim ríkisstjómar- mönnum allur ketill í eld og þræða nú hver í kapp við annan koppagöt- ur undanbragða og ósanninda. Og framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins lét hagsmuni ríkisstjórn- ar Davíðs foringja síns ganga fyrir samvizku sinni og lögfræðiþekk- ingu. Að mörgu þurfti að hyggja við frágang málsins á sinni tíð. Það var vissulega óþægilegt að stjórnar- andstaðan skyldi vera í meirihluta í bankaráði. Vegna skýrslu ríkisend- urskoðanda, sem var tæpitungulaus um framhald málsins, vildu stjórn- arandstæðingar í bankaráði ekki að málið yrði afgreitt án frekari um- svifa. Þá gerðu stjórnvöld sér hægt um hönd og pöntuðu nýtt álit hjá Renda og stóð ekki á því frekar en. fyrri daginn, þegar æðstu valda- menn eiga í hlut. I því nýja áliti var fjöður dregin yfir fyrri niðurstöður og ekki talin ástæða til frekari að- gerða „nema nýjar upplýsingar kæmu fram í málinu“ eins og fyrrv. bankaráðsmaður, Jóhann Ársæls- son, orðar það í viðtali við Morgun- blaðið í gær. Höfundur er fv. bankastjóri. T 1 I Staðgreiðsluverð: * 9.800 kr. húsgögn Ármúla 44 • sími 553 2035 Sáðvörur Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur verið stærsti innflytjandi á sáðvörum hérlendis undanfarin ár. Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval gras- og grænfóðurstofha ásamt ráðgjöf við einstaka kaupendur. Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt Mjólkurfélag Reykjavíkur Hvoö vilíu vilo uin ;u! t í r ;í:öi ! Verð á internc-tþjónuttunni Mótald I 1,190 kr. ISÖN 64 I 1,690 kr. ISDN 1281 '/.Í90\kr. Tvcir mánuðir án c-ndurqjaldt við tkrániriqu Sltráðu þicj i í m aI>HJiyi7Í1 09-1? Y/ríui rbifjíf <>rj 19-18 iacfjorduQh Hnii! hufjBUfóJ yf.ró <>r.t nldrí.T ú Utli L. V' SIMINNir.tr r ru t ÍSIENSKA AUClÝSINCASTOfAN fHf./SÍA.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.