Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 1
104 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 126. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Deila franskra flugmanna Jospin fliug’- ar flilutun París. Reuters. LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær að stjórn hans væri reiðubúin að grípa inn í verkfall flugmanna flugfélagsins Air France. Flugmennirnir hafa verið í verkfalli frá því á mánudaginn, annan í hvítasunnu, en það stefnir skipulagi heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í hættu, þar sem Air France hafði tekið að sér að flytja öll keppnisliðin 32 og áhorfendur milli borga. Keppnin hefst á mið- vikudag. Síðustu lotu samningaviðræðna fulltrúa flug- manna og stjórnar Air France lauk aðfaranótt laugardags, án niðurstöðu. Enginn nýr fundur var boðaður. Jospin sagði heimsmeistarakeppnina ekki vera aðaláhyggjuefnið, heldur rekstrarleg framtíð Air France. Það sem flugmennirnir eru að mótmæla með verkfallinu eru áform félags- ins um að skerða laun þeirra í þágu áætlunar sem gengur út á enduifjármögnun rekstrarins, sem hefur verið erfíður. Air France er enn að meirihluta í ríkiseigu. „Heimsmeistarakeppnin mun fara fram með eðlilegum hætti. Frakkar þurfa ekki nauðsyn- lega að ferðast með flugi milli keppnisstaða og aðrir Evrópubúar ekki heldur, auk þess sem það eru næg flugfélög önnur sem geta flutt fólk hingað, önnur en Air France,“ sagði Jospin, en gaf til kynna vilja ríkisstjórnarinnar til að láta til sín taka „á komandi klukkustundum" ef ekki rofaði til í déilunni. Fiskur í stað viagra Dubai. Reuters. FJÖRUTÍU og átta barna faðir í Samein- uðu arabísku furstadæmunum ráðleggur landsmönnum sínum að gleyma frjósem- islyfinu viagra og borða þess í stað mikið af fiski. Frá þessu var greint í dagblaðinu Emirate News í gær. Ahmed Rashid biu Aboud, sem er 48 ára og býr í furstadæminu Fujairah við austurströnd Sameinuðu fursta- dæmanna, sagðist eiga 23 syni og 23 dæt- ur með 8 eiginkonum, þar af hefði ein þeirra getið honum 17 börn. „Borðið fisk, og ennþá rneiri fisk,“ var haft eftir Aboud í blaðinu. „Ég eyði 200 dirhömum [um 3.800 kr.] dag hvern í fisk,“ sagði hinn stolti faðir. Aboud býr nú með þremur konum af átta barnsmæðrum sínum en er skilinn við hinar fimm. Sagði í frétt blaðsins að maðurinn væri á höttunum eftir fjórðu konunni, á aldrinum 15-20 ára, og fýsti að eignast fleiri afkvæmi. Samkvæmt lögum í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum er viagra-lyfið bannað, en mönnum leyfist að eiga allt að fjórar eiginkonur samtimis. A íslenzkri sólarströnd ÞAÐ er víðar en við Miðjarðarhafið sem gylltar strendur freista sól- frá Búðum á Snæfellsnesi. í heiðríkjunni á dögunum gátu menn sem skinssólginna ferðalanga. Þessa íogru sandströnd er að fiima skammt áttu leið um notið veðurblíðunnar og víðáttunnar f flæðai-málinu. Atök Afrikurfkj anna Eþíópíu og Eritreu Gagnkvæmar árás- ir halda áfram Asmara í Eritreu. Reuters. ISAYAS Afewerki, forseti Eritreu, sagðist í gær vonlítill um að friður komist á milli íands hans og nágrannaríkisins Eþíópíu. Herir beggja landa, sem eru meðal þeirra fátæk- ustu í Afríku, héldu í gær áfram gagnkvæm- um árásum á landi og í lofti. „Við viljum friðsamlega lausn (...) en í augnablikinu sé ég ekki ljós við enda gang- anna,“ sagði Afewerki á blaðamannafundi í Asmara, höfuðborg Eritreu. Orð hans féllu skömmu eftir að stórskotalið Eritreuhers skaut niður þriðju herþotu Eþíópíumanna, sem flaug yfír Asmara til að varpa sprengjum. Flugmaðurinn komst lífs af og var tekinn höndum. Eþíópíumenn handsömuðu aftur á móti flugmann eritrískrar herþotu eftir að hann varpaði sér út úr henni laskaðri, nærri borg- inni Mekele í norðanverðri Eþíópíu. Einnig fréttist af nýjum átökum á landamærunum, en landamerkjadeila ríkjanna óx í síðasta mánuði í hörð átök sem nú jafnast á við óyfirlýst stríð. Ofriðurinn hélt áfram í gærmorgun með árás eþíópískra MiG 23-þotna á herflugvöll- inn við Asmara, en henni var svarað með skothríð úr loftvarnafallbyssum. Ein þota var skotin niður. Skammt frá Mekele í Norður- Eþíópíu, þar sem 44 óbreyttir borgarar féllu í sprengjuárás Eritreumanna, skaut stór- skotalið Eþíópíumanna niður eina flugvél Eritreumanna. Erlendir ríkisborgarar í hættu Bandaríkjastjórn mótmælti árásunum harðlega; árásin á flugvöllinn við eritrísku höfuðborgina stefndi lífi erlendra borgara í hættu, sem freistuðu þess að flýja átökin. Nærri 200 útlendingar yfirgáfu Asmara síðla á föstudag með Airbus-leiguflugvél á vegum Bandaríkjamanna, en fjöldi annarra erlendra ríkisborgara komst ekki brott þar sem yfir- völd í Eritreu synjuðu Bretum leyfis um að senda aðra flugvél eftir fólkinu. Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu miklar áhyggjur af átökunum á svæðinu, en Eþíópía var á árum áður dyggur bandamaður Sovétríkjanna. Eritrea var lýst sjálfstæð frá Eþíópíu 1993. Reuters Stórabeltis- brúin opnuð FRIÐRIK krónprins af Danmörku hleypir af stað fyrstu dúfunum af 500, sem var sleppt lausum við hátíðlega athöfn á nýju brúnni yfir Stórabelti á föstudag. Um 100.000 manns, fótgangandi og á reiðhjól- um, voru viðstödd athöfnina, en brúin verður opnuð fyrir bflaumferð 14. júní. Leiðandi uppeldishættir vænlegastir til árangurs Ágóðinn fer til líknarmála Sigldi ómönnuð út á haf Heimur án fíkniefna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.