Morgunblaðið - 07.06.1998, Page 2

Morgunblaðið - 07.06.1998, Page 2
2 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ► 1-4 Costa Blanca ►Á bíl um spánsk sveitahéruð /2 Farið um Hettuveg og Sveifluháls ►Um leiðina týndu Hettuveg. /4 D BÍLAR Lífeyrissjóðurinn Framsýn sendir fjármálaráðuneytinu tilmæli Aðildarskylda verkamanna verði tekin fyrir að nýju LÍFEYRISSJÓÐURINN Framsýn hefur óskað eftir því að fjármálaráðuneytið taki á ný til með- ferðar mál er varðar aðild verkamanna hjá Sam- skipum að lífeyrissjóði, en samkvæmt úrskurði ráðuneytisins þar um ber þeim að greiða iðgjöld til Samvinnulífeyrissjóðsins. Telur lífeyrissjóður- inn Framsýn að ákvörðun ráðuneytisins byggist á ófullnægjandi og röngum upplýsingum og að rökstuðningi sé ábótavant. I bréfí lögmanns sjóðsins til fjármálaráðuneyt- isins vegna þessa er bent á að í úrskurði ráðuneyt- isins virðist byggt á því að félagsmenn Dagsbrún- ar sem störfuðu hjá skipadeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga hafi átt sjóðsaðild að Samvinnulífeyrissjóðnum eða kost á aðild. Nú hafí komið í leitimar gögn sem sýni að iðgjöld vegna verkamanna hjá Skipadeildinni hafí verið greidd til Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar, fyr- irrennara lífeyrissjóðsins Framsýnar, að minnsta kosti allt til ársins 1986. Engin breyting hafi orðið á ráðningarkjörum síðan þá og hugtaldð fastráðn- ing verði ekld heimfært upp á verkamenn sem all- flestir fái laun sín greidd vikulega. í bréfí lögmannsins, Atla Gíslasonar hrl., er einnig bent á það grundvallaratriði að fjrir- tækjasjóðir hafi falið í sér undantekningu frá meginreglu kjarasamningsins frá árinu 1969 þeg- ar samið var um almenna lífeyrissjóðakerfíð og hana beri að túlka þröngt. Sjóðsaðild að stéttar- félagssjóði víki ekki nema aðild að fyrirtækja- sjóði hafi verið virk og ótvíræð. Með túlkun ráðu- neytisins sé undantekningarregla gerð að megin- reglu. Þá er því mótmælt að reglum í nýjum kjara- samningum um réttarstöðu starfsmanna við eig- endaskipti að fyrirtækjum hafi verið ætlað að breyta grundvallarsamningi aðila vinnumarkað- arins um aðild að lífeyrissjóðum frá árinu 1969. Samskip hf. sé frjáls og óháður lögaðili sem hafi engin bein eða óbein tengsl við svonefnd sam- vinnufyrirtæki eða fyrirtækjasjóð þeirra sem sé Samvinnulífeyrissjóðurinn. Stríðir gegn félagafrelsi Þá er á það bent að félagsmenn Dagsbrúnar og Framsóknar hafi kosið aðild að lífeyrissjóðnum Framsýn, sem stéttarfélag þeirra standi að og það stríði gegn félagafrelsisákvæðum stjórnar- skrár og mannréttindayfirlýsingum sem ríkið sé bundið af að meina þeim það. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda eigi þessir starfsmenn rétt á að velja sér lífeyrissjóð ef þeir eigi ekki sjálfsagða aðild að öðrum sjóði. Orðalag greinarinnar sýni glöggt að þessi valkostur sé fyrir hendi ef minnsti vafi sé á aðild. Aðild verka- manna að Samvinnulífeyrissjóðnum þurfi að vera hafin yfir allan vafa ef skerða eigi félagafrelsi þeirra eins og úrskurður ráðuneytisins hafi í fór með sér. Niðurstaða ráðuneytisins sé andstæð dómum Hæstaréttar og er vísað til dóms 1988:1532. „í dóminum bendir Hæstiréttur rétti- lega á að mannréttindaákvæði séu sett til vernd- ar einstaklingum en ekki stjómvöldum. Lagaá- kvæði sem takmarki mannréttindi verði að vera ótvíræð. Þessi niðurstaða á eðlilega að vera leið- arljós fjármálaráðuneytisins við endurskoðun úr- skurðarins," segir ennfremur í bréfi lögmanns lífeyrissjóðsins til fjármálaráðuneytisins. Hamraborg í Kópavogi Grunur um íkveikju í stigagangi TÖLUVERÐAJl reykskemmdir urðu í stigagangi í Hamraborg í Kópavogi eftir að eldur kviknaði í gólfteppi neðst í stigaganginum snemma í gærmorgun. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða og er málið í rannsókn hjá lögreglunni í Kópavogi. Slökkvilið var kaliað út skömmu fyrir klukkan sex á laugardags- morgun og var þá mikill reykur í stigaganginum. Reykskemmdir eru þó nokkrar en ekki urðu skemmdir af eldi. Slökkvilið reyklosaði stigaganginn og íbúðir á efstu hæð hússins. ------------ ► 1 — 16 Hjarta mitt verður alltaf færeyskt ► Grímur Guttormsson Esteroy hefur unnið mikið og erfitt starf í þágu hafnargerðar landsmanna sem kafari. /1&2-4 Sjerríið stendur f yrir sínu ►Osbome fyrirtækið er eini stóri sjerrí- og brandíframleiðandinn á Spáni sem er enn í einkaeign. /6 Það er ævintýri að búa í Peking ► Hjálmar W. Hannesson, fyrsti íslenski sendiherrann með búsetu í Kína, er snúinn heim. /8 C# FERÐALÖG ►l-4 Hvar setur maður barnastólinn? ►Tekið í sportbílinn Dodge Viper GTS Coupe. /2 Reynsluakstur ► Sæmilega röskur Galloper frá Kóreu. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-24 Kvikmyndavinnustofa fyrir ungt fólk ►Kvikmyndaskóli íslands í leit að sköpunargleði og hæfileikafólki. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 44 Leiðari 28 Brids 44 Helgispjall 28 Stjömuspá 44 Reykjavíkurbréf 28 Skák 44 Skoðun 32 Fólk í fréttum 46 Minningar 34 Útv./sjónv. 42,54 Myndasögur 40 Dagbók/veður 55 Bréf til blaðsins 40 Mannl.str. lOb Hugvekja 44 Dægurtónl. 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Morgunblaðið/Golli Menningarsjóður útvarpsstöðva Attatíu milljón- um úthlutað ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði útvarpsstöðva. Alls bárust umsóknir um styrki til 264 verkefna og námu styrkum- sóknir samtals 500 milljónum króna. Heildarkostnaðaráætlanir verkefnanna námu u.þ.b. 1.250 milljónum króna. Úthlutað var 80.195.000. Styrkir til framleiðslu og undirbúnings dagskrárefnis fyrir hljóðvarp nema 20.345.000 en 59.850.000 til dagskrárefnis fyrir sjónvarp. Af verkefnunum 264 hljóta 82 styrk. Þar af hljóta átta verkefni tvær milljónir eða meira í styrk. Hæsta styrkinn, fimm milljónir, hlýtur RÚV til framleiðslu á „Heim- ildarsápu". Skrípó ehf. hlýtur þrjár milljónir til framleiðslu á „Litlu lirfunni ljótu“. Kvikmyndafélagið Umbi ehf. hlýtur einnig þrjár millj- ónir til framleiðslu á verkefninu „Glímt við heiminn". 2,2 milljónir hlýtur Jón Karl Helgason til fram- leiðslu á „Gísla“. Tvær milljónir hljóta: Yrkja fyrir „Endurreisnina og almúgann", Úlfar Þormóðsson fyrir „Leitina að íslendingum í Bar- beríinu, Álfasaga ehf. fyrir „Land jólasveinanna" og Alvís kvikmynda- gerð fyrir „Tuttugustu öldina". Hæstan styrk til handritsgerðar og undirbúnings dagskrárefnis fyrir sjónvarp hlýtur verkefnið „Urðar- máni“ hjá Túndru ehf. Hrafn Gunn- laugsson hlýtur samtals tvær millj- ónir fyrir „Glæpur skekur Húsnæð- isstofnun" og „Innilokunarkennd í Moskvu". Vinnubrögð hljóta eina milljón fyrir verkefnið „Leifur". Hæstu styrki til undirbúnings og framleiðslu dagskrárefnis fyrir hljóðvarp hljóta: Hljóðsetning ehf. 1.800.000 fyrir „Syndir feðranna", Fínn miðill hf. 1.700.000 fyrir „Leik- lestur" og Fínn miðill 1.500.000 fyr- ir. ;,Útvarpsleikhús Tvíhöfða". I fréttatilkynningu frá Menning- arsjóði útvarpsstöðva segir að styrkir verði greiddir út í byrjun júlí. Jafnframt kemur þar fram að úthlutun hafi dregist þar sem stjóm var ekki fullskipuð fyrr en í maí. ► 1-56 Uppeldi og forvarnir gegn reykingum ► Leiðandi uppeldishættir vænleg- astir til árangurs. /10 Klifrað upp kjarn- orkustigann ►Tilraunasprengingar Indveija og Pakistana vekja ótta um um stórfellda kjarnorkuvígvæðingu. /12 Sigldi ómönnuð út á haf ►í tilefni sjómannadagsins verður opnuð sýning á nær 100 líkönum af bátum og skipum í Sjómanna- skólanum. /18 Horft til f ramtíðar í höfuðborg ►Inga Jóna Þórðardóttir, hinn nýi oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- vík í viðtali. /20 Ágóðinn fer til líknarmála ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við forsvarskon- urThorvaldsensfélagsins. /30 B Morgunblaðið/Þorkell SLÖKKVILIÐSMENNIRNIR hjólandi höfðu að sjálfsögðu spennt á sig hjálmana þegar þeir lögðu f ann úr Skógarhlíðinni f gærmorgun. Hjólað í góðgerðar- skyni VEÐRIÐ lék heldur betur við slökkviliðsmennina sex sem lögðu af stað frá Reykjavík í gærmorgun í hringferð um landið á hjólhestum. Tilgangur ferðarinnar er að safna áheitum til styrktar krabba- meinssjúkum bömum. Ef allt gengur samkvæmt áætlun verða slökkviliðsmennimir hjólandi komnir aftur til Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Dramatík í Hafnar- stræti ÞAÐ voru blendnar tilfinningar sem ri'ktu á homi Hafnarstrætis og Pósthússtrætis þegar Ijósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar hjá. Uppábúin erlend brúðlijón virtust þar eiga í einhveijum erfiðleikum og ekki laust við að þau ættu samúð vegfarenda. Ekki er þó víst að til- vonandi brúðgumi hafi guggnað á si'ðustu metrunum heldur er lík- legra að brúðarmeyin eigi í vand- ræðum með linsur sínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.