Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 7. JTJNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lögreglan „ÞÉR þurfíð ekki upp með hendur, herra. Hann er með vottorð.“ Beðið eftir straumnum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? NÚ ERU bændadagar í Þverá í Borgarfírði og yfírleitt berast ekki aflatölur frá þeim til veiðibókar fyrr en þeim lýkur. Þó heyrðist í gærmorgun, að eitthvað hefðu sveitamenn og skjólstæðingar þeirra orðið varir og nokkrir laxar bæst við þá tvo sem Ingveldur Viggósdóttir veiddi fyrstu dagana. Enn reytist úr Norðurá, holl núm- er tvö var komið með sex laxa eftir fyrsta daginn og eitthvað var dreg- ið á þurrt í gærmorgun, þannig að komnir eru vel á þriðja tug laxa á land, en menn bíða eftir veður- breytingu og einnig stórstreyminu sem von er á 11. þessa mánaðar. Gera menn sér miklar vonir með þann straum. Síðast er fréttist var enn beðið eftir fyrsta laxinum af veiðisvæð- inu Norðurá 2, sem er í byrjun sumars, Stekkurinn og Munaðar- nes. Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigu- taka Laxár i Kjós, var þar að veið- um á þriðjudag og sagði hann lítið líf að sjá. „Ég setti þó í einn sem lak strax af í Kálfhyl í Stekknum og þreytti svo annan vel vænan, 14-16 punda, framundir löndun, en þá lak líka úr honum. Það var í Kletthyl í Munaðarnesi. Málið er, 14 PUNDA hrygna úr Norðurá, veidd af Stefáni Á. Magnússyni fyrsta veiðidaginn. Þetta var fyrsti opinberi lax sumarsins. Á myndinni sést vel hve laxinn lít- ur vel út eftir sjávarvistina. að vatnsmagn og hitastig er svo hagstætt að fiskur rennur hrein- lega í gegn. Guðmundur Viðars- son, kokkur í veiðihúsinu í Norð- urá, tók undir þetta, sagði menn horfa á laxa á hraðferð og einn sem var lúsugur fram á haus veiddist á Berghylsbroti, rétt neð- an Glanna, í fyrrakvöld. Laxinn kominn í Blöndu Blanda var opnuð í gær og urðu menn strax varir við fisk. Laxinn hefur sést bæði í sjónum fyrir utan og uppi í á og áin er „maðktæk“ INGVELDUR Viggósdóttir með fyrsta laxinn úr Þverá í sumar, 12 punda hrygnu af Norður- tungueyrum. eins og menn kalla það á Blöndu- ósi, þ.e.a.s. nógu tær til að laxinn sér vel til að taka agn. Kjarrá verður opnuð á morgun, sunnudag, og heita má öruggt að þar veiðist vel þar sem mönnum þykir sýnt að megnið af þeim laxi sem gekk snemma í Þverá hafi brunað beint í Kjarrá. Vatnshiti og vatnshæð hafa verið óvenjuhag- stæð í vor. Dómur Hæstaréttar um jafnræðisregluna Fagna niðurstöðunni EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær þá kvað Hæstiréttur upp þann dóm á fimmtudag að það fari í bága við jafnræðisreglu stjómarskrárinn- ar að greiða engar bætur vegna var- anlegra örorkutjóna til þeirra sem hafa engar eða takmarkaðar tekjur á liðinni tíð, sé miskastig þeirra metið minna en 10-15%, eins og skaðabóta- lögin kveða á um. Aðspurður fagnar Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. niðurstöðunni. „Ég tel niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli rétta og að hún bæti hlut takmarkaðs fjölda tjónþola. Niður- staðan var óhjákvæmileg en hún breytir engu um þá dóma sem gengu fyrir hálfum mánuði. Þar voru raun- ar miklu meiri hagsmunir í húfi. Skaðabótalögin frá 1993 eru að mín- um dómi verstu mistök við lagasmíð á seinni tímum. Það er mjög brýnt að þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir ljúki sem fyrst og að ásættanlegt ástand náist á þessu þýðingarmikla réttarsviði." Steingrímur Þormóðsson var lög- maður stúlkunnar, sem höfðaði málið og hafði betur. Hákon Arnason var verjandi Vátryggingafélags Islands. Sjómannadagurinn er 60 ára Án hliðstæðu í heiminum og enn í fullu gildi Garðar Þorsteinsson Sj ómannadagurinn er 60. ára í dag og haldinn hátíðlegur í 61. sinn. „Hugmyndin kom frá Henry heitnum Hálfdanarsyni, sem þá var loftskeytamaður á togaranum Hafsteini og á siglingu á Halamiðum, árið 1937. Hann ýtti henni síðan úr vör árið 1938, sem varð til þess að öll félög sjómanna, bæði undir- og yfirmanna, í Reykjavík og Hafnarfirði tóku sig saman um að stofna svokallað fulltrúa- ráð Sjómannadagsins, sem enn er starfandi í dag,“ segir Garðar Þor- steinsson framkvæmda- stjóri Sjómannadags. Hátíðahöldin eru mun viðameiri í ár vegna afmælisins að hans sögn „Forsetahjónin heimsóttu Hrafnistuheimilin, sem tókst mjög vel, og einnig opnuðum við sögusýningu um báta og skip í Sjómannaskólan- um. Við viljum sýna að sjó- mannastéttinni er ekki alveg sama um sitt menntasetur. Enda kom fram við opnun sýningar- innar að Sjómannaskólinn verð- ur ekkert fluttur." - Er sjómannadagurinn enn í fullu gildi að þínu mati? „Já, hann er upphafið og und- irstaða velferðar sjómanna; Laugarásbíós og Happdrættis DAS sem eru helsti burðarásinn í byggingu og rekstri Hrafnistu- heimilanna. Sjómannadagurinn er séríslenskt fyrirbrigði og á sér enga hliðstæðu í heiminum." - Hvert var upprunalegt markmið sjómannadagsins? „Sjómannadeginum hefur alla tíð verið ætlað að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttar- innar og vinna að nánu samstarfi þeirra. Að heiðra minningu lát- inna sjómanna, sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi, kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin miklu störf stéttarinnar í þágu þjóðfélagsins, beita sér fyr- ir menningarmálum er sjó- mannastéttina varða og vinna að velferð og öryggismálum henn- ar. Að afla fjár til þess að reisa og reka íbúðir fyrir aldraða sjó- menn og sjómannsekkjur og koma upp sumardvalarheimili fyrir börn sjómanna. Sumar- dvalarheimilið var rekið á árum áður en slíkum rekstri hefur nú verið hætt. Jafnframt að stuðla að byggingu og rekstri orlofs- húsa og alhliða orlofs- starfsemi fyrir sjó- menn og starfsmenn samtaka þeirra, að halda uppi fræðslu um öll framangreind atriði og önnur fé- lagsmál er samtök sjómanna- stéttarinnar varða. Að heiðra fyrir björgun mannslífa og far- sæl félagsstörf. Þetta er megin- tilgangur sjómannadagsins. Nú er ýmislegt í farvatninu hjá okkur varðandi byggingamál og stendur til meðal annars að byggja á lóð Hrafnistu í Reykja- vík 90 manna hjúkrunarheimili. Sú framkvæmd mun hefjast eins fljótt og auðið er.“ - Hvernig gengur að efla samhug meðal sjómannastéttar- innar í dag? Eru þeir mjög sam- stiga? „Nei, það get ég ekki sagt. Því ► Garðar Þorsteinsson fæddist í Reykjavík árið 1935. Garðar lauk prófi frá farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík árið 1957 og starfaði að því búnu sem stýrimaður og afleys- ingaskipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins, eða til ársins 1977 þeg- ar hann þurfti að fara í frí vegna veikinda. Hann var kos- inn í stjóm Sjómannadagsráðs vorið 1976 og hóf störf á skrif- stofu þess árið 1978 þegar hann hætti sjómennsku. Garðar var framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsráðs 1978-1991 og hefur verið framkvæmdastjóri Sjómannadags frá árinu 1991. Hann er sonur Þorsteins Árna- sonar vélstjóra, sem var einn af stofnendum Sjómannadagsráðs árið 1938 og átti sæti í fyrsta fulltrúaráði þess, og Ástu Jóns- dóttur. Garðar ólst upp í hópi sex systkina. Hann kvæntist finnskri konu, Christel Ahonius Þorsteinsson. Þau eru barnlaus en Garðar átti einn son fyrir hjónaband. Hann er búsettur í Noregi þar sem hann starfar sem lögfræðingur og á fjögur börn. miður. Við reynum hins vegar að stuðla að því eins og við getum. Menn eru hins vegar mikið að velta fyrir sér launum og kjör- um, sem allar aðrar stéttir í þjóðfélaginu setja á oddinn líka. Það er ekki hugsað um sam- stöðu, hvorki hjá sjómönnum né öðrum.“ - Hversu margir sjómenn hafa týnt lífi í starfi? „Fyrstu fimmtíu ár sjómanna- dagsins, 1938-1988, höfðu farist í sjó og týnst 1.273. Nú er þessi fjöldi 1.368, að mig minnir. Þar af hvíla 400 í votri gröf.“ - Eru sjómenn ein- huga um það að halda sjómanna- daginn hátíðlegan? „Já, og þess vegna var barist fyrir því árið 1988 að gera sjó- mannadaginn að lögboðnum frídegi. Öll fiskiskip verða því að sigla til hafnar og vera komin í síðasta lagi á hádegi laugardags- ins fyrir sjómannadag. Þau mega síðan ekki sigla aftur fyrr en á hádegi næsta mánudag." - Hugsar enginn um tekju- tap? „Nei, menn eru ekkert að veíta því fyrir sér. Lögin kveða skýrt á um þetta og mönnum ber að virða þau.“ Rúmlega 1.300 sjó- menn hafa farist á sjó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.