Morgunblaðið - 07.06.1998, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 7. JTJNÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Lögreglan
„ÞÉR þurfíð ekki upp með hendur, herra. Hann er með vottorð.“
Beðið eftir straumnum
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
NÚ ERU bændadagar í Þverá í
Borgarfírði og yfírleitt berast ekki
aflatölur frá þeim til veiðibókar
fyrr en þeim lýkur. Þó heyrðist í
gærmorgun, að eitthvað hefðu
sveitamenn og skjólstæðingar
þeirra orðið varir og nokkrir laxar
bæst við þá tvo sem Ingveldur
Viggósdóttir veiddi fyrstu dagana.
Enn reytist úr Norðurá, holl núm-
er tvö var komið með sex laxa eftir
fyrsta daginn og eitthvað var dreg-
ið á þurrt í gærmorgun, þannig að
komnir eru vel á þriðja tug laxa á
land, en menn bíða eftir veður-
breytingu og einnig stórstreyminu
sem von er á 11. þessa mánaðar.
Gera menn sér miklar vonir með
þann straum.
Síðast er fréttist var enn beðið
eftir fyrsta laxinum af veiðisvæð-
inu Norðurá 2, sem er í byrjun
sumars, Stekkurinn og Munaðar-
nes. Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigu-
taka Laxár i Kjós, var þar að veið-
um á þriðjudag og sagði hann lítið
líf að sjá. „Ég setti þó í einn sem
lak strax af í Kálfhyl í Stekknum
og þreytti svo annan vel vænan,
14-16 punda, framundir löndun, en
þá lak líka úr honum. Það var í
Kletthyl í Munaðarnesi. Málið er,
14 PUNDA hrygna úr Norðurá,
veidd af Stefáni Á. Magnússyni
fyrsta veiðidaginn. Þetta var
fyrsti opinberi lax sumarsins. Á
myndinni sést vel hve laxinn lít-
ur vel út eftir sjávarvistina.
að vatnsmagn og hitastig er svo
hagstætt að fiskur rennur hrein-
lega í gegn. Guðmundur Viðars-
son, kokkur í veiðihúsinu í Norð-
urá, tók undir þetta, sagði menn
horfa á laxa á hraðferð og einn
sem var lúsugur fram á haus
veiddist á Berghylsbroti, rétt neð-
an Glanna, í fyrrakvöld.
Laxinn kominn í Blöndu
Blanda var opnuð í gær og urðu
menn strax varir við fisk. Laxinn
hefur sést bæði í sjónum fyrir utan
og uppi í á og áin er „maðktæk“
INGVELDUR Viggósdóttir með
fyrsta laxinn úr Þverá í sumar,
12 punda hrygnu af Norður-
tungueyrum.
eins og menn kalla það á Blöndu-
ósi, þ.e.a.s. nógu tær til að laxinn
sér vel til að taka agn.
Kjarrá verður opnuð á morgun,
sunnudag, og heita má öruggt að
þar veiðist vel þar sem mönnum
þykir sýnt að megnið af þeim laxi
sem gekk snemma í Þverá hafi
brunað beint í Kjarrá. Vatnshiti og
vatnshæð hafa verið óvenjuhag-
stæð í vor.
Dómur Hæstaréttar um jafnræðisregluna
Fagna niðurstöðunni
EINS og skýrt var frá í blaðinu í
gær þá kvað Hæstiréttur upp þann
dóm á fimmtudag að það fari í bága
við jafnræðisreglu stjómarskrárinn-
ar að greiða engar bætur vegna var-
anlegra örorkutjóna til þeirra sem
hafa engar eða takmarkaðar tekjur á
liðinni tíð, sé miskastig þeirra metið
minna en 10-15%, eins og skaðabóta-
lögin kveða á um.
Aðspurður fagnar Jón Steinar
Gunnlaugsson, hrl. niðurstöðunni.
„Ég tel niðurstöðu Hæstaréttar í
þessu máli rétta og að hún bæti hlut
takmarkaðs fjölda tjónþola. Niður-
staðan var óhjákvæmileg en hún
breytir engu um þá dóma sem gengu
fyrir hálfum mánuði. Þar voru raun-
ar miklu meiri hagsmunir í húfi.
Skaðabótalögin frá 1993 eru að mín-
um dómi verstu mistök við lagasmíð
á seinni tímum. Það er mjög brýnt
að þeirri endurskoðunarvinnu sem
nú stendur yfir ljúki sem fyrst og að
ásættanlegt ástand náist á þessu
þýðingarmikla réttarsviði."
Steingrímur Þormóðsson var lög-
maður stúlkunnar, sem höfðaði málið
og hafði betur. Hákon Arnason var
verjandi Vátryggingafélags Islands.
Sjómannadagurinn er 60 ára
Án hliðstæðu í
heiminum og
enn í fullu gildi
Garðar Þorsteinsson
Sj ómannadagurinn
er 60. ára í dag og
haldinn hátíðlegur í
61. sinn. „Hugmyndin
kom frá Henry heitnum
Hálfdanarsyni, sem þá
var loftskeytamaður á
togaranum Hafsteini og á
siglingu á Halamiðum,
árið 1937. Hann ýtti
henni síðan úr vör árið
1938, sem varð til þess að
öll félög sjómanna, bæði
undir- og yfirmanna, í
Reykjavík og Hafnarfirði
tóku sig saman um að
stofna svokallað fulltrúa-
ráð Sjómannadagsins,
sem enn er starfandi í
dag,“ segir Garðar Þor-
steinsson framkvæmda-
stjóri Sjómannadags.
Hátíðahöldin eru mun
viðameiri í ár vegna afmælisins
að hans sögn „Forsetahjónin
heimsóttu Hrafnistuheimilin,
sem tókst mjög vel, og einnig
opnuðum við sögusýningu um
báta og skip í Sjómannaskólan-
um. Við viljum sýna að sjó-
mannastéttinni er ekki alveg
sama um sitt menntasetur. Enda
kom fram við opnun sýningar-
innar að Sjómannaskólinn verð-
ur ekkert fluttur."
- Er sjómannadagurinn enn í
fullu gildi að þínu mati?
„Já, hann er upphafið og und-
irstaða velferðar sjómanna;
Laugarásbíós og Happdrættis
DAS sem eru helsti burðarásinn
í byggingu og rekstri Hrafnistu-
heimilanna. Sjómannadagurinn
er séríslenskt fyrirbrigði og á
sér enga hliðstæðu í heiminum."
- Hvert var upprunalegt
markmið sjómannadagsins?
„Sjómannadeginum hefur alla
tíð verið ætlað að efla samhug
meðal sjómanna og hinna ýmsu
starfsgreina sjómannastéttar-
innar og vinna að nánu samstarfi
þeirra. Að heiðra minningu lát-
inna sjómanna, sérstaklega
þeirra sem láta líf sitt vegna
slysfara í starfi, kynna þjóðinni
áhættusöm störf sjómannsins og
hin miklu störf stéttarinnar í
þágu þjóðfélagsins, beita sér fyr-
ir menningarmálum er sjó-
mannastéttina varða og vinna að
velferð og öryggismálum henn-
ar. Að afla fjár til þess að reisa
og reka íbúðir fyrir aldraða sjó-
menn og sjómannsekkjur og
koma upp sumardvalarheimili
fyrir börn sjómanna. Sumar-
dvalarheimilið var rekið á árum
áður en slíkum rekstri hefur nú
verið hætt. Jafnframt að stuðla
að byggingu og rekstri orlofs-
húsa og alhliða orlofs-
starfsemi fyrir sjó-
menn og starfsmenn
samtaka þeirra, að
halda uppi fræðslu
um öll framangreind
atriði og önnur fé-
lagsmál er samtök sjómanna-
stéttarinnar varða. Að heiðra
fyrir björgun mannslífa og far-
sæl félagsstörf. Þetta er megin-
tilgangur sjómannadagsins.
Nú er ýmislegt í farvatninu
hjá okkur varðandi byggingamál
og stendur til meðal annars að
byggja á lóð Hrafnistu í Reykja-
vík 90 manna hjúkrunarheimili.
Sú framkvæmd mun hefjast eins
fljótt og auðið er.“
- Hvernig gengur að efla
samhug meðal sjómannastéttar-
innar í dag? Eru þeir mjög sam-
stiga?
„Nei, það get ég ekki sagt. Því
► Garðar Þorsteinsson fæddist
í Reykjavík árið 1935. Garðar
lauk prófi frá farmannadeild
Stýrimannaskólans í Reykjavík
árið 1957 og starfaði að því
búnu sem stýrimaður og afleys-
ingaskipstjóri hjá Skipaútgerð
ríkisins, eða til ársins 1977 þeg-
ar hann þurfti að fara í frí
vegna veikinda. Hann var kos-
inn í stjóm Sjómannadagsráðs
vorið 1976 og hóf störf á skrif-
stofu þess árið 1978 þegar
hann hætti sjómennsku. Garðar
var framkvæmdastjóri Sjó-
mannadagsráðs 1978-1991 og
hefur verið framkvæmdastjóri
Sjómannadags frá árinu 1991.
Hann er sonur Þorsteins Árna-
sonar vélstjóra, sem var einn af
stofnendum Sjómannadagsráðs
árið 1938 og átti sæti í fyrsta
fulltrúaráði þess, og Ástu Jóns-
dóttur. Garðar ólst upp í hópi
sex systkina. Hann kvæntist
finnskri konu, Christel Ahonius
Þorsteinsson. Þau eru barnlaus
en Garðar átti einn son fyrir
hjónaband. Hann er búsettur í
Noregi þar sem hann starfar
sem lögfræðingur og á fjögur
börn.
miður. Við reynum hins vegar að
stuðla að því eins og við getum.
Menn eru hins vegar mikið að
velta fyrir sér launum og kjör-
um, sem allar aðrar stéttir í
þjóðfélaginu setja á oddinn líka.
Það er ekki hugsað um sam-
stöðu, hvorki hjá sjómönnum né
öðrum.“
- Hversu margir sjómenn
hafa týnt lífi í starfi?
„Fyrstu fimmtíu ár sjómanna-
dagsins, 1938-1988,
höfðu farist í sjó og
týnst 1.273. Nú er
þessi fjöldi 1.368, að
mig minnir. Þar af
hvíla 400 í votri gröf.“
- Eru sjómenn ein-
huga um það að halda sjómanna-
daginn hátíðlegan?
„Já, og þess vegna var barist
fyrir því árið 1988 að gera sjó-
mannadaginn að lögboðnum
frídegi. Öll fiskiskip verða því að
sigla til hafnar og vera komin í
síðasta lagi á hádegi laugardags-
ins fyrir sjómannadag. Þau
mega síðan ekki sigla aftur fyrr
en á hádegi næsta mánudag."
- Hugsar enginn um tekju-
tap?
„Nei, menn eru ekkert að
veíta því fyrir sér. Lögin kveða
skýrt á um þetta og mönnum
ber að virða þau.“
Rúmlega
1.300 sjó-
menn hafa
farist á sjó