Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 11

Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 11 Hlutfall 14 ára unglinga sem reykja og eiga ... afskiptalausa foreldra leiðandi Hlutfall 14 ára unglinga sem reykja og eiga... foreldra sem reykja I 36% foreldra sem reykja ekki I 13% I 7% □ r vini sem reykja 73% Hlutfall 14ára unglinga sem reykja og eiga. vim sem reykja ekki 8% Hlutfall unglinga sem reyktu ekki 14 ára en reykja 17 ára og eiga. afskiptalausa foreldra skipandi 35% 35% eftiriáta I 19% leiðandi I 12% Hlutfall unglinga sem reyktu ekki 14 ára en reykja 17 ára og eiga .. foreldra sem reykja 33% foreldra sem reykja ekki I 13% Við sautján ára aldur er ekki lengur hægt að greina mun á reykingum unglinga sem búa við afskiptalausa og skipandi uppeldishætti. Sú spurning vaknar hvort sautján ára unglingar skipandi foreldra sýni með reykingum sínum ákveðinn mótþróa gegn ráðríki foreldra sinna reykti við 17 ára aldur (af þeim unglingum sem ekki reyktu 14 ára) var 12%, á móti 35% unglinga af- skiptalausra og skipandi foreldra og 18% unglinga eftirlátra foreldra. ►Hlutfallslega fleiri unglingar reyktu 17 ára ef foreldrar þeirra reyktu við 14 ára aldur ungling- anna. Um 33% unglinga sem áttu foreldra sem reyktu þegar ung- lingarnir voru 14 ára voru byrjuð að reykja 17 ára, en aðeins 13% unglinga sem áttu foreldra sem ekki reyktu. ►Ekki komu fram tengsl á milli reykinga vina við 14 ára aldur ung- linganna og þess hvort þeir reyktu eða ekki við 17 ára aldur. Unglingar leiðandi foreldra ólíklegastir til að reykja Sigrún og Leifur Geir vekja at- hygli á því að unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti við 14 ára aldur eru ólíklegri til að reykja en unglingar afskiptalausra, skip- andi og eftirlátra foreldra. í hópi þeirra unglinga sem ekki reykja 14 ára gamhr voru þeir einnig ólík- legri til að vera byrjaðir að reykja við 17 ára aidur sem töldu foreldra sína leiðandi en þeir sem töldu for- eldra sína afskiptalausa eða skip- andi. Þau segja að niðurstaðan um tengsl á milli uppeldishátta for- eldra við 14 ára aldur unghnganna og reykingar þeirra tæpum þrem- ur árum síðar sé afar athyglisverð, ekki síst fyrir það að þeir ungling- ar sem eru verst staddir í þessu samhengi, þ.e. reykja 14 ára, séu ekki hafðir með í tölfræðilegri úr- vinnslu. Mótþrói unglinga skipandi foreldra? Sigrún og Leifur Geir vekja jafn- framt athygli á því að ekki er við 17 ára aldur lengur hægt í rannsókn- inni að greina mun á reykingum unghnga sem búa við afskiptalausa og skipandi uppeldishætti. Sú spurning vaknar, segja þau, hvort 17 ára unglingar skipandi foreldra sýni með reykingum sínum ákveð- inn mótþróa gegn ráðríki foreldra sinna, mótþróa gegn lítt rökstudd- um boðum og bönnum þeirra. Reykingar foreldra og vina í skýrslunni segir að þrátt fyrir sterk tengsl reykinga vina við reykinga unglinga á hverjum tíma gefa reykingar vina við 14 ára ald- ur ekki vísbendingu um hvort ung- lingur hafi byrjað að reykja eftir 14 ára aldur. „Hins vegar er sá reyklausi unglingur, sem á foreldri sem reykir líklegri til að vera byrj- aður að reykja við 17 ára aldur en sá sem á foreldri sem ekki reykir. Þannig spá reykingar foreldra bet- ur fram í tímann um reykingar unglings en reykingar vina,“ segir í niðurstöðu Sigrúnar og Leifs Geirs. Áhrif vinahópsins fljótvirk Þau ræða hvað ofangreindar upplýsingar geta gefið fyrir for- varnastai-f. Þau segja að svo virðist sem áhrif vinahópsins séu bæði mikil og fljótvirk. Ef reyklaus ung- lingur tengist hópi sem reykir séu miklar líkur á því að hann byrji sjálfur að reykja og það mjög fljót- lega. „Sú staðreynd að mjög erfitt er fyrir foreldra að spyrna við fót- um ef unghngur þeirra er kominn í hóp unglinga sem reykir ætti að vera hvatning til foreldra um að sinna forvarnastarfi með tilteknum uppeldisháttum og hefja það snemma. Niðurstöður okkar benda til þess að það geri þeir m.a. með því að tileinka sér leiðandi uppeld- ishætti." Þá segir í skýrslunni, að vegna þess hve fljótt reykingar virðast breiðast út í vinahópum hafi upp- lýsingar um að vinir unghngs reyki ekki takmarkað gildi. „Þótt ung- lingurinn sé í reyklausum félags- skap getur það breyst með skömm- um fyrirvara og segir því ekkert um stöðuna síðar. „Af þessum sök- um eru upplýsingar um reykingar vina ekki vel til þess fallnar að greina áhættuhópa fram í tímann hjá þeim unghngum sem eru í reykiausum félagsskap. Uppeldis- hættir og reykingar foreldra eru hins vegar þættir sem eru líklegri til að vera stöðugir um langa hríð en reykingar vina. Upplýsingar um fyrrnefndu þættina hafa því meira gildi í forvarnavinnu en upplýsing- ar um reykingar vina.“ I lok skýrslu sinnar segja Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur Geir Hafsteinsson að í forvarnastarfi þurfi að sjálfsögðu að vinna á ýms- um vettvangi að margvíslegum úr- ræðum. „Þau sterku tengsl, sem fram koma í rannsókninni milli reykinga unglinga annars vegar og uppeldishátta og reykinga foreldra hins vegar, minna á hve brýnt er að leita leiða til að upplýsa foreldra um eðli og gildi leiðandi uppeldis- hátta og horfa ekki fram hjá líkum á því að bam þeirra fari að reykja ef þeir reykja sjálfir. Varla þarf að taka fram að ekki er tryggt að barnið byrji ekki að reykja þótt það búi við ieiðandi uppeldishætti og foreldri reyki ekki. Tóbaksreyk- ingar og önnur áhættuhegðun ung- linga er afleiðing flókins samspils margra þátta sem sumum hverjum er erfitt að stjórna. Rannsókn okk- ar sýnir aðeins að líkurnar eru minni á því að unghngurinn byrji að reykja ef hann býr við ofan- greindar aðstæður.“ Afmælisdagar Bjóðum frábær afmælistilboð á vinsælum vörum SUNDBOLUR MARINE U-BAK Litir: Dökkblátt. Stærðir: 30-38 SUNDBOLUR MAX-BAK Litir: Grænt, svart, blátt, vínrautt Stærðir: 30-42 Verð kr. veiðivestí +30% Tæknileqir Bakpokar +20% AVIA Sportskór 2.990,- Vferðáðurkr4990,- MonteVferde - OmniTech Vatns- og vindheldar m/ öndun -20% <<& Prestiqe4/\<xid(tré) 'V Golfkyltur 20% 13-17 HREYSTI — sportvomik Komiö og gerið gúö kaup • tilboöin gilda Irá 6.-16. iúní spartvöMihus Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Skeifunni 19-S. 568-1717 Fosshótel Kea - Harpa Stærsta hótel Norðurlands staósett í hjarta Akureyrar. Glæsileg og notaleg herbergi meö baöi, sima, sjónvarpi og minibar Fallegur veitingasalur er i hótelinu með fyrsta flokks þjónustu. Fosshótel Harpa Kjarnarlundi Fallegt sumarhótel í friösælu umhverfi Kjarnarlundar. Herbergin eru góð og öll með baði. Góð aðstaða til gönguferðar er í nágrenninu. Verið velkomin FOttHOTFL Afþreying þín - okkar ánægja FOSSHÓTEL KEA - HARPA Sími: 460 2000 • Fax: 460 2060 FOSSHÓTEL HARPA KJARNALUNDUR Sími: 46I I400 • Fax: 462 7795

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.