Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
Skotum hefur varið ört fjölgandi í íslensku knattspyrnunni
Erlendir leikmenn
hafa sett svip sinn á
íslensku knattspyrn-
una undanfarin ár.
Mest hefur borið á
leikmönnum frá
Austur-Evrópu, en
nú ber svo við að
Skotar virðast eftir-
sóttir hjá liðum
efstu deildar. Einn
þeirra er Leifturs-
maðurinn Paul
Kinniard. Björn
Ingi Hrafnsson
ræddi við hann á
dögunum og kann-
aði viðhorf hans til
knattspyrnunnar
hér á landi.
SKOTINN Paul Kinniard
hefur komið víða við á löng-
um ferli sínum sem knatt-
spyrnumaður á Bret-
landseyjum. Hann hefur leikið bæði
í skosku og ensku knattspyrnunni
og státar af fjölmörgum titlum,
bæði í deild og bikar. Kinniard, sem
er á mála hjá 2. deildarmeisturum
Stranraer í Skotlandi, lét sér ekki
nægja að leika 47 leiki með liði sínu
í vetur heldur ákvað að sleppa hinu
hefðbundna sumarfríi með félögun-
um. Ástæðan? - Jú, honum bauðst
að Iengja tímabilið með því að leika
knattspyrnu á íslandi og hann seg-
ist hafa tekið því án þess að hika.
„Margir héldu að nú væri ég endan-
lega orðinn vitlaus,“ segir hann
hlæjandi. „En ég er ekki að þessu
peninganna vegna, enda er ég hvort
eð er á launum hjá Stranrear. Ég er
ekki heldur í sumarfríi á framandi
slóðum, eins og margir félagar mín-
ir vildu vera láta. Hingað er ég
kominn til að leika knattspymu og
það ætla ég mér að gera eftir bestu
getu. Vonandi kemur reynsla mín
að góðum notum og hjálpar Leiftri
að vinna til einhverra verðlauna í
sumar.“
íslensk knattspyrna kemur
þægilega á óvart
Paul segist hafa vitað ýmislegt
um íslenska knattspymu, en hún
hafí þó komið sér afar þægilega á
óvart. „Hér eru margir góðir leik-
menn, bæði leiknir og fljótir og fjöl-
margir þeirra gætu vel sómt sér í
skosku og ensku knattspyrnunni,"
segir hann. „Ég hef leikið sem at-
vinnumaður í sautján ár og veit því
hvað þarf til að hlutimir gangi upp.
Leikmaður eins og nr. 11 hjá KR
[Guðmundur Benediktsson] á heima
í hvaða liði sem er í skosku úrvals-
deildinni. Fleiri leikmenn mætti
nefna í þessu sambandi. Ég verð í
rauninni að játa, að ég átti alls ekki
von á því að íslensku liðin væm eins
sterk og raun ber vitni. Úthaldið,
skipulagið og leikgleðin er til fyrir-
myndar. Ég fullyrði að allir leik-
Félagar hjá Ayr United
KRISTJÁN Finnbogason, markvörður íslenska landsliðsins og KR, og Skotinn Paul Kinniard, til hægri, hafa báðir leikið með Ayr United í
Skotlandi. Þeir höfðu því nóg að spjalla eftir viðureign liðanna á Ólafsfirði á dögunum.
menn Leiftmsliðsins gætu komist
að hjá skoskum liðum. Þar eru heil-
miklir peningar í spilinu, lika í neðri
deildunum og ég hef á tiífinningunni
að íslenskum leikmönnum muni
fara fjölgandi á mínum heimaslóð-
um á næstunni.“
Hefur leikið með
íslenskum leikmönnum
Kinnaird lék um fjögurra ára
skeið með skoska liðinu St. Mirren,
en á sama tíma lék Guðmundur
Torfason með liðinu, sem þá var í
úrvalsdeildinni. „Guðmundur skor-
aði mikið af mörkum með okkur og
var geysilega vinsæll af áhangend-
um liðsins. Hann ræddi oft við okk-
ur um íslenska knattspyrnu, sem á
þeim tíma naut kannski ekki mikill-
ar virðingar í Skotlandi. Sömuleiðis
man ég eftir Sigurði Jónssyni, sem
lék með Sheffield esday og Arsenal.
Auk þess er James Bett auðvitað
tengdur íslenskri knattspyrnu og
lék með íslenskum liðum. Hann var
þegar orðinn frægur knattspyrnu-
maður þegar ég var að hefja minn
feril. Bett er afar mikils metinn í
Skotlandi, enda margreyndur
landsliðsmaður.“
A löngum ferli atvinnumannsins
hefur margt drifið á dagana. Kinna-
ird varð skoskur bikarmeistari með
Dundee United og þegar hann lék
með Aberdeen, tapaði liðið úrslita-
leik Evrópukeppni félagsliða gegn
sænska liðinu Gautaborg. Það má
því með sanni segja, að hér sé
margreyndur leikmaður á ferð.
Fleiri Skotar á ferð
Athygli hefur vakið, að augu for-
ráðamanna íslenskra knattspyrnu-
liða virðast í auknum mæli vera far-
in að beinast til Skotlands. Þar er
að finna líkamlega sterka leikmenn,
sem virðast falla vel að íslenskri
knattspyrnu. Tveir skotar leika með
Grindvíkingum og nýlega gekk mið-
vörðurinn David Winnie frá eins árs
samningi við KR. „Ég kannast vel
við Scott Ramsay hjá Grindavík og
Winnie, sem nýkominn er til KR,
segir Kinniard. Við Winnie lékum
saman með St. Mirren og hann mun
eflaust standa sig vel. Eg er ekki
undrandi á þessari fjölgun skoskra
leikmanna hér á landi. íslensku lið-
in eru að gera tilraun með þessu og
við leikmennirnir í rauninni líka.
Við erum allir samningsbundnir at-
vinnumannaliðum en fáum þama
tækifæri til að lengja tímabil okkar
og kanna heiminn í leiðinni. Leik-
menn í skosku deildunum eru lík-
amlega sterkir, talsvert sterkari en
flestir íslensku leikmannanna og
þess vegna tel ég okkur eiga góða
möguleika hér, svo fremi sem við
sleppum við leikbönn. Síðan skiptir
öllu máli að falla vel inn í hópinn,
sýna að menn séu tilbúnir til að
leggja á sig mikla vinnu. Hér hjá
Leiftri hafa allir tekið mér af hlý-
hug og vilja allt fyrir mig gera. Ég
get aðeins svarað með því að leggja
mig hundrað prósent fram á knatt-
spyrnuvellinum, enda er til þess
ætlast. Með því móti nýtist ég Leift-
ursliðinu best og þannig ættu auð-
vitað allir leikmenn að hugsa.“
Myndi jafnvel tækla ömmu mína
Það er kannski engin tilviljun að
Kinnaird minnist á leikbönn. í
fyrstu fjórum leikjum deildarinnar,
hefur hann hlotið þrjár áminningar
og fer í leikbann, hljóti hann þá
fjórðu. Er hann svona grófur? „Nei,
það held ég ekki,“ svarar hann, afar
sakleysislegur á svip. „Málið er að
munurinn á skosku og íslensku
knattspyrnunni liggur einmitt í
þessu. Heima er miklu meira um
harðar tæklingai’ og líkamleg návígi
og það er íslenskum dómurum lík-
lega ekki að skapi. Við erlendu leik-
mennirnir verðum bara að laga okk-
ur að þeim áherslum, sem tíðkast
hér á landi en það tekur auðvitað
tíma. Ég vil því nota þetta tækifæri
og biðla til íslenskra dómara um að
hafa þetta í huga.
Ég er ekki grófur leikmaður, ég
legg hins vegar allt mitt í leikinn og
gef aldrei eftir í návígjum. Jafnvel á
æfingum læt ég finna fyrir mér.
Sumir segja mig brjálaðan vegna
þessa, en ég er aðeins að vinna mína
vinnu og brýt aldrei viljandi af mér.
Fyrst hugsa ég um að ná boltanum
og koma honum fram, séum við í
sókn en frá, séum við í vörn. Ég
myndi jafnvel tækla ömmu mína,
þyrfti ég þess með.“
Fjölmargir Islendingar eiga
erindi í atvinnumennsku