Morgunblaðið - 07.06.1998, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Hjá Rösu Ruseckiene í Norður-Aþenu
Vor í
skáldskap
og þjóðlífi
Doktor Rasa Ruseckiene kennir íslensku
og íslenskar bókmenntir, fornar og nýjar,
við Háskólann í Vilnius í Litháen og hefur
þýtt íslenskar bókmenntir. Jóhann Hjálm-
arsson ræddi við hana um námsferil henn-
ar, áhuga á germönskum málum og bók-
menntum og breytingar sem sjálfstæði
Litháens hafði í för með sér.
RASA Ruseckiene kennir ís-
lensku og íslenskar bók-
menntir í Háskólanum í
Vilnius í Litháen. Þetta er forn
menntastofnun og meðal frægra
nemenda skólans var þjóðskáld
Pólverja, Adam Mickiewics. Rasa
hefur þýtt íslenskar bókmenntir,
fornar og nýjar og lagði Rithöf-
undasambandi Litháens lið við
skipulagningu ljóðahátíðarinnar í
maí sl. sem nefndist Vor skáld-
skaparins og er árlegur viðburður.
Hana dreymir um að þýða meira úr
íslensku, en kennslu- og fræði-
skylda er ströng í háskólanum og
mörgum fræðilegum verkefnum
þarf að ljúka.
Sólbjartan morgun í Vilnius setj-
umst við niður á kaffihúsi, drekkum
safa og ræðum skáldskap og fræði.
Rasa er fremur hlédræg, öllu held-
ur gætin og eilítið feimin við að
segja frá sjálfri sér, en ég fullvissa
hana um að íslendingar vilji fá sem
mest að vita um hana sjálfa og störf
hennar. Hún talar góða íslensku og
gætir þess vel að tala málfræðilega
rétt. Stundum er orðaval hennar
vandaðra og fágaðra en tíðkast í
daglegum samræðum.
Hún nam fyrst ensku og enskar
bókmenntir við Háskólann í Vilniu's,
innritaðist 1980 og útskrifaðist
1985. Eftir það starfaði hún sem rit-
stjóri alfræðibókar á forlagi, en það
starf var einkum falið í að lesa yfir
og samræma texta fræðimanna. Til
Moskvu hélt hún 1987 í doktorsnám
við M. Lomonosov-háskólann í
Moskvu sem heitir eftir stofnanda
fyrsta háskólans í Rússlandi og er
stærsti og besti háskólinn þar. Hún
nam germanska samanburðarmál-
fræði og enska málsögu í þrjú ár í
Moskvu.
Hvað um áhuga þinn á bók-
menntum?
„Ég hef alltaf haft áhuga á bók-
menntum. Ég gerðist nemandi Olgu
Smirnitskaju, las fomíslensku hjá
henni, einnig las ég gotnesku og
fomensku því að það er skylda að
læra að minnsta kosti þrjú fornger-
mönsk mál. Ég las Bjólfskviðu hjá
Olgu. Doktorsritgerð mín fjallaði
um merkingu orða sem tákna líf og
dauða í fomenskum skáldskap, það
kallast söguleg merkingarfræði. Ég
byrjaði að lésa íslendingasögur hjá
Olgu, merkilegri konu sem kann að
yrkja dróttkvæði. Olga hafði áhrif á
að ég lagði mig eftir íslenskum forn-
bókmenntum. Steblin Kamenski var
kennari hennar og líka góður vinur
föður hennar sem var mjög þekktur
málfræðingur."
Vildi ekki snúa
aftur til Moskvu
Hvernig kunnirðu við þig í
Moskvu?
„í Moskvu höfðu löngum verið
tengsl við Litháen. Það skipti máli
fyrir mig að þar var alþjóðlegra
andrúmsloft. Listamenn komu frá
útlöndum, t.d. myndlistarmenn og
spænskir dansarar. Ég sá málverk
Chagalls. Slíkt var sjaldgæft í Vilni-
us þar sem ég ólst upp. Ég lauk við
doktorsritgerðina en sneri ekki aft-
ur til Moskvu. Þangað vildi ég ekki
fara eftir 13. janúar 1991. Ég varð
þunglynd eftir atburðina þann dag
hér í Vilnius. Sumir bestu vina
minna era í Moskvu og kenna í Há-
skólanum, meðal þeirra Tatjana
Shenjavskaja sem var eitt ár á ís-
landi, fékk Snorrastyrk."
Rasa hóf kennslu við Háskólann í
Vilnius 1991. Amór Hannibalsson
kom til Litháens, var styrkþegi og
sagði að hægt væri að fá styrk til
náms á íslandi. Nú stunda tveir lit-
háískir nemendur íslenskunám fyrir
erlenda stúdenta við Háskóla ís-
Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson
RASA Ruseckiene kennir íslensku og íslenskar
bókmenntir og er rómaður þýðandi.
lands. Rasa var
í þeirri deild í
tvö ár, valdi sér
sjálf efni og las á
bókasafni, kom síðan
heim og byijaði að
kenna aftur við Háskól-
ann í Vilnius. Hún kenndi
fyrst enska málsögu og svo
á norrænu deildinni. Hún
gerir sér vonir um að verða
dósent eftir að hún hefur lokið að
skrifa bók sem er skilyrði. Hún upp-
lýsir að 50 stundi nú nám með Norð-
urlandamál sem aðalgrein. Margir
læra þessi mál sem aukagrein, þrír
læra íslensku hjá Rösu.
Áhugi á fornum og nýjum
bókmenntum
Hafa þessir nemendur fremur
áhuga á fornum bókmenntum en
nýjum?
„Þeir hafa áhuga bæði á fornum og nýjum bók-
menntum. Ungi maðurinn sem þú hittir og hafði þýtt
Völuspá sótti fyrirlestra hjá mér, en annars nemur
hann norsku. Áður en hægt verður að gefa út þýðingu
hans í tímariti þarf að yfirfara hana, endurskoða og
skrifa skýringar. Hann hefur mikinn áhuga á goða-
fræði. Stærsta menningartímaritið, Metai (Ár), birtir
hana kannski. í því birtast þýðingar á fornum og nýj-
um skáldskap, fræðigreinar og skáldskapur. I Metai
skrifa bestu fræðimenn og skáld. Þetta er mánaðarrit
og því ritstýrir Grazina Gedieni, kona skáldsins kunna
Sigitas Geda, en hann aftur á móti vikublaðinu Si-
aureis Atenai (Norður-Aþena). Þetta era mjög góð
rit.“
Rasa segir mér að Vilnius sé stundum kölluð Norð-
ur-Aþena. Hún hefur birt greinar og þýðingar í þess-
um tímaritum, m.a. brot úr Snorra-Éddu. Hún birti
stóra grein um íslenskar fornbókmenntir 1993 sem
fjallaði um Þór og Miðgarðsorm, dauða Baldurs og um
Loka og böm hans. Hún segist ekki hafa tíma, ekki
tækifæri, en vonandi takist henni að ganga frá þýðingu
á Gylfaginningu á næsta ári, hefur þýtt Prologus
Snorra en ætlar að sleppa Háttatali. Þýðingarnar not-
ar hún í kennslu.
BÓKIN Vor
skáldskapar-
ins var gefin
út í tilefni al-
þjóðlegrar
ljóðahátíðar í
Litháen.
Englar alheimsins og nútímaljóð
Ég spyr hana um fleiri þýðingar, veit að hún hefur
þýtt íslenskar samtímabókmenntir. Hún þýddi Engla
alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson (Visatos
angelai) sem kom út hjá Tyto Alba forlaginu og fékk
skáldsagan og þýðingin mjög góða dóma, m.a. frá
skáldinu Sigitas Parulskis í stærsta dagblaði Lithá-
ens, Lietuvos rytan (Morgunn Litháens). Bókin er nú
uppseld. Rasa bendir á að tii séu í
þýðingu nokkrar skáldsögur Hall-
dórs Laxnees, en þær séu þýddar
úr rússnesku.
Hvað hefur þú þýtt meira eftir ís-
lenska samtímahöfunda?
„Ég hef þýtt ljóð eftir Láras Má
Björnsson og Jóhann Hjálmarsson.
Sigitas Geda hefur líka þýtt ljóð eft-
ir nokkur íslensk ljóðskáld, m.a. Jó-
hann og Lárus Má í samvinnu við
mig. Aðra þýðendur má nefna, til
dæmis Svetlönu Steponavieiene og
Juzgitu Abraityte sem yrkir ljóð
sjálf, hefur lært af Sigitas Geda.
Hún er að ljúka prófi frá Háskóla
íslands í íslensku fyrir erlenda
stúdenta.
Margir eru hrifnir af Englum al-
heimsins, m.a. leikstjórinn Rimas
Tumines. Ljóðum Jóhanns Hjálm-
arssonar hefur líka verið tekið vel,
þýðingar ljóða hans í bókinni Vor
skáldskaparins sem kom út í tilefni
ljóðahátíðarinnar hafa fengið frá-
bærar viðtökur og ég hef verið
hvött til að þýða meira eftir hann.“
Hvað viltu segja um ljóðahátíðina
Vor skáldskaparins?
„Hún þykir viðburður hér í Lit-
háen. Rithöfundasambandinu datt í
hug að bjóða skáldi frá íslandi og
varð Jóhann Hjálmarsson fyrir val-
inu.“
i
1
!
í
!
!
I
Hvað muntu þýða næst, nýtt eða
gamalt?
„Þetta er spurning um tíma,
næði. Ég starfa við Háskólann og |
þar eru strangar reglur. Ef ég gef
út Snorra-Eddu verður það hag-
stætt fyrir mig.“
Staða skáldskaparins sterk
Mig langar til að fræðast af þér
um skáldskapinn í Litháen?
„Staða skáldskaparins er sterk í
Litháen, sérstaklega í ljóðlistinni.
Ekkert að marki gerist í sagna-
skáldskap, allt virðist í kreppu þar,
skáldsagnagerðin er í fárra höndum
og þeir era ekki góðir, helst birtast
góðar smásögur.
Meðal helstu ljóðskálda eru að
mínu mati Sigitas Geda, Nijole Mili-
auskaite, One Baluikonyte, Juolita
Vaieiunaite, Vytautas Bloze, Korn-
elijus Platelis (menntamálaráðherr-
ann) og Marcelius Martinaitis.
Yngri skáld eru Aidas Marcenas,
Eugenijus Alisanka og Sigitas
Paralskis.
Juzga Ivanauskaite er rithöfund-
ur sem skrifar um Tíbet, tvær sög-
ur sem erfitt er að flokka, hvorki
ferðabækur né fræðibækur, helst
ævintýri. Bókin sem vakið hefur
mikla athygli nefnist Ferðin til
Sambala en það er ímynduð borg.“
Hvernig er andrúmsloftið, er það
gott?
„Það held ég. Áhuginn er meiri á
bókmenntum en áður, forlög eru
fleiri og fólk kaupir meira af bókum
vegna þess að efnahagurinn hefur '
batnað. Fyrir nokkrum árum var
allt í kreppu, peninga vantaði, laun-
in vora lág. Hugsjónaforlag sem
stofnað var fyrir nokkrum árum og
gat ekki borgað forstjóranum kaup
blómstrar nú. Upplag bóka hefur
aukist.“
Koma stjórnmálaviðhorf fram í
bókmenntunum ?
„Fáeinir yrkja pólitísk ljóð. Þegar
Litháen fékk sjálfstæði voru skáld j
og listamenn kosnir í ráð, Sigitas ’
Geda meðal þeirra, en hann vildi
ekki halda áfram. Sumir sitja enn.“
SORGIN SEFUÐ
KVIKMYNPIR
Vorvindar, lláskólabíó og
Ilegnboginn
HIN LJÚFA EILÍFÐ - („THE SWEET
HEREAFTER
★★★%
Leikstjdri Atom Agoyan. Handrit Agoyan, e.
skáldsögu Russells Banks. Tónlist Mychael
Danna. Kvikmyndatökustjóri Paul Sarossy . Að-
alleikendur Ian Holm, Maury Chaykin, Ga-
brielle Rose, Peter Donaldson, Caerthan Banks,
Bruce Greenwood,. 110 mín. Kanadisk. 1997.
TÍMINN læknar öll mein, segir máltækið,
það er niðurstaða kanadísku myndarinnar
Hin ljúfa eilífð, sem vakti mesta athygli á
Cannes fyrir rösku ári. Þar vann hún verð-
laun aðaldómnefndar og hefur farið sigurfór
um kvikmyndahátíðir á þessu ári. Leikstjór-
inn og handritshöfundurinn Atom Agoyan
segir þessa sorglegu sögu í einskonar heim-
ildarmyndarstíl og klippir framvinduna bæði
smekklega og snurðulaust saman í fortíð og
nútíð. Hörmulegt slys verður í nágrenni smá-
bæjar í Kanada. Skólarúta fer út af veginum,
rennur stjómlaust út á ísilagt vatn, ísinn
brestur undan þunganum og fjöldi skólabarna
drukknar. Samfélagið er í sáram, foreldamir
reyna af veikum mætti að jafna sig á harm-
leiknum þegar gest ber að garði. Sá er
Mitchell Stephens (Ian Holm), lagarefur úr
borginni, sem sér gróðavon í málinu og reynir
að fá þorpsbúana til að höfða skaðabótamál á
hendur flutningafyrirtækinu. Það gengur
misjafnlega að sannfæra íbúana, sem syrgja
hver á sinn hátt. Sumir bera harm sinn í
hljóði, aðrir eru fullir beiskju og tilbúnir að
slaifa undir hvað sem er, aðrir vilja láta at-
burðina sjatna í friði. Að lokum er það lítil
stúlka, sem lamaðist í slysinu, sem kemur
með viðunandi lausn fyrir samfélagið.
Egoyan hefur farið ótrúlega fram frá því
hann gerði Exoticu, sem sýnd var hérlendis
fyrir nokkrum árum. Hann á mikið hrós skil-
ið, bæði sem handritshöfundur og leikstjóri.
Samtölin eru knöpp, persónurnar fjölskrúð-
ugar með sterkum séreinkennum, viðkvæmt
umfjöllunarefnið framsett af skynsemi og
skilningi á sálarástandi fólks undir ómennsku
álagi. Leikstjórnin er lítið síðri, myndin hefur
draumkennt yfirbragð, þó raunsætt, og
einsog fyrr segir heimildarmyndarlegt, sem
færir atburðina á tjaldinu nær áhorfandanum
og gerir þá trúverðugri.
Breski stórleikarinn Ian Holm á góðan dag
sem lögmaðurinn sem reynir að hagnast á
slysinu, honum er vorkunn, í dapurri hliðar-
sögu fáum við innsýn í harmsögu lífs hans,
hann hefur orðið að þola missi, engu síður en
bæjarbúarnir sem hann hyggst gera að skjól-
stæðingum sínum. Holm er mikilfenglegur
leikari og á stóran þátt í að gera Hina Ijúfu ei-
lífð, að þeirri yfirburðamynd sem hún er.
Aukaleikararnir era margir og velflestir
óþekktir, sem undirstrikar enn frekar frétta-
blæinn á frásögninni. Hver einn og einasti
skilar sínu aðdáanlega vel, fá góðar línur og
persónur, sem hver einn sér harmsöguna frá
sínu sjónarhorni. Allir þættirnir leggjast á
eitt að gera þessa kanadísku smámynd stóra,
hún kemur sínum mannlega boðskap á fram- |
færi án minnstu prédikunar. *
Sæbjörn Valdimarsson