Morgunblaðið - 07.06.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.06.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 H ÆGIR gamli (1929-1969) og Ægir hinn nýi (tekinn í notk- un 1968). Sigurður Jónsson smíðaði Iíkönin. HELGA EA 2. Vinstra megin í upprunalegri mynd hægra megin eftir að henni var breytt. og HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson og vinnulíkan af hinu nýja skipi Hafrannsóknastofnunar. „Hér er Kútter Sophie Wheatly 81 rúmlest, sem fórst ásamt tveimur öðrum kútterum í ofsaveðri 7. apríl 1906 í Faxaflóa. Með þeim fórust 68 sjómenn. Kútter Sophie fórst við Mýrar með 24 manna óhöfn, Kútter Ingvar, 77 rúmlestir, fórst á skerj- unum milli Viðeyjar og lands, rétt við hafnarmynnið í Reykjavík. Á Ingvari voru 20 manns í áhöfn sem allir fórust. Þriðja skipið var Kútter Emilie, 85 rúmlestir, en það fórst líka við Mýrar með 24 manna áhöfn,“ segir Hannes og bætir við að á þessum tíma hafi ekki verið nein tæki til björgunar. Þarna má einnig sjá togaranna Víði GK, sem vélstjóri bátsins dund- aði sér við að smíða niðri í vél og gaf skipstjóranum loks að gjöf, en er þetta líkan úr málmi. Einnig eru hlið við hlið Guðmundur Þórðarson og Víðir II í Garði. „Víðir annar er merkilegur að því leyti, að Eggert Gíslason fiskaði nærri 20.000 mál á honum á síldveiðinni 1959. Þetta er stöngin af asdic-tækjum til að finna torfurnar," segir Hannes og bendir á stöng sem liggur á borðinu til hlið- ar við skipin. „Eggert var fyrsti maðurinn í heiminum sem kastaði á sfld með asdic-tæki um borð. Nojar- arnir fóru á sínum bátum með asdic, fundu torfuna og lágu jÆr. Síðan kom hitt skipið og kastaði í kringum torfuna. Eggert notaði aftur á móti asdic-tækið til leitar og kastaði beint frá borði. Með Guðmundi Þórðarsyni verð- ur bylting. Eigandinn Baldur Guð- mundsson í Reykjavík var svo hepp- inn að hann fékk til liðs við sig in- dælis mann, sem nú er látinn, Har- ald Ágústsson skipstjóra. Hann var fyrstur til að ná tökum á notkun kraftblakkarinnar við veiðar á torfufiski í Atlantshafi." Þegar Hannes er að lokum spurð- ur hvaða líkans honum þyki mest til koma hlær hann íbygginn og kveðst ekki vilja segja frá því, en blaða- mann gi-unar að það sé fjarstýrði báturinn Hannes Þ. Hafstein, sem Sigurður H. Þorláksson smíðaði. Þegar horft er á líkanið lætur það ekki mikið yfir sér - þannig séð - en í bátnum eru þrjár skrúfur og þrjár vélar, lítill mótor um hverja vél sem nær inn á stýrið og mótor sem stýr- ir radarnum. Hægt er að renna skutnum niður til að renna út litlum skutbáti. Sigurði fannst vandamál að alltaf lak með öxlinum og því smíðaði hann agnarsmáa lensidælu úr silfri sem þurrkar bátinn. „Nei, ég held annars að ég sé sammála Grími Karlssyni, um að Sigurbjörg- in sé langflottasta líkanið. I það fóru 2.500 klukkústundir, enda er það meistarasmíð. Líkanið var gefið til minningar um þá, sem fórust þegar Hellisey VE 503 fórst austur af Vestmannaeyjum 11. mars 1984. Aðeins einn skipverja, Guðlaugur Friðþórsson, komst af og vann það afrek að synda 6 km til lands.“ HANNES Þ. Hafstein við björgunarskipið Hannes Þ. Haf- stein, sem Sigurður H. Þorláksson smíðaði. Báturinn er rafstýrður og drifinn af fjölda mótora, auk þess sem lítil lensidæla úr silfri þurrkar kjöl bátsins. INGÓLFUR Arnarson, fyrsti nýsköpunartogarinn sem kom til íslands, árið 1947. Hann var búinn radar en talið er að skipið hafi verið fyrsta fiskiskipið í heimi, sem bú- ið var slíku tæki. FREMST er áraskip, áttæringur, með Engeyjarlagi. Hægra megin er Sigurbjörg ÓF 1, eitt glæsilegasta iíkanið á sýningunni. Það tók Hjálmar Pétursson úrsmið um 2.500 klukkustundir að vinna við skipið. FAXABORGIN var bæði fiskiskip og varðskip. Hún varð fræg sumarið 1949 en þá lenti skipið í miklum Rússaslag og tók tólf skip í landhelgi í sömu ferðinni. Skipin voru breskur togari við Stokksnes, þrjú norsk og þrjú sænsk síldveiðiskip við Aust- firði, eitt rússneskt móðurskip við Langanes og fjögur rússnesk síldveiðiskip við Bakkaflóa. Skipið sökk eftir bruna út frá Jökli 1968. Áhöfnin, fimm menn, bjargaðist í gúmmíbát og áhöfnin á Gísla lóðs GK 130 bjargaði mönnunum til lands. IÐNAÐARHURÐIR FEILIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR i rpi « ■■'• -J íí ? ; i ^ 1 ■ | |i|| : i í r í 11 i # PiQjl f 1 r* 14 J rlnwll' ‘iiili 4 u ISVA\L-ÖOÍ<GA\ Erlr. HÖFÐABAKKA 9. 1 12 RFYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 BHHI 20% afsláttur af öllum glerjum dagana 4. t /■#/ 7. j ú n i Smáratorgi • Hamraborg 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.