Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 25 annan hátt en með skrapdögum og lokunum svæða tímabundið. Varð þetta til þess að komið var á kvóta í þorskveiðunum og ýmsum fleiri tegundum 1984. Til þess að styrkja hefðbundið stofnmat okkar á þorski tókum við upp stofnmælingu með botn- vörpu og var fyrsti leiðangurinn farinn árið 1982 í því skyni. Farið var að haustlagi á Bjama Sæ- mundssyni og Hafþóri og teknar um 200 stöðvar. Þessar rann- sóknir voru svo efldar, stöðvum fjölgað í 600 og verkefnið unnið í samvinnu við sjómenn á fimm togurum. Þetta verkefni gengur undir nafninu togararallið og var dr. Ólafi Karvel falin verkefnis- stjóm, en um sama leyti var sett upp önnur verkefnisstjórn á Ha- fró um fiskveiðiráðgjöf. Þar var ég í forsvari, enda búinn að vera ýmist vara- eða aðalfulltrúi íslands á móti Jakobi Jakobs- syni í ráðgjafarnefnd Alþjóðahafrannsókna- ráðsins um stjóm fiskveiða frá því að sú nefnd var sett á laggirnar 1978. Þessi verkefnis- stjóm hefur á sinni könnu að meta ástand nytjastofna í samvinnu við viðkomandi sér- íræðinga og gera tillögur um hámarksafla, og gefa út ástandsskýrslu stofnunarinnar. Eg stýrði þessu starfi til 1991 og hefi alltaf haldið utan um árlega úttekt á þorskstofninum, og er nú jafnframt verkefnisstjóri togararalls- ins.“ Ekki má slá slöku við Ámi Friðriksson fiskifræðingur byrjaði að safna gögnum úr þorskaflanum þegar hann kom til starfa 1930 og síðan em til samfelld gögn. „Fyrir nokkram árum fór ég í það að skoða þessi gögn og bæta við gögnum frá breskum og þýskum starfsbræðram, en til era talsverð gögn um veiðar þessara þjóða hér við land. Tilgangurinn var sá að bak- reikna stofnstærð með aldurs-afla-aðferðinni a.m.k. aftur til ársins 1930. Niðurstöður sýna að stofninn var mjög stór á áranum kringum 1930 og komst veiðistofn yfir 3 milljónir tonna. Og það þarf ekki að fara svo langt aft- ur í tímann. A árunum 1953-1956 var veiði- stofninn yfir 2 milljónum tonna, en þegar svarta skýrslan var skrifuð 1975 var stofninn kominn niður fyrh' 900 þúsund tonn.“ „Wilson bankaði úr pípu sinni og sagði svo sallaró- legur, að það væri nú bara þannig, að ekki þýddi einu sinni að bjóða kettinum hans karfa, hvað þá bresku þjóðinni!" „Stefnan úti í hinum stóra heimi snýst meira og meira í þá átt að beina við- skiptum til þeirra, sem leggja áhersiu á auðlinda- og umhverfisvernd, svo- kallaða sjálfbæra nýtingu." Sigfús segir að þrátt fyrir að kvótakerfi hafi verið komið á 1984, hafi oftast verið veitt umfram tillögur Hafró enda lausir endar í kerfinu. „Þannig nýttust árgangarnir frá 1983 og 1984 verr en ella. Nýliðun næstu ár var lé- leg og stofninum hrakaði stöðugt. Ég held að innst inni hafi menn vonast til að stofninn rétti við svona nokkum veginn af sjálfu sér. Þegar það gekk ekki eftir varð að taka á málinu enda stofninn kominn í sögulegt lágmark í aðeins 550 þúsund tonn. Aflaregla sú sem kom til framkvæmda 1995 hefúr sannað gildi sitt að mínu mati. En sá ár- angur sem náðst hefur í endur- reisn þorskstofnsins er ekki ein- göngu að þakka aflareglunni. Eg tel ekki nokkum vafa leika á því að þær miklu svæðalokanir til verndar smáþorski eiga og sinn þátt í viðreisninni.“ Líf utan Hafró En hefur Sigfús haft nokkum tíma í annað en fiskirannsóknir? „Lífið er nú ekki bara saltfisk- ur, maður getur alltaf fundið sér einhverja stund til að sinna öðr- um málum, sem maður hefur áhuga á. Ég er reyndar þeirrar skoðunar, að það sé alveg bráðnauðsynlegt að líta upp úr vinnunni og festast ekki í einhverju hjólfari. Þess vegna hef ég tekið þátt í félagsstörfum. Ég var hér á áram áður í stjóm þýsk-íslenska menningar- félagsins Germaníu og er nú formaður Alex- anders von Humboldtfélagsins á Islandi. Þá var ég beðinn um að gefa kost á mér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í vetur vegna bæj- arstjómarkosninganna og nú er ég kominn í tölu varabæjarfulltrúa í Kópavogi.“ Þegar nánar er spurst fyrir um Humboldt- félagið segir Sigfús félagið vera félag fyrrver- andi íslenskra styrkþega Humboldt-stofnunar- innar í Bonn. „Stoftiunin er kennd við þýska náttúrufræðinginn og landkönnuðinn Alexand- er von Humboldt og hlutverk hennar er að styrkja unga vísindamenn með doktorsgráðu til rannsóknastarfa eða framhaldsnáms í Þýskalandi. Ég var styrkþegi stofnunarinnar árið 1977 og vann þá við fiskirannsóknastofn- animar í Bremerhaven og Hamborg. Frá því stofnunin tók til starfa hafa 45 Islendingar not- ið styrks frá henni, en þetta eru mjög ríflegir styrkir til uppihalds í landinu. Það er ekki bara að stofnunin styrki sína menn á meðan á dvöl þeirra stendur í landinu, hún heldur einnig uppi sambandi við fyrrverandi styrkþega sína og býður þeim stundum aftur til dvalar í Þýskalandi eða styi-ki til kaupa á vísindaritum eða tækjum. Humboldt-félagið var stofnað 1979 og í því era allir núlifandi fyrrverandi styrkþegar, 33 talsins. Markmið félagsins er að efla tengsl milli félaganna, efla menningar- og vísindaleg samskipti milli þjóðanna og svo er- um við með skógræktarreit í Heiðmörk.“ Sigfús lumar á fleiri áhugamálum. „Ég er safnari í mér og hef verið með annan fótinn inni á fombókasölum í áratugi. Þetta era aðal- lega náttúrafræðirit, sem ég hefi verið á hött- unum eftir. Svo hef ég gaman af tónlist, sér- staklega góðum djass. Mínir menn era Oscar Peterson í heiðurssæti og gömlu meistararnir Ellington, Basie, og Goodman. Þá er nú svo einkennilegt með það, að þegar vinnunni sleppir og ég fer í sumarfrí, fer ég úr sjávar- fiskinum í vatnafiskinn. Ég á mér athvarf í Stíflisdal í Þingvallasveit. í dalnum er Stíflis- dalsvatn og þar hef ég stundað veiðar frá því að ég var bam. Þegar ég kom frá námi í fiski- fræði fór ég að taka urriðasýni en það er ein- göngu urriði í vatninu. Börnin hjálpuðu mér hér áður fyrr, meðan þau höfðu nennu til, við sýnatöku, en duglegust hefur Helga Skúla- dóttir, eiginkonan mín, verið í þessum vísind- um. Þetta hefi ég nú aðallega gert mér til fróðleiks og skemmtunar. Með tímanum hafa safnast upp heilmikil gögn og vel má vera að ég taki eitthvað saman um þessar athuganir í góðu tómi. Af öðrum áhugamálum má segja að ég reyni að rækta garðinn minn á öllum sviðum, les mikið, aðallega þjóðlegan fróðleik, og svo hef ég verið að dunda við að gróður- setja tré í Stíflisdal." Árangurinn til fyrirmyndar Að lokum berst talið aftur að þorskinum og Sigfús segir að árangur Islendinga hvað varðar endurreisn stofnsins sé talinn til fyr- irmyndar „og segja má að ímynd okkar út á við, alþjóðlega, sé góð. En við verðum að halda vel á málum til þess að þessi ímynd skaðist ekki. Við þurfum að fylgjast vel með þróun útbúnaðar til þess að sleppa smáfiski því við eram með margs konar smáriðin veið- arfæri í notkun. Hér á ég við fiskaskiljur ým- iss konar. Við verðum að gera allt til að um- gengni við auðlindir láðs og lagar verði sem best verður á kosið. Það verður ekki horft framhjá því að stefnan úti í hinum stóra heimi snýst meira og meira í þá átt að beina viðskiptum til þeirra, sem leggja áherslu á auðlinda- og umhverfisvernd, svokallaða sjálfbæra nýtingu. Þess vegna er stjórn veið- anna .okkur svo nauðsynleg" Góð loftræsting léttir lífið! Bjóðum mikið úrval aí viftum og loftræstibúnaði frá Xpelair. Hönnun og framleiðsla Xpelair er þróuð eftir viðurkenndum IS0 9001 staðli. Vanti þig loftræstibúnað fyrir heimilið, sumarbústaðinn eða iðnaðar- og atvinnuhúsnæðið hefur Xpelair örugglega lausnina. .v _________ & Xpelair DX100 glugga- og veggviftur. Öflugarog öruggar viftur. Ýmsar útfærslur. Tilvaldar í bað- og snyrtiherbergi á heimilum, sumarbústöðum og smærri vinnustöðum. Leitið nánari upplýsinga. matm Xpelair NWA og NWAN spaðaviftur. Fyrir þá sem hafa kynnst þessum vinsælu spaðaviftum eru þær algjörlega ómissandi þáttur í tilverunni. Henta veláöllum vinnustöðum. Kynntu þér málið. SMITH & 'Xpelair Ferskur andblær. J 10 tíma kort kynningarverði kr. 3.700,- Engar tímatakmarkanir Jsbgóður staðurjýrirþ^ | Jsb kort veitir I 30% afslátt í Ijós IBIÐÐBBh

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.