Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart ANNA Georgsdóttir, Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir og Þóra Karitas Árnadóttir í versiun Thorvaldsensfélagsins í Austurstræti 4. VIÐSHPri AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ►Anna Georgsdóttir er Reykvíkingur í húð og hár. Hún fæddist í höfuðborginni árið 1933, tók þar gagnfræðapróf og lærði síðar útstillingar á dönskum skóla. Anna er í stjórn Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins. Hún er gift, á fjögur börn og tíu barnabörn. ►Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir er fædd í Fljótum í Skaga- fírði árið 1946. Hún varð gagnfræðingur á Siglufírði, nam við Húsmæðraskóla Reykjavíkur og hefur starfað hjá Flugleiðum í 30 ár. Guðlaug er formaður Thorvaldsensfélagsins. Hún er gift og á tvo syni. ►Þóra Karitas Árnadóttir er Þingeyingur, fædd í Aðaldal ár- ið 1928. Hún gekk í Laugaskóla og starfaði sem fulltrúi hjá Pósti og síma í aldarfjórðung. Þóra Karitas er fyrrverandi formaður Thorvaldsensfélagsins. Hún er gift, á fíinm börn og fjórtán barnabörn. eftir Rognhildi Sverrisdóttur / RIÐ 1905 auglýsti Thorvald- sensfélagið ýmsan vaming til sölu í verslun sinni, eða baz- arnum, í Austurstræti 4. Aug- lýsingin var svohljóðandi: „Islenzk- ur iðnaður. Gamall og nýr. Heimil- isiðnaður. Hannyrðir. Ullarvinna. Útskurður í trje og hom. Silfur- og koparsmíðar. Egg. Skinn. Brjef- spjöld. Margt einkennilega ís- lenskt.“ Og snemma áttaði Thor- valdsensfélagið sig á að útlending- ar væra líklegir viðskiptavinir, því sami texti var einnig birtur á ensku. Thorvaldsensfélagið hefur rekið verslunina óslitið frá 1901 og flestir viðskipavinanna era erlendir ferðamenn, a.m.k. á sumrin. Thorvaldsensfélagið er kennt við myndhöggvarann hálfíslenska. Ár- ið 1874, þegar Islendingar héldu hátíðlegt að þúsund ár vora liðin frá upphafi byggðar á íslandi, gaf Kaupmannahafnarborg þjóðinni styttu, sjálfsmynd myndhöggvar- ans. Styttunni var valinn staður á Austurvelli, en lítil prýði þótti að vellinum á þeim áram og ákváðu tuttugu og íjórar borgarstúlkur að fegra hann, svo styttan sómdi sér vel. Svo vel líkaði stúlkunum sam- starfíð að ári sfðar ákváðu þær að stofna félagsskap og vinna að líkn- armálum. Nafnið á félagsskapnum miðaðist auðvitað við upphaf sam- starfsins. Thorvaldsensfélagið hafði starf- að í 25 ár þegar félagskonur ákváðu að stofna verslun til að afla fjár til líknarmála. Eftir nokkum undirbúning, þar sem m.a. þurfti að fá borgarabréf frá bæjarfógeta fyrir verslunarrekstri, fengu þær inni í.húsinu á homi Austurstrætis og Veltusunds og þar var verslunin opnuð árið 1901. Fjóram árum síð- ar keypti félagsskapurinn húsið og enn era þar seldar ullarvörar, út- skurður og „margt einkennilega ís- lenskt". Thorvaldsensfélagið leigir hluta hússins til veitingastaðar og læknastofu. Til hjálpar fátækum og sjúkum Anna Georgsdóttir, Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir og Þóra Karitas Árnadóttir segja að Thor- valdsensfélagið hafí verið stofnað til að hjálpa fátækum stúlkum, en mikil fátækt var þá landlæg. Fé- lagið hafí í áratugi lagt mesta áherslu á að hjálpa veikum börn- um, til dæmis með stuðningi við barnadeild Landakots og síðar barnadeildina á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Til dæmis hafí félagið gefíð bamadeildinni 5 milljónir króna við flutninginn á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þá hafí félagið oft lagt fram fé til kaupa á lækninga- tækjum, m.a. 2 milljónir til kaupa á skurðsmásjá fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur og 500 þúsund krónur til kaupa á skurðlækningatæki fyr- ir brjóstakrabbaaðgerðir. Einstak- lingar hafí einnig notið aðstoðar fé- lagsins, en þá hjálp sé eðlilega ekki hægt að tíunda. „Þegar verslunin var opnuð gafst konum tækifæri til að selja ýmsar ullarvörar, sem þær bjuggu til sjálfar og ágóðinn rann til að hjálpa fátækari kynsystram þeirra. Þetta var samhjálp kvenna í verki, enda vora forastukonur Thorvald- sensfélagsins kvenréttindakonur og áttu hlut að stofnun Kvenrétt- indafélags Islands og Kvennaskól- ans. Þær vora flestar ágætlega stæðar heldrimannadætur og eig- inkonur, menntaðar í útlöndum og létu gott af sér leiða með þessum hætti.“ í versluninni í Austurstræti hafa félagskonur skipst á að af- greiða í sjálfboðavinnu, þótt ekki gangi þær lengur til starfa á peysufótum. Undanfarin ár hefur ein kona unnið þar í launuðu starfí, en aðrar gefa allar vinnu sína. „Áður fyrr tók verslunin vör- ur í umboðssölu. Nú vinna flestar konur utan heimilis og færri sitja heima og prjóna til að drýgja tekj- ur sínar. Þó era margar konur sem selja okkur fallegar, hand- unnar ullarvörar og á síðustu ár- um hefur aukist mikið framboð á íslensku handverki." Hörð samkeppni og breytingar á miðbænum Verslun Thorvaldsensfélagsins var lengi eina verslunin, sem seldi íslenskar prjónavörur. „Ferða- menn hafa alltaf verið bestu við- skiptavinir okkar, enda vilja þeh- gjarnan taka íslenskar vörar með sér heim. Við seljum núna peysur og teppi, vettlinga og húfur og alls konar minjagripi. Samkeppnin hef- ur hins vegar harðnað mjög á síð- ustu áram, enda fást þessar vörar víða, jafnvel í verslunum inni á hót- elum og nánast hvar sem ráta með ferðamönnum rennir í hlað. Þetta hefur auðvitað sett strik í reikning- inn, þótt við höfum alltaf gætt þess að stilla verðlagningu í hóf. Við reynum að bjóða alltaf lægra verð en aðrir og höfum orðið mjög varar við að útlendingum fínnst gott til þess að vita að allur ágóði af rekstri verslunarinnar rennur til líknarmála. Islendingar virðast síð- ur átta sig á þessu, að minnsta kosti ekki yngra fólk. En þrátt fyr- ir að ferðamenn séu í miklum meirihluta, þá koma íslendingar gjarnan, til dæmis til að kaupa ull- arnærfót til jöklaferða. Aukin ferðalög íslendinga um eigið land koma okkur því til góða.“ Það er ekki aðeins samkeppnin við aðrar verslanir með svipaða vöra sem hefur gert verslun Thor- valdsensfélagsins erfítt fyrir. „Það er svo miklu erfiðara nú að reka verslun í miðbæ Reykjavíkur en áður. Héma hættir hver verslunin á fætur annaiTÍ.og í stað þeirra koma bjórkrár..'Þær draga ekki að sér viðskiptavini1 á daginn og því hefur umferð og líf minnkað mjög í miðbænum. Við * viljum gjarnan halda tryggð við Kvosina, en þessi bjórkráafjölgun gerir okkur erfitt fyrir og nábýlið við áfengisútsölu einnig. Það líður varla svo dagur að ekki komi drukknir menn í versl- unina, öðram viðskiptavinum og okkur til ama. Hér þarf með ein- hverjum ráðum að gera bragar- bót.“ títlendingar í íslenskri ull Minjagripaúrvalið, sem fæst í verslun Thorvaldsensfélagsins, hefur aukist verulega frá því að verslunin var stofnuð. Núna fást þar hefðbundnar þjóðbúninga- dúkkur og útskurður, en einnig lyklakippur, áprentaðir bolir, stytt- ur, krukkur og krúsir, ísskápssegl- ar, tuskudýr, myndir, kort og svo mætti lengi telja. „Útlendingar eru hrifnastir af lopapeysum og ullar- teppum og við erum stoltar af að selja þá fallegu vöru. Islendingar kaupa þetta miklu síður, kannski helst til að senda erlendum kunn- ingjum að gjöf. Þetta er raunar dá- lítið undarlegt. Norðmenn era til dæmis stoltir af eigin ullarvöra, en íslendingar sjást sjaldan spóka sig á lopapeysu. Við virðumst ekki eins þjóðleg í okkur og frændur okkar Norðmenn.“ Að baki verslunarrekstrinum og annarri starfsemi Thorvaldsensfé- lagsins standa um 80 konur. „Fé- lagatalan hefur verið svipuð í fjöl- mörg ár. Við höfum ekki lagt mikla áherslu á að fjölga í félaginu. Hver félagskona verður nefnilega að vera tilbúin til að leggja sitt af mörkum og nú hafa margar konur ekki tíma til að sinna félagastarf- seminni af þeim krafti, sem nauð- synlegur er.“ Karíus og Baktus til hjálpar Þótt verslunin við Austurstræti hafi lengi verið ein helsta tekju- lind Thorvaldsensfélagsins, þá hefur félagið fleiri járn í eldinum. „Við höfum gefið út jólamerki frá 1913, að árinu 1917 undanskildu. Þá geisaði fyrri heimsstyrjöldin og skipið, sem flutti jólamerkin frá prentsmiðju í Kaupmanna- höfn, var skotið niður. Margir þekktir listamenn hafa teiknað merkin okkar og safnarar út um allan heim sækjast eftir þeim og kaupa arkir á hverju ári. Við eig- um líka margar velunnara, bæði fyrirtæki og einstaklinga, sem styðja vel við bakið á okkur. Und- anfarin fjögur ár höfum við líka gefíð út jólakort og selt og félagið selur einnig minningarkort." Onnur tekjulind er bóksala, því Thorvaldsensfélagið á útgáfurétt á íslensku þýðingunni á Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner. „Hann gaf félaginu útgáfuréttinn og það hefur notið góðs af, því þessi sígilda bók selst jafnt og þétt. Svo er leikritið alltaf sýnt af og til hér á landi og þá kemur kippur í söluna." Konumar í Thorvaldsensfélag- inu halda ótrauðar áfram starfi sínu, þótt margt hafí breyst frá því að þær stofnuðu verslunina. Eitt breytist aldrei. Allur ágóði rennur til líknarmála.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.