Morgunblaðið - 07.06.1998, Page 34

Morgunblaðið - 07.06.1998, Page 34
34 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir mín, dóttir okkar og systir, HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Foreldrafélag misþroska barna. Axel Óli Alfreðsson, Rannveig Höskuldsdóttir, Flosi Jónsson, Aðalsteinn Flosason, Guðlaug Flosadóttir. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, TOBI'AS JÓHANNESSON, Þórunnarstræti 130, Akureyri, er látinn. Guðrún Björnsdóttir og dætur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, ÓLAFUR MEYVANT JÓAKIMSSON skipstjóri, Gunnólfsgötu 10, Ólafsfirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. júní sl., verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 13.30. Fjóla Baldvinsdóttir, Guðni Ólafsson, Ásdís Pálmadóttir, Ægir Ólafsson, Guðný Ágústsdóttir, Sigurður Ólafsson, Áslaug Grétarsdóttir, Jóakim Freyr Ólafsson, Sæbjörg Ágústsdóttir, María Jóakimsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, OSKAR INGMAR HUSBY JOHANNSSON, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 1. júní sl., verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu- daginn 8. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu Krabbameinsfélag Islands. minnast hans er bent á Björg Elísdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Við þökkum öllum sem sýndu okkur samúö, hlýhug og veittu okkur ómetanlegan stuðning vegna andláts okkar ástkæru dóttur og tengdasonar, foreldra, tengdaforeldra, afa og ömmu, ÞORSTEINS ÞÓRIS ALFREÐSSONAR, sem lést 11. mars 1998, og GUÐRÚNAR Á. STURLAUGSDÓTTUR, sem lést 6. aprfl 1998. Sérstaklega færum við starfsfólki Heimahlynningar Krabbameinsfélags íslands þakkir fyrir óeigingjarnt starf. Einnig sendum við Lögreglukórnum þakkir fyrir þeirra hlut. Aðalheiður Eyjólfsdóttir, Sturlaugur Þorsteinsson, Helga Lilja Pálsdóttir, Steinar Þór Sturlaugsson, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Stefán Örn Sturlaugsson. Valdimar Óli Þorsteinsson, Katrín Guðmundsdóttir, Ann Kristine Thorsteinsson, Þorsteinn Óli Valdimarsson, SYSTIR GABRIELLA + Systir Marie Ga- briella fæddist í Oldenburg í Þýska- landi 24. júní 1904. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ 2. júm' síðastliðinn. Foreldrar hennar dóu þegar hiín var barn að aldri, en hún var yngst í stór- um systkinahópi. Tvær af systrum hennar gengu einnig í reglu St. Jósefssystra. Hún gekk í regluna í Kaupmannahöfn 15. ágúst 1929. Hún var í hjúkrunamámi frá 1932-1935. Árið 1937 kom systir Ga- briella til íslands og vann hjúkninar- og stjórnunarstörf á Landakotsspítala í fjóra áratugi eða til 1977. Eftir það vann hún á kaffistofu lækna í nokkur ár. I maí 1990 fluttist hún á systraheimilið í Garðabæ. títför systur Ga- briellu fer fram frá Kristskirkju í Landakoti á morg- un, mánudaginn 8. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er systir Gabriella gengin inn í fógnuð herra síns. Henni varð að ósk sinni, að bera beinin á þessu landi sem hún hafði helgað líf sitt og starf allt og krafta sina meðan þeir entust, og líklega unnið trú sinni og herra með meiri árangri en nokkur annar úr hjörð Rómarbiskups sem hér hefir verið á síðari tímum. Þegar fjórar St. Jósefssystur stigu hér á land 1896 var trúfrelsi í landinu liðlega tvítugt; þótti mörg- um kennimönnum pápiska vondur siður og síst þörf á að leyfa kaþ- ólsku trúfélagi fótfestu hér. Þessi viðhorf breyttust. Þegar St. Jósefssystur buðust til að byggja Landakotsspítala lofuðu þær að: „Sjúklingar skulu teknir í spítalann án tillits til trúmála og ekki verður reynt að hafa áhrif á trúarskoðanir þeirra.“ Þær efndu það; aldrei reyndu þær að tala um fyrir fólki, flytja því ræður um róm- verska kenningu eða snúa því frá lútherskum sið. En þeir sem komu í spítalann komust ekki hjá þvi að sjá störf þeirra unnin af reglusemi í hljóðlátri önn, með kærleiksríku viðmóti. Þegar tímar liðu hafði það sín áhrif. Eitt lítið kærleiksverk sagði meira en þúsund orð. Nú hygg ég að enginn, hvorki lærður né leikur, hafi verið í vafa um það lengi, að þessar fáu konur af reglu heilags Jósefs, komnar af framandi landi, hafi unnið heil- brigðismálum Islendinga meira gagn en nokkur annar hópur af jafnri stærð. Ég ætla, að það séu störf systranna sem hafa orðið þess valdandi, að ekki einasta allur al- múgi heldur og kennimenn, sem helst höfðu horn í síðu þeirra fyrir hundrað árum, hafi séð að allir eiga hóparnir einn herra, þó þeir lesi bækur hans hver með sínum gler- augum; og nú sitja hér saman að borði prelátar rómversku kirkjunn- ar og háklerkar þeirrar íslensku. Allar eiga systurnar hver sinn þátt í þessari hugarfarsbreytingu, en þó hygg ég að þáttur systur Gabriellu sé ekki sá grennsti. Systir Gabriella kom til íslands 1937 og var fyrst til aðstoðar systur 'A S £ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Matthildi á skurðstofu Landakots- spítala, en 1942 tók hún við stjórn- inni og stýrði skurðstofum spítal- ans óslitið í hálfan fjórða tug ára. Á þeim tíma fjölgaði aðgerðum jafnt og þétt og því meira sem lengra leið. Þegar hún hóf störf hafði hún eina systur sér til aðstoðar, en þeg- ar hún lét af stjórn, unnu á skurð- stofum spítalans tuttugu og þrír, auk lækna og nema. Enginn kemur í spítala að gamni sínu; sjúkrahús eru ekki sumarhót- el. Og sá, sem kemur á skurðstofu til aðgerðar, er aldrei við góða líð- an, hvort sem hann lætur það uppi eða dylur það með sér. Umhverfið er framandlegt og uggvekjandi. Hann veit, að það sem fram undan er muni skipta sköpum, en hann veit ekki með vissu hvern veg. Þeg- ar systir Gabriella tók á móti þessu fólki, sem stundum var í uppnámi, fór ætíð á einn veg, það róaðist og fannst að öllu væri óhætt meðan hún væri þar. Sérlega átti þetta við um börn; þau komu grátandi og hrædd, en þegar hún fór að hjala við þau, brostu þau. Hún var stjómsöm, það datt engum í hug að gera annað en það sem hún vildi. Stúdentar og ungir læknar eiga það til að finna nokkuð til sín - það breytist með árunum - en þeir voru eins og leir í höndunum á systur Gabriellu þótt þeir kynnu að vera hortugir við aðra. Það hefir oft komið fyiir þegar ég hefi hitt fólk, sem legið hefir í Landakotsspítala, að það spyrði um systur Gabriellu. Oft, kannski oft- ast nær, hafði það gleymt nafninu, en persónan var gi’ópuð í minnið og hafði það þó margt hvað aðeins hitt hana einu sinni. Systurnar unnu lengri dag en annað starfsfólk, byrjuðu fyrr og hættu síðar, en auk þess voru þær æði oft að störfum á náttarþeli. Á þessum tíma hafði spítalinn vakt fyrir bráða sjúkdóma þriðju hverja viku, og aðra hvora viku fyrir slys, þar til Borgarspítali tók til starfa í Fossvogi. Þau fjórtán ár, sem Landakotsspítali tók einn við höf- uðslysum, varð að sinna þeim hvenær sem var sólarhringsins. Landsmönnum fjölgaði og með aukinni umferð og iðnvæðingu fjölgaði slysum. Fleiri læknar komu að spítalanum til þess að sinna auknu álagi, en systurnar voru jafn fáar. Kalla mátti til starfsfólk að mmmmmmo 2 I 1 | S 1 3 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 i 5 Í 5 | 5 næturlagi ef með þurfti; skipti það með sér vöktum svo enginn var þjakaður af því. En það var enginn til þess að leysa systurnar af hólmi. Éf sýnt var að til aðgerðar kæmi var kallað í systur Gabriellu. Hún kom, tók við stjórninni, gerði það sem gera þurfti, og þótt hún hefði ekki sofið nema fuglsblund sást ekki á henni þreyta. Þótt hún hefði verið á ferli fram eftir nóttu þá var hún ætíð mætt að morgni. Það flaug stundum fyrir hjá mér, að með þessu vinnulagi væri hún að freista skapara síns, þessa vinnukergju þyldi enginn til lengdar; en ef ýjað var að því að hún færi sér hægar þá hlustaði hún ekki á það tal. Kannski hefir þessi umhyggja mín fyinr henni verið sprottin af sjálfselsku. Ég mátti illa til þess hugsa að missa hana af skurðstof- unni. Frá því ég byrjaði að stunda sjúklinga í Landakoti hafði sam- vinna okkar verið náin og við enga systranna hafði ég_ átt eins mikil samskipti og hana. Ég treysti henni og hún brást aldrei. Maður skyldi halda að þessi kona sem alla sína ævi vann tveggja manna verk, og stundum meira, hafi verið tröllskessa sem óð jörð- ina upp að hnjám, en það var öðru nær. Hún var smávaxin og nett, grönn og kvenleg, og leit ekki út fyrir að hafa mikið þrek, en það var missýning. Aldrei var svo mikið lagt á grannar herðar hennar að hún ekki lyfti því. Hún var viðræðu- góð, þægileg í umgengni, hæglát og brosmild og vakti traust. Hún hélt áfram sama veg þar til systurnar létu spítala sinn í ann- arra hendur og var þá komin á átt- ræðisaldur. Við þekktumst í 58 ár og í 37 af þeim unnum við saman flesta daga og margar nætur. Við svo náin kynni fær enginn dulist. Systir Gabriella var heilsteypt; það var engin feyra í steypunni og efnið var gull. Bjarni Jónsson. Systir Gabriella er látin í hárri elli. Hún hélt sinni andlegu reisn og glaðværa skapi til hins síðasta, þótt hún væri orðin nokkuð ellimóð. Hún hafði helgað líf sitt þjónustu við Guð og hann hafði gefið henni mikið veganesti í vöggugjöf. Um það leyti sem Gabriella fæddist í Oldenburg í Þýskalandi spunnu örlögin þann vef, að fransk- ar nunnur voru að reisa sjúkrahús í litlu sjávarþorpi á Islandi. Er hún komst til vits og ára taldi Gabriella sig best geta þjónað Guði með því að hjúkra sjúkum, þar sem þess væri mest þörf. Sú trú bar hana til íslands. Þar var hennar þörf og hún dró aldrei af sér. I heimildum má lesa, að hjúkrun- arferill systur Gabriella hafi náð yf- ir um 40 ár, en það segir lítið um mikilvægi þessarar hljóðlátu en glaðlyndu konu fyrir íslensk heil- brigðismál og þau áhrif, sem hún hafði beint og óbeint á samferða- menn sína. Hún var samstarfsmað- ur margra helstu skurðlækna landsins á þessum tíma. Þeir komust að raun um að engin byrði var það þung, að hún risi ekki undir henni. Stór hluti lækna fékk sín fyrstu kynni af skurðstofu undir handleiðslu hennar. Þeir lærðu þar að virðingarleysi og skens á ekki við á slíkum stað heldur lotning fyr- ir lífínu. Þúsundir sjúklinga sem fluttir voru veikir á skurðstofur Landakots muna eftir þessari smá- vöxnu grönnu konu, sem tók á móti þeim, sefaði kvíðann með brosi sínu, glaðværð og óbilandi trú á handleiðslu Guðs. Fyrir marga var hún persónu- gervingur St. Jósefssystra; minnis- stæðust vegna einstaks persónu- leika. Þótt St. Jósefssystur ættu allar það sameiginlegt, að þær lögðu nótt við dag til að sinna störfum sínum átti Gabriella einna stærstan þátt í að skapa það andrúmsloft virðingar og mannkærleika sem svo mörgum er minnisstæður, er á Landakoti hafa starfað eða verið sjúklingar þar. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa, segir í hinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.