Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 35 helgu bók. Það fólk hefur verið nefnt fjallræðufólkið. Það vinnur störf sín í kyrrþey og ætlast ekki til launa, umbunar eða umfjöllunar. Engir á þessu landi eru betur að þessari nafnbót komnir en St. Jós- efssystur. Kærleikann, sem postul- inn sagði mikilvægastan, sýndu þær í verki með störfum sínum. Þær St. Jósefssystur eru nú fáar eftir á íslandi og eru raunar að hvei-fa á brott. Eftir langt og fórn- fúst ævistarf hér átti systir Ga- briella þá ósk eina að fara hvergi en fá að lokum að hvíla í íslenskri mold. Bænir hennar voru heyrðar og Guð gaf henni friðsælt ævikvöld. Guðjón Lárusson. Fyrir 25 árum kom ég sem nýr starfsmaður á Landakotsspítala. Var ég ráðinn á svæfingardeild og kveið ég talsvert fyrir að byrja að vinna hjá nunnunum í Landakoti. Bæði var þetta framandi staður og ég hélt að þarna væru allir mjög al- variegir og mjög strangur agi. Eg var iljótur að finna út að þetta var allt öðruvísi. Systumar vom léttar og kátar, með bros á vör og unnu langan vinnudag. Eg veit ekki hvernig systur Ga- briellu leist á þennan karlkyns hjúkrunarfræðing, en fljótt urðum við hinir mestu mátar. Eftir svolít- inn tíma kallaði hún mig „min skurk“ og hélt því alla tíð síðan. Þetta heiti gaf hún karlkyns vinnu- félögum sem henni féll við. Á þess- um tíma var spítalareksturinn á fullu og allir unnu mikið, ekki síst St. Jósefssystur. Systir Gabriella var ekki harður húsbóndi á skurð- stofunni, en átti það til að kalla „Eraus“ ef henni þótti við sitja of lengi í kaffistofunni og breytti þá aðeins um tón. Fóra þá allir strax að vinna aftur. Systurnar áttu heimili sitt á spítalanum og var andinn þar eftir því. Þær hlúðu mjög vel að sínu starfsfólki alla tíð og voru mjög hjúasælar. Hélst þeim á sama starfsfólkinu áram saman, og sumir vora hjá þeim í áratugi. Man ég eftir því, þegar unnið var á skurðstofunni á nótt- unni að þær fóru á fætur og elduðu handa okkur mat, okkur sem höfð- um verið á fótum alla nóttina. Oft var þetta súpa, brauð og þýskar pylsur. Bænatíma sína stunduðu systurnar eftir sínum reglum og var það hluti af starfi þe'irra. Þegar systurnar hættu rekstri spítalans störfuðu nokkrar áfram þar, þar á meðal systir Gabriella. Sá hún um kaffistofuna á sjöttu hæð og var hún þar í nokkur ár og undi hag sínum vel. Hélt hún góðu samandi við samstarfsfólkið og hitti þar gamla vini og frétti af okkar högum. Systir Gabriella vildi fylgj- ast með lífi okkar áfram og fjöl- skyldna okkar. Ellin var henni frekar létt og hélt hún sæmilegri heilsu lengi vel en auðvitað var hún lúin eftir langt líf og mikla vinnu. Oft á kvöldin fór hún í heimsókn á barnadeildina. Hún hafði alltaf mjög gaman að börnum og hænd- ust þau fljótt að henni. Naut hún þess alltaf að vera í fjörinu hjá krökkunum á barnadeildinni. Systir Gabriella var smávaxin og grönn, en hún var stór kona í augum okkar sem þekktum hana. Systir Ga- briella hafði alltaf létta lund og sá húmorinn í hlutunum. Oft gaf hún góð ráð sem dugðu vel. Síðustu árin bjó hún í systra- heimilinu í Garðabæ. Allar reglu- systur hennar hugsuðu mjög vel um hana og hjálpuðu henni á alla lund. Það gladdi hana mjög að fá heimsóknir frá gömlum vinum sín- um. Öll eram við börn okkar tíma. Systir Gabriella vildi enda ævi sína hér og fékk það. Hún hafði starfað hér í rúm 60 ár og var orðin Islend- ingur fyrir löngu. Eg veit nú að all- ar óskir hennar hafa ræst. Um leið og ég þakka systur Gabriellu vin- semd við mig og fjölskyldu mína, þakka ég henni löngu liðna daga. Megi Guð vera þreyttu barni sínu miskunnsamur. St. Jósefs- systram óska ég alls góðs og votta þeim samúð. Jóhann Marínósson. OSKARINGMAR HUSBY JOHANNSSON tOskar Ingmar Husby Johanns- son fæddist í Þránd- heimi í Noregi 29. október 1918. Hann lést á Landspítalan- um 1. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ragnhild og Jo- hann Husby. Börn þeirra voru tíu: Reidar, látinn, Sol- veig, Arvit, látinn, Jenny, Oskar, As- mund, Borghild, lát- in, Erling, látinn, Margit, Erling. Oskar giftist 5. september 1943 Björgu Elísabetu Elísdóttur, fædd 23. mars 1910, frá Hólshúsum, Húsavík, Borgarfirði eystra. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Gísladóttir og Elís Guðjónsson. Börn þeirra voru tíu, nú tvö á lífi, Björg og Lukka, sem er á Sjúkra- húsinu á Seyðisfirði. Oskar og Björg eignuðust þijú börn: 1) Reidar Jóhannes, f. 5.3. 1944, í sambúð með Kristínu Maríu Baggviey, f. 12.12. 1950. 2) Þórdís Sigríður, f. 20.5. 1946, gift Örlygi Rúdolf Þorkelssyni, f. 15.4. 1943. 3) Ragnar Marteinn, f. 7.10. 1949, giftur Eddu Baldvinsdóttur, f. 22.6. 1951. Barna- börn: Óskar Ingimar, f. 7.11. 1969, Björg- vin Elís, f. 7.12. 1970, Jóhann Pétur, f. 26.7. 1972, óskírð, f. 28.11. 1975, dáin sama dag, Örlygur Örn, f. 12.10. 1977, í sambúð með Eli'nu Maríu Óladóttur, f. 9.12. 1978, Jón Ingi, f. 8.12. 1981. Guðrún Björg, f. 18.12. 1970, Baldvin Davíð, f. 2.5. 1974, Linda Kristín, f. 24.8. 1979. Bama- barnabarn: Arnar Már Örlygsson, f. 18.9. 1995. Oskar starfaði á fraktskipi sem háseti í Noregi þar til hann var kallaður í herinn 1939 þá staddur í Englandi, hann kemur til Is- iands 1941-1942 og starfar í Fiskhöilinni sem kokkur hjá hernum, eftir stríð fer hann að starfa hjá vélsmiðjunni Hamri og er þar í 18 ár, síðan um tíma í byggingarvinnu en fer svo að vinna hjá Loftleiðum, si'ðan Flug- leiðum. títför Oskars fer fram frá Ás- kirkju mánudaginn 8. júm' og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi okkar, mikið er erfitt að kveðja þig, söknuðurinn er mikill, en minningarnar eru margar sem við getum glaðst yfir. Alltaf varstu tilbúinn til að hjálpa, alltaf brosandi og hlæjandi, kvartaðir aldrei yfir veikindum og varst ósérhlífinn í vinnu. Gladdist alltaf ef vel gekk hjá okkur. Og þegar langafabarnið Ai-n- ar Már fæddist, gladdistu mjög því þú hafðir alltaf gaman af bömum. Reyndist okkur öllum vel. Og Seyðisfjarðarferðimar, hvað þær voru skemmtilegar, spiluð harmonikkumúsík og hlegið, stopp- að á Akureyri, einnig fleiri stöðum, og borðað, vinafólk ykkar ömmu heimsótt og allar skemmtilegu ferð- irnar. Takk kærlega fyrir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð gefi þér styrk í sorginni, amma mín, svo og ættingjum og vinum. Þín barnaböm og langafabam, Björgvin, Pétur, Jón, Örlygur, Elín, og Arnar Már. Afi minn, Oskar I. Johannsson, lést á Landspítalanum 1. júní síðast- liðinn. Rétt rúmri viku áður fékk ég hringingu hingað til Spánar þar sem ég er búsettur og foreldrar mínir tjáðu mér hversu veikur hann væri. Eg kom heim eins fljótt og ég gat og var hjá afa mínum síðustu vikuna sem hann lifði. Eg á engin orð til að lýsa hversu erfitt var að horfa á hann liggjandi í rúminu fárveikan og sárþjáðan. Þessi yndislegi og góði maður sem aldrei hafði mátt neitt aumt sjá var alltaf boðinn og búinn að aðstoða alla svo lengi sem það var í hans valdi. Þarna lá hann án þess að ég gæti nokkuð gert til þess að hjálpa honum. Sem betur fór var sjúkra- húslegan ekki löng því það varð strax augljóst hvert stefndi. Elsku afi minn, fráfall þitt á eftir að skilja eftir stórt og mikið tóm í lífi mínu sem ekki verður fyllt, ekki fyrr en einn góðan veðurdag að við hittumst hinum megin. Eg vil þakka Guði fyrir tilvist þína og þau for- réttindi að hafa átt þig fyrir afa. Betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Mig langar að nota þessi fallegu orð til þess að kveðja þig. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Því eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt." (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Elsku afi minn, sumarið leið svo sannarlega alltof fljótt, en það skildi líka eftir fullt af minningum sem ekki verða teknar frá mér né öðram sem auðnaðist sú gæfa að kynnast þér. Hvíl í friði, elsku afi minn. Góður Guð, gefðu okkur öllum styrk til þess að takast á við þennan mikla missi, og þá sérstaklega henni ömmu minni. Óskar Ingimar Örlygsson. Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÍSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrafnistu Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 15.00. Gunnar Ingi Þórðarson, Sigrún Þórðardóttir, Gunnar Hans Helgason, Ragnheiður Guðrún Þórðardóttir, Björn Björnsson og barnabörn. Okkar ástkæri eiginmaður, stjúpfaðir, sonur og bróðir, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Efstalundi 1, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju mánudaginn 8. júní kl. 13.30. Blóm afbeðin. Lilja Hreinsdóttir, Þóranna H. Þórsdóttir, Sigurður Halldórsson, Magnús Sigurðsson, Haildór Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Svava Sigurðardóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útfarir ástkærra foreldra okkar, VILBORGAR SIGURÐARDÓTTUR OG EINARS ÁRNASONAR, Elliheimilinu Grund, áður Hólmgarði 1. Sérstakar kveðjur og þakklæti til starfsfólks Elliheimilisins Grundar fyrir yndislega umönnun. Ingibjörg Einarsdóttir, Sigurður L. Einarsson, Anna María E. Einarsdóttir, Árni Einarsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Þórir Þórðarson, Guðbjörg Friðriksdóttir, Gústaf Guðmundsson, Ragnhildur Nordgulen, Eyþór Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og útför ástkæn-ar dóttur minnar, SIGURBORGAR RÁNAR, Pálmholti 7, Þórshöfn. Stefán J. Óskarsson, Pálmholti 7, Þórshöfn. + Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu ættingja og vina sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR INDRIÐADÓTTTUR húsmóður og kennara, Höfðabrekku, Kelduhverfi. Guð blessi ykkur öll. Jón Gunnlaugur Stefánsson, Kristín Erla Jónsdóttir, Garðar Tyrfingsson, Margrét Jónsdóttir, Kolbeinn Björgvinsson, Ari Þór Jónsson, Ragnheiður Helgadóttir, Sævar Garðarsson, Grétar Már Garðarsson, Jón Björgvin Kolbeinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.