Morgunblaðið - 07.06.1998, Page 44

Morgunblaðið - 07.06.1998, Page 44
44 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Shirov mætir Kasparov í einvígi SKAK Cazorle, Spáni, 23. maf—5. júnf EINVÍGI UM ÁSKORUNARRÉTTINN Á KASPAROV ALEKSEI Shirov, Spáni, sigraði Viadímir Kramnik, Rússlandi, 5'A-3'A í einvígi um áskorunar- réttinn á Kasparov. 19. - e4! 20. Rxf6+ Eftir 20. d7 - exf3+! 21. dxe8D+ - Dxe8+ 22. De3 - Rg4! 23. Re7+ - Kf8 24. Dc5 - b6 25. Db4 - Hc8 fær svartur einnig afar hættulega gagn- sókn. SHIROV tók forystuna er hann sneri á Kramnik í enda- tafli í fjórðu skákinni. Næstu fjórar urðu fremur dauf jafn- tefli og á föstudaginn lagði Kramnik allt í sölurnar til að sigra í níundu og næstsíðustu skákinni. Frumleg byrjun Rússans heppnaðist nokkuð vel allt þangað til að honum láðist að taka glæsilega gagn- sóknarleið Shirovs með í reikn- inginn. Á einu augabragði sneri Shirov skákinni við með hróksfórn og fékk upp afar hagstætt endatafl, sem hann vann örugglega. Shirov er 26 ára gamall, af rússnesku bergi brotinn, en uppalinn í Lettlandi og tefldi undir merki Lettlands þar til honum sinnaðist við lettneska skáksambandið og flutti síðan alfarinn til Spánar þar sem skákunnendur tóku honum opnum örmum. Shirov var því á heimavelli í Cazorle og verð- ur það væntanlega líka þegar hann mætir Kasparov; langlík- legast er að það einvígi verði líka á Spáni. Sigur Shirovs kom nokkuð á óvart, þar sem hann var tölu- vert stigalægri en Kramnik, sem Kasparov hefur spáð að muni taka við af sér sem stiga- hæsti skákmaður heims. Þrátt fyrir þennan ágæta sigur getur Shirov ekki talist hafa miklar vinningslíkur gegn Kasparov. Úrslitaskákin Níunda og síðasta skákin gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Kramnik Svart: Shirov Griinfeldsvörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. f3 Afar fáséð afbrigði, en fyrr í einvíginu hafði Kramnik beitt hefðbundu uppskiptaafbrigði, 3. Rc3 - d5 4. cxd5 - Rxd5 5. e4, en ekkert komist áfram. 3. - d5 4. cxd5 - Rxd5 5. e4 - Rb6 6. Rc3 - Bg7 7. Be3 - 0-0 8. Dd2 - e5 9. d5 - c6 10. h4 - h5 11. Be2 - cxd5 12. exd5 - R8d7 13. d6 - Rf6 14. Bg5 - He8 15. Hdl Kramnik bíður ærið lengi með að þróa kóngsvænginn og það kemur honum í koll síðar. Hér kom vel til greina að leika strax 15. Rh3 og láta reyna á það hvort Shirov sé tilbúinn að drepa riddarann og láta hvítreitabiskup sinn af hendi. 15. - Be6 16. Rh3 - Rc4 - 17. Bxc4 - Bxc4 18. b3 - Ba6 19. Rd5? Kramnik vanmetur svarta mótspilið. Rétt var 19. Rf2 og hvítur hefur ágæt færi eftir t.d. 19. - Da5?! 20. Bxf6 - Bxf6 21. Rd5 - Dxd2+ 22. Hxd2 - Bd8 23. Re4 með vænlegri stöðu á hvítt. 20. - Bxf6 21. d7 21. - Db6! 22. dxe8D+ - Hxe8 23. De3 - Bxg5! 24. Dxb6 - Bxh4+ 25. Kd2 - axb6 26. fxe4 - Hxe4 27. Kc2 - Hg4 28. Hd2 - Be7 29. Hgl - Kg7 30. Rf2 - Hf4 31. Rd3 - He4 32. Hgdl - Bb5 33. a4 - Bc6 Shirov hefur fengið alltof góðar bætur fyrir skiptamun- inn. Eftir næsta leik hvíts eru úrslitin ráðin, því eftir hann fellur peðið á g2: 34. Hel - Hxel 35. Rxel - Bb4 36. He2 - Bxel 37. Hxel - Bxg2 38. Kd2 - h4 39. Ke3 - Bd5 40. b4 - h3 41. He2 - f5 42. Hd2 - Be4 43. Kf4 - Bg2 44. Hd7+ - Kf6 45. Hh7 - g5+ 46. Kg3 - f4+ 47. Kg4 - Ke5 48. b5 og Kramnik gaf skákina og einvígið, því svartur leikur 48. - Kd4 og veður síðan áfram með kónginn til aðstoðar svörtu frípeðunum. Atkvöld Hellis Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánudaginn 8. júní. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram í Hellisheimilinu í Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu hæð. Sami inngangur og hjá Bridgesambandinu og Keilu í Mjódd. Mótið hefst kl. 20. Þátttöku- gjald er kr. 300 fyrir félags- menn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri), en kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Rétt er að vekja athygli á skemmtilegri nýbreytni í verð- launaveitingu á atkvöldunum. Sigurvegarinn fær máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófí annan keppanda, sem einnig fær mál- tíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits tii árangurs á mótinu. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við þessi börn? EF einhver kannast við þessi börn á myndinni þá vinsamlega hafið sam- band við Elínu í síma 557 1118 eftir klukkan 17 á daginn. Þakkir ÉG VIL koma á framfæri þökkum til þeirra sem fundu seðlaveski sem ég gleymdi í innkaupakerru við Bónus í Holtagörðum og kom því í hendur versl- unarstjórans í Bónus. Það er gott að vita að ennþá er til heiðarlegt fólk. Edda. Athugasemd HELGI hafði samband við Velvakanda og sagðist hann hafa lesið Víkverja sl. fóstudag. Þar er fjallað um Arnór Guðjónsson og son hans, Eið Smára. Segir Helgi að þeir hafi fyrir nokkrum árum verið báðir í landsliðinu, feðgarnir, en ekki saman á vellinum því þá var öðrum skipt inná og hinum útaf í stað þess að leyfa þeim að spila saman. Þetta hafi verið fyrir ca. tveimur árum þegar Logi var landsliðsþjálfari. Helgi. Tapað/fundið Barnareiðhjól hvarf LÍTIÐ ljósblátt bam- areiðhjól hvarf frá Vest- urbæjarsundlaug fóstu- daginn 5 júní um ellefu- leytið. Þess er sárt sakn- að. Ef einhver hefur orðið var við hjólið vinsmlegast látið vita í síma 551-0563 Regngalli fannst í Öskjuhlíð GRÆNN barnaregngalli, buxur og jakki, ásamt nestisboxi og Godda-bak- poka, fannst í Öskjuhlíð sl. miðvikudagskvöld. Upp- lýsingar í síma 562 6727. Kristjana. Dýrahald Bi'anda er týnd BRANDA hvarf frá heimili sínu í miðbæn- um fyrir rúmri viku. Hún er grábröndótt læða með hvítar loppur og smávaxin. Hún er með fjólubláa ól og eymamerkt. Þeir sem hafa séð hana eða geta gefið einhverjar upplýs- ingar vinsamlega hring- ið í síma 551 2946 eða 551 2915. Skógarkettlingar fást gefins SKÓGARKETTLINGAR fást gefins. Upplýsingar í síma 586 1485. ÉG get fært fundinn til 22:30 á aðfangadags kvöld. Þá ættu bömin að vera sofnuð. ÞETTA var sjúkdóms greiningin mín, má ég heyra þína? SkAK Dm.sjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á öflugu skákmóti sem nú stendur yfir í Sara- jevo í Bosníu. Ivan Sokolov (2.625), Bosn- íu, hafði hvítt og átti leik gegn Zdenko Kozul (2.585), Króatíu. 31. Rc6! - Dal (Reynir að flækja taflið, því hvítur fær unnið endatafl eftir 31. - Hxc6 32. Re7+ - Kh8 33. Rxc6 - Df6 34. Db2 o.s.frv.) 32. Df2! - Bf3 33. Rce7+ Kh8 34. gxf3 Hf8 35. f4 - e3 36. Db2+ - Dxb2 37. Hxb2 - Kg7 38. Kg2 - Hf7 39. Kf3 - g5 40. Hb7 - gxf4 41. Rf5+ - Kg8 42. Rde7+ og nú loksins gafst svartur upp. Að loknum þremur umferðum á mótinu var staðan þessi: 1.-2. Barejev, Rússlandi og Kortsnoj, Sviss 2!4 v., 3.-4. Ivan Sokolov og Kiril Georgiev, Búlgar- íu 2 v., 5.-6. Dizdarevic, Bosníu og Lputjan, Ar- meníu VA v., 7.-8. Pre- drag Nikolic, Bosníu og Kozul, Króatíu 1 v. 9.-10. Kurajica, Bosníu og Piket, Hollandi lA v. Fjöldi skákviðburða fór fram í Sarajevo á árum áður, en þetta er fyrsta stórmótið sem þar er haldið eftir að borgarastyrjöldinni í Bosníu lauk. ÞETTA er einmitt það sem er að pípunni, tjaran spýtist úr henni. HVERSU margar tölvur get ég fengið fyrir 12 gler? Yíkverji skrifar... JÚNÍMÁNUÐUR er tími birtu og gróanda, útivistar og náttúruskoð- unar. Við sjáum þennan mánuð gjam- an fyrir okkur sem náttlausa vorald- arveröld: fugla í trjám og blóm í haga. En náttúra lands okkar á til fleiri hlið- ar. Það var 8. dag júnímánaður árið 1783 sem Skaftáreldar [móðuharð- indi] hófust með eldgosi úr Lakagíg- um á Síðuafrétti. Gosið stóð óslitáð fram í október og slitrótt fram í febrú- ar 1784. Eldflóðið rann austur með Síðu en stöðvaðist við Systrastapa, vestan Kirkjubæjarklausturs. Önnur kvísl rann vestur Skaftártungu og hin þriðja í Meðalland. Það var ekki náttlaus voraraldar- veröld sem blasti við landsmönnum þessa júnídaga árið 1783, heldur mist- ur og öskufall. xxx MÓÐUHARÐINDI heitir sá kap- ítuli í þjóðarsögunni, sem í hönd fór, hörmungarárið 1783 og hin næstu á eftir. Hvað íylgdi í kjölfar Skaftár- elda? Trúlega dimmustu dagar i sögu þjóðarinnar. Grasbrestur varð sumar- ið það. Búpeningur týndi hratt töl- unni: 11 þúsund nautgripir, 28 þúsund hross og 190 þúsund kindur, segja samtímaheimildir. Fólk féll og úr hungri og fylgikvillum bjargarskorts- ins. Tæplega 20% þjóðarinnar lá í val Móðuharðindanna. Og sjaldan er ein báran stök. í ágústmánuði 1784 sagði náttúra landsins enn til sín með miklum jarð- skjálftum á Suðurlandi. Fjöldi bæja hrundi, m.a. frægur Skálholtsstaður. í hagsæld okkar daga er hollt að huga að baklandi okkar, sögu okkar, samansafnaðri reynslu kynslóðanna. Njótum samt Ijúfra stunda vors og varma. Við erum og betur undir það búin nú að mæta náttúruhamfórum en áar okkar, ef þær beija að durum. NÚ ER öldin önnur hjá íslending- um en í Móðuharðindum fyrr á tíð. Segja má að smjör dijúpi af hverju strái í þjóðarbúskap okkar, enda vandamálin af öðrum og nútíma- legri toga. Tímaritið Frjáls verzlun segir svo frá í grein fyrir skemmstu: .Árshátíðarferðir tíl útlanda verða sífellt vinsælli og og hefur hver flug- vélarfarmurinn á fætur öðrum af Is- lendingum með árshátíðarkjólinn og sparijakkafótin í ferðatöskunni farið að undanfomu." Þar segir og: „Oft styrkja fyrirtækin þessar hátíðir, enda þjappa þær starfsmönnum sam- an. En hvað má styrkurinn verða hár gagnvart skattayfirvöldum? Það er á reiki.“ í greininni segir að samkvæmt reglugerð um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri teljist kostnaður við árshátíð, jólagleði eða sambærilegar samkomur starfsmanna frádi'áttar- bær frá skatti enda sé kostnaður hæfilegur miðað við einstök tileíhi og heildstætt á árinu. „StaiTsmannaferð- ir eru því að einhveiju leyti frádrátt- arbærar frá skattí... Gera má ráð fyr- ir að í meðalstóru fyrirtæki gætí 5 þús. króna framlag fyrirtækis fyrir hvem starfsmann þótt eðlilegt en 20 þús. króna framlag þætti líkast til meira en skattayfirvöld gætu sam- þykkt athugasemdalaust." SIMAKOSTNAÐUR er hluti af heimilisútgjöldum okkar. Hvemig hefur verðskrá símans þróast síðustu tíu árin? í einni af mörgum greinar- gerðum Ríkisendurskoðunar segir: „Ljóst er að veralegar breytingar hafa orðið á gjaldskrá símans á und- anfómum tíu áram. Þannig hefur mínútugjald vegna útlandasímtala lækkað um rúm 60% á fóstu verðlagi. Þá hefur mínútugjald í langlínusímtöl- um lækkað um 88%. Á hinn bóginn hafa staðarsímtöl hækkað um 136% á föstu verðlagi." Það er nú svo og svo er nú það. Staðarsímtöl eiga greinilega ekki upp á pallborðið hjá verðleggjendum sím- ans. Það væri ekki amalegt að fá ein- hverja marktæka samkeppni á mark- að staðarsímtalanna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.