Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 46

Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 46
46 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiW kf. 20.00: GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Aukasyning fim. 11/6, allra síðasta sýning. ÓSKASTJARNAN — Birgir Sigurðsson Fös. 12/6 síðasta sýning á þessu leikári. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick Lau. 13/6 síðasta sýning. Áhugateiksýninq ársins 1998: FREýf/ANGSLEIKHÚSIB sýnir VELKOMIN I' VILLTA VESTRIÐ eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir. í kvöld sun. 7/6. Aðeins þessi eina sýning. TÓNLEIKAR Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar Þri. 9/6 kl. 20.30. SmíÍaOerkstœiii kt. 20.00: POPPKORN - Ben Elton I kvöld sun. — fös. 12/6. Síöustu sýningar. Ath. sýningin er ekki við hæfi bama Litla sóiiii kt. 20.30: GAMANSAMI HARMLEIKURINN - Eve Bonfanti og Yves Hundstad. I kvöld sun. nokkur sæti laus — fim. 11/6 — fös. 12/6. Ósóttar pantanir sekfar daglega Sýnt i Loftkastatanum kt. 21: LISTAVERKIÐ — Yasmina Reza I kvöld sun. — lau. 13/6 — lau. 20/6. Aðeins þessar þrjár sýningar. Mðasalan er opin mánud—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud. —sunnud. 13—20. Srnapantanir frá kl. 10 virka daga. áy*LEI KFÉLAG liaé ©^REYKJAVÍKURjSy BORGARLEIKHUSIÐ Stóra svið Id. 20.00 n í 5 ven eftir Marc Camoletti. I kvöld 7/6, uppselt, fim. 11/6, uppselt, fös. 12/6, uppselt, lau. 13/6, uppselt, sun. 14/6 örfá sæti laus. Munið ósóttar pantanir. Síðustu sýningar leikársins. Sýningar hefjast á rtý í september. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Simi 568 8000 fax 568 0383. SEIÐUR INDLANDS. Indverskir dans- og tónlistarmenn í Iðnó í kvöld kl. 20, uppselt. CARMEN NEGRA (sjá sérauglýsingar). KLÚBBUR LISTAHÁTIÐAR í IÐNÓ Lokahóf Listahátíðar í kvöld. Allir velkomnir. Hljómsveitin Casino leikur fyrir gesti frá kl. 23. MIÐASALA i Upplýsingamiðstöð ferðamála í Reykjavík, Bankastræti 2, simi 552 8588. Opið alla daga frá kl. 830 -19.00 og á sýningarstað klukkutíma fyrir sýningu. Greiðslukortaþjónusta. Tónlistarskóli Garðabæjar Operan Brúdkaup Figaros í Kirkjuhvoli, Garðabæ Aukasýn. í kvöld kl. 20.00. Miðapantanir í síma 898 9618. liaífiieihiiúsift Vesturgötu 3 I HLADVARPANUM Annað fólk Nýtt íslenskt leikrit eftir Hallgrím H. Helgason fös. 12/6 kl. 21 taus sæti Sumartónleikar fim 11/6 kl. 21.00 laus sæti Sumarmatseðill Sjávarréttafantasía úr róðri dagsins Hunangshjúpaðir ávextir & fs Grand marnier Grænmetisréttir einnig í boði y Miðasalan opin alla virka daga kl. 15- 18. Miðap. allan sólarhringinn i s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is fimmtudag 11. júní uppselt föstudag 19. júní uppselt lós. 26. júní örfá sæti laus föstudag 12. júní uppselt aukasýn. fös. 19. júní kl. 23 lau. 27. jún( kl. 20 laugardag 13. júní uppselt laugardag 20. júni uppselt lau. 27. júnl kl. 23. fimmtudag 18. júní uppselt fim. 25. júnl örfá sæti laus Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasala sími 551 1475. Opin olla daga kl. 15-19. Símapanlanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. www.mbl.is ERLENDAR OOOQQ Sveinn Guðjónsson skrifar um hljómleikaplötu bandaríska rokkarans Johns Fogertys, Premonition, sem kemur út hér á landi á þriðju- dag. ★★★ Myljandi stuð! UNDIRRITUÐUM er enn í fersku minni er hann heyrði íyrst í bandarísku rokksveitinni Creedence Clearwater Revival. Man meira að segja hvar hann var staddur, rétt eins og þegar Kennedy var myrt- ur hér um árið. Þetta var reyndar nokkrum árum eftir morðið í Dallas, á ofanverðum sjöunda áratugnum, í Polar- klúbbnum á Keflavíkur- flugvelli, innan um óbreytta bandaríska hermenn, sem þama voru að reyna að skemmta sér, kven- mannslausir í kulda og trekld. Og þegar þessi fyrsta hljómplata Creedence Clearwa- ter Revival var sett á fóninn umtumuðust blessaðir „verndar- amir“ okkar, þessh- komungu dátar, sem skildu ekkert í því hvers þeir áttu að gjalda að vera sendir til þessa guðs volaða lands. En það létti þeim greinilega vistina að hlusta á þessa sérstæðu, hressi- legu rokkhljómsveit, sem þá var að koma fram á sjónarsviðið í Banda- ríkjunum. Og það var ekki annað hægt en að hrífast með. Fljótlega varð manni ljóst að Creedence Clearwater Revival stóð og féll með einum manni, gítarleikaranum, söngvar- anum og lagasmiðnum John Fogerty. En það var líka alveg nóg. Framlag hans eins dugði til að skipa CCR í fremstu röð rokksveita í heiminum og hver perlan af annarri hraut af nægtaborði sköp- unargáfu hans og yljaði milljónum aðdáenda um hjartarætur um gjörvalla heimsbyggðina. Samt var þetta allt svo sára einfalt, “““““ takturinn, tónninn og textarnir, en um leið svo skemmtilega hrátt og frumlegt. Og liðu nú svo tímar fram að allir undu glaðir við sitt, liðs- menn CCR og aðdáendur þeirra. A þessum árum hljóðrituðu þeir John Fogerty og félagar í Creedence Clearwater Revival ódauðleg lög á borð við Proud Mary, Bad Moon Rising, Green Ri- ver, Born On The Bayou, Susie Q, I Put A Spell On You, Down On The Corner, Who’ll Stop The Rain, Fortunate Son og Travelin’ Band, svo aðeins örfá séu nefnd, en því eru einmitt þessi lög tilgreind hér að þau hljóma nú á nýrri hljómleika- -------- plötu Johns Fogertys, Premonition, sem um þessar mundir er að koma út í Bandaríkjunum og Evrópu. „Tími til kominn!“ segja eflaust einhverjir að- dáendur hans því þetta er fyrsta hljómleikaplata kappans, en hann hefur látið svo um mælt að hefði hann vitað hversu gaman er að vinna slíka plötu hefði hann gert það fyrir 20 árum. En þá voru aðrir tímar og Fogerty ef til vill ekki upp á sitt besta, því hann lenti í útistöðum við fyrrverandi félaga sína í CCR-sveitinni, sem enduðu í málaferlum. Að sögn kunnugra fór þetta andstreymi illa í Fogerty og stóð honum fyrir þrifum um árabil. Hér verður ekki farið nánar út í þá sálma, enda þekkir undirritaður málavexti ekki svo gjörla. Satt að segja hafði ég ekki heyrt af honum um árabil þegar þau und- í rauninni er engu iíkara en að maður sé kominn á tónleika hjá Creedence Clearwater Revival á mektardög- um þeirrar sveitar ur og stórmerki gerðust í upphafi þessa árs, að John Fogerty stökk alskapaður fram á sjónarsviðið sem Grammy-verðlaunahafi, en platan hans Blue Moon Swamp var valin besta rokkplata ársins í Bandaríkj- unum á síðasta ári. Þessi tíðindi komu vissulega þægilega á óvart, en eftir að hafa hlustað á plötuna er afstaða dómnefndar skiljanleg, enda er hér um að ræða eina bestu rokkplötu sem komið hefur út um árabil. Mér finnst því tilvalið að koma því á framfæri hér, að ég hef verið hálf fúll út í dagskrárgerðar- menn íslenskra ljósvakamiðla fyrir það hversu lítið þeir hafa sinnt þessari frábæru plötu í þáttum sín- um, og satt að segja hef ég ekki heyrt eitt einasta lag af henni í út- varpi hér á landi. Ef til vill stafar þetta af því að umsjónarmenn þátt- anna eru svo bernsk- ir að þeir vita hrein- lega ekki hver John Fogerty er og því síð- ur að hér er um að ræða sama manninn og skóp Creedence Clearwater Revival, því flestir hljóta nú að af heyrt þeirrar sveitar getið, - eða hvað? Dagskrárgerðar- mönnum íslenskra út- varpsstöðva gefst nú tækifæri til að bæta ráð sitt því að á hinni nýju hljómleikaplötu Johns Fogertys eru þrjú lög af Grammy-verðlaunaplöt- unni: Joy of My Life, Swamp River Days og Hot Rod Heart, auk fyrr- greindra laga frá dýrðar- dögum Creedence Cle- arwater Revival. Þá má þar heyra eitt splunkunýtt lag, titillag plötunnar Premonition, sem sver sig mjög í ætt og anda við þá tónlist, sem Fogerty hefur tileinkað sér frá upphafi. Hið sama gildir um lög af fyrri sólóplötum hans, svo sem Rockin’ All Over The World, Almost Saturday Night, Centerfield og The Old Man Down The Road. Lögin bera flest með sér þetta sérstæða svipmót tónlistar Fogertys, enda eru öll lögin á plötunni eftir hann að und- anskildum Susie Q (Hawkins/Lew- is) og I Put A Spell On You (Hawk- ins), og hún hefur því vissulega yfir sér heildstætt yfirbragð. I rauninni er engu líkara en að maður sé kom- inn á tónleika hjá Creedence Cle- arwater Revival á mektardögum þeirrar sveitar, enda ekki hægt að heyra betur en að þarna ríki mylj- andi stuð, eins og við var að búast þegar rokkarinn síungi, John Fogerty, er annars vegar. Röddin hefur lítið sem ekkert breyst, þroskast örlítið ef eitthvað er og í gítarleik hefur Fogerty engu gleymt, og kannski heldur ekkert lært. En það kemur ekki að sök því Fogerty spilar hér á gítarinn ná- kvæmlega eins og honum er eðli- legt og einmitt þannig vill maður hafa það. Þetta er dæmigerð hljómleikaplata, sem allir sannir rokkunnendur hljóta að hafa gam- an af, og fyrir aðdáendur Creedence Clearwater Revival er það náttúrlega ekki spurning: Þeir verða að fá sér eintak! MIKIING Árangursrík gagnagreining Námskeið á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 9. júní kl. 9 til 18, ætlað stjórnendum, markaðsfólki og tölvunarfræðingum. Leiðbeinendur: Michael J. A. Berry og Gordon Linoff. Markvissari og arðbærari markaðsaðgerðir Hvernig greinum við betur góðu viðskiptavinina? Hvernig nýtum við betur þau verðmæti sem felast í tölvugögnum fyrirtækisins? f Styrktaraðilar: • BREYTA ehf Skráning og nánari upplýsingar í síma 552 83711 tölvupósti: atli@breyta.is LANDS SÍMINN EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.