Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 48

Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 48
48 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM GENE FOWLER JR. AÐ ÖLLU jöfnu er fjallað um þungavigtarmenn í Ieikstjóra- stétt á þessum síðum, af og til verður þó vikið útaf þeirri reglu, fleira er matur en feitt - kjöt. Það kannast örugglega ekki margir við Gene Fowler jr., umfjöllunarefni dagsins, „cult-“mynda leikstjóra sem lést í síðasta mánuði, áttræður að aldri. Hann er maðurinn á bak við myndina sem ber eitt frægasta nafn kvikmyndasög- unnar: I Was a Teenage Wer- ewolf, og nokkurra annarra af svipuðu sauðahúsi. Mynda sem höfða til ákveðins hóps gesta, sem sjá þær gjarnan með vissu millibili. (Það vantar gott, ís- ' lenskt heiti yfir þetta hugtak, ,,cult“). Fowler eyddi allri ævinni í kvikmyndaborginni. Faðir hans var rithöfundur og blaða- maður, síðar einn af ungu skáldunum sem kvikmyndaver- in réðu á handritadeildir sínar, slíkur háttur var algengur fram eftir öldinni. Fowler eldri vann hjá MGM, ásamt F. Scott Fitzgerald, og fleiri góðum mönnum. Kunnasta mynd hans að öllum líkindum Billy the Kid, (41). Þá skrifaði hann met- sölubókina Goodnight Sweet Prince, ævisögu Johns Barrymore. Fowler yngri hóf ungur störf við kvikmyndagerð og kom víða við sögu. Til að byija með vann hann sem klippari, sem varð hans aðalfag. Fyrstu kynni hans af klippiborðinu voru við Thank’s a Million, ‘35, ábúðar- mikla söngva- og dansamynd, framleidda af Fox forstjóranum sjálfum, goðsögninni Darryl F. Zanuck. Það má því segja að Fowler yngri hafi byijað með reisn á sínum mishæðótta ferli, sem spannaði á annað hundrað myndir af öllum toga, einkum sem klippari og leikstjóri, í sjónvarpi og kvikmyndum. Uppskerasn var m.a ein Golden Globe verðlaun, fern Emmy verðlaun og Óskarsverðlaun fyrir heimildarmyndina Seeds of Destiny, sem hann tók meðan hann þjónaði föðurlandinu í seinni heimsstyijöld. Frá stríðslokum vann Fowler óslitið í Hollywood, allt fram á siðasta áratug. Sem fyrr segir gerði hann nafn sitt ódauðlegt sem leikstjóri I Was a teenage Werewolf, sem hann lauk við 1957, og var hans fyrsta mynd af sjö, sem hann lauk á næstu tveimur árum. Þá sneri hann sér aftur að klippingum og sá um það hlutverk við margar, frægar myndir. Líkt og þegar maður veltir við steini í Qöruborðinu, þá kemur ýmislegt misjafnt í ljós er maður fer að rýna ofani lífs- hlaup manna. Ekkert síður þeirra sem frægir eru að endemum. Þó Fowler verði helst minnst sem leikstjóri myndar með fáránlegasta nafni sögunnar, kemur í ljós að hann var engu að síður metnaðarfull- ur maður sem tók starf sitt al- varlega. Lærði handtökin við klippiborðið hjá ekki ómerkari manni en Fritz Lang. Klippti kunnar myndir einsog The Ox- Bow Incident, (‘43), It’s a Mad, Mad, Mad, Mad World, (‘63), (Óskarsverðlaunatilnefning) ogHang ‘em High, (‘67), og gaf fyrstur manna síðar heimsfræg- um stjörnum sín fyrstu tæki- færi. Fowler kenndi Marjorie, eftirlifandi konu sinni, hina erf- iðu kúnst klippingarinnar, með þeim árangri að hún var til- nefnd til Oskarsverðlauna fyrir Elmer Gantry, (‘60). 2 PLAKAT við myndina „Ég var unglings-Frankenstein' I WAS A TEENAGE WEREWOLF, (1957) ★★% EIN af vinsælustu myndunum í Kanasjónvarpinu var þessi frumraun Fowlers sem leikstjóri. Myndin kosb- aði aaðeins 85 þús. dali en tók inn á þriðju milljón í Bandaríkjunum ein- um, varð því með arðbærari myndum. Ekki aðeins það; myndin er eilíflega til sýnis einhversstaðar í heiminum, í góðum félagsskap útvalinna jaðar- mynda. Sameinar, á vel við unandi hátt, tvo myndaflokka sem vinsælir voru á þessum árum; unglingavanda- mála- og hryllingsmyndina. Hér birt- ist í fyrsta sinn ein vinsælasta sjón- varpsstjama allra tíma , Michael Landon, (Bonanza, Little House on the Prairie), í aðalhlutverki ungs manns í endalausum útistöðum. Leit- ar sér lækninga hjá geðsjúkdóma- fræðingi sem gerir á honum tilraunir með lyf og dáleiðslu. Landon fer úr öskunni í eldinn þvi þessari starfsemi fylgja köst sem breyta ungmenninu í kolbijálaða, forsögulega furðu- skepnu. Svipað efni var til meðferðar hjá Ken Russel og Paddy Chayefsky í Altered State, (‘80). Atriðið þegar Landon breytist fyrst í ófétið, er sígilt í sögu hryllingsmynda. Það sem tekur við eftir það er síður forvitnilegt. I MARRIED A MONSTER FROM OUTER SPACE (1958) Heldur ófrýnilegt nafn á mynd sem gagnrýandi Movie Guide, ★★★, biður menn að láta ekki blekkja sig, bak við það leynist ágætis vísinda- skáldsaga sem minni mikið á hina sí- Oskum sjómonnum og fjölskyldum þeirra «&*%!** EIN af síðustu geimverunum er dauð. Innrásinni er lokið í myndinni „Ég giftist skrímsli úr geimnum“. Sígild myndbönd gildu Invasion of the Body Snatchers. Hér fái áhorfendur til við- bótar innsýn í hugarheim geimver- anna. Gloria Talbott leikur konu sem fer að sjá ýmislegt undarlegt í fari mannsins síns (Tom Tryon). Sem er ekki svo skrýtið þar sem líkami hans var fangaður af geimverum rétt fyri brúðkaupið. Talbott kemst hvorki lönd né strönd, að lokum segir hún geimverunni manni sínum hvað hana gruni. Hann segir henni að geimver- urnar komi frá plánetu sem orðin sé óbyggileg, þvi séu þær að taka yfir Móður Jörð. Talbott snýr vöm í sókn og finnur leynivopnið á ólíklegasta stað. Fowler meðhöndlar efnið af mikilli leikni, segir gagnrýnandinn, kryddar það með innbyrðisátökum geimveranna og skapar ótrúlega góða spennu. Tom Tryon átti eftir að verða kunnur leikari sem sneri sér síðar að skriftum, m.a. liggur eftir hann metsölubókin The Other, sem úr varð prýðileg hrollvekja á tjaldinu. SHOWDOWN AT BOOT HILL (1958) ★★★% Þriðja „cult“- myndin er af allt öðrum toga, sálfræðivestri sem ger- ist á öldinni sem leið. Lögreglumað- ur (Charles Bronson) sendir eftir- lýstan morðingja inn í eilífðina og heldur síðan til heimabæjar hans til að taka við laununum. Þar vill eng- inn bera kennsl á líkið svo Bronson verður af launum sínum og kemst ekki hjá því að líta yfír farinn veg og endurskoða stöðu sína. Bronson fékk góða dóma fyrir sitt fyrsta aðalhlut- verk, en það tók bíógesti áratug til viðbótar að gera hann að einum vin- sælasta kvikmyndaleikara samtím- ans. Leikstjórn Fowlers er mikið betri en vænta má í jafn ódýrri mynd, segir gagnrýnandi Movie Guide, og gefur ★★★Vá , af 5, og segir jafnframt myndina skynsam- lega. Sæbjörn Valdimarsson Gibb-bræður ekki hættir BRÆÐURNIR í The Bee Gees til- kynntu á dögunum að þeir hygðust halda nokkra tónleika í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar. Þar á með- al verða þeir með sína fyrstu tón- leika í Suður-Afríku og annars staðar í álfunni auk þess sem liðin eru 10 ár síðan The Bee Gees komu fram í Evrópu og í Ástralíu. Tríóið hefur selt rúmlega 100 milljónir platna frá því fyrsti smell- ur þeirra, „Massachusetts", kom út árið 1967. „Ástæða þess að við höf- um enst svona lengi er sú að við semjum okkar eigin tónlist," sagði Robin Gibb á blaðamannafundi ný- <ö> SKANTI Mýrargata 2-8*Sími 511-2070 MAURICE, Robin og Barry Gibb í The Bee Gees ætla að halda tón- fjarskipti eru okkar fag leika á nokkrum vel völdum stöðum næsta árið. r MORE Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. Síðasta sending af vor- og sumarlínunni fró Brandtex var að koma FvrJnr Iremiir fvrrlu fær! Stærðir fró 44-58 Jakkar fró 5.900 Buxur fró 2.900 Pils fró 2.900 Blússur fró 2.800 Jakkorfró 2.900 Buxur fró 2.900 Pilsfró 2.900 Blússur fró 2.B00 lega. Á dögunum var frumsýndur söngleikurinn „Saturday Night Fever“ sem byggður er á tónlist The Bee Gees auk þess sem bræð- urnir vinna að breiðskífu en á henni verður að finna lag þar sem Celine Dion syngur með þeim piltum. Fyrstu tónleikarnir verða í Dyfl- inni í ágúst en þeir síðustu í Sydney í mars 1999. „Við viljum ekki vera á stöðugu ferðalagi. Við eigum allir fjölskyldur og viljum vera með börnum okkar. Við viljum auk þess gefa okkar allra besta í hvert sinn sem við höldum tónleika," sagði Barry Gibb sem er 51 árs gamall. Þess má geta að hljómsveitin The Bee Gees er sú eina sem hefur átt lag í efsta sæti breska vinsælda- listans á sjöunda, áttunda, níunda og tíunda áratugnum sem verður að teljast mikið afrek.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.