Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Caribbeai r 1 1 tteMi *TO»ii<fr «Í4 1 Sumaropnnn siniarskap ogSiiðræn sveif! Höfum Opið allan daginn í all stórfenglegur salatbar; rófur, lcartöflur, eggaldin, papríka, tómatar, rauðrófur, hvítlailkur, laukur, kál, Ólívur, balsam vinedik ÓlíVUOlíai.. ^ 000 m m m PACIFIC sfnu Uppljómun Poppi í Reykjavík vatt fram með rokkvöldi í Loftkastalanum. Arni Matthíasson fór að sjá Möggu Stínu meðal annars. ANNAR þáttur í skemmtileiknum Popp í Reykjavík fór fram á föstudagskvöld í Héðins- húsinu og Loftkastalanum. Tón- listin var venju fremur fjölbreytt 4 og hljómsveitir hver úr sinni átt- inni hvað varðaði inntak, áherslur og listfengi, ekki síður en útlit og sviðsframkomu. Flestir biðu vís- ast með eftirvæntingu eftir debuttónleikum Margrétar Krist- ínar Blöndal og hljómsveitar hennar, en þeir voru líka margir sem komnir voru til að sjá og heyra Quarashi, vinsælustu hljómsveit okkar tíma. POPP í Reykjavík er yfir- skrift hátíðarinnar góðu og vissulega vel til fund- ið, því safnað er saman á einn stað mörgum af helstu > hljómsveitum síðustu ára og ým- islegu nýmeti, sumu upphituðu en öðru glænýju. Fágætt færi á að sjá allt það helsta sem er að ger- ast í íslensku tónlistarlífi á einum stað. Með yfirskrift hátíðarinnar vilja menn eflaust vísa til tíma- mótamyndar Friðriks Þórs um rokklíf í Reykjavík, en það ólíkt að Friðrik var skrásetjari en Popp í Reykjavík sviðsetning með öllu því sem fylgir. Rokk í Reykjavik var heimildarmynd um neðanjarðarhreyfingu, sem þreifst innan borgarsamfélagsins, menningarkima ungs fólks sem hafnaði viðteknum gildum og hefðum, að minnsta kosti í orði, og hagaði sér samkvæmt því. I Poppi í Reykjavík, sem lauk á laugardagskvöld, gafst kostur á að berja augum skilgetin afkvæmi menningarkimans og óskilgetin; innan um listamennina voru nokkrir sem tóku þátt i rokkbylt- ingunni sem endurnærði íslenskt tónlistarlíf í lok áttunda áratugar- ins og upphafi þess níunda. Ekki sáust margir frumherjanna á sviði , Loftkastala eða Héðinshúss í þessari lotu, mátti telja á fingrum annarrar handar í þeim sæg sem þátt tók í uppákomunni, en þeir voru þeim mun fleiri í áhorfenda- skaranum þó obbinn hafi verið heima að passa eða horfa á Fjör á fjölbraut. Meðal merkisviðburða þetta kvöld á Poppi í Reykjavik, sem hafði fengið af einhverjum orsök- um yfirskriftina rokk/dans, var Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, eins og áður er getið. Flest- ir af eldri kynslóðinni voru líklega komnir til að sjá hana, en þau yngri komu til að sjá Sölva Blön- dal og félaga hans í Quarashi. I systkinabyltunni hafði Magga Stína betur; dyggilega studd af magnaðri hljómsveit kom hún áheyrendendum gjörsamlega í opna skjöldu. Þeir Quarashi-fé- lagar voru góðir, reyndar framúr- skarandi og jafnvel frábærir, en Magga Stína var uppljómun. FYRSTA smáskífulag hennar Möggu Stínu hefur glumið í útvarpi undanfarið og hljómar vel, en visast átti enginn von á þvi að hún myndi mæta svo sterk til leiks í Héðinshúsinu og raun bar vitni, studd af magnaðri hljóm- sveit, sem breytti sífellt um ham; nú sem blómálfaflokkurinn þá leikhúshljómsveit þjóðarleikhúss Moldovíu og loks tryllt keyrsla sem hljómsveitin Ham. Þessu stýrði Maggga eins og herforingi; keyrði félaga sína áfram af mis- kunnarlausri hörku, járnhnefi í silkihanska. Vissulega voru hnökrar og lykkjuföll, sumstaðar ómstríðir kaflar eða offlúrað slag- verk, en alls staðar innblástur og hugmyndagnótt. Rokk/dans var yfirskrifin en Magga Stína lék sannkallað þung- arokk og Bellatrix, sem eitt sinn hét Kolrassa krókríðandi, lék einnig rokk, dansskotið. Vel til fundið að skipta um nafn, svona rétt til að undirstrika breyttar áherslur, en þær Bellatrixur eru í millibilsástandi; ólíkir straumar falla ekki alltaf saman hjá þeim, en sum laganna náðu að lifna og sýna nýjan sannleik. BELLATRIX galt þess að nokkru leyti að koma á svið eftir hamaganginn í henni Möggu Stínu og áður en hamagangurinn hófst hjá Quarashi. Þeir Quarashi-menn komu hamrammir til leiks og sýndu og sönnuðu hvers vegna þar fer vinsælasta hljómsveit landsins, yfirburðasveit og frábærlega skemmtileg á tónleikum. Þeir fé- lagar tóku uppákomunni ekki nema mátulega alvarlega, létu nægja að hafa skipulag í æðinu. SKIPULAG í æðinu hjá Hössa í Quarashi. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir MARGRÉT Kristín Blöndal, eða bara Magga Stína; járnhnefi í silkihanska. BELLATRIXUR á nýjum slóðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.