Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 146. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ríkisstjórn Rússlands leggur umbótatillögur fyrir þingið Dúman samþykkir hærri skatt á matvæli Moskvu. Reuters. Söguleg stund á S N-Irlandi DAVID Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulster (UUP), var í gær kjörinn fyrsti ráðherra, eða forsætisráðherra, N-Irlands á opnunarfundi nýs heimastjórnar- þings. Var Séamus Mallon, vara- formaður flokks hófsamra kaþ- ólikka, kosinn annar ráðherra. Tókust þeir Trimble og Mallon í hendur að kosningu lokinni og var það sögulegt handtak því mótmælendur og kaþólikkar munu nú í fyrsta sinn deila völd- um á N-írlandi, fyrir utan mis- heppnaða samstjórn þeirra 1974. Trimble hefur á síðustu dögum verið harðlega gagnrýndur fyrir að ganga of langt í samkomulags- átt við Sinn Féin og jafnframt kenna sambandssinnar honum um þá ákvörðun breskra stjórnvalda að banna Óranfumönnum að ganga niður Garvaghy-veginn Reuters. TRIMBLE þungt hugsi í gær. næstkomandi sunnudag. Sagðist Trimble í gær ekki viss um hvort hann myndi sjálfur taka þátt í göngunni, þótt hann sé með- limur í Portadown-deild Óraníu- reglunnar, enda hefðu sér borist hótanir frá harðlínumönnum inn- an raða sambandssinna. Sjónvarp Ulster greindi frá því í gærkvöldi að Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, íiiugaði að heimsækja N-írland. Ákvörðun um það yrði tekin í dag. ■ Fornir fjendur/25 NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, samþykkti 9 liði af 20 í til- lögum ríkisstjórnarinnar um rót- tækar aðgerðir í efnahagsmálum við fyrstu umræðu í gær. Tillögumar miða fyrst og fremst að því að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, koma á breyttri skattalöggjöf og leggja grundvöll að aukinni iðnframleiðslu á næstu tveimur árum. Dúman samþykkti meðal annars að leggja 20% virðisaukaskatt á alla vöruflokka, og hækka þar með álög- ur á mat og aðrar nauðsynjavörur. Sergej Kíríjenko, forsætisráðherra Rússlands, sagði að takmarkið væri að jafna hlutfallið milli útgjalda og tekna ríkisins fyrir 1. nóvember næstkomandi, og að til þess væri nauðsynlegt að hækka skatttekjur úr 21 milljarði rúblna á mánuði í 25 milljarða, sem nemur nær 300 millj- örðum íslenskra króna. Pólitísk framtíð að veði Kíríjenko hvatti Dúmuna til að samþykkja tillögurnar í heild sinni, en leiðtogar stjómarandstöðuflokka tóku þeim tilmælum fálega. Komm- únistafiokkurinn á flesta þingmenn í neðri deild, og formaður hans, Gennadí Zjúganov, sagðist myndu styðja ákvæði um skattalög og efi- ingu iðnaðarins. Umræðum um tillögumar verður fram haldið í Dúmunni í dag, en. lokaatkvæðagreiðsla fer fram síðar í mánuðinum. Embættismenn telja umbæturn- ar vera forsendu þess að Rússland hljóti nýtt lán frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum og öðlist tiltrú erlendra fjárfesta. „Fjármálakreppan í heim- inum, greiðsluhalli og erfiðar efna- hagslegar og félagslegar aðstæður innanlands gera það að verkum að ekki má fresta því að taka ákvarð- anir,“ sagði Kíríjenko, sem viður- kenndi að pólitísk framtíð sín væri í veði. Jafnvel þótt svo fari að tillögur ríkisstjómarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum hljóti stuðning á þingi er viðbúið að erfitt reynist að afla þeim fylgis meðal almennings og koma þeim í framkvæmd í hér- uðum landsins. Annan og Abiola funda Abuja. Reuters. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, átti í gær fund með Moshood Abiola, leiðtoga stjórnai-andstöðunnar í Nígeríu, en hann situr í fangelsi. Stjórnarerind- rekar reyna nú hvað þeir geta til að fá Abiola leystan úr haldi. Háttsettur nígerískur embættis- maður greindi frá fundi Annans með Abiola í gær. Embættismaðurinn sagði að enn stæðu yfír viðræður um þá kröfu Abiolas að taka við embætti forseta á grundvelli kosninganna 1993. Þær voru ógiltar er sýnt var að Abiola myndi ná kjöri, og eru ástæða stjórnmálakreppunnar í landinu. „Það vilja allir að Abiola verði lát- inn laus, en hann verður að gera sér grein fyrir því, að umboð sem hann kann að hafa haft er nú útrunnið," sagði embættismaðurinn. Talsmenn SÞ vildu hvorki staðfesta né neita því að Annan hefði hitt Abiola. Til- kynning um fund hans og Annans yi'ði gefín út í dag. Reuters Liðsauki í kauphöllinni London, Bagdad. Reuters. STJÓRNVÖLD í frak vísuðu í gær á bug sem „lygi“ þeirri skýringu bandarískra embættismanna að flugskeytaárás á ratsjárstöð í suð- urhluta landsins á þriðjudag hefði verið gerð til verndar breskum og bandarískum eftirlitsflugvélum, og neituðu því að loftvamabyssum hefði verið miðað á þær. „Bandarísku embættismennirnir vita að þeir eru að ljúga að þjóð sinni og heiminum öllum, því þeir vita að flugskeytið lenti á svæði ná- lægt borginni Umm Qasir, þar sem hvorki eru staðsettar ratsjárstöðv- ar né herdeildir," sagði talsmaður menningar- og upplýsingamála- ráðuneytis íraks. „Hvernig gat þá verið um að ræða ógnun við banda- ríska og breska flugmenn?" Opinbera dagblaðið a 1-Jumho- uriya hvatti í gær öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna til að fordæma árásina og afnema flugbann yfir tveimur svæðum í írak, sem sett var á eftir Persaflóastríðið árið 1991 til að koma í veg fyrir að stjórnin í Bagdad gerði árásir á sjítamúslima í suðri og Kúrda í norðri. Svo virðist sem bæði Banda- ríkjamenn og írakar vilji komast hjá aukinni spennu á svæðinu. Stjórnmálaskýrendur telja þó ástæðu til að vænta frekari árekstra á næstunni, enda styttist í að Sameinuðu þjóðimar ákveði í október næstkomandi hvort áfram skuli beita íraka efnahagsþvingun- um. Vaxandi alþjóðlegur vilji er fyrir því að þeim verði aflétt, en Banda- ríkjamenn og Bretar eru því mót- fallnir. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna við Persaflóa sögðu í gær að þeir litu á það sem „lítilvægt atriði“ að írakar hefðu miðað út flugvélarnar á þriðjudag. Kváðust þeir ekki telja að þetta myndi leiða til frek- ari átaka. BILL Clinton Bandarikjaforseti heimsótti í gær kauphöllina í Shanghai í Kína, í fylgd borgar- stjórans, Xu Kuangdi (t.v.). For- setinn settist við skjá eins verð- bréfasalans en fór ekki út í brask enda varla til þess ætlast. Clinton heimsækir Hong Kong í dag. ■ Kína auki viðskiptafrelsi/26 frakar væna bandaríska embættismenn um lygi Hvetja öryggisráðið til að afnema flugbann Viðskipti á netinu ýta undir hagsveiflur London. Reuters. EFNAHAGSSVEIFLUR kunna að verða tíðari eftir því sem verslun á netinu fer vaxandi, að því er segir í niðurstöðum rann- sóknar sem birtar voru í gær. Jeffrey Kephart og samstarfs- fólk hans við Thomas J. Watson- rannsóknarmiðstöð IBM í New York segir það verða sífellt al- gengara að neytendur sem versla á netinu noti forrit, sem kölluð eru hugbúnaðarfulltrúar, til að leita að hagstæðasta verði. „Þessir fulltrúar hafa tilhneig- ingu til að ýkja markaðssveiflur og skapa heiftarlegt verðstríð," segir í tímaritinu New Scientist í umfjöllun um rannsóknina. Kephart sagði að hugbúnaðar- fulltrúar lytu ekki þeim takmörk- unum sem venjulega settu höml- ur á viðskipti. „Viðskipti þeirra í millum eru tafarlaus, kosta lítið og fjarlægðir skipta engu máli.“ Rannsókn sem gerð var við MIT-háskóla í Bandaríkjunum leiddi í ljós svipaðar niðurstöður, sagði í New Scientist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.